Morgunblaðið - 22.11.2013, Blaðsíða 47
MINNINGAR 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2013
✝ Ólöf Péturs-dóttir fæddist á
Kletti í Borgarnesi
30. ágúst 1926. Hún
andaðist á líkn-
ardeild Landspít-
alans í Kópavogi 16.
nóvember 2013.
Ólöf var dóttir
hjónanna Péturs
Hans Símonarsonar
verkamanns í Borg-
arnesi, ættaður úr
Arnarfirði, f. 30. ágúst 1892, d.
30. janúar 1973, og Valdísar Sig-
urðardóttur húsmóður frá Kletti
í Reykholtsdal, f. 7. október
1900, d. 6. janúar 1983. Pétur,
faðir Ólafar, hafði áður misst
fyrri eiginkonu sína, Ólöfu
Daðínu Þórarinsdóttur, og ný-
fæddan son þeirra úr berkla-
veiki. Ólöf á eina systur, Þórunni
Andersson, f. 1931, hún býr í Sví-
þjóð.
Ólöf giftist hinn 1. október
1949 eftirlifandi eiginmanni sín-
um, Þorsteini Ólafssyni, f. 1919.
Hann er sonur hjónanna frá
Hlaðhamri í Hrútafirði, Þor-
steins Ólafs Þorsteinssonar, f.
býlismaður hennar er Hall-
grímur Heiðar Gunnarsson, f.
1983, og c) Þorsteinn, f. 1990. 3)
Heiðdís, f. 1960, eiginmaður
hennar er Pálmi Egilsson, f.
1956. Börn þeirra eru: a) Sæþór,
f. 1986, b) Steinunn, f. 1989, sam-
býlismaður Brynjólfur Hjör-
leifssson, f. 1984, c) Sindri, f.
1996. 4) Þorsteinn Ólafur, f.
1963. Eiginkona hans er Svana
Berglind Karlsdóttir, f. 1972,
dóttir þeirra er Bríet Mjöll, f.
2009. Dóttir Þorsteins Ólafs og
Vigdísar Jóhannsdóttur er El-
ísabet Sóldís, f. 1999. Dóttir
Svönu úr fyrra sambandi er
Alexandra Ísfold Alexand-
ersdóttir, f. 1995.
Ólöf stundaði nám við Hérðas-
skólann á Laugarvatni. Að því
loknu hóf hún störf hjá Mjólk-
ursamlagi Borgfirðinga og síðar
hjá Landsímanum í Borgarnesi.
Ólöf starfaði lengi við Leikskól-
ann Laugaborg og síðar við
Gistiheimili ÍSÍ í Laugardal.
Einnig starfaði hún í nokkur ár á
kaffistofu Þjóðarbókhlöðunnar.
Síðustu árin og alveg fram til
2012 starfaði Ólöf við Gistiheim-
ili Önnu.
Útför Ólafar fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 22. nóv-
ember 2013, kl. 15.
1891, d. 1971, og
Jónu Jónsdóttur, f.
1888, d. 1974. Dóttir
Ólafar er Sigrún
Guðmundsdóttir, f.
1947, eiginmaður
hennar er Friðrik
Jónsson, f. 1945.
Þau eiga tvo syni: a)
Jón Þorsteinn, f.
1965, giftur Ásthildi
Guðmundsdóttur, f.
1966. Synir þeirra
eru Friðrik, f. 1988, og Jón Stef-
án, f. 1996. b) Friðrik Helgi, f.
1970, giftur Halldóru Jakobínu
Jónsdóttur, f. 1970. Dætur þeirra
eru Ólafía Hrönn, f. 1993, Linda
Katrín, f. 1996, og Rakel Sif, f.
1997. Börn Ólafar og Þorsteins
eru: 1) Pétur, f. 1950, eiginkona
hans er Kristín Ármannsdóttir, f.
1965. Dætur þeirra eru: a) Ólöf,
f. 1991, b) Unnur, f. 1993, sam-
býlismaður hennar er Sigurður
Auðberg Davíðsson, f. 1978, og c)
Dagný, f. 1995. 2) Jóna, f. 1955,
sambýlismaður er Sveinn Jó-
hannsson, f. 1954. Börn Jónu og
Ólafs Guðjónssonar eru: a) Kári,
f. 1982, b) Hildur, f. 1988, sam-
Móðir mín var gríðarlega kraft-
mikil og dugleg kona. Hún var sí-
fellt að og kom miklu í verk. Hún
var lagin í höndunum og saumaði
mikið, bæði á sjálfa sig og okkur
krakkana. Henni fannst gaman að
hafa fínt í kringum sig og alltaf
var heimilið hvítþvegið og strokið,
vel var raðað í alla skápa og skúff-
ur. Mamma hafði mikinn áhuga á
blómum. Hún ræktaði sjálf sum-
arblóm upp af fræjum og setti út í
garð. Hún hefur alla tíð átt mikið
af stofublómum og þau hafa verið
mikil prýði á heimilinu. Mamma
var ekki bara fyrir fína hluti, hún
hafði líka gaman af því að vera vel
tilhöfð og fannst gaman að punta
sig og vera í fallegum fötum.
Hraðinn á mömmu var ótrúleg-
ur þegar hún fór um. Ekki alls fyr-
ir löngu vorum við í Kringlunni.
Þar strunsaði hún á milli búða og
þurfti ég að hlaupa við fót til að
fylgja henni eftir, svo mikið var
spanið á henni.
Mamma var mikil félagsvera og
mátti helst ekki missa af neinu.
Hún og pabbi dönsuðu með eldri
borgurum í hverri viku, þau fóru
árum saman á eldriborgaravikur á
Hótel Örk, eignuðust þar marga
góða vini og kunningja og höfðu
mjög gaman af.
Ferðaáhuginn var mikill hjá
mömmu. Þau pabbi fóru í ótal
ferðalög, bæði innanlands og er-
lendis. Þau áttu margar minning-
ar tengdar þeim ferðum, bæði í
myndum og rituðu máli, því
mamma var dugleg að skrifa niður
heilu ferðasögurnar. Allt var þetta
handskrifað og hún hafði mjög fal-
lega rithönd.
Í sumar sem leið gengum við
hjónin á Hjörleifshöfða. Þetta er
töluverð ganga og varð mér hugs-
að til foreldra minna sem höfðu
gengið á höfðann fyrir aðeins
tveimur árum, hún þá 85 ára og
hann 92 ára. Þetta eru mikil lífs-
gæði og vona ég að ég geti leikið
þetta eftir ef ég næ þessum aldri.
Gott var að leita til mömmu
varðandi margt, hún hafði alltaf
ráð og gat leiðbeint mér með ým-
islegt.
Ég kveð mömmu með miklum
söknuði og hlýju.
Heiðdís.
Móðir mín var einstaklega
kraftmikil kona. Sístarfandi og
létt á sér. Hún ólst upp í Borg-
arnesi en bjó á fullorðinsárum í
Reykjavík. Fyrri hluta ævinnar
starfaði hún sem húsmóðir en
þegar við börnin uxum úr grasi
fékkst hún við ýmis störf. Þegar
hún varð sjötug og eðlileg starfs-
lok komin hjá flestum hélt hún
áfram að sækja um vinnu og starf-
aði bæði á kaffihúsi og gistiheimili
í mörg ár eftir það. Áhugamálin
voru dans og ferðalög og þeim gat
hún sinnt á seinni hluta ævinnar.
Einnig var hún gefin fyrir garð-
rækt og saumaði mikið. Hún varð
þeirrar gæfu aðnjótandi að vera
einstaklega heilsuhraust í 86 ár og
fórum við síðast saman í berjamó
haustið 2012. Eftir það tók að
halla undan fæti.
Ferð þín er hafin.
Fjarlægjast heimatún.
Nú fylgir þú vötnum
sem falla til nýrra staða.
Og sjónhringar nýir
sindra þér fyrir augum.
(Hannes Pétursson)
Ég kveð þig með orðum Péturs
Sigurðssonar:
Kraft þarf til að kljúfa stein,
kærleik til að unna,
blíðu til að bæta mein;
best er margt að kunna.
Jóna Þorsteinsdóttir.
Hún mamma mín er dáin. Þó
svo að við höfum vitað síðustu vik-
urnar að það væri ekki spurning
um hvort heldur hvenær kom
þetta á óvart og ég átta mig eig-
inlega ekki á þessu ennþá. Það er
líka bara liðinn mánuður síðan
hún kom stórglæsileg með pabba í
fjögurra ára afmæli Bríetar dótt-
ur minnar. Pabbi sem er sjö árum
eldri segir líka að þetta hafi aldrei
átt að fara svona, hann átti að fara
á undan. Engu að síður er ég svo
þakklátur að hafa verið viðstadd-
ur og halda í báðar hendur hennar
þegar hún lagði af stað í ferðalagið
í sumarlandið, sem hún hafði sagt
mér svo margt um.
Þetta líf er svo óútreiknalegt.
Einni viku fyrir andlát hennar
upplifði ég einn af stærstu dögum
lífs míns er ég hélt upp á 50 ára af-
mælið mitt og giftist þeirri einu
réttu. Þegar leið að stóra deginum
var heilsu mömmu farið að hraka
verulega svo eðlilega komu upp
efasemdir hvað skyldi gera. En
sem betur fer þá átti ég með henni
einn góðan dag þar sem við gátum
rætt þetta. Hún sagði þá bara af-
dráttarlaust að við Svana mín ætt-
um að halda okkar striki og ég
ætti að vera hugrakkur og ham-
ingjusamur. Hún yrði nú bara
með mér í anda hvar sem hún yrði
staðsett þá í þessu jarðlífi.
Ég minnist hennar með mikilli
hlýju, þakklæti og ánægju fyrir
allar góðu stundirnar. Ég minnist
líka hversu ótrúlega dugleg og
nýtin hún alltaf var. Enda byrjaði
hún ung eða tíu ára að passa börn.
Síðustu árin eru líka ótal stund-
irnar sem hún og pabbi pössuðu
Sóldísi dóttur mína þegar hún var
yngri. Mér er sérlega minnisstætt
að hún sagði að ung að árum hefði
henni líka verið úthlutað því verk-
efni að slá lýsnar úr rúmum í gisti-
heimili sem foreldrar hennar
ráku. Hún var alltaf að og síðustu
tíu árin fór hún létt með að starfa
við Gistiheimili Önnu og vinna þau
verk sem þurfti að gera þó væri
orðin 85 ára og verkefnin önnur en
fyrir tæpum 80 árum. Mamma
varð líka alltaf að hafa eitthvað
fyrir stafni. Þá skipti engu máli
hvort væri samkeppni við upp-
þvottavélina þegar hún kom til
mín sem gestur eða þrífa upp ef
eitthvað sullaðist á gólf á veitinga-
stað. Þegar við vorum yngri saum-
aði hún á okkur öll föt og lengi vel
var þvotturinn þveginn í höndun-
um. Mamma átti mörg áhugamál
og eitt af því var að ferðast um all-
an heiminn með pabba í ótal ferð-
um, þó mest síðustu 30 árin. Eftir
þær ferðir síðan 1952 liggja eftir
hana mikil gersemi í formi mynda-
albúma og nákvæms handskrifaðs
bókhalds yfir alla gististaði,
áhugaverða staði, borgir og lönd.
Hún vandaði sig alltaf að skrifa og
hafði fagra rithönd. Nú hefur hún
hins vegar lagt upp í sína hinstu
för, þó að kannski segi hún okkur
allt annað þegar við hittumst
seinna hinum megin.
Þorsteinn Ólafur
Þorsteinsson (Óli).
Elsku amma, mér finnst ótrú-
legt að það sé komið að kveðju-
stund. Eftir stutt veikindi fórst þú
allt of fljótt í burtu.
Þrátt fyrir að þú værir orðin 87
ára varstu alltaf svo hress og dug-
leg. Þú varst ennþá á vinnumark-
aðnum 85 ára gömul og taldir það
ekki eftir þér. Þú varst virkur
þátttakandi í félagslífi eldri borg-
ara. Það var alltaf nóg um að vera,
það var verið að lesa upp, spila,
fara í hinar ýmsu ferðir og svo
misstuð þið afi aldrei af því að fara
að dansa á sunnudagskvöldum. Þú
hefðir getað logið því að hverjum
sem er að þú værir mun yngri svo
mikil skvísa varstu, þú varst alltaf
vel til höfð með hárið nýlagað og
svo orkumikil. Þú sast aldrei að-
gerðarlaus og varst alltaf á fullu
spani.
Ég man þegar við fórum saman
í berjamó á afmælisdeginum þín-
um fyrir tveimur árum. Afi bað
mig sérstaklega um að passa upp
á að þú myndir ekki ofgera þér því
þú áttir það til að vera aðeins of
kappsöm við berjatínsluna og af-
köstin voru auðvitað eftir því.
Þú varst langt frá því að vera
hrædd við tæknivæðinguna. Þeg-
ar þú fékkst stafrænu myndavél-
ina þína voru einhverjir með efa-
semdir um að þú háaldraða konan
gætir lært á þessa nýjung. Þú
varst nú ekki lengi að læra á nýju
vélina og varst mjög dugleg að
taka myndir. Til að byrja með
tókstu þó gömlu filmuvélina yfir-
leitt líka með í veislur, svona til ör-
yggis, en þú varst fljót að leggja
henni eftir að þú komst upp á lagið
með nýju myndavélina. Við sett-
um svo myndirnar inn í tölvuna í
sameiningu, kíktum aðeins á
tölvupóstinn og á facebook, því ég
var þinn helsti tölvuaðstoðarmað-
ur.
Ég á eftir að sakna þess svo
mikið að koma til þín og skoða
fataskápinn þinn með þér og
heyra hvernig þú fékkst flíkurnar
þínar, hvar þú keyptir þær, hve-
nær þú saumaðir þær, fyrir hvaða
tilefni og hvar þú fékkst efnið.
Minnið þitt var ótrúlegt. Hver
einn og einasti hlutur á Bugð-
ulæknum á sér sögu og ég held að
ég hafi verið svo heppin að hafa
heyrt þær flestar og sumar oftar
en einu sinni. Í hvert sinn sem ég
fór utan varst þú að sjálfsögðu bú-
in að fara þangað og varst ekki
lengi að draga fram myndaalbúm
til að sýna mér myndir af viðkom-
andi stað. Minnið stóð ekki heldur
á sér við skoðun myndaalbú-
manna, mundir nafnið á hverju
einasta kennileiti og hóteli sem þið
gistuð á og ef minnið stóð eitthvað
á sér var kíkt í bók þar sem allt
var samviskusamlega skrifað nið-
ur.
Ég er svo heppin og þakklát
fyrir að hafa fengið að búa hjá
ykkur afa fyrstu árin mín í Versló,
sá tími er mér mjög dýrmætur.
Frá þeim tíma á ég margar góðar
minningar og mér þykir vænt um
að hafa fengið að kynnast þér og
fyrirmyndar heimilishaldinu á
Bugðulæknum svona vel.
Þið afi kennduð mér svo góð
gildi sem ég mun ávallt hafa að
leiðarljósi í lífinu.
Elsku amma, það er svo erfitt
að hugsa til þess að þú sért farin.
Takk fyrir allar góðu minningarn-
ar, ég kveð þig með miklum sökn-
uði og þakklæti.
Steinunn Pálmadóttir.
Það var sumarkvöld á vest-
firskri heiði. Stór hópur fólks var
saman kominn í kvöldsvalanum til
að fagna því að hálf öld var liðin
frá því að vegagerðarmenn óku
síðasta hlassinu í veginn og komu
þar með á akvegasambandi milli
byggða á Vestfjörðum og frá Ísa-
firði til Reykjavíkur. Ræður voru
fluttar, lesin ljóð og tónlistarmenn
skemmtu gestum með söng og
hljóðfæraleik. Varla mun hafa
verið gert ráð fyrir dansi á sam-
komunni, en sumum manneskjum
er dansinn svo í blóð borinn að
þær láta ekkert tækifæri sér úr
greipum ganga til að taka sporið
ef tónlist er fyrir hendi og brúk-
legt dansgólf. Mér finnst einmitt
að hún Ólöf Pétursdóttir, sem nú
hefur kvatt okkur, hafi verið ein
þeirra. Þessi kvöldstund á Dynj-
andisheiði sumarið 2009 er ein-
hver skemmtilegasta minning mín
um samveru með Ólöfu, dillandi
fiðlutónar og rennisléttur melur
var allt sem til þurfti. Ólöf dreif
Þorstein með sér út á „gólfið“ og
saman stigu þau dans um stund.
Kynni okkar Ólafar hófust fyrir
röskum tveimur áratugum þegar
börnin okkar rugluðu saman reyt-
um og samverustundir okkar hafa
flestar verið með þeim og fallegu
ömmustelpunum okkar þremur.
Það var ævinlega gott að hitta
Ólöfu, hún var glöð og ræðin, hafði
frá ýmsu að segja, naut sín meðal
fólks. Ólöf kom mér fyrir sjónir
sem heimskona en um leið sannur
Íslendingur, víðförul og með af-
brigðum minnug á það sem fyrir
augu bar á ferðum þeirra Þor-
steins, hvort sem var innanlands
eða utan og hún vissi deili á fjölda
fólks. Nú þegar leiðir skiljast um
sinn vil ég þakka Ólöfu góð kynni
og ánægjulega samfylgd. Fjöl-
skyldu hennar allri og ekki síst
Þorsteini votta ég innilega samúð.
Undanfarnar vikur hafa verið
honum erfiðar en ég veit að það er
býsna seigt í gömlum vegavinnu-
jöxlum að vestan. Þeir hafa tekist
á við marga ófæruna og komist
fyrir hana.
Jónína Hafsteinsdóttir.
Nú þegar síðustu laufblöðin
falla af trjám og runnum og birta
daganna dvín fellur frá kona sem
unni gróðri og fegurð, hún Ólöf
Pétursdóttir. Sumarblómin henn-
ar á lóðinni á Bugðulæk 12, sem
hún hafði yndi af að rækta, verða
aðeins minning.
Í hartnær 60 ár höfum við búið í
sama húsi og þau Ólöf og Þor-
steinn Ólafsson eða frá því byggð-
um saman húsið á Bugðulæk 12.
Hér ólust upp saman börnin okk-
ar og mörg voru þau verkefnin
sem leysa þurft sameiginlega,
einkum þegar við vorum að
byggja húsið okkar. Það er einatt
átak fyrir ungt fólk að koma sér
upp húsnæði og heimili og þá er
gott að eiga samstarf við traust og
hagsýnt fólki eins og þau hjón
Ólöfu og Þorstein.
Ólöf var greind kona og sérlega
minnug, handlagin, listræn, hafði
góða rithönd og var góður teikn-
ari. Teiknaði hún til dæmis ágæt
jóla- og tækisfæriskort og hagsýn
var hún. Það var aðdáunarvert
hve dugleg hún var að sauma, ekki
síst á börnin sín, barnabörn og
sjálfa sig, breyta og nýta gömul
föt og búa til úr þeim skartklæði.
Þetta væri nú kallað skapandi
hönnun. Ólöf hafði yndi af falleg-
um fötum og naut þess að vera
skartklædd á mannamótum. Allt-
af vildi hún hafa hreint og snyrti-
legt kringum sig, jafnt þótt flytja
yrði í nánast hálfbyggt hús. Á
byggingarárunum var brugðið á
það ráð að fara með þvottinn inn í
Þvottalaugar og þurrka hann síð-
an á þvottasnúrum á vinnupöllum
umhverfis húsið.
Þau hjónin voru afar samrýmd
og farsæl í lífi og starfi. Börnum
þeirra hefur farnast vel í lífinu
enda fengið gott veganesti frá
uppeldi og umönnun foreldranna
og nú er afkomendahópurinn orð-
inn stór.
Margs þarf búið við, er sagt, og
til að drýgja tekjur heimilisins
réði Ólöf sig til dæmis sem mat-
ráðskona í vegavinnuflokk á Vest-
fjörðum þar sem Þorsteinn stjórn-
aði, þótt hún þyrfti að taka með
sér börn sín á unga aldri. Þegar
börnin stækkuðu gat hún farið að
vinna utan heimilis og vann hún á
leikskóla, hóteli íþróttahreyfing-
arinnar í Laugardal og víðar.
Á seinni árum gat Ólöf notið
þess að sinna áhugamálum sínum.
Hún tók virkan þátt í starfi eldri
borgara. Hún hafði yndi af lestri
bóka og sótti námskeið í upplestri.
Þá höfðu þau hjónin mikla ánægju
af dansi og sóttu reglulega dans-
leiki Félags eldri borgara í
Reykjavík sér til ánægju og hress-
ingar. Þá má nefna að á seinni ár-
um nutu þau hjónin þess að
ferðast til framandi landa og hafði
Ólöf mikla ánægju af því. Hún var
fróðleiksfús og athugul og geymdi
minningar og myndir frá þessum
ferðum og oft mynduðust tengsl
milli hennar og samferðafólksins
enda Ólöf félagslynd kona.
Við hjónin þökkum langa og
farsæla samfylgd og biðjum öllum
aðstandendum blessunar.
Elín Vilmundardóttir og
Stefán Ólafur Jónsson.
Ólöf Pétursdóttir
✝
Útför
SVEINS ÞÓRARINSSONAR
bónda,
Kolsholti 1,
Flóahreppi,
sem andaðist mánudaginn 11. nóvember,
fer fram frá Selfosskirkju þriðjudaginn
26. nóvember kl. 13.00.
Halla Aðalsteinsdóttir,
Þórarinn Sveinsson, Kristjana Gunnarsdóttir,
Aðalsteinn Sveinsson, Kolbrún J. Júlíusdóttir,
Elín Bjarnveig Sveinsdóttir, Einar Hermundsson,
Alda Agnes Sveinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Okkar yndislega mamma, tengdamamma,
amma, langamma og stjúpa,
LILJA MARGEIRSDÓTTIR,
sem lést á dvalarheimilinu Grund miðviku-
daginn 13. nóvember, verður jarðsungin frá
Reykholtskirkju laugardaginn 23. nóvember
kl. 14.00.
Ólafur Flosason, Elísabet Halldórsdóttir,
Anna Ólafsdóttir, Guðjón Már Guðjónsson,
Flosi Ólafsson, Halldóra Baldvinsdóttir,
Harpa Líf, Jason Daði,
Anna Flosadóttir.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
STEINUNN GUÐMUNDSDÓTTIR
KRISTIANSEN,
hjúkrunarheimilinu Eir,
áður Njálsgötu 29
og Vesturgötu 7,
lést á Landspítalanum Fossvogi þriðjudaginn
12. nóvember.
Útför hennar fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, föstudaginn
22. nóvember, kl. 13.00.
Þorsteinn Kornelíus Kristiansen,
Halldór Helgi Kristiansen, Auður Magnúsdóttir,
Þorgerður Mattía Kristiansen,
Selma Ósk Kristiansen, Helgi Kristjánsson,
Helga Árdís Kristiansen,
Ingólfur, Rakel og Samúel Kristian
Kristiansen Þorsteinsbörn,
Einar Halldórsson,
Steinunn Björt, Heiðrún Arna
og Árdís Björg Óttarrsdætur,
Baldur og Bryndís Helgabörn,
Marteinn Már, Baldur og Bragi Einarssynir,
Karítas Svana, Aníta Rán og Leon Mikael Elfarsbörn,
Helgi Jökull Arnarsson og Harriet Selma Baldursdóttir.