Morgunblaðið - 22.11.2013, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.11.2013, Blaðsíða 29
29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2013 Hafnarfjarðarbrandara þarf ekki að kynna fyrir nokkrum Íslendingi. Brandararnir ganga út á að láta Hafnfirðinga líta út sem einstaklega vitlausa og einfalda, með því að saka þá um að læðast framhjá apótekinu til að vekja ekki svefntöflurnar, eða um að Hafnfirðingur hafi hringt í lögguna og beðið um að koma í snatri, því búið væri að stela stýrinu, bensíngjöfinni, kúp- lingunni, gírkassanum og bremsunni. Nokkru síðar hringdi hann aftur og sagði að allt væri í lagi. Hann hefði sest aftur í. gunnardofri@mbl.is Læðast Hafnfirðingar framhjá apótekinu?  Hafnarfjarðarbrandarar lifa góðu lífi í Hafnarfirði Morgunblaðið/Árni Sæberg Hafnarfjörður Löngum hafa háðfuglar stært sig af því að kunna marga brandara um Hafnfirðinga. Brandararnir eru flestir einfaldir orðaleikir, þar sem grínið er gert á kostnað Hafnfirðinga. Grínið er þó yfirleitt góðlegt. Af hverju borða Hafnfirðingar ekki kleinuhringi? Af því þeir vita ekki hvað þeir eiga að gera við gatið í miðjunni. ERNA LUNDBERG KRISTJÁNSDÓTTIR Af hverju taka Hafnfirðingar allt- af hurðina af hjör- unum þegar þeir fara á klósettið? Svo enginn geti kíkt gegnum skrá- argatið. JÓN SÆVAR KRISTINSSON Af hverju taka Hafnfirðingar alltaf með sér stiga þegar þeir fara út í búð? Af því verðið er svo hátt. SUNNA JÓHANNSDÓTTIR Af hverju klifr- aði Hafnfirð- ingurinn yfir glervegginn? Til að sjá hvað væri hin- um megin. EINAR JÓHANN LÁRUSSON Af hverju setja Hafnfirðingar alltaf stól út á svalir á kvöld- in? Svo sólin geti sest. RÍKEY MAGNÚSDÓTTIR Skannaðu kóðann til að skoða myndskeið um Hafnarfjarðar- brandara. Ég kann engan Hafnarfjarðar- brandara, en þegar ég flutti einu sinni í Hafnarfjörðinn, 1985 að mig minnir, þá keyrði ég í bæinn í mikilli rigningu til að skoða húsnæði sem ég ætlaði að leigja, þá voru allir á gangi með stóra sófa á hausnum. Það hélt ég að væri Hafnar- fjarðarbrandari. Ársæll Guðmundsson, skólameistari Iðnskólans í Hafnarfirði 20% afsláttur af öllum skóm fimmtudag til mánudags Músík og Sport | Reykjavíkurvegi 60 | 220 Hafnarfirði S: 555-2887 | musikogsport.is | musikogsport@hive.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.