Morgunblaðið - 13.01.2014, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 2014
Erfitt að segja til um gæludýraeign landsmanna Tilfinning flestra að gæludýrum hafi fjölgað
síðustu ár Fólk ekki alltaf meðvitað um þá langtímaskuldbindingu sem gæludýr er
SVIÐSLJÓS
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Það er tilfinning margra að gælu-
dýraeign landsmanna hafi aukist
síðustu ár en engar heildartölur eru
til yfir fjölda gæludýra í landinu.
Hagstofan hefur þó stundum athug-
að gæludýraeignina og á árunum
2010-2012 voru gæludýr á 36%
heimila, árið 2006 voru gæludýr á
30% heimila svo þeim hefur fjölgað
eitthvað samkvæmt tölum Hagstof-
unnar.
Með nýjum lögum um velferð
dýra sem tóku gildi um áramótin er
orðið skylt að einstaklingsmerkja
kanínur, ketti og hunda. Það hefur
lengi verið skylt að örmerkja hunda
en misjafnt hefur verið eftir sveit-
arfélögum hvort skylt hefur verið að
örmerkja ketti, hvað þá kanínur.
Vefurinn dyraaudkenni.is var
nýverið opnaður en hann er í eigu
Dýralæknafélags Íslands. Þar geta
gæludýraeigendur skráð dýr sín en
markmiðið með vefnum er að halda
utan um einstaklingsmerkingar
gæludýra og gera upplýsingarnar
aðgengilegar á netinu. Með því er
verið að tryggja velferð dýranna og
auka líkur á að dýr í vanskilum
komist aftur til eigenda sinna. Ef sá
vefur kemst í almenna notkun verð-
ur kannski hægara að gera sér
grein fyrir hunda-, katta- og kan-
ínueign landsmanna er fram líða
stundir.
Um 3.600 kettir á skrá
Hjá Reykjavíkurborg eru nú
um 2.600 hundar á skrá. „Skráning
á hundum tók stökk í kreppunni,
milli áranna 2009 og 2010, en annars
er fjöldinn alltaf nokkuð jafn, af-
skráðir og skráðir. Kannski fjölgar
þeim eitthvað á milli ára en það hafa
engar sveiflur verið síðan í krepp-
unni,“ segir Árný Sigurðardóttir,
framkvæmdastjóri hjá heilbrigð-
iseftirliti Reykjavíkur. Það á að skrá
alla hunda en Árný segir það vel vit-
að að það séu ekki allir hundar í
borginni skráðir.
Lausaganga hunda hefur
minnkað mikið að sögn Árnýjar, um
90 til 100 hundar séu fangaðir á ári
en fyrir þremur til fjórum árum hafi
þeir verið mikið fleiri.
Frá árinu 2005 hefur verið
skylda að örmerkja ketti í Reykja-
vík og núna eru kettir í skráning-
argrunninum 3.598 en 2.375 þeirra
eru haldnir í Reykjavík. Mjög erfitt
er að segja til um heildarfjölda
katta í borginni. Lausaganga katta
er ekki bönnuð í Reykjavík en kettir
eru handsamaðir þar sem þeir valda
ítrekuðu ónæði. „Þeir kettir sem
ekki eru haldnir skv. ákvæðum sam-
þykktar um kattahald eru þá færðir
upp í Kattholt og greiða þarf hand-
sömunargjald. Köttum sem haldnir
eru skv. samþykkt um kattahald er
sleppt aftur. Skráðum eiganda er
tilkynnt um ónæðið og hann þarf þá
að draga úr ónæði af völdum katt-
arins, t.d. með því að takmarka úti-
veru,“ segir í upplýsingum frá
Reykjavíkurborg.
Um 730 kettir komu við í Katt-
holti árið 2013, en árið áður, 2012,
var metár þegar kettirnir voru 780.
Hluti af þeim fór á heimili sitt aftur,
aðrir fengu nýtt heimili og hluta var
lógað að sögn Halldóru Bjarkar
Ragnarsdóttur, formanns Katta-
vinafélags Íslands, sem rekur Katt-
holt. „Köttum sem hingað koma hef-
ur fjölgað stig af stigi. Fólk er ekki
nógu duglegt að merkja kisurnar og
þess vegna koma þær til okkar,“
segir Halldóra. Í Kattholti er ein-
göngu tekið við kisum á vergangi en
Halldóra segir að alltaf sé nokkuð
um að fólk sem vill losa sig við
heimilisköttinn hringi, en þau greiði
ekki úr slíkum málum. Það er alltaf
skuldbinding að fá gæludýr á heim-
ilið, sama hversu stórt eða smátt
það er. Halldóra segir fólk ekki allt-
af átta sig á þeirri langtímaskuld-
bindingu sem gæludýraeign er.
Sandra Lyngdorf hjá Dýra-
hjálp Íslands segir að fleiri auglýsi
orðið dýr hjá þeim og fleiri vilji taka
að sér dýr. „Það er samt erfitt að
segja til um hvort það sé út af auk-
inni gæludýraeign, það getur líka
verið út af því að fleiri vita orðið af
Dýrahjálpinni. Í haust var miklu
meira af hundum skráð hjá okkur
en áður en það er oft auðveldara að
finna ný heimili fyrir þá en ketti,“
segir Sandra. Hún segir það ljóst að
gæludýraeigendur séu ekki alltaf
nægilega meðvitaðir um bindinguna
sem felst í því að fá sér dýr. „Það
var t.d. hringt frá dýraspítala um
daginn, þangað var komið með kött
í svæfingu af því að eigandinn var
að fara til útlanda í frí um kvöldið
og nennti ekki að finna pössun fyrir
köttinn. Hann ætlaði að nota þessa
einföldu lausn. Við sjáum stundum
að fólk sækir um dýr, kött eða hund,
og vill fá það strax, samdægurs. Það
er mikil skuldbinding falin í því að
taka gæludýr inn á heimilið og því
er mjög mikilvægt að gefa sér tíma í
að finna rétta dýrið sem hentar
hverri fjölskyldu ásamt því að það
er nauðsynlegt að kynna sér hvað
felst í umönnun dýranna, kostn-
aðurinn sem í því felst og hvað þessi
skuldbinding þýðir fyrir alla fjöl-
skyldumeðlimi,“ segir Sandra.
Meðvitað um ábyrgðina
Lísa Bjarnadóttir, dýralæknir
á Dýraspítalanum í Víðidal, segir að
hennar tilfinning sé að gælu-
dýraeign hafi aukist, vöxturinn hafi
byrjað í upphafi kreppunnar. Lísu
finnst fólk standa sig vel í að skrá
dýrin sín og vera meðvitað um
ábyrgðina sem þeim fylgir. „Það
kannski gerir sér ekki alltaf grein
fyrir kostnaðinum, það kostar heil-
mikið að bólusetja og ormahreinsa
og ég tala nú ekki um ef dýrið veik-
ist.“
Sif Traustadóttir hjá Dýra-
læknamiðstöðinni í Grafarholti segir
að þeirra tilfinning sé að gælu-
dýraeign sé að aukast og þá sér-
staklega hundaeign.
Nokkuð misjafnt hljóð var í
starfsmönnum þriggja gælu-
dýraverslana sem blaðamaður
ræddi við, tveir voru ekki frá því að
það hefði verið aukning í sölu á
gæludýravörum síðustu ár. Einn
sagði að markaðurinn færi minnk-
andi enda hefði bæst við haugur af
söluaðilum og að gæludýraeign væri
ekki að aukast vegna þess að fólk
hefði ekki lengur efni á að halda sín
gæludýr, fóður væri orðið dýrt og
dýralæknaþjónusta meira en rán-
dýr.
Gæludýrum hefur líklega fjölgað
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Hundalíf Sprenging varð í skráningu hunda í Reykjavík 2009-2010 en ekki er vitað um nákvæman fjölda þeirra.
Labrador og cavalier vinsælir
HUNDARÆKTARFÉLAG
Stöðug aukning er í að fólk vilji
eiga ættbókarfærða hunda að
sögn Fríðar Estherar Pétursdóttur,
framkvæmdastjóra Hundarækta-
félags Íslands, en ekki sé mikill
markaður fyrir mjög dýrar teg-
undir.
„Fólk er farið að skilja hvað það
fær með hreinræktuðum hundi.
Það var lengi snobbstimpill á
þessu en núna finnst mér eins og
fleiri geri sér grein fyrir því að með
því að fá sér hreinræktaðan hund
veit fólk hvað það er að fá. Það er
verið að rækta vissa eiginleika,“
segir Fríður. „Þá hefur verið tals-
verð aukning í að ræktendur selji
hvolpa úr landi. Það hefur alltaf
fylgt íslenska fjárhundinum en það
hefur verið að færast yfir í aðrar
tegundir líka. Ástæðan er hag-
stætt gengi og góð ræktun,“ segir
Fríður. Flestir fara þeir til Noregs
en fjárhundurinn fer út um allan
heim.
Tískusveiflur eru í hundateg-
undum, vinsælastir núna eru;
labrador og cavalier, sem þykja
þægilegir í þjálfun, og dverg-
schnauzer sem fer ekki úr hárum.
Bókaðu golfferðina þína áwww.gbferdir.is eða í síma 534 5000
og kynna:
frá kr.99.000-
pr. mann í tvíbýli
GOLFFERÐIR