Morgunblaðið - 22.11.2013, Side 29

Morgunblaðið - 22.11.2013, Side 29
29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2013 Hafnarfjarðarbrandara þarf ekki að kynna fyrir nokkrum Íslendingi. Brandararnir ganga út á að láta Hafnfirðinga líta út sem einstaklega vitlausa og einfalda, með því að saka þá um að læðast framhjá apótekinu til að vekja ekki svefntöflurnar, eða um að Hafnfirðingur hafi hringt í lögguna og beðið um að koma í snatri, því búið væri að stela stýrinu, bensíngjöfinni, kúp- lingunni, gírkassanum og bremsunni. Nokkru síðar hringdi hann aftur og sagði að allt væri í lagi. Hann hefði sest aftur í. gunnardofri@mbl.is Læðast Hafnfirðingar framhjá apótekinu?  Hafnarfjarðarbrandarar lifa góðu lífi í Hafnarfirði Morgunblaðið/Árni Sæberg Hafnarfjörður Löngum hafa háðfuglar stært sig af því að kunna marga brandara um Hafnfirðinga. Brandararnir eru flestir einfaldir orðaleikir, þar sem grínið er gert á kostnað Hafnfirðinga. Grínið er þó yfirleitt góðlegt. Af hverju borða Hafnfirðingar ekki kleinuhringi? Af því þeir vita ekki hvað þeir eiga að gera við gatið í miðjunni. ERNA LUNDBERG KRISTJÁNSDÓTTIR Af hverju taka Hafnfirðingar allt- af hurðina af hjör- unum þegar þeir fara á klósettið? Svo enginn geti kíkt gegnum skrá- argatið. JÓN SÆVAR KRISTINSSON Af hverju taka Hafnfirðingar alltaf með sér stiga þegar þeir fara út í búð? Af því verðið er svo hátt. SUNNA JÓHANNSDÓTTIR Af hverju klifr- aði Hafnfirð- ingurinn yfir glervegginn? Til að sjá hvað væri hin- um megin. EINAR JÓHANN LÁRUSSON Af hverju setja Hafnfirðingar alltaf stól út á svalir á kvöld- in? Svo sólin geti sest. RÍKEY MAGNÚSDÓTTIR Skannaðu kóðann til að skoða myndskeið um Hafnarfjarðar- brandara. Ég kann engan Hafnarfjarðar- brandara, en þegar ég flutti einu sinni í Hafnarfjörðinn, 1985 að mig minnir, þá keyrði ég í bæinn í mikilli rigningu til að skoða húsnæði sem ég ætlaði að leigja, þá voru allir á gangi með stóra sófa á hausnum. Það hélt ég að væri Hafnar- fjarðarbrandari. Ársæll Guðmundsson, skólameistari Iðnskólans í Hafnarfirði 20% afsláttur af öllum skóm fimmtudag til mánudags Músík og Sport | Reykjavíkurvegi 60 | 220 Hafnarfirði S: 555-2887 | musikogsport.is | musikogsport@hive.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.