Morgunblaðið - 18.01.2014, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 18.01.2014, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2014 Sjálfræðissviptingar, nauðung og valdbeiting í geðheilbrigðisþjónustu Ráðstefna á vegum Geðhjálpar á Grand Hótel Reykjavík 23. janúar kl. 13 Fundarstjóri Hulda Dóra Styrmisdóttir aðjúnkt við viðskiptadeild HR og fulltrúi í ráðgjafahópi Geðhjálpar 13.00 – 13.15 Sýn Geðhjálpar Hrannar Jónsson, formaður Geðhjálpar 13.15 – 13.45 Eigin reynsla Ágústa Karla Ísleifsdóttir, Björn Hjálmarsson, Sveinn Rúnar Hauksson 13.45 – 14.00 Ákvörðun um sjálfræðissviptingu – reynsla ættingja Fanney Halldórsdóttir, móðir 14.00 – 14.15 Aðkoma lögreglu að sjálfræðissviptingum Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins 14.15 – 14.45 Kaffihlé. 14.45 – 15.00 Sjálfræðissviptingar frá sjónarhóli geðlækna geðsviðs Landspítalans Sigurður Páll Pálsson, yfirlæknir réttar- og öryggisdeildar geðsviðs Landspítalans 15.00 – 15.15 Sjálfræðissviptingar frá sjónarhóli félagsþjónstu Akureyrarbæjar Ester Lára Magnúsdóttir, verkefnisstjóri 15.15 – 15.30 „Opið samtal“ í nálgun við sjúklinga í geðrofi Auður Axelsdóttir, forstöðumaður Geðheilsu - eftirfylgdar og Hugaraflskona 15.30 – 15.45 Í víðu samhengi Héðinn Unnsteinsson ráðgjafi í geðheilbrigðismálum og fyrrum sérfræðingur hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) 15.45 – 16.15 Samantekt og pallborðsumræður með þátttöku fulltrúa frá Akureyrarbæ, Landspítala, Geðhjálp og lögreglunni Þátttakendur eru vinsamlega beðnir um að skrá sig á ráðstefnuna með því að senda tölvupóst með nafni þátttakanda og nafni og kennitölu greiðanda á gedhjalp@gedhjalp.is. Aðgangseyrir kr. 1.500, frítt fyrir félaga í Geðhjálp. Hægt er að skrá sig í félagið á www.gedhjalp.is. Árgjald er kr. 2.000 kr. Fyrsta málþing Geðhjálpar 2014 HVERS VIRÐI ER FRELSIÐ? Árni Páll Árnason, formaðurSamfylkingarinnar, staðfesti í viðtali í Ríkisútvarpinu í gær- morgun að viðræður um aðild að Evrópusambandinu snerust um að- lögun að regluverki þess á meðan aðild væri und- irbúin.    Viðurkenninginvar að vísu óbein því að hann sagði í viðtalinu að fengist hefði „sam- þykkt í aðildarviðræðunum að ekki yrðu gerðar neinar óaft- urkræfar breytingar í stofn- anaaðlögun á aðildarumsókn- arferlistímanum“.    Þetta er dæmigerður blekking-arorðaleikur sem einkennt hefur málflutning aðildarsinna frá því að hafist var handa við að þvinga fram umsókn árið 2009. Nú treystir Árni Páll sér ekki lengur til að halda því fram að engin að- lögun hafi átt sér stað og að þetta hafi ekki verið aðlögunarvið- ræður, en þá er breytt um hugtakanotkun og farið að tala um „óafturkræfa aðlögun“.    Hér hefur sem sagt aðeins far-ið fram afturkræf aðlögun að mati formanns Samfylking- arinnar og auðvitað má segja að flest sé afturkræft vilji menn leika orðaleiki.    Út af fyrir sig má segja að þaðsé afturkræft að breyta stofnunum og reglum til að þjóna umsóknarferlinu, en það breytir engu um þá aðlögun sem fram hefur farið.    En segja má að þetta sérstakaorðaval Árna Páls á und- anhaldinu sé áminning um að þeg- ar búið er að slíta viðræðunum er full ástæða til að endurskoða hina afturkræfu aðlögun. Árni Páll Árnason Afturkræf aðlögun STAKSTEINAR Veður víða um heim 17.1., kl. 18.00 Reykjavík 5 skýjað Bolungarvík 3 skýjað Akureyri 5 skýjað Nuuk -7 snjókoma Þórshöfn 6 skúrir Ósló -7 snjókoma Kaupmannahöfn 1 snjókoma Stokkhólmur -3 skýjað Helsinki -12 skýjað Lúxemborg 7 léttskýjað Brussel 7 skúrir Dublin 6 skýjað Glasgow 6 skýjað London 7 léttskýjað París 8 heiðskírt Amsterdam 7 skúrir Hamborg 7 skýjað Berlín 7 heiðskírt Vín 5 alskýjað Moskva -15 heiðskírt Algarve 12 skúrir Madríd 8 skýjað Barcelona 12 léttskýjað Mallorca 13 skýjað Róm 12 skúrir Aþena 15 léttskýjað Winnipeg -23 léttskýjað Montreal -2 alskýjað New York 3 léttskýjað Chicago -10 alskýjað Orlando 12 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 18. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:48 16:30 ÍSAFJÖRÐUR 11:17 16:10 SIGLUFJÖRÐUR 11:01 15:52 DJÚPIVOGUR 10:23 15:53 „Núna hafa komið fram upplýsingar um að frískuldamarkið [sem nemur 50 milljörðum króna] henti einni fjármálastofnun sérstaklega vel auk þess sem talsverð tengsl eru á milli ráðherra í ríkisstjórn og forsvars- manna þessa banka,“ segir Guð- mundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, og vísar í máli sínu til MP Banka og hækkunar á skattleysismörkum bankaskatts sem átti sér stað á milli annarrar og þriðju umræðu á þingi. Í ljósi þessara nýfengnu upplýs- inga segist Guðmundur hafa ákveð- ið, í samráði við Árna Pál Árnason, formann Samfylkingarinnar, og Steingrím J. Sigfússon, þingmann Vinstri grænna, að óska eftir sér- stökum fundi í efnahags- og við- skiptanefnd Alþingis vegna málsins en samkvæmd nefndardagskrá verð- ur málið til umræðu næstkomandi mánudag. Aðspurður segir hann tengsl ráð- herra í ríkisstjórn við stjórnendur áðurnefndrar fjármálastofnunar vera varhugaverð. „Meginreglan er sú að það á að láta vita af öllum svona tengslum,“ segir hann og bætir við að slíkt hafi ekki verið gert í þessu tilfelli og því vill hann að farið sé yfir röksemdir ákvörðunarinnar og hvort þær haldi vatni. „Eða hvort hér sé um óeðlilega ákvarðanatöku að ræða sem við, því miður, tókum þátt í.“ Farið verður yfir ákvörðunina  Frískuldamark bankaskatts verður til umræðu í þingnefnd eftir helgi  Tals- verð tengsl sögð vera milli ráðherra í ríkisstjórn og forsvarsmanna MP Banka Þriggja daga fundi strand- ríkja um stjórn- un makrílveiða í Norðaustur- Atlantshafi lauk í London í gær. Niðurstaða náð- ist ekki á fund- inum, en ákveðið hefur verið að aðilar komi á ný saman á miðvikudag í næstu viku. Sigurður Ingi Jóhannsson, sjáv- arútvegs- og landbúnaðarráð- herra, kveðst vera minna bjart- sýnn nú en hann var á haustmánuðum en engu að síður sé það mikilvægt að reyna til þrautar að ná samkomulagi. Af- staða Íslands byggir hér eftir sem hingað til á því að nást verði sam- komulag sem byggir á vísinda- legum grunni bæði hvað varðar hæfilegar veiðar úr stofninum og sanngjarnri skiptingu aflahlutar milli ríkjanna. Auk Íslands eru Noregur, Færeyjar og Evrópu- sambandið strandríki þegar fjallað er um makrílveiðar. Í næstu viku var ráðgert að ræða stjórnun á veiðum á norsk- íslenskri síld og kolmunna á fund- um í London. Þeim fundum hefur verið frestað vegna makrílfund- arins. aij@mbl.is Engin niðurstaða á makrílfundi Makríllinn er eft- irsóttur fiskur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.