Morgunblaðið - 13.01.2014, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 2014
✝ IngibjörgMagnúsdóttir,
húsfreyja á Stóra-
teig 42 í Mos-
fellsbæ, áður á Ein-
imel 9 og
Langholtsvegi 54 í
Reykjavík, fæddist
í Miklaholti á Snæ-
fellsnesi 17. apríl
1929. Hún lést á
lungnadeild Land-
spítalans að morgni
nýársdags.
Ingibjörg var dóttir hjónanna
Ásdísar Sigurðardóttur, ljós-
móður og húsfreyju í Miklaholti,
f. 1884, d. 1965, og Magnúsar
Sigurðssonar, bónda í Mikla-
holti, oddvita og organista, f.
1883, d. 1979. Systkini Ingi-
bjargar voru Sigurður, blaða-
fulltrúi hjá Loftleiðum, f. 1911,
d. 1989, Kristín, húsfreyja á
Siglufirði, f. 1913, d. 1949, Guð-
ríður, kennari, f. 1918, d. 1990,
og Þórður, kennari, f. 1922, d.
1991.
Ingibjörg giftist hinn 28.
október 1950 Magnúsi Jónssyni,
fv. bankastjóra Búnaðarbank-
ans, þingmanni og fjár-
málaráðherra, f. 7.9. 1919, d.
13.1. 1984. Foreldrar hans voru
hjónin Ingibjörg Magnúsdóttir,
húsfreyja á Mel í Skagafirði, f.
1894, d. 1979, og Jón Eyþór Jón-
asson, bóndi á Mel, f. 1893, d.
1982. Börn Ingibjargar og
fyrir dugnað og eftirsótt til
vinnu. Hún var orðin ritari í
fjármálaráðuneytinu 18 ára að
aldri. Þar kynntist hún Magnúsi
og giftu þau sig í Reynistað-
arkirkju haustið 1950. Fljótlega
var sveitastúlkan frá Miklaholti
orðin tveggja barna móðir og
húsmóðir á gestkvæmu heimili
stjórnmálamanns.
Allir sem til þekkja vita hve
stóran þátt Ingibjörg átti í lífi
og starfi Magnúsar. Heimili
þeirra var bæði félagsheimili og
hótel fyrir ættingja og fjöl-
marga vini utan af landi. Ingi-
björg laðaði að sér fólk úr öllum
stéttum og kom eins fram við
alla. Hún var listakokkur og
veislur hennar orðlagðar. Ævi-
starf hennar eins og svo margra
íslenskra kvenna var húsmóður-
starfið. Hún var jafnframt
ólaunaður aðstoðarmaður þing-
manns og ráðherra ef út í það er
farið.
Eftir lát Magnúsar 1984 stóð
Ingibjörg áfram vaktina á
Stórateig 42 þar til um miðjan
desember síðastliðinn. Margir
lögðu leið sína til hennar og
komu ætíð ríkari af hennar
fundi.
Ingibjörg starfaði með Thor-
valdsensfélaginu frá árinu 1970,
var auk þess í stjórn BKR, KÍ,
Orlofsnefndar húsmæðra og
fulltrúi í Jafnréttisráði. Hún
hvatti konur til að taka sig sam-
an, t.d. á landsbyggðinni, og
stofna fyrirtæki. Hún var mikil
sjálfstæðiskona og jafnrétt-
issinni alla tíð.
Útför Ingibjargar fer fram
frá Dómkirkjunni í dag, 13. jan-
úar 2014, klukkan 15.
Magnúsar eru: A.
Kristín, kennari í
Austurbæjarskóla,
f. 25.11. 1951, maki
Bragi Sigurðsson
kennari, f. 1952.
Börn Kristínar og
fyrri manns henn-
ar, Torfa K. Stef-
ánssonar, f. 1953,
eru: 1) Theodóra
Anna, f. 1974, maki
Emil Örn Ásgeirs-
son, barn Magnús Ýmir, f. 2007.
2) Embla, f. 1976, maki Bjarni
Bærings Bjarnason. 3) Ingi-
björg, f. 1980, barn Kristín
María, f. 2009. 4) Illugi, f. 1982,
maki Vala Smáradóttir, börn
Þórey, f. 2011, og Lilja Kristín,
f. 2013. 5) Hildur, f. 1990, maki
Gísli Finnsson, barn Amelía Rós,
f. 2011. 6) Vésteinn, f. 1992.
B. Jón, verkfræðingur hjá
Vegagerðinni, maki Elín Helga
Sigurjónsdóttir bóndi, f. 1961.
Börn Jóns og fyrri konu hans,
Erlu Hrannar Sveinsdóttur, f.
1955, eru: 1) Magnús, f. 1976,
maki Sigurrós Jakobsdóttir, f.
1976, börn Jón Arnór, f. 2008,
og Hinrik Aron, f. 2009. 2)Anna
Katrín, f. 1982, barn Embla Mey
Thorarensen, f. 2002. Börn El-
ínar og fósturbörn Jóns eru:
Dagur, f. 1990, Jóhannes Ingi, f.
1993, Kristín Rós, f. 1999, og
Ingigerður, f. 2002.
Ingibjörg varð ung orðlögð
Að leiðarlokum fyllast hugir
trega, en góðar minningar frá
langri vegferð fylla hjörtu ljósi
og hlýju. Þakklæti er þó öllu
öðru yfirsterkara þegar við
hugsum til móður okkar. Þakk-
læti fyrir lífið, ástina og stuðn-
inginn sem hún veitti af örlæti
sínu alla tíð. Það eru vissulega
forréttindi og gæfa að fá að alast
upp í faðmi góðra foreldra og
fyrir það verður seint fullþakkað.
Að lýsa verðleikum hjartkærr-
ar móður er ekki á okkar færi
hér. Þeir sem þekktu Ingibjörgu
Magnúsdóttur vita að þar fór
einstök manneskja sem gædd
var vináttu og örlæti til jafns við
áræði og dugnað. Þeir sem búa
yfir þeim eiginleikum ásamt ráð-
deild og útsjónarsemi teljast
góðir stjórnendur. Allir afkom-
endur „ömmu í Mosó“ þekkja af
eigin raun, hve gott er að lifa í
skjóli leiðtoga sem hennar og fá
að njóta þeirrar kærleiksríku
leiðsagnar sem hún veitti.
Þær vörður sem móðir okkar
reisti á sinni lífsleið voru af ýms-
um toga.
Sem byggingarstjóri tók hún
að sér að reisa fjölskyldunni
heimili vestur á Einimel, en hún
helgaði sig þeirri nýbyggingu
allt frá grunni til síðasta nagla.
Var það mál iðnaðarmanna sem
að komu, að aldrei hefðu þeir
kynnst konu sem sýndi af sér
meiri útsjónarsemi, betri verk-
stjórn eða skemmtilegri fé-
lagsskap. Smiðir jafnt sem múr-
arar sögðu stoltir að hún væri
ein af þeim.
Sem atorkukona réðst hún í
það að búa fjölskyldunum sælu-
reit í Arnarbæli ásamt föður
okkar, Guðríði systur sinni og
Róbert manni hennar. Þar reis
veglegt sumarhús og plantað var
trjágróðri af miklum móð. Í dag
er í Arnarbæli yndisleg paradís
allra afkomenda þeirra systra.
Sem sveitakona vann hún á
Mel öll sumur í heyskap meðan
afi og amma bjuggu þar. Við
systkinin vorum oftast komin í
sveitina strax að loknum skóla á
vorin og eftirvæntingin daginn
sem von var á pabba og mömmu
er ógleymanleg. Þá var staðið á
hlaðinu á Mel og beðið eftir að
bíllinn þeirra birtist við Ármúla-
hornið. Sú bið var sem betur fer
yfirleitt stutt, því mamma var
oftast við stýrið og setti stundum
hraðamet á þessari leið. Þegar
komið var að Mel var strax hafist
handa og ekki leyndi sér gleði-
svipurinn á afa þegar hann stóð
með mömmu í flekknum og allt
gekk á undrahraða. Hann hafði á
orði, að aldrei hefði hann séð
konu slá jafn hratt og vel með
orfi og ljá.
Sem eiginkona var hún föður
okkar ómetanleg stoð og ráðgjafi
á flóknu taflborði stjórnmálanna,
en þar hafði hún skýra sýn allt
sitt líf. Veislurnar á Einimel voru
orðlagðar. Húsfreyjan leysti þau
verkefni sem önnur af stakri
prýði og meistarataktar hennar í
þeim efnum nutu sín til hinsta
dags. En styrkurinn sem móðir
okkar bjó yfir kom best í ljós í
veikindum föður okkar, þegar
hún gerði honum fært að sinna
fullu starfi í 10 ár þrátt fyrir
verulega hreyfihömlun. Sú fal-
lega mynd af samstöðu og dugn-
aði hjóna mun seint gleymast
þeim sem sáu.
Sem móðir er hún kvödd í dag
með söknuði og trega. En lífs-
gleði hennar og styrkur lifir
áfram með okkur sem nutum
hennar.
Takk fyrir allt og allt, elsku
mamma.
Kristín og Jón.
Nýtt ár er gengið í garð. Þetta
ár verður ólíkt öllum mínum
fyrri árum. Í fyrsta sinn er líf
mitt án ömmu í Mosó. Á meðan
flestir fögnuðu nýju ári með
sprengjum og gleði þá kvaddi
elsku amma mín, Ingibjörg
Magnúsdóttir, þetta líf. Barátt-
unni við erfið veikindi var loks
lokið. Amma mín var hörkutól og
það fór henni ekki vel að vera
veik, hún hafði alltaf verið full
orku og hreysti, og fram að lok-
unum þá trúði ég því innst inni
að ekkert gæti fellt hana. En eitt
sinn verða allir menn að deyja.
Það eru forréttindi að hafa
þekkt ömmu og mikill heiður að
vera afkomandi hennar og
Magnúsar afa. Amma var stór-
kostleg manneskja sem kenndi
mér svo endalaust margt um líf-
ið. Amma hafði svar við öllu og
var alltaf með báða fætur á jörð-
inni. Hjá ömmu voru engin
vandamál, eingöngu lausnir. Það
var alveg sama hvaða mál maður
kom með til ömmu, alltaf hlust-
aði hún og gaf manni ráð. Hún
gat alltaf hjálpað manni aftur á
rétta braut og hvatt mann áfram
í hverju sem maður tók sér fyrir
í lífinu. Amma sá alltaf það besta
í öllum. Amma var gullfalleg að
innan sem að utan.
Amma var stórtæk í öllu sem
hún tók sér fyrir hendur, hvort
sem það sneri að félagsmálum,
fjölskyldunni eða heimilinu. Arn-
arbæli, bústaðurinn sem amma,
afi, Guðríður og Róbert byggðu,
er heimili okkar allra að heiman.
Fallega húsið, allur gróðurinn og
fjallháu trén standa nú til minn-
ingar um alla þá vinnu sem þau
unnu fyrir fjölskylduna, heilagur
staður í huga okkar sem áfram
lifum. Allar þær yndislegu
stundir sem ég átti með ömmu,
flestar við borðið á Stórateign-
um, drekkandi kaffi og njótandi
góðra veitinga, spjallandi um líf-
ið og tilveruna, eru nú minningar
einar. Minningar sem munu lifa
með mér.
Elsku amma, það verður erfitt
að venjast lífinu án þín, en ég hef
að leiðarljósi orð þín „Ég fyllist
ekki beiskju yfir því sem frá mér
var tekið, heldur þakklæti fyrir
það sem mér hafði verið gefið.“
Takk, amma í Mosó, fyrir allar
stundirnar, fróðleikinn, ástina og
gleðina sem þú hefur gefið mér.
Þú munt alltaf lifa í hjarta mínu.
Nú er kominn tími til að afi fái
aftur að njóta þín eftir langa bið,
sé hann fyrir mér horfa dreymn-
um augum á ástina sína einu.
Anna Katrín Jónsdóttir.
Þá er elsku amma dáin. Í
mörg ár ef mér leið illa eða eitt-
hvað gekk á bað ég: Elsku Guð,
bara ekki láta ömmu deyja! Það
fannst mér versta tilhugsun í
heimi. Ég gæti gengið í gegnum
allt annað, en ekki það. Amma
var akkerið, amma var til, amma,
elsku amma. Ég held ef amma
vissi hve margir og hve heitt fólk
elskaði hana hefði hún fengið
áfall.
Í tvö ár bjó ég með henni
ömmu, það voru mikil forréttindi
og ég verð ævinlega þakklát er
ég minnist þess tíma.
Hún dæmdi mig aldrei, hún
byggði mig bara upp. Hún varð
aldrei pirruð eða önug. Ef hún
reiddist var það réttlát reiði. Þá
gat hún rokið upp en það var fok-
ið úr henni jafnóðum. Var hún
oft aum á eftir og sagðist vera
„bölvaður hrútur“. Skipti þá
engu þótt hún hafi sagt eitthvað
sem hitti naglann beint á höfuðið
og maður þurfti sannarlega að
heyra. Amma var svo ótrúlega
snjöll og full af visku.
Það var mikið hlegið. Stund-
um leigðum við gamanmyndir og
hlógum dátt. Ég stóð sjálfa mig
að því að fylgjast með ömmu,
ástaraugum og athuga hvort hún
myndi hlæja að því sem mér
fannst fyndið. Ég gat oft gleymt
mér við að horfa á hana ömmu.
Það sem hún gat hlegið!
Hún var ýmsum hæfileikum
gædd og sumt hef ég reynt að
apa eftir henni. Hún var nýtin
fram í fingurgóma, gat einhvern
veginn alltaf galdrað fram veislu
úr afgöngum, hve margir birtust
í mat þann daginn var algert
aukaatriði. Engar uppskriftir því
miður, bara lúka af þessu og hinu
og maður reyndi að skrifa þetta
niður en aldrei tókst það eins vel
og hjá henni.
Hún var manna fljótust að
taka upp kartöflur, man þegar
hún tók þrjár raðir og ég eina og
hálfa, þó var það ég sem stakk
upp á að við færum í keppni. Skil
ekki enn hvernig hún fór að
þessu áttræð konan. Hún var
fljót að öllu. Að þrífa, elda, raka
gras, hún meira að segja varalit-
aði sig hratt með því að lita efri
og neðri vör á sama tíma. Hún
var sterk, það var ómögulegt að
opna kókflösku sem hún hafði
lokað. Hún var líka svo glæsileg,
öll föt fóru henni vel. Hún var
með munninn fyrir neðan nefið
og var einstaklega fyndin. Hún
vissi allt um alla, las öll blöð og
horfði á fréttatíma á báðum
stöðvum. Það var ekki hægt að
reka hana á gat. Þegar við
frændsystkinin spiluðum Trivial
þurfti að passa að lesa ekki upp
spurningu þegar amma gekk
framhjá, hún stóðst oft ekki að
svara, rak svo upp hlátursroku á
eftir.
Hún hló oft og hátt hún amma.
Ég heyri hláturinn enn. Reyndar
var hún eiginlega alltaf glöð, og
alltaf ánægð með sig. Hún var
Háfótur frændi sagði hún, hún
var svo heppin í lífinu. Ef eitt-
hvað gott skeði var það alveg
fyrirsjáanlegt af hennar hálfu,
„þetta hlaut að fara svona, ég er
svo heppin“. Amma var aldrei
neikvæð eða svartsýn. Hún
horfði heldur ekki til baka eða sá
eftir hlutunum.
Amma, takk fyrir mig, takk
fyrir allt. Nú ertu hjá afa og ég
veit að hann er svo glaður. Ég sé
ykkur í anda skælbrosandi og nú
horfir hann á þig ástaraugum.
Ég elska þig, meira en orð fá
lýst.
Ingibjörg Torfadóttir.
Ingibjörg Magnúsdóttir, ætt-
arhöfðinginn, amma í Mosó eða
amma „langa“ eins og hún var
gjarnan kölluð af langömmu-
börnum sínum, er látin. Ingi-
björg var stórmerkileg kona.
Hún var góðhjörtuð og kærleiks-
rík og sérstaklega ákveðin. Mað-
ur rökræddi ekki við ömmu í
Mosó. Lífið var henni gott en
einnig ákveðin þrautaganga.
Ung missti hún móður sína. Síð-
ar missti hún Magnús, eigin-
mann sinn, á besta aldri og að-
eins nokkrum árum síðar þrjú
systkini sín á örfáum árum. Þeg-
ar ég gekk í gegnum það að
missa móður mína og báðar
ömmur á mjög stuttum tíma töl-
uðum við Ingibjörg um hennar
reynslu og miðlaði hún til mín
með hvernig hugarfari maður
kæmist í gegnum slík áföll. Mað-
ur heldur áfram að lifa, jákvæður
og þakklátur fyrir það sem mað-
ur átti, og þannig kvaddi hún líka
þennan heim sjálf, bæði þakklát
og hamingjusöm.
Ingibjörg var sérstaklega
gjafmild kona og lifði svo sann-
arlega eftir því spakmæli að
sælla sé að gefa en þiggja, en í
áraraðir gaf hún vinnu sína ýms-
um félagasamtökum. Hún var
einnig gjafmild við fjölskyldu
sína og vini, en þegar kom að af-
mælis- og jólagjöfum, veislum og
öðrum hátíðarhöldum var ekkert
til sparað.
Ég er þakklát fyrir að hafa
kynnst Ingibjörgu, hún kenndi
mér mikið, og þótt dætur mínar
séu of ungar til að muna mikið
eftir henni þá skulum við Illugi
sjá til þess að þær viti hver
langamma þeirra var og eftir
hvaða gildum hún lifði.
Hvíldu í friði elsku Ingibjörg.
Fegraðu umhverfi þitt
með gjöfum.
Stráðu fræjum
kærleika og umhyggju.
Og þín verður minnst
sem þess sem elskaði,
þess sem bar raunverulega umhyggju
fyrir fólki.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Þín
Vala Smáradóttir.
Elsku amma mín. Með trega
kveð ég þig og horfi til baka með
jákvæðum augum til allra gleði-
stundanna sem við áttum saman.
Þú varst góð, kærleiksrík, ákveð-
in og umfram allt jákvæð mann-
eskja. Þegar ég heimsótti þig á
spítalann um jólin sagðir þú við
mig: „Það hefur alltaf verið hlýtt
á milli okkar, Illugi minn.“ Þú
hafðir einstakt lag á því að segja
eitthvað fallegt við mig sem lét
mér líða vel með sjálfan mig.
Það er svo margt sem þú
gerðir sem maður getur verið
þakklátur fyrir. Það sem ég er
einna þakklátastur fyrir er
hversu mikið ég lærði af þér. Í
mínum augum varst þú alltaf of-
urkona og mikil fyrirmynd. Ég
man þegar þú veittir mér tiltal
vegna drykkju minnar. Ég
gleymi ekki skömminni og eft-
irsjánni sem ég fann. Að þú
skyldir þurfa að sjá mig í svona
ömurlegu ástandi. Þú studdir
mig alltaf í því að hætta neyslu
og er það í raun þér að þakka að
ég leitaði mér í fyrsta skipti að-
stoðar sem var upphafið að því
að ég öðlaðist bata.
Þú varst svo ánægð að vita til
þess að ég mætti á fundi og væri
í bata. Þú hafðir iðulega orð á því
að afi minn hefði verið bindind-
ismaður og einn helsti stuðnings-
maður SÁÁ í sinni stjórnartíð.
Leitt að ég fékk aldrei að kynn-
ast honum. Ég er viss um að það
mun ríkja mikil gleði við ykkar
endurfundi hinum megin.
Minningin um þig er mér mik-
il hvatning og mun hún fylgja
mér alla ævi.
Af eilífðar ljósi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er,
Það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri’ en auga sér
mót öllum oss faðminn breiðir.
(Einar Benediktsson)
Illugi.
Hjarta mitt brast er ég fékk
símtal á nýársnótt og fékk frétt-
irnar um að hún amma mín væri
látin. Amma í Mosó! Ég hélt að
hún myndi lifa okkur öll, það seig
var þessi elskulega en ákveðna
kona. Hún var kletturinn í lífi
okkar svo margra, sem var svo
gott að halda sér í. Er eitthvað
bjátaði á, þá var leitað til ömmu
sem var einhver úrræðabesta
manneskja sem ég hef nokkurn
tíma kynnst.
Við áttum margar góðar
stundir saman og mér er sér-
staklega minnisstætt er hún
bauð mér með sér til New York
er ég var ungur maður. Hún tók
koddann sinn góða með í vélina
og svaf eins og ungbarn á meðan
ég þurfti að hugga móðursjúka
konu er sat mér við hlið, enda
var lendingin erfið, ekkert rask-
aði ró ömmu. Ég lenti svo í því að
landamæraeftirlitið stoppaði mig
en amma þrammaði beint í gegn
og leit ekki tilbaka enda verald-
arvön manneskja á ferð. Ég
slapp þó í gegn á endanum og
hitti hana á ný við töskubeltið
þar sem hún býsnaðist yfir þess-
um drollaskap í stráknum en
hafði engan tíma til að heyra
hvað hefði gerst, við þurftum að
drífa okkur á hótelið. Er þangað
var komið reif hún upp smurt að
heiman með rúllupylsu og kæfu
og hafði svo hamstrað rauðvín í
vélinni. Þvílík veisla, maður kom
aldrei að tómum kofanum hjá
ömmu. Við fengum herbergi á
þriðju hæð við umferðargötu
sem var ansi hávaðasamt, við
ræddum morguninn eftir að við
hefðum nú getað verið heppnari
en drifum okkur bara í rútuferð
til að skoða borgina. Amma sagði
svo á miðri leið að sér væri kalt
og að hún ætlaði að fara á hótelið
en ég skyldi halda áfram og
klára. Þeirri ákvörðun varð ekki
haggað frekar en mörgum. Ég
kom síðan á hótelið og lykillinn
virkaði ekki að herberginu og
enginn þar. Úff. Hvað hafði orðið
af henni ömmu? Ég fór í mót-
tökuna og sagði frá vandræðum
mínum, þá var sagt: „Ms. Magn-
úsdóttir has moved to the suite
on the top floor“, ég fékk nýjan
lykil og maður lifandi, amma
hafði reddað svítunni á hótelinu
og tók á móti mér þar með veislu
að sjálfsögðu. Þetta er ferð sem
ég gleymi aldrei. Hún sagði allt-
af: „Ef maður ætlar að gera eitt-
hvað þá á maður að gera það vel
og með stæl.“ Það gerði hún svo
sannarlega.
Við áttum marga rökræðuna í
eldhúsinu yfir pottunum, sælker-
arnir, henni þótti gaman að
skiptast á skoðunum við pjakk-
inn sem þóttist eitthvað geta
með svuntuna. Það endaði jafnan
„puff, jæja Maggi minn“, sem
þýddi í raun „ég veit að ég hef
rétt fyrir mér en ætla að leyfa
þér að spreyta þig en það er
betra fyrir þig að klúðra þessu
ekki“.
Við Rósa, Jón og Hinrik erum
svo þakklát fyrir allar góðu
stundirnar sem við áttum með
þér og mun ég sjálfur sakna þess
mikið að geta ekki rökrætt málin
við þig. Þú sagðir ávallt að hver
væri sinnar gæfu smiður og þú
værir sjálf eins og Hábeinn
heppni. Ég held að þetta sjón-
armið þitt hafi verið þú í hnot-
skurn; takast á við vandamálin
sem koma upp í lífinu og leysa en
lifa svo lífinu lifandi og án eft-
irsjár. Þótt við munum sakna þín
sárt er það engu að síður sárabót
að afi fær þig í hendur á ný eftir
langa bið, ég er viss um að það er
veisla í gangi og gleði í efra.
Magnús Jónsson.
Nú er skarð fyrir skildi. Ingi-
björg Magnúsdóttir móðursystir
mín er farin á fund forfeðra okk-
ar.
Ingibjörg var einstök kona,
ráðagóð, rausnarleg bjartsýnis-
manneskja sem alltaf horfði fram
á veginn. Dugnaður hennar var
ótrúlegur og þegar hún gekk að
verki, hvort sem það var trjá-
rækt, húsbyggingar, góðgerðar-
starfsemi, veisluhöld eða annað,
þá var það sem fram færi heil
herdeild en ekki ein kona.
Ingibjörg var alla tíð mikil
sjálfstæðiskona með brennandi
áhuga á þjóðfélagsmálum. Hún
hafði yndi af að ræða hin ýmsu
sjónarmið og þrátt fyrir aldur,
og undir lokin erfitt sjúkdóms-
ferli, hafði hún gaman af pólitík
og fylgdist afskaplega vel með
fréttum, mönnum og málefnum.
Með eigin vinnusemi og
ákveðni, samfara góðlátlegum og
réttsýnum hætti, tókst henni að
kveikja framkvæmdagleði hjá
öðrum og jafnvel koma húðlet-
ingjum að hinum ýmsu verkum,
þar með töldum undirrituðum.
Það er alltaf erfitt að skilja við
nána ættingja, ekki síst þegar
um er að ræða akkeri fjölskyld-
unnar, á hvers heimili ungir sem
aldnir hafa átt athvarf um árabil.
Það er þó huggun harmi gegn
að hún kvaddi þennan heim sátt
Ingibjörg
Magnúsdóttir