Morgunblaðið - 11.11.2013, Side 40
MÁNUDAGUR 11. NÓVEMBER 315. DAGUR ÁRSINS 2013
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
1. Finnst þær fallegastar 29 ára …
2. Óveður undir Hafnarfjalli
3. Van Persie tryggði United …
4. 24 ára flugvirki sem finnur …
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Næstkomandi miðvikudagskvöld
verður blásið til tökuljóðakvölds á
Loft hosteli í Bankastræti 7 í tilefni af
206 ára afmæli Jónasar Hallgríms-
sonar og degi íslenskrar tungu. Upp-
lestur sjö skálda hefst kl. 20. Hvert
þeirra les eitt ljóð eftir sig og annað
að eigin vali eftir skáld, sem fallið er
frá. Skáldin sem fram koma eru Ant-
on Helgi Jónsson, Elías Knörr, Kári
Tulinius, Kristín Eiríksdóttir, Kristín
Svava Tómasdóttir, Sigurlín Bjarney
Gísladóttir og Þórdís Gísladóttir.
Tökuljóðakvöld á
Loft hosteli
Balletthópur frá
Rússlandi, St.
Petersburg Festi-
val Ballet, sýnir
Svanavatnið við
tónlist tónskálds-
ins Piotrs Tchai-
kovskys í Eldborg
í Hörpu annað
kvöld og miðviku-
dagskvöld. Til
stóð að vera með tvær sýningar en
þegar seldist upp á þær var þeirri
þriðju bætt við á miðvikudag klukkan
17.00 og er enn hægt að fá miða á
hana. St. Petersburg Festival Ballet
samanstendur af fremstu listdöns-
urum flokksins og dönsurum úr
bestu dansflokkum sem viðhalda
hefðum St. Pétursborgar-ballettsins.
Uppselt á tvær sýn-
ingar af þremur
Á þriðjudag Norðvestan 13-20 m/s, en mun hægari V-til. Þurrt
syðra, annars snjókoma eða él, einkum á NA-verðu landinu. Frem-
ur hæg breytileg átt og úrkomulítið um kvöldið. Frost 0 til 8 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 10-23 m/s, hvassast við S- og
SV-ströndina. Þurrt á NA-verðu landinu, annars rigning eða skúrir.
Hiti 0 til 6 stig. Hvöss norðanátt og slydda/snjókoma NV-til í kvöld.
VEÐUR
Englandsmeistarar Manchest-
er United fögnuðu sætum
sigri á toppliði Arsenal í
ensku úrvalsdeildinni í knatt-
spyrnu á Old Trafford í gær.
Það var gamli Arsenal-
maðurinn Robin Van Persie
sem skoraði eina mark leiks-
ins með laglegu skallamarki.
United fór með sigrinum upp í
fimmta sæti deildarinnar en
Arsenal trónir enn á toppnum,
er tveimur stigum ofar Liver-
pool. »7
Van Persie af-
greiddi Arsenal
Valur og Stjarnan gerðu jafntefli í
toppslag Olís-deildar kvenna í hand-
knattleik en liðin áttust við á Hlíð-
arenda í hörkuleik það sem ekkert
var gefið eftir. Bæði lið eru taplaus
en Stjarnan trónir í topp-
sætinu, er stigi á
undan Val. »4
Jafntefli í toppslagnum
á Hlíðarenda
Landsliðsmennirnir Aron Einar Gunn-
arsson og Emil Hallfreðsson fóru
báðir meiddir af velli með liðum sín-
um um helgina. Meiðslin reyndust þó
sem betur fer ekki alvarleg og þeir
koma báðir til landsins í dag en ís-
lenska landsliðið kemur þá saman til
undirbúnings fyrir leikina gegn Kró-
ötum í umspili um sæti á HM. »1
Aron og Emil verða
klárir í slaginn
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Ég er alltaf syngjandi, meira að
segja í stærðfræðitímum í skól-
anum,“ segir Íva Marín Adrichem,
fimmtán ára upprennandi söng-
stjarna, en hún tekur um þessar
mundir þátt í flutningi á óperunni
Carmen eftir George Bizet í Hörpu.
Íva Marín hefur verið blind frá
fæðingu en það hefur ekki aftrað
henni frá að skara fram úr á ýmsum
sviðum. Óhætt er að segja að tónlist
og söngur eigi hug hennar allan og
sjálf segist hún hafa sungið allt frá
því hún fyrst man eftir sér.
„Ég hef setið fjölmörg söng-
námskeið en ég fór í klassískan
söng þegar ég var þrettán ára,“ seg-
ir Íva Marín en frá tólf ára aldri
hefur hún verið í Gradualekór
Langholtskirkju og eftir um tvær
vikur lýkur hún grunnprófi í söng.
Aðspurð segir Íva Marín æðislegt
að syngja í kór. „Ég held samt að
einsöngsnámið henti mér betur því
ég er þekkt fyrir að vera háværa
gellan.“
„Ég er óttaleg sviðsrotta“
Auk þess að njóta kennslu Þóru
Björnsdóttur söngkennara hefur
Íva Marín farið heldur óhefðbundna
leið í söngnáminu en undanfarið
hefur hún notast mjög við vefsíðuna
YouTube. „Ef hún væri ekki til veit
ég ekki hvar ég væri núna því þar
læri ég að syngja lögin. Stundum
læri ég samt eitthvað vitlaust og þá
spyr kennarinn mig hvað ég sé eig-
inlega búin að vera að hlusta á.“
Í fyrra tók Íva Marín þátt í flutn-
ingi á La Bohème eftir Puccini og
segir hún þá upplifun og þátt sinn í
Carmen nú vera það skemmtileg-
asta sem
hún hafi
gert til
þessa.
„Að fá að
standa á sviði og láta öllum illum
látum er æðislegt. Ég er óttaleg
sviðsrotta og get verið mjög athygl-
issjúk.“
Söngur er þó ekki eina áhugamál
hennar því frá þriggja ára aldri hef-
ur Íva Marín leikið á píanó. „Núna
finnst mér samt skemmtilegra að
syngja því ég var orðin pínulítið leið
á píanóinu.“ Hún hefur þó ekki lagt
píanóleikinn endanlega á hilluna því
í vetur stefnir hún að því að ljúka
miðprófi í píanóleik.
Samhliða söngnáminu stundar
Íva Marín nám í Garðaskóla í
Garðabæ og hyggur á frekara nám í
Menntaskólanum við Hamrahlíð.
Spurð hvað taki við að stúdentsprófi
loknu segist hún stefna á söngnám
erlendis. „Og halda bara áfram að
standa mig vel.“
Nýtur þess að standa á sviði
Íva Marín tekur
þátt í flutningi
Carmen í Hörpu
Morgunblaðið/Rósa Braga
Listamaður Þrátt fyrir ungan aldur hefur hin fimmtán ára gamla Íva Marín Adrichem tekið þátt í flutningi tveggja
óperuverka í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu. Í framtíðinni stefnir hún á frekara söngnám erlendis.
Sólveig Halldórsdóttir, sem hefur
umsjón með börnum á æfingum
og sýningum á óperunni Carmen í
Hörpu, segir barnakórinn sam-
anstanda af alls tuttugu krökkum
á aldrinum átta til fimmtán ára.
„Við gerum miklar
kröfur til
þeirra
enda er
þetta
stór og
mikil
sýning,“ segir Sólveig og bætir við
að krakkarnir standi sig allir með
sóma. „Þau hika ekki við að syngja
af öllum lífs og sálar kröftum út í
þetta risastóra rými.“
Sólveig hafði einnig umsjón
með barnakórnum á sýningunni
La Bohème og vann þá m.a. með
Ívu Marín. Aðspurð segist hún
vera mjög ánægð með frammi-
stöðu söngkonunnar ungu. „Þetta
er alveg ofboðslega flott stelpa
sem lætur ekkert stoppa sig.“
„Lætur ekkert stoppa sig“
TUTTUGU KRAKKAR Í BARNAKÓRNUM