Morgunblaðið - 03.12.2013, Qupperneq 6
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. DESEMBER 2013
6 BÍLAR
Hópur Íslendinga tók upp á því ár
vordögum að keppa í Bretlandi í
einni stærstu rallycross-mótaröð í
heimi, MSA British Rallycross
Championship, en þetta hefur
enginn Íslendingur reynt hingað til.
Liðið sem heitir WOW Air Racing
Team var skipað þeim Jóni Bjarna
Hrólfssyni ökumanni, Borgari
Ólafssyni liðsstjóra og bifvélavirkj-
unum Arnari Sigurðssyni og Hlöð-
veri Baldurssyni. Alls ferðaðist lið-
ið átta sinnum til Bretlands og
Belgíu að keppa þar sem það ferð-
aðist milli keppna á þjónustubíl
með 15 ára gamlan Subaru-
keppnisbíl í eftirdragi. Þrátt fyrir
að vera að keppa við mun nýrri og
dýrari bíla náði liðið hreint ótrúleg-
um árangri og skilaði sér í verð-
launasæti og hefði náð þriðja sæti
í mótaröðinni ef mótorinn í bílnum
hefði ekki gefið sig í síðustu
keppninni. „Þetta var eitt mesta
svekkelsi sem við munum eftir á
okkar mótorsportsferli,“ sagði
Borgar liðsstjóri í samtali við
Morgunblaðið. „En svona er bara
rallycrossið, það er verið að pína
allt mögulegt afl sem hægt er út úr
þessum bílum svo það er alltaf
hætta á þessu.“
Smíðuðu bíl og keyptu annan
„Þetta byrjaði allt saman á því
að 2012 smíðuðum við einn öfl-
ugasta Subaru Impreza rallycross-
bíl sem hér hefur verið og keppt-
um á honum sumarið 2012 og urð-
um Íslandsmeistarar í rallycross
það árið,“ sagði Borgar um tilurð
keppnisliðsins. „Þó að það hafi
verið skemmtilegt tímabil, mikið
áhorf og almenn gleði í okkar garð
þá langaði okkur alltaf í eitthvað
meira og horfðum alltaf aftur til
keppninar í Bretlandi. Eftir miklar
vangaveltur var ákveðið að keppn-
istímabilið 2013 færum við til Bret-
lands að keppa í bresku mótaröð-
inni í rallycross, MSA British
Rallycross Championship. Við
byrjuðum strax að undirbúa bílinn,
hittumst einu sinni í viku og unn-
um í bílnum. Í desember sáum við
þó að það væri of stuttur tími eftir
til að klára að endurbyggja bílinn
og var því farið í að finna annan bíl.
Við keyptum annan Subaru Imp-
reza, sérsmíðaðan rallycross-bíl
sem var allur úr plasti með FIA-
pappíra og allt klárt. Bílinn fluttum
við heim og „íslenskuðum“ hann
aðeins til, skiptum um drifrás og
endurbættum hann aðeins. Sá bíll
ásamt kerru og þjónustubíl fór svo
til Bretlands í febrúar,“ sagði Borg-
ar.
Góður árangur vakti athygli
Fyrsta keppni liðsins var á Lyd-
den Hill 16.-17. mars og gekk
hálfbrösuglega. „Við náðum þó
mjög góðum tímum og stóðum
okkur bara ótrúlega vel miðað við
að vera ekki á réttum dekkjum.“
Mun betur gekk liðinu í annarri
keppninni í Mallory Park 14. apríl.
„Við náðum virkilega góðum tím-
um í tímatökum enda komnir á
notuð dekk sem stóru liðin voru
hætt að nota, allt annað líf fyrir
WOW Air Racing Team 2013:
Náðu góðum
árangri
á 15 ára
gömlum bíl
„Þarna gekk okkur svakalega vel í æfingum og tímatökum og unnum einn riðilinn þar sem öll stóru nöfnin voru með. Þes
menn til okkar að skoða hvað þarna væri í gangi. Þetta gat bara ekki staðist að eldgamall Subaru væri að vinna þessi stó
Borgar Ólafsson og félagar í Team WOW Air urðu Íslandsmeistarar í rallý-
cross árið 2012 og ákváðu að taka þátt í keppni í Bretlandi í kjölfarið.
Í aðeins um klukkustundar fjarlægð
frá Manhattan er eitt stærsta mót-
orhjólasafn heimsins. Safnið heitir
Motorcyclepedia sem er réttnefni
enda safnið eins og hálfgerð al-
fræðiorðabók um mótorhjól. Safnið
er á 250 Lake Street í Newburgh og
til að komast þangað er best að taka
Metro North Hudson Line frá Grand
Central-brautarstöðinni upp til Bea-
con. Þaðan er hægt að ganga niður
fyrir brautarstöðina að ánni og taka
ferju yfir Hudson-ána yfir til Newb-
urgh og þá er safnið aðeins fimm
mínútur í burtu með leigubíl. Und-
irritaður var á ferðinni um New York-
ríki á dögunum og kom þar við.
Safnið samstarf feðga
Saga safnsins er nokkuð merkileg
en það er aðeins tveggja ára gamalt í
núverandi mynd. Á sjöunda áratugn-
um voru tveir vinir, þeir Mike Corbin
og Ted Doering, sem eyddu miklum
tíma saman á og með mótorhjólum
sínum. Corbin stofnaði fyrirtæki sem
fór að framleiða sæti á mótorhjól og
flest mótorhjólafólk þekkir í dag, en
Ted Doering fór að gera auka hluti á
Harley-hjól fyrir ört vaxandi markað
heima fyrir. Áður en langt um leið var
hann farinn að láta smíða fyrir sig
mikið af hlutum í Taívan og fékk í
framhaldinu viðurnefnið Taiwan Ted.
Hann varð fljótt milljóner af þessu og
til að halda í hjólaáhugann fór hann
að safna mótorhjólum og hlutum
þeim tengdum, aðallega í samstarfi
við föður sinn Jerry Doering sem
keppti á Indian-mótorhjólum upp úr
seinna stríði. Ted safnaði Harley Dav-
idson-hjólum og sérstaklega breytt-
um hjólum en Jerry hóf að safna
Indian-hjólum árið 1949. Safnið
stækkaði fljótt og þurfti stóra
skemmu til að geyma öll hjólin. Mik-
ill fróðleikur Jerry um Indian-hjól
skilaði sér í miklu safni slíkra hjóla
og á safnið hverja einustu tegund og
árgerð frá upphafi sem er einstakt,
fyrir utan gott safn Indian-keppn-
ishjóla. Við safnið hefur svo bæst
fjöldinn allur af öðrum amerískum
gerðum auk talsvert margra evr-
ópskra og japanskra hjóla en uppi-
staðan í safninu er hjól framleidd í
Bandaríkjunum. Meðal þess sem
áhugavert er að skoða á safninu er
gott safn herhjóla og lögreglumót-
orhjóla. Einnig er sérstök sýning á
hjólum mótorhjólasmiðsins Indian
Larry á safninu, auk keppnishjóla af
ýmsum gerðum sem sýna vel sögu
mótorhjólaíþrótta í Bandaríkjunum.
Yfir 450 mótorhjól eru í safninu og
vel þess virði fyrir þá sem hafa
áhuga á hvers kyns mótorhjólum að
heimsækja það.
njall@mbl.is
Mótorhjólasafnið í Newburgh:
Yfir 450 mótorhjól til sýnis
Harley Davidson keppnishjól frá 1911 tekur á móti gestum þegar þeir ganga inn á safnið í Newburgh.
Indian keppnishjól sem Jerry Doer-
ing keppti á er á sérstökum stalli.
Morgunb