Morgunblaðið - 18.01.2014, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.01.2014, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 2014 Stuttar fréttir ... ● Olíufélagið Royal Dutch Shell gaf út afkomuviðvörun í gærmorgun þar sem segir að hagnaður á fjórða ársfjórðungi 2013 verði mun minni en væntingar voru um. Gengi bréfa í Shell lækkuðu um 1,5% í viðskiptum í gær. Gert er ráð fyrir að hagnaður fyr- irtækisins á fjórðungnum dragist sam- an um 70% frá fyrra ári og nemi 2,2 milljörðum Bandaríkjadala. Samdrátt- urinn skýrist af auknum kostnaði við ol- íuleit, minni framleiðslu og minnkandi eftirspurn. Útlit fyrir að hagnaður Shell minnki um 70% Þrátt fyrir slök skil fyrirtækja á lögbundnum lokaskiladegi 31. ágúst ár hvert hafa skil ársreikninga batn- að verulega á umliðnum árum og skila ársreikningar sér mun fyrr til ársreikningaskráar en áður. Á það var nýlega bent í Tíund, tímariti embætti ríkisskattstjóra, að ríflega 22% skilaskyldra félaga höfðu skilað ársreikningi vegna 2012 fyrir 31. ágúst sl. samanborið við um 17% vegna ársreikninga 2008 og 2009. thorsteinn@mbl.is Geti stofnað fyrir- tæki á netinu  Ríkisskattstjóri segir að skattframtalsgerð verði einfölduð Morgunblaðið/Kristinn Netvæðing Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir að í framtíðinni muni það aðeins taka einn sólarhring að stofna fyrirtæki. Unnið er að breytingum sem miða að því að einfalda það ferli sem þarf að fara í gegnum til að stofna fyr- irtæki en í framtíðinni verður hægt að gera það að öllu leyti rafrænt. Þetta kom fram í erindi Skúla Egg- erts Þórðarsonar ríkisskattstjóra á skattadegi Félags löggiltra endur- skoðenda (FLE) á Grand Hóteli í gærmorgun. Á fundinum ræddi ríkisskattstjóri þær ýmsu breytingar sem eru í burðarliðnum hjá stofnunni en til stendur að auðvelda fyrirtækjum og einstaklingum skattaskil auk þess sem boðleiðir verði styttar með auk- inni notkun rafrænna skila. Skúli sagði að þegar búið væri að fylla út nauðsynlegar upplýsingar á netinu, greiða stofngjald til ríkis- sjóðs og undirrita skjölin rafrænt, þá ætti það ekki að taka nema einn sólarhring fyrir fólk að stofna fyr- irtæki – alfarið í gegnum netið. Á meðal annarra breytinga sem Skúli kynnti á fundinum er einföld- un á sendingu skattaframtala til fjármálastofnana. Frá og með næst- komandi hausti verður hægt að skila rafrænt staðfestu afriti af skatta- framtali til fjármálafyrirtækja í gegnum vefsíðu ríkisskattstjóra. Á næstu árum er ennfremur stefnt að því að einfalda mjög alla framtalsgerð þannig fylgiblöðum fækki og þau sameinuð. Skúli segir að meðal annars verði ekki lengur gerð krafa um sérstakt eyðublað vegna skattafrádráttar á grundvelli ökutækjastyrks, heldur verði það ferli einfaldað til muna. Ríkisskattstjóri sagðist vonast eftir því að skil á ársreikningum fyr- irtækja haldi áfram að batna. Hefur embætti ríkisskattstjóra lagt áherslu á að bæta samskiptin við endurskoðendur svo það gangi eftir. Útlit er fyrir að vísitala neyslu- verðs muni lækka nokkuð í janúar og gæti tólf mán- aða verðbólga lækkað úr 4,2% í 3,3%, að mati IFS greiningar. Aðrir greinendur spá því að verðbólgan verði um 3,5% á ársgrundvelli. Í spá IFS greiningar er gert ráð fyrir því að vísitala neysluverðs lækki um 0,5% í janúar frá desem- bermánuði. Líkt og jafnan í janúar vega þar útsöluáhrif þyngst. Greinendur Arion banka og Ís- landsbanka spá því að vísitala neysluverðs lækki um 0,3% og 0,4% í janúarmánuði. Fram kemur í Mark- aðspunktum Arion banka að lægri verðbólga skýrist af minni áhrifum af ýmsum gjaldskrárhækkunum um liðin áramót en árið áður. Einnig lækki aðrir liðir, svo sem eldsneyt- isverð, sem ýtir undir hjöðnun verð- bólgunnar. Líkur eru á því að tólf mánaða verðbólga verði í námunda við verð- bólgmarkmið Seðlabankans – 2,5% – á næstu mánuðum en IFS greining spáir því að hún muni mælast 2,9% í apríl. Verðbólga gæti lækk- að í 3,3% Verðlækkun Útsöl- ur vega þungt.  Spá 0,3-0,5% verð- lækkun í janúar ● Stoðir seldu í gær alla eignarhluti sína í Tryggingamiðstöðinni (TM) fyrir rúma 1,3 milljarða króna. Fyrir við- skiptin átti félagið 5,54% hlut í TM. Fram kemur í tilkynningu til Kaup- hallarinnar að lágmarksgengið í hluta- fjárútboðinu, sem fram fór í fyrradag, hafi verið 31,50 krónur á hlut. Samþykkt voru tilboð á bilinu 31,50 til 32,56 krónur á hluti og var vegið meðalgengi samþykktra tilboða 31,86 krónur á hlut. Af samþykktum tilboðum þurftu einungis fjárfestar sem buðu 31,50 krónur á hlut að sæta skerðingu. Seldu 5,5% hlut sinn í TM á 1,3 milljarða Seldu allt Lágmarksgengið í hlutafjárútboðinu var 31,5 krónur á hlut. Morgunblaðið/Eggert

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.