Morgunblaðið - 22.11.2013, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 22.11.2013, Blaðsíða 42
42 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2013 Eftir að skrifað var undir verksamning um gerð Norðfjarð- arganga verður tíminn notaður til undirbún- ingsrannsókna á jarð- gangagerð milli Egils- staða og Seyðisfjarðar. Hug- myndir um tengingu Norðfjarðar og Seyð- isfjarðar við Egilsstaði og Hérað komu fyrst fram 1983 þegar talað var um þrenn veggöng inn í Mjóafjörð. Eldsvoði í flutningabíl sem var á leiðinni í gegnum 11 km löng jarð- göng í Noregi vekur spurningar um hvort 12-13 km löng veggöng undir Fjarðarheiði séu heppileg lausn til að rjúfa einangrun Seyð- firðinga við Egilsstaðaflugvöll. Áhyggjur heimamanna get ég vel skilið. Vegna fiskflutninganna til Seyðisfjarðar sem vegurinn á heið- inni þolir ekki skulu nýkjörnir þingmenn Norðausturkjördæmis fylgja þessu máli eftir í samgöngu- nefnd Alþingis til að viðkomustaður ferjunnar fái öruggari vegtengingu við byggðirnar norðan Fagradals. Undirbúningsrannsóknirnar sem voru samþykktar á Alþingi verða tímafrekar á meðan biðlistar eftir jarðgöngum eru langir. Að loknum alþingiskosningum er ekki sjálf- gefið að ákveðið verði að grafa 12 km löng veggöng undir Fjarð- arheiði án þess að Vegagerðin kanni vandlega hvort aðrar leiðir komi til greina. Tímabært er að menn leggi á hilluna pólitískan hrepparíg og semji um nýja for- gangsröðun samgöngubóta sem tryggir öllum Austfirðingum utan Norðfjarðar greiðari aðgang að Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaup- stað. Fyrir kjördæmabreytinguna áttu allir fyrrverandi þingmenn Austurlands að flytja á Alþingi til- lögu um jarðgöng sem hefðu tryggt viðkomustað Norrænu öruggari vega- samgöngur við Egils- staðaflugvöll. Von- sviknir Seyðfirðingar spyrja hvort þingmenn Norðausturkjördæmis séu ábyrgðarlausir þegar enginn veit hver stefna þeirra er. Í stað þess að ákveða Fjarð- arheiðargöng verða þingmenn Norðaust- urkjördæmis að svara spurningum Seyðfirð- inga sem vilja hið snarasta fá að vita hvort hagkvæm- ara væri að leysa þetta vandamál með veggöngum undir Gagnheiði eða tvennum styttri göngum úr Eyvindarárdal og frá Seyðisfirði inn í Mjóafjörð. Fyrr losna áhyggjufullir flutningabílstjórar aldrei við beygjurnar í Efri- og Neðri-Stafnum sem skapa vand- ræði. Fárviðri og átta metra snjó- dýpt í 640 m hæð á Fjarðarheiði kemur í veg fyrir að Seyðfirðingar geti treyst á sjúkraflugið þegar neyðartilfelli sem enginn sér fyrir koma upp. Meira en tvo klukku- tíma getur tekið að flytja slasaðan mann yfir heiðina á meðan sjúkra- flugvél bíður á Egilsstaðaflugvelli. Þvert á allar veðurspár getur allt farið á versta veg í miklum blind- byl á Fjarðarheiði Seyðfirðingum til mikillar hrellingar þegar mín- útur skilja milli lífs og dauða. Að undirlagi Steingríms J. sýndi frá- farandi ríkisstjórn Seyðfirðingum fyrirlitningu þegar hún lýsti andúð sinni á tillögu Arnbjargar Sveins- dóttur um Fjarðarheiðargöng sem afgerandi meirihluti á Alþingi sam- þykkti. Hafi stuðningsmenn Vaðla- heiðarganga á Austurlandi og fyrr- verandi stjórnarliðar sem vildu mismuna Norðfirðingum og Seyð- firðingum skömm fyrir. Árangurs- laust hafa vonsviknir Seyðfirðingar spurt þingmenn Norðaust- urkjördæmis hvort þeir vilji flytja nýja þingsályktunartillögu um að aðrar leiðir verði skoðaðar fari svo að Vegagerðin telji hagkvæmara að rjúfa alla vetrareinangrun Seyð- isfjarðar við Egilsstaði og Hérað með styttri göngum inn í Mjóa- fjörð. Enn er mörgum spurningum ósvarað á meðan engar tillögur koma fram um hvernig nýr stjórn- armeirihluti afgreiðir þetta hags- munamál Seyðfirðinga næstu fjög- ur árin. Hvort sem vetrareinangrun Seyðisfjarðar verður rofin með löngum eða styttri veggöngum skiptir öllu máli að stjórnvöld láti flýta undirbún- ingsrannsóknum til að viðkomu- staður Norrænu losni endanlega við snjóþungan og illviðrasaman fjallveg í 640 m hæð á heiðinni. Eftir öðrum leiðum fá Seyðfirð- ingar aldrei öruggari heils- árssamgöngur við Egilsstaða- flugvöll. Á Fjarðarheiði versnar ástandið þegar fréttir berast af því að 6-12 metra snjódýpt og 40 metra veðurhæð á heiðinni veldur bílstjórum flutningabíla vandræð- um. Eina leiðin til að bregðast við þessu vandamáli er að núverandi innanríkisráðherra beiti sér fyrir nýrri samgönguáætlun ef íbúar Fjarðabyggðar og Seyðisfjarðar eiga að fá öruggari vegtengingu við Egilsstaðaflugvöll allt árið um kring. Allar tilraunir til að setja Egilsstaði og Seyðisfjörð inn á eitt samfellt atvinnusvæði án jarðganga heppnast aldrei. Rjúfum vetrarein- angrun Seyðisfjarðar. Ástandið versnar á Fjarðarheiði Eftir Guðmund Karl Jónsson » Vonsviknir Seyðfirð- ingar spyrja hvort þingmenn Norðaust- urkjördæmis séu ábyrgðarlausir þegar enginn veit hver stefna þeirra er. Guðmundur Karl Jónsson Höfundur er farandverkamaður. Íslenska lífeyr- iskerfið er sterkt. Kerf- ið byggist á lífeyr- issjóðum sem taka við iðgjöldum sjóðfélaga á starfsævinni og greiða ævilangan lífeyri eftir að vinnu lýkur og í sum- um tilvikum örorkulíf- eyri vegna starfs- orkumissis eða makalífeyri vegna frá- falls. Það tekur langan tíma að byggja upp lífeyrissjóði og Íslendingar njóta framsýni þeirra sem stofnuðu þá. Almennt er litið til kjarasamn- inganna 1969 sem upp- haf lífeyrissjóðakerf- isins í núverandi mynd en þá var samið um stofnun lífeyrissjóða fyrir almennt launafólk. Athyglisvert er að þessi ákvörðun var tekin í kjölfar mikils efnahags- samdráttar eftir hrun síldarstofnsins á árunum á undan. Nokkrir lífeyrissjóðir eiga lengri sögu, m.a. lífeyrissjóðir opinberra starfsmanna og Lífeyrissjóður verzl- unarmanna. Skylda og frjáls viðbót Styrkleiki íslenska lífeyrissjóða- kerfisins felst í skylduaðild og sjóð- söfnun. Samkvæmt lögum ber öllum starfandi einstaklingum á aldrinum 16-69 að greiða lágmarksiðgjald í líf- eyrissjóð, í dag 12% af launum. Skylduaðildin tryggir að allir leggi fyrir og ávinni sér lágmarkslífeyri. Það er afar mikilvægt og dregur úr framfærsluþörf almannatrygg- ingakerfisins sem hleypur undir bagga með þeim sem eiga engin eða lítil lífeyrisréttindi. Þeir sem vilja bæta við eftirlaunin geta nýtt sér heimildir til viðbótarlíf- eyrissparnaðar. Sá sparnaður er yf- irleitt bundinn til 60 ára aldurs en nýtur í staðinn skattalegs hagræðis þar sem ekki er greiddur fjármagns- tekjuskattur af vaxtatekjum. Flestir launþegar eiga auk þess kost á mót- framlagi launagreiðanda gegn eigin framlagi til viðbótarlífeyrissparn- aðar. Allir sem geta ættu að nýta sér þetta hagkvæma sparnaðarform. Brýn viðfangsefni Við stöndum frammi fyrir þremur brýnum viðfangsefnum sem takast þarf á við. Í fyrsta lagi lifa landsmenn lengur en áður og mannfjöldaspár gera ráð fyrir að þessi þróun haldi áfram. Þannig hefur meðalævi 65 ára karla lengst um 2,4 ár (15%) og kvenna um 1,8 ár (9%) á árunum 1990-2012. Að öðru óbreyttu eykur þessi þróun skuldbindingar lífeyrissjóðanna því þeir greiða ævilangan ellilífeyri. Sjóðirnir geta brugðist við þessu með þrennum hætti: hækkun iðgjalda, hækkun lífeyrisaldurs eða lækkun líf- eyrisgreiðslna. Hvernig brugðist verður við þessari þróun er fyrst og fremst viðfangsefni aðila kjarasamn- inga. Í öðru lagi er stór hluti af opinbera lífeyriskerfinu ófjármagnaður. Um síðustu áramót var hallinn á lífeyr- issjóðum starfsmanna ríkis og sveit- arfélaga samtals 469 milljarðar, þar af voru 369 milljarðar hjá Lífeyr- issjóði starfsmanna ríkisins. Mik- ilvægt er að ríki og sveitarfélög byrji sem fyrst að leggja fyrir til að fjár- magna hallann því viðfangsefnið verður erfiðara með hverju ári sem líður án nokkurra aðgerða. Ef ekkert verður að gert mun vandinn flytjast milli kynslóða en það viljum við ekki. Í þriðja lagi búa lífeyrissjóðirnir við takmarkaða fjárfestingarkosti vegna gjaldeyrishafta. Ef höftin verða viðvarandi getur afleiðingin orðið sú að eignir sjóðanna verða einsleitar og með yfirgnæfandi áhættu á eitt hagkerfi. Það vill að sjálfsögðu enginn hafa gjaldeyrishöft en þau voru sett á við mjög erfiðar aðstæður árið 2008. Síðan eru liðin fimm ár og það er eitt af mikilvægari verkefnum stjórnvalda að finna leið til að afnema höftin. Skoða verður all- ar tiltækar leiðir til þess og verður þjóðin að vera tilbúin að fórna minni hagsmunum fyrir meiri til að losna við þau. Sterk rök eru fyrir því að líf- eyrissjóðirnir verði fremstir í röðinni þegar höftin verða losuð þannig að sjóðirnir geti fjárfest erlendis og auk- ið áhættudreifingu. Á móti verða sjóðirnir að vera tilbúnir að fjárfesta í smáum en öruggum skrefum á löngum tíma. Heildarendurskoðun í gangi Í kjarasamningum í maí 2011 var samið um stofnun samráðshóps stjórnvalda og aðila vinnumarkaðar- ins um lífeyrismál til að endurskoða lífeyriskerfið. Meginmarkmiðin eru jöfnun lífeyrisréttinda, að allir lífeyr- issjóðir starfi á sjálfbærum grunni og greiði ásættanlegan lífeyri. Í því sam- bandi mun nefndin m.a. yfirfara ið- gjöld, lífeyrisaldur og ávöxtunarvið- mið. Miklar vonir eru bundnar við störf nefndarinnar og að samstaða geti náðst um tillögur um að gera gott kerfi enn betra. Það er í takt við kjörorð lífeyrissjóðanna sem er: Lifðu vel og lengi. Svo við getum lifað vel og lengi Eftir Gunnar Baldvinsson »Mikilvægt er að sam- staða náist um end- urskoðun lífeyriskerf- isins og að farsæl niðurstaða fáist í þrem- ur brýnum viðfangs- efnum sem þarf að leysa. Gunnar Baldvinsson Höfundur er formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða og fram- kvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðs- ins. VINNINGASKRÁ 13258 31376 34670 36086 13487 28150 33644 38646 53030 59674 14606 28613 34151 41564 57911 61288 16972 31742 36809 41618 58662 66949 27112 32055 38400 51927 59046 77883 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) Aðalvinningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 3 5 0 7 1 Vinningur Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 30. útdráttur 21. nóvember 2013 162 10775 20141 29293 41125 53044 63747 72380 386 11236 20445 29314 41526 53071 64356 72507 824 11478 20541 29378 41881 53617 64505 72750 1053 11612 20690 29481 42026 53822 64758 72906 1106 11666 21044 29805 42112 53880 64802 73188 2033 11883 21099 29922 42268 53895 64864 73244 2058 13061 21241 29971 43154 54236 66037 73939 2573 13090 21550 30051 43325 54874 66054 74564 2900 13699 21583 30349 44571 55605 66197 74596 3187 14514 22617 31470 44611 55625 66891 74685 3313 14756 22623 32298 44882 55762 67132 75341 3766 14838 23484 32978 45058 55950 67237 75401 4089 15030 23627 34079 46042 55984 67477 75613 4502 15116 23794 34280 46104 56034 67599 75808 4530 15133 23946 34727 46241 56721 67827 75977 4542 15201 24155 34851 47564 56831 68057 76388 4582 15584 24328 35129 47953 57102 68093 76610 5056 16258 24616 35588 48234 58279 68561 76657 5325 16303 25011 35696 48240 58338 68587 77614 6110 16338 25626 36951 48431 58744 68619 77844 6251 16463 26527 37059 48518 59397 69257 78001 6762 16891 26613 37235 48561 59501 69268 78142 7576 16930 27252 37306 48600 59733 69326 78230 7595 17076 27274 37630 49366 59978 69830 78599 7888 17563 27421 37650 49551 60119 69838 78921 7911 17652 27604 38148 50245 60385 70155 79515 8336 17995 28282 38230 50789 60713 70444 8576 18715 28320 39769 51450 60794 70638 9447 18976 28341 40242 52035 61749 71005 9659 19038 28444 40425 52063 62487 71104 10060 19078 28488 40938 52287 63102 72157 10327 19274 28597 41104 52831 63349 72280 248 9631 21870 33531 44226 53097 63810 72993 2816 9805 22035 34363 46141 53942 64554 74516 4172 10609 23511 35345 46184 54171 65003 75081 4572 11826 24104 36024 46491 56005 65060 75111 5270 13256 24424 37067 47342 57096 65129 76049 5355 15335 24846 37219 47398 57404 66419 76551 5700 17446 25411 37902 48668 57636 67587 79389 6394 17651 26389 38695 49404 58288 68324 79661 6596 17773 26458 39807 49453 60366 68882 79726 7753 19374 26941 39896 50656 60407 71506 7964 20182 28319 40172 50828 61008 71929 8647 21152 31048 41377 52071 61986 72218 9242 21664 31334 42442 52461 62167 72462 Næsti útdráttur fer fram 28. nóvember 2013 Heimasíða á Interneti: www.das.is Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvöfaldur) Kr. 20.000 Kr. 40.000 (tvöfaldur) Vinningur Vinningur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.