Morgunblaðið - 22.11.2013, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.11.2013, Blaðsíða 31
VIÐTAL Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is „Háskólar eiga að búa til nýjar at- vinnugreinar í sínum heimalöndum,“ segir Einar Stefánsson, prófessor í augnlækningum og stofnandi fimm nýsköpunarfyrir- tækja. „Íslenska háskólasam- félagið hefur ekki sinnt þessu hlut- verki nægilega vel. En það eru til dæmi um vel heppnuð fyrir- tæki sem hafa sprottið úr há- skólaumhverfinu. Marel, stærsta fyrirtæki landsins, er ugglaust besta dæmið um það,“ segir hann. Einar segir að byggja megi há- skólasamfélagið upp til að það styðji betur við þetta hlutverk með því að feta í fótspor Bandaríkjanna, Finn- lands og Svíþjóðar. Þar séu öflugir háskólar og verulegum opinberum fjármunum sé varið í nýsköpun og rannsóknir. Vísindamenn sæki í fjár- muni úr samkeppnissjóðum. „Samkeppnissjóðir eru árangurs- ríkasta leiðin til að deila út opinberu rannsóknarfé. Vísindamenn sækja um styrki til sinna verkefna. Hug- myndirnar eru metnar af sérfræð- ingum sem þurfa að líta á sama tíma til annarra umsókna. Matið byggist jafnframt á árangursmati, þar sem horft er til hvernig viðkomandi hefur gengið á undaförnum árum. Sá sem ekki hefur náð árangri í fortíðinni á því erfiðara um vik að fá fjármunum úr sjóðnum. Bandaríkjamenn eru í fararbroddi með þetta kerfi, og aðr- ar þjóðir hafa reynt að líkja eftir þessu fyrirkomulagi, þar sem árang- urinn blasir við,“ segir Einar. Hér á landi sé ekki sama háttur hafður á, hér séu sjö háskólar starf- ræktir og fjölmörg rannsókna- og fræðasetur um land allt. „Kröftunum er dreift of víða. Mun skynsamlegra er að reka sterkan háskóla. Vísinda- starf byggist á samvinnu, sérfræð- ingar á ýmsum sviðum þurfa að geta dregið sig saman. Nýsköpun verður nefnilega einna helst til þegar mis- munandi sérfræðiþekkingu er bland- að saman. Það nægir ekki nýta tæknina til þess að hafa samskipti, það er best að hafa alla á sömu torf- unni,“ segir Einar. Hann segir að það hafi verið í raunin í þeim fyr- irtækjum sem hann hafi stofnað og nefnir að þar innanborðs séu til dæmis augnlæknar, lyfjafræðingar, efnafræðingar, eðlisfræðingar, tölv- unarfræðingar og viðskiptafræðing- ar. Einar gagnrýnir jafnframt hve litlu fé sé varið í samkeppnissjóði hér á landi. „Af því fé sem lagt er til rannsókna og nýsköpunar fer um það bil 10% í samkeppnissjóði. Svíar, sem eru þekktir fyrir að reka nor- rænt velferðarríki, leggja hærra hlutfall í samkeppnissjóði en við eða 30%. Sá háttur sem hafður er hér á, er að leggja þá fjármuni sem verja á til rannsókna og nýsköpunar í stofn- anir – án árangurstengingar. Og það sem fer í samkeppnissjóði er meira og minna eyrnamerkt ýmsum sér- hagsmunum, eins og t.d. landbúnaði eða ákveðnu kjördæmi,“ segir Einar og leggur áherslu á að kerfið sé ekki miðstýrt heldur að hugmyndirnar komi frá vísindamönnum. Erfitt sé að ákveða fyrirfram hvaða atvinnu- greinar muni vaxa og dafna. Hann bendir á að á sama tíma og að á Ís- landi sé hlutfallslega settir minni fjármunir í samkeppnissjóði, séu hér á landi settir mun minni fjármunir í háskóla. „Hér á Íslandi er lagður framrétt rúmlega helmingur af því sem Norðurlandaþjóðir gera. Við sem sagt leggjum minni skerf af þjóðarkökunni til háskóla og skipt- um þeirri fjárhæð í marga hluta og dreifum víða,“ segir hann. Einar segir að ríkisstyrkir til rannsókna og nýsköpunar séu afar nauðsynlegir, vegna þess að það geti tekið 15-20 ár að byggja þekkingar- fyrirtæki úr hugmynd kviknar hjá vísindamönnum og einkafjármunum séu alla jafna ekki svo þolinmóðir. Búi til atvinnugreinar Morgunblaðið/Ómar Svörður Einar Stefánsson prófessor segir dæmi um vel heppnuð fyrirtæki sem hafa sprottið úr háskólaumhverfinu. Marel sé besta dæmið um það.  „Háskólasamfélagið hefur ekki sinnt þessu hlutverki nægilega vel,“ segir pró- fessor í augnlækningum  Feti í fótspor annarra og nýta samkeppnissjóði meira Nýsköpun í augnsýn » Einar Stefánsson prófess- or kemur að þremur sprota- fyrirtækjum sem tengjast augnlækningum. » Risk þróar áhættureiknivél sem metur áhættu syk- ursjúkra á augnsjúkdómum og sjónskerðingu. » Oculis vinnur með na- nóagnir í augndropum til að bæta lyfjameðferð við ýms- um algengum augn- sjúkdómum. » Oxymap þróar tækjabúnað sem getur metið blóðþurrð- arsjúkdóma í augnbotnum með stafrænni myndvinnslu. Einar Stefánsson FRÉTTIR 31Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2013 Gallexier er sérhönnuð jurtablanda frá Salus sem hjálpar líkamanum við meltingu á feit- um og þungum mat, þrátt fyrir að borða all- taf passlega þá er oft á boðstólum um jólin matur sem líkaminn er ekki vanur og ræður ekki svo auðveldlega við að melta. Lausnin er komin ef þú tekur 20 ml af Gal- lexier fyrir máltíð og/eða 20 ml strax eftir máltíð þá örvast meltingin og þér líður betur fljótt, jurtirnar í þessari blöndu, eru vatnslo- sandi, örva meltingu og hjálpa einstaklega vel við niðurbrot á fitu í fæðunni. Njóttu jólanna, matarins og láttu þér líða vel  „Gallexier bjargvættur jólanna“ Nú getur maður leyft sér meira en bara dreyma um jólamatinn!!! Hagnaður Landsbankans nam rúmum 6,7 milljörðum króna á þriðja ársfjórðungi og jókst um 305% milli ára, en á sama tíma í fyrra nam hann um 1,7 milljörðum króna. Í uppgjörinu segir að breytingin á milli ára skýrist meðal annars af hærri rekstrartekjum, lægri kostnaði, hækkandi virði hluta- og skuldabréfa og virðisbreytingu á útlánasafni. Í tilkynningu er haft eftir Stein- þóri Pálssyni, bankastjóra Lands- bankans, að reksturinn og arðsem- in hafi verið með ágætum. „Mikill árangur hefur náðst í lækkun rekstrarkostnaðar og að teknu til- liti til verðbólgu er raunlækkun rekstrarkostnaðar 9,4% á fyrstu níu mánuðum ársins. Þetta er betri árangur en áætlanir okkar gerðu ráð fyrir.“ Athygli vekur að lausafjáreignir bankans í erlendri mynt eru komnar vel yfir 150 milljarða króna en þær voru um 70 millj- arðar fyrir rúmu ári. Hafa grein- endur bent á að þessi mikla gjald- eyrissöfnun ráði hvað mestu um að gengi krónunnar hafi lítið sem ekkert hækkað undanfarna mán- uði. kij@mbl.is Hagnaður- inn eykst um 305%  Landsbankinn hef- ur dregið úr kostnaði Morgunblaðið/Golli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.