Morgunblaðið - 13.01.2014, Blaðsíða 34
VIÐTAL
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
Jólabókavertíðin er afstaðin og að
sögn Egils Arnar Jóhannssonar, for-
manns Félags íslenskra bókaútgef-
enda, var bóksala góð. „Bóksalan
var á svipuðum slóðum og undan-
farin ár,“ segir Egill Örn. „Frá hruni
hefur salan verið nokkuð jöfn, hefur
ekki aukist mikið heldur staðið í stað
sem er í rauninni ánægjulegt því það
hefur gengið erfiðlega að selja
margar vörur og vöruflokka eftir
hrun. Fréttir berast af því að sala á
geisladiskum hafi dregist mjög sam-
an og eins sala á DVD-mynddiskum.
Bókin hefur hins vegar haldið sínu,
þrátt fyrir hrakspár margra, enda
samkeppnisumhverfið strembið. Við
sjáum líka að útgáfa hefur aukist
verulega á öðrum árstíma en fyrir
jólin, sem ég tel að hafi hjálpað
bókamarkaðnum verulega, enda eru
fjölmargar bækur að seljast í þús-
undum eintaka á fyrri hluta ársins.
Bóksala gekk að mér sýnist al-
mennt vel bæði fyrir jólin og eins
fyrri hluta síðasta árs og sérstaklega
þótti mér ánægjulegt að fylgjast
með velgengni barna- og unglinga-
bóka í jólavertíðinni. Sú velgengni á
sér að ég tel nokkrar skýringar. Um
mánaðamótin nóvember-desember
kom Pisa-könnunin sem sýndi
minnkandi lesskilning barna sem ef-
laust hefur ýtt undir sölu barna- og
unglingabóka. Ég held að það hafi
líka haft góð og jákvæð áhrif að Fé-
lag íslenskra bókaútgefenda til-
nefndi í fyrsta skipti barna- og ung-
lingabækur til Íslensku bókmennta-
verðlaunanna. Og auðvitað var það
lykilatriði hversu úrval barna- og
unglingabóka var gott á síðasta ári.“
Barnabók í metsölu
Var mikil dreifing í bókasölunni
eða voru ákveðnir titlar sem stóðu
upp úr?
„Undanfarin tvö til þrjú ár hafa
fjórir til fimm titlar yfirleitt skorið
sig úr hvað sölu varðar en þar á eftir
kemur mikill fjöldi titla sem seljast í
góðum upplögum. Ef eitthvað er þá
dreifist salan betur á milli bóka. Í
Bókatíðindi voru skráðar 760 nýjar
bækur á síðasta ári sem er há tala en
samt eru ekki allar bækur skráðar
til leiks í Bókatíðindi, þannig að nýj-
ar bækur síðasta árs hafa verið eitt-
hvað fleiri og ekki ólíklegt að heild-
arútgáfa síðasta árs hafi verið
nálægt þúsund nýjum titlum. En lík-
lega er meðalsala hvers titils þó ekki
nema einhver hundruð eintök, þar
sem útgáfan er jafn mikil og raun
ber vitni.
Töluverð fjölgun varð á síðasta ári
í útgáfu bóka um mat og drykk og
þýdd skáldverk voru yfir 80 á síð-
asta ári sem er mikið. Sala í þessum
flokkum hefur hins vegar aukist
nokkuð að mínu mati á und-
anförnum árum, og þá ekki síst utan
jólavertíðarinnar.
Einhverjir hafa kvartað yfir því að
ekki hafi verið sérstaklega mikið
framboð af íslenskum skáldsögum
fyrir síðustu jól en það er ekki alls
kostar rétt. Vissulega voru færri
skáldsögur en árið á undan en þá
varð líka algjör sprenging þannig að
nánast má segja að um offramboð
hafi verið að ræða. Íslenska skáld-
sagnaútgáfan fyrir síðustu jól var
því líklegast eðlilegri og líkari því
sem verið hefur á undanförnum ár-
um.
Arnaldur Indriðason og Yrsa Sig-
urðardóttir hafa borið höfuð og
herðar yfir aðra höfunda hvað sölu-
tölur varðar á undanförnum árum
en svo sjáum við Vísindabók Villa
seljast í 15.000 eintökum fyrir síð-
ustu jól, hún seldist upp og var ekki
til síðustu dagana fyrir jól og ekki
ósennilegt að hægt hefði verið að
selja enn fleiri eintök. Að selja
barnabók í 15.000 eintökum fyrir jól
er afar sjaldgæft, hafi það nokkurn
tíma gerst. Fjöldi barna- og ung-
lingabóka náði mjög góðri sölu svo
sem bækur Gunnars Helgasonar og
Andra Snæs og meðal þýddra
barnabóka seldust Amma glæpon og
Kafteinn Ofurbrók vel. Velgengni ís-
lenskra barna- og unglingabóka
voru ein ánægjulegustu tíðindi ver-
tíðarinnar.“
Hlægilegt bókaverð
Er bókaverð á Íslandi hátt eða
lágt?
„Bókaverð er almennt mjög gott á
Íslandi. Félag íslenskra bókaútgef-
enda hefur á undanförnum árum lát-
ið gera skoðanakönnun um mat al-
mennings á bókaverði og þar kemur
í ljós að langflestir landsmenn eru
mjög sáttir við bókaverð. Innkoma
stórmarkaðanna fyrir jólin hefur að
sjálfsögðu mjög mikil áhrif. Mér hef-
ur sýnst að stórmarkaðir selji bækur
jafnvel á kostnaðarverði eða undir
því ef svo ber undir. Þessu fylgja
bæði kostir og gallar. Bækur eru oft
og tíðum seldar á hlægilegu verði
sem kemur lesendum, kaupendum
og neytendum til góða, en svo má
spyrja um langtímaáhrifin af þess-
um mikla afslætti. Það mætti ætla
að áhrifin gætu haft í för með sér að
færri bækur en ella næðu góðri sölu
sem aftur gæti leitt til aukinnar ein-
hæfni í útgáfu. Auðvitað hefur það
langtímaáhrif þegar stórmarkaðir
hika ekki við að gefa mikinn afslátt.
Hin hefðbundna bókabúð getur átt
mjög erfitt með að keppa við stór-
markaðina þegar kemur að bóka-
verði. Mánuðirnir fyrir jól eru vertíð
bókabúðanna og þær þurfa að lifa á
henni hluta ársins. Ef þessi vertíð er
tekin af bókabúðunum hefur það
auðvitað sín áhrif. Ég veit ekki hvað
er til ráða en það er nauðsynlegt að
þessi mál séu rædd í víðu sam-
hengi.“
Það ruglar fólk nokkuð í ríminu að
í gangi eru tveir metsölulistar, einn
frá Félagi íslenskra bókaútgefenda
og svo listi frá Eymundsson. Væri
ekki betra að til væri einn marktæk-
ur metsölulisti?
„Vissulega, en metsölulistarnir
hafa oft verið fleiri en fyrir síðustu
jól. Lengi var DV með sinn eigin
lista, Hagkaup auglýsti eigin lista og
einstakir bóksalar voru með sína
lista. Það sem gerðist fyrir síðustu
jól var að nokkrir bóksalar ákváðu
að skila ekki gögnum um sölu til Fé-
lags íslenskra bókaútgefenda sem er
mjög bagalegt. Þeir sögðust vera
ósáttir við aðkomu stórmarkaðanna
að listanum og maður verður að
virða þá ákvörðun. Að sjálfsögðu
væri best að hafa einn stóran, mark-
tækan metsölulista frekar en að hafa
nokkra sem ná hugsanlega ekki yfir
alla bóksölu. Við hjá Félagi íslenskra
bókaútgefenda viljum gera allt sem
við getum til að fá bóksala aftur sem
þátttakendur á listanum. Við verð-
um að reyna að finna lausn á því og
vonandi vilja bóksalar leita lausna
með okkur. Öll tölfræði um bóksölu
er af hinu góða, þar með taldir met-
sölulistar. En mér finnst mikilvægt
að það sé einn stór metsölulisti sem
nái yfir alla bóksölu á landinu. Að
sjálfsögðu geta aðrir endursölu-
aðilar svo mælt sína eigin sölu og
haldið úti sínum metsölulistum, sem
er bara hið besta mál.“
Velgengni ís-
lenskra barna-
og unglingabóka
Egill Örn Jóhannsson, formaður Félags íslenskra
bókaútgefenda, segir bóksölu síðasta árs hafa verið góða
» Auðvitað hefur það langtímaáhrif þegarstórmarkaðir hika ekki við að gefa mikinn
afslátt. Hin hefðbundna bókabúð getur átt
mjög erfitt með að keppa við stórmarkaðina
þegar kemur að bókaverði. Mánuðirnir fyrir jól
eru vertíð bókabúðanna og þær þurfa að lifa á
henni hluta ársins. Ef þessi vertíð er tekin af
bókabúðunum hefur það auðvitað sín áhrif.
34 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 2014
Svalaskjól
-sælureitur innan seilingar
Hentar mjög vel
íslenskri veðráttu
Við höfum framleitt viðhaldsfría
glugga og hurðir í 29 ár
Nánari upplýsingar á www.solskalar.is
Frábært skjól gegn vindi og regni
Yfir 40 litir í boði!
Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187