Morgunblaðið - 22.11.2013, Blaðsíða 44
44 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2013
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is
má finna upplýsingar um inn-
sendingarmáta og skilafrest.
Einnig má smella á Morgunblaðs-
lógóið efst í hægra horninu og
velja viðeigandi lið.
Skilafrestur | Sé óskað eftir birt-
ingu á útfarardegi þarf greinin að
hafa borist á hádegi tveimur virk-
um dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, jafnvel þótt
grein hafi borist innan skilafrests.
Lengd | Hámarkslengd minning-
argreina er 3.000 slög. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda stutta
kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem aðstandendur
senda inn. Þar kemur fram hvar
og hvenær sá sem fjallað er um
fæddist, hvar og hvenær hann
lést og loks hvaðan og hvenær út-
förin fer fram. Þar mega einnig
koma fram upplýsingar um for-
eldra, systkini, maka og börn, svo
og æviferil. Ætlast er til að þetta
komi aðeins fram í formálanum,
sem er feitletraður, en ekki í
minningargreinunum.
Myndir | Hafi mynd birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið
sé um annað. Ef nota á nýja mynd
skal senda hana með æviágripi í
innsendikerfinu. Hafi æviágrip
þegar verið sent má senda mynd-
ina á netfangið minning@mbl.is
og gera umsjónarfólki minning-
argreina viðvart.
Minningargreinar
✝ Kjartan Jens-son fæddist á
Seyðisfirði 6. júní
1927. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja 10. nóv-
ember 2013.
Foreldrar hans
voru Jens Pétur
Sveinsson skó-
smiður, f. 17. októ-
ber 1905 á Seyð-
isfirði, og Esther
Jóhannesdóttir, f. 24. maí 1907 á
Seyðisfirði, d. 9. janúar 1990.
Systkini Kjartans eru Sveinn, f.
12. júní 1928, samfeðra hálf-
systkini eru Ellert Líndal, f. 25.
júní 1936 og Hulda, f. 2. júlí 1938.
Hinn 27. júní 1953 kvæntist
Kjartan Ástu Kristínu Þorleifs-
dóttur, f. 7. október 1926. For-
eldrar hennar voru hjónin Þor-
leifur Ásmundsson, f. 11. ágúst
1889 á Karlsstöðum í Vöðlavík
og María Jóna Aradóttir, f. 4. maí
1895 í Naustahvammi Norðfirði.
Kjartan og Ásta voru barnlaus.
Að loknu barna-
skólanámi í Austur-
bæjarskóla vann
Kjartan í nokkur ár
hjá Ofnasmiðjunni.
Hann hóf síðan nám
í skósmíði í Nes-
kaupstað og lauk
sveinsprófi í iðninni
árið 1951. Meist-
araprófi lauk hann í
Reykjavík. Hann
rak skósmíða-
vinnustofu í um 12 ár, lengst af
við Bollagötu. Hann vann síðan
um nokkurra ára skeið á lager
Flugfélags Íslands áður en hann
hóf störf á skrifstofu Osta- og
smjörsölunnar. Kjartan var um
skeið í stjórn félags skósmiða og í
stjórn Austfirðingafélagsins í
Reykjavík. Hann tók einnig virk-
an þátt í starfi Oddfellowregl-
unar frá 1976.
Útför Kjartans fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag, 22. nóv-
ember 2013, og hefst athöfnin kl.
13.
Jæja nafni, nú ertu farinn yf-
ir móðuna miklu og ég veit að
það verður tekið vel á móti þér,
jafnvel góður vindlingur sem
bíður þín. Það verður skrýtið að
heimsækja Ástu frænku og fá
ekki að faðma þig og kyssa ný-
rakaða kinn þína. Alltaf var tek-
ið vel á móti manni. Brosið þitt
fallega og innileg gleði að fá
heimsóknina leyndi sér ekki og
hvað þá þegar ég kynnti ykkur
Ástu fyrir ástinni minni og svo
síðar þegar við komum í heim-
sókn með börnin okkar. Þú áttir
í manni hvert bein og maður
fann fyrir væntumþykjunni frá
þér sem að ég mun ævinlega
vera þakklátur fyrir. Mínar
minningar um ykkur Ástu og
samverustundir okkar frá því
ég man eftir mér og alveg fram
á fullorðinsár eru allar ljúfar og
góðar. Alltaf var spennandi að
fá að fara í pössun til ykkar
þegar mamma og pabbi fóru til
útlanda. Ég naut þess að fá að
vera með ykkur í sumarbú-
staðnum og það var gaman að
sjá hversu umhverfið í kringum
bústaðinn varð fallegra með
hverju sumrinu enda þið hjónin
dugleg að rækta garðinn. Ég
man spenninginn að fá að fara
til ykkar í sumarbústaðinn og
hvað maður átti erfitt með að
bíða þegar komið var í hjólhýsið
að fá að fara til ykkar í bústað-
inn. Ég man rauðu hjólbörurnar
sem þið gáfuð mér og voru í
miklu uppáhaldi.
Alltaf var tekið vel á móti
manni í Ásgarðinum með veislu-
föngum og þegar ég var í há-
skólanum var ekki leiðinlegt að
fá smjörsteikt hakkabuff með
miklu af lauk og dísætri sultu,
súrum gúrkum og rauðkáli og
svo var spjallað. Margar góðar
minningar frá öllum jólunum
sem þið voruð hjá okkur og
þegar það hætti gerðist ég sein-
þreyttur á því að suða um að
þið kæmuð næstu jól, það var
erfitt fyrir lítinn gutta að venj-
ast því að þið kæmuð ekki oftar
til að vera með okkur á að-
fangadagskvöld. Mikið var ég
spenntur þegar von var á ykkur
í heimsókn á Hrauntúnið. Þú
varst ekki fyrr kominn en ég
tók fram taflborð og taflmenn-
ina og við fórum að tefla. Þetta
voru gæðastundir. Ég náði nú
bara einu sinni að vinna þig og
þá held ég að þú hafir leyft mér
að vinna. En þú kenndir mér
heilmikið og ég vissi það að ég
var að fara tapa taflinu þegar
þú hrósaðir mér fyrir síðasta
leik í skákinni: „Þetta var góður
leikur drengur minn“ eða
„þarna varstu sniðugur“, ég
montinn en fékk síðan mát í
andlitið tveim leikjum seinna.
Gaman hafðir þú af því þegar
drengjunum mínum litlu fór að
þykja gaman að tefla og ég
sagði þeim frá skákunum mín-
um við þig. Þeir vildu ólmir fá
að tefla við þig, það gerðir þú
þegar heilsan leyfði og það var
gaman að heyra sömu hrósin
aftur og svo mát í næsta leik.
Ég vildi óska að við hefðum
fengið að njóta þín lengur, þó
sérstaklega þar sem þið Ásta
voruð nýflutt í Reykjanesbæ.
Sáum fram á að hitta ykkur oft-
ar en í staðinn munum við hlúa
að Ástu. Við náðum alla tíð vel
saman en mér þótti erfitt að sjá
þig, elsku vinur, smátt og smátt
missa þrekið og fjarlægjast sem
gerðist þó á löngum tíma.
Elsku Ásta, guð veiti þér
styrk í sorginni, missirinn er
mikill þar sem þið voruð sem
eitt. Minningin um nafna lifir.
Kjartan Ingvarsson.
Leiðir okkar Kjartans hafa
víða legið saman. Hann og Ásta
móðursystir mín bjuggu stuttan
tíma á heimili foreldra minna
þegar þau fluttu til Reykjavíkur
frá Neskaupstað árið 1953. Ég
dvaldi hjá þeim í nokkrar vikur
1962. Við vorum nágrannar
þegar þau bjuggu í Háagerði og
Ásgarði og einnig í sumarbú-
staðabyggð Klausturhóla. Við
vorum vinnufélagar í nokkur ár
hjá Osta- og smjörsölunni á 10.
áratugnum. Þess utan var hinn
venjubundni hittingur stórfjöl-
skyldu systranna.
Kjartan var glæsilegur á
velli, ávallt vel klæddur, ein-
stakt snyrtimenni og vandaði til
allra verka sem hann kom að.
Hann vann oft verkin af mikilli
natni og ástríðu. Þess minnist
ég þegar garðyrkjan í sumarbú-
staðalandi þeirra Fögrubrekku
var annars vegar og í umhirðu
og viðhaldi eigna sinna. Hann
var ekkert að vasast í öllu, lét
aðra um ef betur þekktu til
verka en þá var hann einmuna
þakklátur fyrir hvert viðvik og
vildi launa margfaldlega.
Þegar ég dvaldi hjá þeim
hjónum 9 ára gamall er mér of-
arlega í minni reglusemi hvað
varðaði svefn og vinnu og ein-
stök snyrtimennska á skóvinnu-
stofunni á Bollagötunni. Til
dæmis varð að bera á alla skó
og bursta áður en þeir voru af-
hentir viðskiptavinum. Ekki
leitt að fá það hlutverk inni á
milli leikja á Klambratúni eða
Valsvelli. Á þessu tímabili tók
hann mig með sér sér á nokkra
knattspyrnuleiki á Laugardals-
vellinum, enda var Kjartan mik-
ill áhugamaður um knattspyrnu
og hafði síðar áhuga nánast á
öllum íþróttum í sjónvarpi.
Sjálfur lék hann golf í áraraðir.
Eins og gengur var ævin ekki
öll dans á rósum. Hann var að-
eins fertugur þegar hann
kenndi sér meins í hálsi. Eftir
langvinnar rannsóknir kom í
ljós að það reyndist krabbamein
og var hann sendur til Dan-
merkur til lækninga. Ég minn-
ist þess að hann reyndi með
ýmsu móti að stytta sér stundir
á því tímabili sem hann var
óvinnufær og bauð mér í nokk-
ur skipti að tefla í Háagerðinu.
Það var ekki leiðinlegt.
Síðar greindist hann með
sykursýki sem honum tókst
með eftirtektarverðum hætti að
halda í skefjum með reglusemi
og miklum aga í mataræði með
dyggri aðstoð Ástu. Fyrir tæp-
um 11 árum, þegar Kjartan var
76 ára, greindist hann með
hægfara hvítblæði sem með
tímanum dró úr honum kraft.
Hann varð að hætta golfinu fyr-
ir sex árum og við upphaf þessa
árs var mjög verulega af honum
dregið. Hann hafði ekki mörg
orð um sjúkdóminn síðustu ævi-
árin heldur sagði gjarnan ef
spurt var um líðan: „Ég er eins
góður og ég get verið.“ Hann
vissi hvert stefndi.
Ásta var Kjartani á allan hátt
og ætíð mikill stuðningur ekki
síst í veikindum hans. Þau voru
samheldin hjón og augljós mik-
ill kærleikur milli þeirra.
Blessuð sé minning Kjartans.
Ég og fjölskylda mín vottum
Ástu frænku dýpstu samúð.
Halldór Ó. Sigurðsson.
Kjartan Jensson
✝ ArnhildurHelga Guð-
mundsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 1.
ágúst 1933. Hún
lést á heimili sínu
14. nóvember
2013.
Foreldrar henn-
ar voru Elín
Helgadóttir, hús-
móðir og fata-
hönnuður, f. 7.
nóvember 1895, d. 22. október
1970, og Guðmundur Árnason,
húsasmiður og bóndi á Við-
borði, A-Skaftafellssýslu, f. 26.
júní 1894, d. 28. febrúar 1962.
Albróðir Arnhildar er Helgi
Guðmundsson en hálfsystur
eru Petrína Steinadóttir og
Agnes Steinadóttir, sem er lát-
in.
Arnhildur giftist Gunnari
Gunnlaugssyni (síðar yf-
irlækni) 28. mars 1959. Gunn-
ar fæddist á Siglufirði 12. júní
1935. Foreldrar hans voru
Þuríður Gunnarsdóttir hús-
móðir, f. 13. febrúar 1913, d.
an, f. 1999. 4) Þuríður Elín,
grafískur hönnuður, f. 1971.
Börn Þuríðar og Jóns Leifs-
sonar eru Dagný Alda, f.
2001, og Jón Bjartur, f. 2010.
Arnhildur varð stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík
árið 1954 og lærði einnig á
píanó í nokkur ár, m.a. í
einkatímum hjá Róberti A.
Ottóssyni. Hún stundaði nám í
heimspeki og frönsku við Há-
skóla Íslands 1954-1955 og
var jafnframt í myndlist-
arnámi í kvöldskóla Mynd-
lista- og handíðaskóla Íslands
1954-1957. Síðar lærði hún
módelteikningu, kopargrafík
og dúkristun í sama skóla
1973-1974 og listmálun 1975-
1976. Hún sótti sér jafnframt
nám í teikningu í bréfaskóla
Åke Sjöld, Idrottsskolan,
Stockholm 1963-1964. Arn-
hildur starfaði sem gjaldkeri
og bókari hjá Fiskimálasjóði
1955-1957 og sem skrif-
stofustjóri Fiskimálasjóðs
1958-1963. Frá 1963 var Arn-
hildur heimavinnandi, sinnti
húsmóðurstörfum og barna-
uppeldi en lagði auk þess
stund á myndlist.
Útför Arnhildar fer fram
frá Garðakirkju, Álftanesi, í
dag, 22. nóvember 2013, og
hefst athöfnin kl. 13.
13. september
1958, og Gunn-
laugur Hjálm-
arsson verkamað-
ur, f. 11.
desember 1904, d.
19. febrúar 1976.
Börn Arnhildar
og Gunnars eru:
1) Gunnar ljós-
myndari, f. 1959,
sambýliskona
hans er Harpa
Karlsdóttir. 2) Irma Mjöll,
danskennari og danshöfundur,
f. 1966. Irma er gift Guðjóni
G. Bragasyni málarameistara,
börn þeirra eru þrjú: a) Gunn-
ar, málari, f. 1987. Sambýlis-
kona hans er Linda Rós Jóns-
dóttir, börn þeirra eru Írena
Mjöll, f. 2012, og Jakob Snær,
f. 2013. b) Gerður, f. 1991,
sambýlismaður hennar er
Stefán Gaukur Rafnsson. c)
Ástrós, f. 1996. 3) Drífa Lind
íþróttakennari, f. 1969. Drífa
er gift Davíð Ketilssyni
íþróttakennara, þau eiga tvö
börn, Hildi, f. 1997, og Kjart-
Elsku mamma mín, þú
kvaddir okkur hljóðlega um
miðja nótt. Það er ansi skrítið
að hugsa til þess að þú sért far-
in. Síðast er ég spjallaði við þig
varstu búin með jólagjafainn-
kaupin og farin að huga að því
að pakka inn gjöfunum, ætlaðir
þó aðeins að fara í gegnum
þetta betur og sjá hvort þú
hefðir nokkuð gleymt einhverj-
um. Mamma var alltaf mjög
skipulögð og tímanlega í öllu.
Hún undirbjó jólin með góðum
fyrirvara ár hvert og ef hún fór
í ferðalög var hún búin að
pakka og gera allt klárt viku
fyrir brottför. Hún elskaði að
ferðast og fór víða um ævina.
Hún var fróðleiksfús og hafði
mikinn áhuga á hverskyns
skoðunarferðum. Fjölskyldan
naut góðs af fróðleiksfýsn
hennar og á ég margar minn-
ingar frá yngri árum úr
ógleymanlegum ferðum og
skoðunarferðum með fjölskyld-
unni.
Mamma var mikill fagurkeri
og listunnandi en sjálf var hún
mjög skapandi og mikill lista-
maður í sér. Hún lærði mynd-
list á sínum yngri árum og
mundaði pensilinn heimavið,
málaði mjög fallegar myndir.
Hún hafði frjótt ímyndunarafl
og var frásagnarglöð en myndir
hennar bera þess glöggt merki.
Hverri mynd fylgir yfirleitt
mikil saga tengd upplifun henn-
ar s.s. af ferðalögum sem veittu
henni bæði ánægju og innblást-
ur. Hún las mjög mikið, sér-
staklega í seinni tíð eftir að
heilsu hennar hrakaði. Hún
hafði unun af því að segja
manni frá því sem hún var að
lesa. Hún hafði líka miklar
skoðanir á því hvort lesefnið
var gott eða lélegt og gat býsn-
ast yfir aumri sögu og illa skrif-
uðu efni. En hún dásamaði líka
góðar bækur og naut þess að
lesa þær. Ég er þakklát fyrir
allt sem þú hefur gefið mér,
elsku mamma mín. Það eru for-
réttindi að hafa átt þig að, þú
hugsaðir vel um mig í æsku og
hefur reynst börnum mínum og
barnabörnum einstaklega góð
og skemmtileg amma og
langamma. Ég man eftir
glampanum í augunum þínum
þegar þú horfðir á og talaðir
við ömmu- og langömmubörnin
þín. Augu þín voru full af hlýju
og lífsgleði innan um þau. Þú
naust þín alltaf best í faðmi
fjölskyldunnar, innan um þína
nánustu. Eins er ég þakklát
fyrir hvað þú varst dugleg að
taka myndir af fjölskyldunni og
setja í myndaalbúmin þín. Það
er yndislegt að fletta í gegnum
myndirnar og rifja upp allar
góðu og fallegu minningarnar
sem við áttum saman. „Tilvera
okkar er undarlegt ferðalag, við
erum gestir og hótel okkar er
jörðin“ segir í dægurlaginu
góða. Ég hef svo sannarlega
notið ferðarinnar með þér,
mamma mín, við áttum dýr-
mætar stundir saman. Hittumst
vonandi síðar á nýjum áfanga-
stað. Hvíl í friði, elsku engill.
Ástarkveðja, þín dóttir,
Irma.
Elsku mamma, síðustu dagar
hafa verið mjög erfiðir og ein-
hvernveginn svo ótrúlega erfitt
að sætta sig við að þú sért nú
farin frá okkur. Þú varst ein-
stök og yndisleg manneskja og
okkur þótti svo óendanlega
vænt um þig. Aratúnið er tóm-
legt án þín og hafa minning-
arnar hellst yfir mig síðustu
daga og ófá tár fallið. Þú varst
mjög listræn og hæfileikarík og
dáðist ég oft að þér þegar þú
varst að mála eina af mynd-
unum þínum þó ég skildi ekki
alltaf sögurnar á bak við þær.
Þú elskaðir að safna fallegum
hlutum og eru ófáir fallegir
hlutir sem þú hefur borið með
þér í handfarangri frá hinum
ýmsu löndum í gegnum tíðina.
Eins man ég hvað þér þótti
gaman að klæða okkur syst-
urnar upp á í fín föt en við átt-
um oft eins föt og man ég sér-
staklega vel eftir öllum fínu
jólakjólunum. Jólin eru mér
dýrmæt minning þar sem við
fjölskyldan áttum alltaf saman
góðar stundir en þú lagðir þig
fram við að gera allt svo hátíð-
legt og fallegt. Þú varst alltaf
til staðar fyrir mig og passaðir
upp á að okkur skorti aldrei
neitt og man ég sérstaklega eft-
ir því hvað það var notalegt
þegar þú færðir mér blómkáls-
súpuna þína góðu í rúmið þegar
ég var lasin og hvað ég fann þá
fyrir mikilli hlýju og væntum-
þykju.
Eftir að ég flutti að heiman
þá var alltaf svo gott að koma í
heimsókn til ykkar pabba og
eru þær ófáar stundirnar sem
við höfum átt yfir góðum kaffi-
veitingum og spjalli í Aratúninu
og eigum við eftir að sakna
þeirra stunda sárt. Þú varst
mjög áhugasöm um allt sem
Hildur og Kjartan tóku sér fyr-
ir hendur og gladdist mjög yfir
stórum sem smáum afrekum
þeirra. Eins sýndir þú þeim
mikla umhyggju og væntum-
þykju þegar á móti blés eða
þau voru lasin og eiga Hildur
og Kjartan góðar minningar um
góða ömmu sem tók alltaf vel á
móti þeim og er það þeim dýr-
mætt veganesti inn í framtíð-
ina. Þú varst mikill lestrarhest-
ur og last ótúlega mikið allt frá
fræðibókum til skáldsagna. Þú
sagðir gjarnan frá því sem þú
varst að lesa og var oft mjög
fróðlegt að hlusta á lýsingar
þínar þó mig grunaði oft að
frjótt ímyndunarafl þitt hafi oft
á tíðum „kryddað“ sögurnar
pínulítið.
Ég veit að síðustu ár voru
þér erfið eftir að hvert áfallið
tók við af öðru en aldrei kvart-
aðir þú. Í sumar þegar ég fór
með þér í allmargar verslunar-
ferðirnar til að versla í matinn
þá var oft hvert skref erfitt fyr-
ir þig og fann ég svo ótrúlega
til með þér en ég er mjög þakk-
lát fyrir þessar stundir í dag
sem urðu til þess að við eydd-
um meiri tíma saman. Minning-
arnar eru margar en uppúr
stendur hjá okkur öllum minn-
ing um þá einstöku, fallegu og
góðu konu sem þú varst, elsku
mamma mín. Við erum þakklát
fyrir þann tíma sem við áttum
með þér og munum varðveita
minningu þína í hjörtum okkar
um ókomna tíð.
Drífa, Davíð, Hildur
og Kjartan.
Við systurnar kynntumst
Arnhildi og fjölskyldu þegar
þau fluttu í Aratúnið. Þann dag
sem þau fluttu í götuna var
mikill spenningur á okkar
heimili. Það var ekki á hverjum
degi sem það komu stelpur á
okkar aldri í götuna og það alla
leið frá Ameríku. Við vorum al-
sælar með þessa viðbót á ná-
grönnum og fljótlega tókust
með okkur góð kynni. Við vor-
um mikið inni á heimilinu og
náðum að kynnast Arnhildi vel.
Hún kunni vel að meta það þeg-
ar við gáfum okkur smátíma til
að spjalla við hana inni í borð-
stofu. Hún var góð í að fiska
eftir skoðunum okkar á ýmsum
málum. Við rökræddum við
hana og man ég vel eftir ein-
stöku skopskyni og kunni hún
vel að gantast með hluti og
furðaði sig oft á hinum og þess-
um málum með okkur. Okkur
fannst við fullorðnast mjög við
þessar rökræður og var hún
óspar á að láta skoðanir sínar í
ljós og kunnum við að meta
það. Við vorum svo grænar úr
öfund yfir öllum glæsilegu kjól-
unum og stássinu í fataskápn-
um hennar enda Arnhildur ein-
staklega glæsileg kona.
Listfengi hennar var mikið og
dáðumst við að málverkunum
sem urðu til eitt af öðru. Stund-
um fengum við meira að segja
að fylgjast með en þó ekki
lengi. Við minnumst Arnhildar
með söknuði og þökkum fyrir
að hafa fengið að kynnast
henni.
Kæri Gunnar, Gunni, Irma,
Drífa og Þurí, guð veri með
ykkur á þessum sorgartímum.
Innilegar samúðarkveðjur.
Áslaug og Dóra.
Arnhildur Helga
Guðmundsdóttir