Morgunblaðið - 11.11.2013, Side 36
36 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2013
AF SÁLINNI
Andri Karl
andri@mbl.is
Tuttugu og fimm ár eru liðinsíðan Sálin hans Jóns mínssté fyrst á svið. Tuttugu og
fjögur ár eru liðin síðan pistlahöf-
undur eignaðist sína fyrstu hljóð-
snældu og söng hátt en kannski
ekki svo snjallt og spurði um leið
hvar lífið væri sem hann þráði. Það
er skemmst frá því að segja að það
gerði hann aftur í Eldborgarsal
Hörpu á laugardagskvöld, hærra
en nokkru sinni fyrr þótt enn megi
efast um snilldina.
Þarna var um að ræða svo-
nefnda viðhafnartónleika Sálar-
innar hans Jóns míns sem haldnir
voru í tilefni 25 ára afmælis sveit-
arinnar. Væntanlega nefndust þeir
viðhafnartónleikar vegna þess að
sveitin hélt afmælistónleika sína
fyrr á þessu ári. Var pistlahöfundi
raunar ekki kunnugt um það og
hélt sig vera að fara á téða afmæl-
istónleika og varð sökum þess fyrir
vonbrigðum með að alla veislu
vantaði í afmælisveisluna.
En sem viðhafnartónleikarstóðu þeir sannarlega undir
nafni og óma lögin svo gott sem öll í
höfðinu á sunnudagskvöldi. Eflaust
var enginn í Eldborg að fara á sína
fyrstu tónleika með sveitinni og ef-
laust sagði enginn eftir þá að þetta
yrðu þeir síðustu sem þeir færu á
með henni. Eins og fagmanna er
von og vísa kláruðu meðlimir sveit-
arinnar verkefnið með glæsibrag.
Raunar voru smávegis vandræði
með hljóðið í fyrsta laginu, Á nýjum
stað, en það má skrifa á aðra.
„Sjóið“ fór rólega af stað með
huggulegum lögum á borð við
Fannfergi hugans og Þú full-
komnar mig og lék þá strengja-
kvartett með sveitinni. Afar hug-
ljúft en í Eldborg á laugardags-
kvöld var biðin eftir meira fjöri
orðin dálítið löng. Það var í áttunda
lagi, Vængjalaus, sem fjörið byrjaði
fyrir alvöru. Þá stóðu áhorfendur
upp, sungu með og klöppuðu. Það
gerðist svo aftur þegar síðasta lag
fyrir hlé var leikið, Krókurinn.
Undir áhrifum Sálarinnar
Morgunblaðið/Eggert
Góður hljómur Öll umgjörð tónleika Sálarinnar hans Jóns míns var hin ágætasta og hentar Eldborgarsalur Hörpu prýðilega fyrir tónleika af þessu tagi.
tónleikarnir hafi verið vel heppn-
aðir, Sálinni tókst að fylla Eldborg í
tvígang þetta kvöld og ekki var að
sjá að nokkur teldi sig svikinn.
Klárt mál að hún á 25 ár til viðbótar
inni. Þá þarf vart að minnast á
hversu góður Eldborgarsalurinn er
og hentar öllu tónleikahaldi.
Í syngjandi sveiflu Stefán Hilmarsson, söngvari hljómsveitarinnar, stóð sig
með stakri prýði, eins og svo oft áður. Og reyndar hljómsveitin öll.
»Eflaust var enginnað fara á sína fyrstu
tónleika með sveitinni
og eflaust sagði enginn
eftir þá að þetta yrðu
þeir síðustu sem þeir
færu á með henni.
Sumir voru reyndar staðnir upp –
og á leið út úr salnum – áður en lag-
ið hófst þar sem Stefán sagði það
verða það síðasta fyrir hlé.
Dampurinn datt niður eftir aðsveitin hóf leik að nýju eftir
hléið og tók nokkur lög til að ná
áhorfendum aftur í gang. Nýtt efni
sveitarinnar virtist ekki gera mikið
fyrir áhorfendur og það var í raun
ekki fyrr en undir lok tónleikanna,
þegar sveitin renndi í gamla efnið,
Hvar er draumurinn? og fleira í
þeim dúr, sem áhorfendur tóku við
sér. En þá var líka allt keyrt í botn
og settist ekki nokkur maður aftur
niður.
Ekki verður annað sagt en að
ÍStóru börnunum, sem LabLoki hefur sett upp í Tjarn-arbíói, er fjallað um líf og leikisvonefndra infantílista sem fá
sitt kikk út úr því að leika eða vera
börn. Efni á borð við þetta getur ver-
ið viðkvæmt umræðuefni í hinum
rétthugsandi samtíma en það eru ein-
mitt áhugaverðar slóðir fyrir lista-
menn. Spurningum sem varpað er
fram í Stóru börnunum er prýðilega
lýst í leikskránni: „Er ástin einungis
einhvers virði ef hún er ókeypis?
Missir hún gildi sitt ef borgað er fyrir
hana? Hættir hún þá að vera alvöru-
ást? Og síðast en ekki síst: Er sá sem
selur ástina frjáls í því að falbjóða?“
Höfundur verksins fylgir verkinu
einnig úr hlaði í leikskrá og er lýsing
hennar og greining alveg prýðileg til
hliðsjónar þegar maður veltir efni
verksins fyrir sér.
Stóru börnin segja í stuttu máli frá
fyrirtæki/heimili sem er rekið af
mömmu sem Lilja Guðrún Þorvalds-
dóttir leikur. Til hennar kemur í upp-
hafi miðaldra trésmiður og fyrirtæk-
iseigandi sem heitir Kristján, leikinn
af Árna Pétri Guðjónssyni. Hann
langar stundum til að vera frekar fyr-
irferðarmikill þriggja ára strákur
sem mamma þarf jafnvel stundum að
refsa. Til mömmu venur einnig kom-
ur sínar Róbert, sem Stefán Hallur
Stefánsson leikur. Hann vill sleppa
undan þeim þrýstingi sem hann finn-
ur frá starfi sínu, umhverfi og fjöl-
skyldu og láta annast sig sem smá-
barn. Þegar líður á verkið knýr ung
dauðadrukkin kona dyra. Hún heitir
Elín, er leikin af Birnu Hafstein. Áð-
ur en varir er hún líka komin í barna-
hópinn. Eins og bent er á í leikskrá
hefur verkið kynferðislegan undirtón.
Hann kemur víða fram en missterkt í
samskiptum móður og barna í þessari
sögu.
Sviðsmyndin sýnir heimili mömmu.
Lengst til vinstri eru útidyr og hólf
fyrir hvert „barn“ þar sem það getur
meðal annars skilið eftir farsímann
sinn. Fyrir miðju er barnarými sem
hægt er að aka risastóru rimlarúmi
inn á. Þar er líka hrúgald á gólfi sem
Slappað af með
snuð og bleiu
Tjarnarbíó
Stóru börnin bbbbn
Eftir Lilju Sigurðardóttur. Leikarar: Lilja
Guðrún Þorvaldsdóttir, Árni Pétur Guð-
jónsson, Birna Hafstein og Stefán Hallur
Stefánsson. Leikmynd og búningar:
Drífa Freyju-Ármannsdóttir og Ari Birgir
Ágústsson. Ljósahönnun: Arnar Ingvars-
son. Hljóðmynd: Garðar Borgþórsson.
Leikstjóri: Rúnar Guðbrandsson. Þriðja
sýning í Tjarnarbíói 6. nóvember 2013.
SIGURÐUR G.
VALGEIRSSON
LEIKRIT