Morgunblaðið - 03.12.2013, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2013
2 BÍLAR
H
álfdán Sigurjónsson, rit-
stjóri tímaritsins Mótor
& sport hefur alla sína
ökuþórstíð átt Ford
Mustang. Sá fyrsti var ári yngri en
hann sjálfur eða frá árinu 1965.
„Þann bíl átti ég frá 1980 til
2009,“ segir Hálfdán um bílinn
sem var blár Fastback. Sá bíll var
seldur úr landi og er nú í uppgerð.
„Ég fékk ökuskírteinið um há-
degið á afmælisdaginn minn en
prófið tók ég um morguninn.
Pabbi keyrði mig niður á löggustöð
í þessum bíl og þar tók ég við hon-
um,“ segir Hálfdán um sautján ára
afmælisdaginn sinn. Prófið fékk
hann í apríl 1981 en um haustið
1980 var bíllinn keyptur. „Hann var
þá klesstur og ég lagaði hann,“
segir Hálfdán sem man ekki eftir
sér öðruvísi en með bíladellu.
Hann keppti um nokkurra ára
skeið í kvartmílu en Hálfdán hefur
verið virkur félagi í Kvartmílu-
klúbbnum í 33 ár.
Af hverju Mustang?
Það hlýtur að teljast óvenjulegt
að eignast Ford Mustang sem sinn
fyrsta bíl en ekki einhverja ódýra
dós. Aðspurður hver ástæðan hafi
verið segist hann alla tíð hafa haft
dálæti á þesum bílum.
„Manni fannst þetta alltaf vera
flottur bíll og síðan þegar maður
var á „útkikki“ eftir bílum þá
bauðst þessi Mustang. Hann var
keyptur og ég held ég haldi mig
bara við Mustang,“ segir Hálfdán
sem hefur átt þrjá slíka um ævina
og hver veit nema þeir eigi eftir að
verða fleiri.
Næsti Mustang var gylltur hard-
top Grande af árgerðinni 1971 og
hefur sá bíll nú verið gerður upp. Á
sama tíma átti hann rauðan Must-
ang 429 Mach 1 Cobra af sömu ár-
gerð og þann bíl á hann enn og
notar þegar það á við.
Verður að komast áfram
Hálfdán hefur átt afar fáa kraft-
lausa bíla. Hann átti Ford Torino
429 árgerð 1972 og er sá bíll á Eg-
ilsstöðum í dag. En af kraftminni
bílum hefur hann ekki haft af-
skipti, og þó!
„Jú, ég átti Volvo einu sinni. Það
var 240 GL, sjálfskiptur. Það var
sennilega eitt það máttlausasta og
leiðinlegasta sem ég keyrt á æv-
inni,“ segir Hálfdán og fussar við
að rifja þetta upp. „Ég vil komast
áfram,“ segir hann til útskýringar.
Hann á örugglega ekki eftir að
selja Mach 1 ótilneyddur og getur,
eins og aðrir með bíladellu, lengi á
sig bílum bætt og hefði ekkert á
móti eins og einum Mustang til
viðbótar.
En það þýðir ekkert að halda
Hálfdáni á snakki of lengi svona í
byrjun mánaðar því hann er að
leggja lokahönd á þrettánda tölu-
blað tímaritsins Mótor & sport
sem kemur út í vikunni.
malin@mbl.is
Hálfdán Sigurjónsson við Mustanginn sinn sem hann sá fyrst 1981, eignaðist 1987 og hefur dekrað við síðan á alla lund. Bíllinn er árgerð 1971 og einn
fárra sem enn eru til af aðeins 533 sem framleiddir voru.
Ford Mustang fastback fyrsti bíllinn
Verið er að gera bílinn, Mustang fastback árgerð 1965, upp í Noregi núna
en hann var seldur úr landi síðla árs 2009.
Bíllinn var tjónaður þegar Hálfdán eignaðist hann en var kominn í gott
stand skömmu síðar, í tæka tíð fyrir bílprófið árið 1981.Ford Mustang 429 Mach 1 Cobra tekur sig býsna vel út á brautinni.
Fyrsti bíllinn hans Hálfdáns var þessi forláta fastback, árgerð 1965.
Ökuþórinn | Hálfdán Sigurjónsson
Morgunblaðið/Ómar