Morgunblaðið - 03.12.2013, Blaðsíða 1
ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2013
BÍLAR
Reynsluakstur Skoda Rapid Spaceback er rúmgóður og eyðslu-
grannur, ásamt því að efnisval og búnaður er með ágætum. Isofix-
festingar fyrir barnabílstól mættu þó vera betri.
NÝTT Vefst fjarlægðin fyrir þér?
Fjarlægðarskynjarar að framan og aftan
Síðumúla 19 • Sími 581 1118 • nesradio.is
Í
síðasta mánuði var stofnaður
sérstakur Volvo-klúbbur.
Heimasíða klúbbsins er
www.volvo.is en hann er líka
með Facebook-síðu og þar hafa
rúmlega 200 manns skráð sig.
Klúbburinn tók til starfa strax eft-
ir stofnfund en stjórnina er skip-
uð eins og hér segir: Ragnar Þór
Reynisson er formaður klúbbsins,
ritari er Hafsteinn Ingi Gunn-
arsson, gjaldkeri er Oddur Pét-
ursson, meðstjórnendur eru
Magnús Rúnar Magnússon og
Ingólfur Hafsteinsson.
Það er ljóst að margir eiga
nostalgískar minningar um ein-
hverja gerð Volvo og er klúbb-
urinn upplagður vettvangur til að
efla tengsl milli áhugamanna um
Volvo-bifreiðar, skipuleggja fundi
og kynningar, hittast og sýna bíla
félagsmanna. Í lýsingu á klúbbn-
um segir að þegar fram líða
stundir muni félagsmenn fara
saman í lengri eða styttri ferðir
og það má ímynda sér þá dýrð að
sjá halarófu margra kynslóða
Volvo-bifreiða á þjóðvegi 1.
Arfleifð Volvo
Reglur og samþykktir félagsins
eru ekki flóknar en sennilega má
segja að þær séu göfugar. Meðal
annars kemur fram að tilgang-
urinn sé að stuðla að því að arf-
leifð Volvo-bifreiða varðveitist í
hvívetna.
Vefsiða klúbbsins er vönduð og
fróðlegt að skoða hana. Það er
ánægjulegt að fólk geti samein-
ast í áhugamálum sínum og er
um að gera að skrá sig í klúbbinn
sem fyrst til að geta talist stofn-
félagar.
Meðfylgjandi myndir tók Vil-
hjálmur Jón Gunnarsson á Volvo-
safninu í Svíþjóð fyrir skemmstu.
malin@mbl.is
Volvo-klúbbur Íslands stofnaður
Volvo Amazon ætti að vera Íslendingum vel kunnur, enda margir fluttir hingað á árum áður. Fátt jafnast á við vel uppgerða forna fáka á borð við þessar Volvo bifreiðar.