Morgunblaðið - 13.01.2014, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.01.2014, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 2014 ✝ Arnar ÓliBjarnason fæddist í Reykja- vík 26. febrúar 1983. Hann lést á heimili sínu 24. desember 2013. Foreldrar hans eru Steinunn Inga Ólafsdóttir, f. 18. júní 1958 og Bjarni Sigurður Jóhannesson, f. 16. desember 1958. Fóst- urfaðir Atli Ísaksson, f. 6. júní 1960. Systkini hans eru Hrafnar Jafet, f. 1974, Bryndís, f. 1979, Ragnar Þór, f. 1979, Elvar Már, f. 1983, Friðrik Páll, f. 1991, Ísak Sindri, f. 2001. Útför Arnars Óla fer fram frá Hafnarfjarð- arkirkju í dag, 13. janúar 2014, og hefst athöfnin kl. 13. Engillinn minn yndislegi, þú ofurfallega, viðkvæma sál. Nú bið ég þess aðeins að algóður Guð umvefji þig ást og friði um alla eilífð. Við munum áfram leiðast hönd í hönd, þó bilið hafi breikkað. Uns við sameinumst á ný. Nú skil ég stráin, sem fönnin felur og fann þeirra vetrarkvíða. Þeir vita það best, sem vin sinn þrá, hve vorsins er langt að bíða. (Davíð Stefánsson) Þín mamma. Elsku hjartans, litli bróðir minn. Þú varst engilfríður og ávallt með bros á vör, strax sem ung- barn. Með stóru, fallegu, dökk- brúnu augunum þínum og ljósu lokkunum heillaðir þú sérhvern sem á vegi þínum varð. Bros þitt var heillandi og alltaf stutt í hláturinn. Í barnaskóla varstu stoð og stytta bróður þíns. Þú stóðst eins og klettur við hlið hans og sást til þess að ekkert illt henti hann. Litla frænda þínum, syni mínum, reyndist þú líka vel. Aldrei hef ég séð unglingsstrák gefa litlu barni eins mikinn tíma og athygli eins og þú veittir hon- um þegar þið hittust. Þú hlust- aðir á sögur hans, skoðaðir bíl- ana hans og kvaddir hann aldrei án þess að hafa setið stund með hann í kjöltu þér og faðmað hann með þínu hlýja faðmlagi. Þú vildir vera öllum góður, hvort sem það voru fullorðnir, börn eða dýr. Þeir sem þér kynntust töluðu um hve góða nærveru þú hafðir, hve gott væri að tala við þig um hjartans mál og hve ljúfur og góður ungur maður þú værir. Þú áttir líka auðvelt með að hressa þá við sem illa leið, með þínum skemmtilega, einstaka húmor sem þú þurftir aldrei að kreista fram. Hann var þér eðlislægur. Þú gast séð spaugilega hluti við ótrúlegustu aðstæður og fengið fólk til að gráta úr hlátri. Þessi orð lýsa þér best. Þú varst skemmtileg, blíð og góð, ynd- isleg mannvera sem alltaf vildi halda friðinn og reynast öðrum vel. En lífið fór ekki mjúkum höndum um þína ljúfu, við- kvæmu sál. Lífsbaráttan var erf- ið og þú lentir í hremmingum sem þú áttir síst skilið. Í ótelj- andi skipti óskaði ég þess eins að ég gæti hlíft þér, bjargað þér og gert allt gott á ný. Veitt þér gleðina, gæfuna og hamingjuna sem þú áttir svo sannarlega skil- ið. Ég er svo þakklátur fyrir að hafa átt þig sem bróður í 30 ár. Þú kenndir mér svo margt og við skildum hvor annan. Við átt- um góða stund saman aðeins fá- einum dögum áður en þú skyndilega hvarfst úr mínu lífi. Þá dýrmætu stund mun ég varð- veita sem gull í huga mínum og hjarta svo lengi sem ég lifi. Það var síðasta skiptið sem ég sá fal- lega brosið þitt og kærleikann skína úr góðlegu augunum þín- um. Það var síðasta skiptið sem ég faðmaði þig og kvaddi. Nú vildi ég óska þess að sú stund hefði verið lengri, því hún veitir mér huggun í þessari miklu kvöl, sorg og söknuði sem fylgir því að neyðast til að halda lífinu áfram án þín. Það er óbærilega sárt að hugsa til þess að fá aldr- ei að eiga slíka stund með þér aftur, að sjá þig brosa, heyra einstakan hlátur þinn og geta faðmað þig aftur. En lífið getur verið óréttlátt og grimmt. Því verð ég að kveðja þig í hinsta sinn, í þessu lífi. Elsku yndislegi, fallegi, ljúfi og góði litli bróðir minn, þú munt fylgja mér í hjarta mínu hvert einasta spor sem ég tek og bróðurástin mun aldrei dvína. Guð gefi þér eilífa sálarró. Fögru brúnu augun þín birtast mér í draumi hjartað fyllist trega og sorg hve ákaft þín ég sakna. Allar eigur, gæfu og gull ég léti af hendi rakna ef eiga mætti stund með þér áður en ég vakna. (Hrafnar Jafet Hrafnsson) Þinn stóri bróðir, Hrafnar Jafet Hrafnsson. Elsku hjartans litli bróðir minn, þú varst alltaf svo blíður og góður. Húmor þinn var engu líkur. Hvað við gátum hlegið mikið og skemmt okkur saman. Það eru ekki margir í þessum heimi sem eru svo hjartahlýir sem þú. Mér er svo mikill heiður að hafa fengið að eiga þig sem minn yndislega og ljúfa bróður. Sjá lítinn fallegan dreng þetta bros þessi augu þessar mjúku fallegu hendur Ég sé hann brosa brosið bjarta einlægur ljúfur svo yndislegt hjarta Ég heyri hann hlæja og hönd hans finn þú munt alltaf vera hjá mér elsku Músi minn. (Bryndís Arngrímsdóttir) Þín stóra systir, Bryndís. Elsku drengurinn okkar hann Arnar Óli er farinn frá okkur, ljúflingurinn okkar. Mikið ósk- uðum við þess og báðum góðan Guð að bjarga honum frá þeim hremmingum sem líf hans var. En það fór á þennan veg, stund- um er Guð ekki að hlusta. Síð- asta skiptið sem ég sá hann var hann svo fallegur, kyssti ömmu sína á kinnina og ætlaði að standa sig en svo gerðist þetta. Mamma og pabbi standa eftir með sár í hjarta og sorgmædd að sjá á eftir barninu sínu, pabbi einkabarni. Afi og amma og systkini hans gráta bróður sinn. Meðan frost og fannir falda tindsins brún. Meðan blómin björtu brosa um engi og tún. Á meðan bárur bærast og brenna himinljós. Ó, vorið vængjum þínum vefðu mína rós. Hjartans drengurinn minn, hvíldu í friði. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Vilborg Björgvinsdóttir. Elsku Arnar, ég gleymi því aldrei þegar við vorum að lyfta saman á Hringbrautinni. Þú vissir, kunnir og gast allt, og mér leið eins og ég væri í þjálf- un hjá Schwarzenegger sjálfum. ´ Ég gæfi aleiguna mína fyrir aðeins eina æfingu til viðbótar með þér. Ég á eftir að sakna þín mjög mikið. Þinn litli frændi, Steinar Ingi. Þegar ég hugsa til Arnars Óla þá minnist ég hans brosandi og þannig mun ég alltaf minnast hans. Ég passaði hann endrum og eins þegar hann var ungur og ég minnist þess hvað hann var þægilegt barn, hann gat dundað tímunum saman við leik, var alltaf mjög rólegur og glað- ur. Það var ljúft að passa hann og systkini hans. Þegar ég frétti af andláti hans þá risu upp ýmsar tilfinn- ingar sem erfitt var að ráða við en sorg og reiði voru þar of- arlega. Sorg vegna þess að Arn- ar Óli var góður drengur, mynd- arlegur, vel gefinn og hefði getað átt stórkostlegt líf í hverju því sem hann hefði viljað taka sér fyrir hendur. Hann átti yndislega fjölskyldu sem vildi allt fyrir hann gera. Reiði vegna þess hvernig fíknin náði að her- taka hann ungan og sjá til þess að draumar um hamingjuríkt líf náðu aldrei að verða meira en bara það, draumar. Það er sama hversu góða maður á að, það getur enginn breytt manni nema maður sjálf- ur og örlög manns eru á end- anum í eigin hendi. Ég kveð frænda minn með trega og óska þess að hann sé á betri stað í austrinu eilífa. Sigurður Hólmar Jóhannesson. Mér líkaði strax vel við Arnar þegar við kynntumst. Hann virkaði pínu feiminn en mjög svalur á sama tíma. Við áttum nokkrar góðar stundir saman sem eru mér mjög dýrmætar í dag. Til dæmis þegar ég var að skutla honum í búð eða í sjoppu. Þá var oft hækkað í bílgræj- unum því við höfðum líkan tón- listarsmekk. Þess á milli áttum við oft gott spjall og við höfðum spes húmor sem var svona okk- ar á milli. Hann hafði alveg einstaklega góðan húmor og hann reyndi ekki einu sinni að vera fyndinn. Hann komst svo skemmtilega að orði með hluti og sagði svo kannski eftir á: „Jú, þetta var nú kannski soldið aulalega orð- að“ eða „Já, hehe … þetta var kannski pínu fyndið.“ Hann sagði bara það sem honum fannst og það var einmitt svo frábært við hann. Nokkrum af mínum nánu fjölskyldumeðlimum sem kynnt- ust honum mjög stutt sumarið 2012, líkaði strax svo vel við hann. Þeim fannst hann mjög aðlaðandi persónuleiki, þótti gott að ræða við hann, og þeim leið eins og þau hefðu alltaf þekkt hann. Hvíldu í friði, kæri vinur. Harpa Fönn Matthíasdóttir. Arnar Óli Bjarnason ✝ Stefanía fædd-ist á Geiteyjar- strönd í Mývatns- sveit 10. apríl 1927. Hún lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 23. des- ember 2013. Foreldrar henn- ar voru Hólmfríður Benediktsdóttir, f. 23.6. 1899, d. 27.2. 1990, og Ágúst Sig- urgeirsson, f. 4.4. 1882, d. 11.2. 1969. Systkini Stefaníu voru María, f. 13.12. 1918, d. 22.8. 2009; Helgi, f. 30.7. 1921, d. 24.1. 1995; Sigríður, f. 12.12. 1923, d. 5.4. 2009. Stefanía var í sambúð með Þorleifi Sigurbjörnssyni frá Baugaseli í Barkárdal, f. 30.3. 1911, d. 21.2. 1958. Foreldrar: Guðrún Margrét Guðmunds- dóttir, f. 15.4. 1886, d. 25.9. 1927, og Sigurbjörn Ingimar Þorleifs- son, f. 16.4. 1875, d. 9.4. 1927, frá Baugaseli í Barkárdal. Áttu þau Stefanía og Þorleifur tvö börn saman. Stefanía eignaðist fjögur og eiga þau tvo syni, en hann á tvo syni frá fyrra hjónabandi. Gunnhildur á einn son fyrir. Hólmfríður Guðrún Þorleifs- dóttir, f. 11.3. 1953, maki Ari Ax- el Jónsson, eiga þau tvær dætur, Berglindi, maki Vilhelm Vil- helmsson og eiga þau tvo syni, og Árveigu, maki Bjarni Sig- urðsson, eiga þau þrjú börn. Fyrir átti Hólmfríður einn son, Stefán Leif, maki Arna Magn- úsdóttir, eiga þau tvö börn. Fað- ir Stefáns er Sigurður S. Gests- son. Árið 1970 eignaðist Stefanía dreng sem hún gaf frá sér til öndvegishjóna í Reykjavík, Sig- ríðar, sem nú er látin, og Þor- steins, sem ávallt reyndust Stef- aníu vel og héldu góðu sambandi sín á milli: Gylfa Þór Þor- steinsson og á hann þrjú börn, móðir Guðrún Gunný Þór- isdóttir, en þau slitu samvistir. Stefanía ólst upp á Geiteyjar- strönd í Mývatnssveit. Um tví- tugt fluttist hún til Akureyrar og fór að vinna við margskonar störf ásamt því að hugsa um heimili og fjölskyldu, s.s. þjón- ustustörf á hótelum og versl- unarstörf. Síðast vann hún á Dvalarheimilinu Hlíð. Síðustu árin bjó hún í Víðilundi 24. Útför hennar fer fram í Ak- ureyrarkirkju í dag, 13. janúar 2014, kl. 13.30. börn. Þeirra elst er Helena Sigtryggs- dóttir, f. 14.7. 1948, faðir hennar var Sigtryggur Guð- mundsson, d. 17.2. 2012, fyrri maki Helenu var Halldór Sævar Antonsson, d. 24.2. 1975. Eign- uðust þau tvo syni, Ágúst Ómar og Val Frey, maki Kristín Gunnarsdóttir og eiga þau þrjú börn. Seinni maður Helenu er Eiríkur Rósberg Arelíusson og eiga þau einn son saman, Eirík Rósberg Eiríksson, maki Árdís Björk Jónsdóttir og eru þau barnlaus en fyrir átti Eiríkur einn son. Viðar Þorleifsson, f. 30.9. 1950, maki Brynja Frið- finnsdóttir, þau eiga tvö börn, Óðin, hann á tvö börn, Hörpu, maki Helgi Mikael Magnússon, eiga þau tvö börn en fyrir átti Harpa eina dóttur, faðir Erlend- ur Óskarsson. Fyrir átti Brynja einn son, Hafþór Ó.J. Viðarsson, maki Gunnhildur Halldórsdóttir Elsku mamma, við kveðjum þig með þessu ljóði. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Söknum þín, Viðar og Brynja. Elsku besta mamma mín. Það er bæði með sorg í hjarta og þakk- læti sem ég sest niður og rita nokkur kveðjuorð til þín. Þú varst svo heppin að fæðast og alast upp á einum af fallegustu stöðum á landinu, Geiteyjar- strönd í Mývatnssveit. Ég sé þig fyrir mér veiða silung í vatninu, sækja egg út í hólma og skottast um engi, tún og móa, ásamt því að leika þér í hrauninu. Þvílíkt leik- svæði. Þú varst alltaf mikill fagurkeri. Unnir fallegum hlutum og fötum. Það var alltaf tekið eftir því hvað þú varst ávallt snyrtileg og fín til fara. Ég ímynda mér að umhverfi þitt í æsku hafi haft áhrif á þitt fegurðarskyn alla þína ævi. Árið 1948 fæddist ég, þú varst einstæð móðir þar til þú kynntist Þorleifi. Þá eignaðist ég bróður og seinna systur og ólumst við upp við gott atlæti. Þorleifur lést 1958. Þú áttir ekki auðvelt líf fyrir höndum en stóðst þig alveg stór- kostlega vel, ein með þrjú börn. Það er mér óskiljanlegt hvernig þér tókst að yfirstíga öll vandamál á þeim tíma. Þú varst einstaklega lagin við saumavélina og margar nætur sastu við hana til þess að geta gef- ið okkur systkinunum ný föt. Ég hef iðulega heyrt eftir að ég full- orðnaðist hvað við vorum fín og flott í fötum sem þú saumaðir á okkur. Árið 1970 eignaðist þú svo lít- inn dreng, Gylfa Þór. Af ýmsum ástæðum treystir þú þér ekki til að ala hann upp hjá þér, en við því hlutverki tóku elskuleg hjón, Sig- ríður Eggertsdóttir og Þorsteinn Rúnar Guðlaugsson, sem um- vöfðu hann elsku og komu honum vel til manns. Alveg frá byrjun fékkst þú og við að fylgjast með uppvexti hans og skólagöngu. Þótt þetta hafi verið þér erfitt varstu ævinlega þakklát fyrir að fá að vera þátttakandi í lífi hans og fjölskyldu hans. Þegar heilsan fór að gefa sig og þú þurftir að hætta að vinna, þá á besta aldri, varstu ákveðin í því að láta það ekki hefta þig. Á þessum tíma var það ekkert algengt að sjá konur á þínum aldri labba, og jafnvel hlaupa, út um víðan völl í jogginggalla. Það hélt þér vissu- lega gangandi í mörg ár. Seinni árin, þegar þú varst nánast aldrei verkjalaus, var alltaf viðkvæðið hjá þér: Þetta skánar og verður betra á morgun. Svona varst þú alltaf hörð af þér. Allir sem þekktu þig vissu alveg hvar þeir höfðu þig. Þú gast verið gagnrýn- in á menn og málefni og sagðir hlutina oftast umbúðalaust en varst alltaf sjálfri þér samkvæm. Þú varst ekki bara góð móðir, tengdamóðir og amma, heldur einnig góður vinur okkar allra. Þín er sárt saknað, en mamma mín, við erum svo óendanlega glöð yfir að hafa fengið að eiga þig öll þessi ár. Fyrir það þökkum við. Þú sem alltaf áttir kaffi og vöfflur á borðum tekur eflaust vel á móti þínu fólki þegar þar að kemur. Hafðu þökk fyrir allt, mamma mín. Eiríkur þakkar þér einnig fyrir hvað þú tókst ævinlega vel á móti honum og þótti vænt um hann. Strákarnir okkar, Ágúst, Valur og Eiríkur, og fjölskyldur þeirra senda þér einnig saknaðar- kveðjur og þakka þér fyrir allar góðu stundirnar. Sjáumst seinna, ég treysti því. Þín Helena. Þau voru skrýtin jólin þetta ár- ið, elsku amma kvaddi okkur á Þorláksmessu eftir stutt en erfið veikindi. Ég man í síðasta samtali mínu við hana, rúmri viku áður en hún lagðist inn á spítalann, þá spurði hún mig hvenær hún fengi að sjá okkur næst, og ég sagðist hlakka til að sjá hana næsta sum- ar í fermingunni hennar Hafdísar Brynju. Hún fylgdist alltaf vel með okkur og eftir að við fluttum út var hún dugleg að hringja til að fá fréttir af okkur. Hún var alltaf með á nótunum og þykir mér svo vænt um öll þau símtöl sem við áttum undanfarin ár, ég mun aldr- ei gleyma þeim. Amma var alltaf með dyrnar opnar og þegar inn var komið var bakkelsið aldrei langt undan. Hún gat galdrað fram alls konar góð- gæti og ég get ennþá fundið bragðið af pönnukökunum hennar en amma bakaði bestu pönnukök- urnar þó víða væri leitað. Þegar ég var yngri fékk ég að setja syk- urinn á milli eftir að amma var bú- in að steikja þær og fannst mér það ekki leiðinlegt. Amma átti mikið magn af skartgripum, ekki bara þessa venjulegu silfur- og gullskartgripi heldur alls konar skart og perlufestar í alls konar litum sem við krakkarnir fengum að leika okkur með, ég gat setið óralengi á gólfinu inni í svefnher- bergi í Smárahlíðinni og leikið mér og puntað mig. Að opna skartgripaskrínið hennar ömmu var eins og að finna fjársjóð. Ég gæti talið upp ótal minningar frá þeim tímum sem ég eyddi með ömmu en þær mun ég geyma og varðveita. Hvíldu í friði, elsku amma mín, þín verður sárt saknað. Harpa. Elsku hjartans amma mín, ég vil kveðja þig með þessu fallega ljóði: Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Takk fyrir allar okkar stundir saman. Hvíl í friði. Þín Árveig. Stefanía Ágústsdóttir Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.