Morgunblaðið - 24.01.2014, Page 4

Morgunblaðið - 24.01.2014, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2014 Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 |www.eirvik.is Elica háfar SVIÐSLJÓS Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Algengasta lánaform á Íslandi undanfarin ár, svonefnd Íslandslán, verða bönnuð samkvæmt tillögu meirihluta sérfræðinganefndar for- sætisráðherra um afnám verðtrygg- ingar á nýjum neytendalánum. Nefndin kynnti fjölmiðlum til- lögur sínar í gær en þær höfðu fyrr í vikunni verið kynntar ríkisstjórn- inni. Ekki er lagt til að verðtrygg- ingin verði afnumin með öllu að svo stöddu og ekki er hróflað við verð- tryggðum lánum sem fólk hefur þegar tekið. Megintillaga nefndarinnar er að óheimilt verði að bjóða verðtryggð jafngreiðslulán til fjörutíu ára sem hingað til hefur verið ríkjandi lána- form á Íslandi. Hámarkstími þeirra verði þess í stað 25 ár. Þá er lagt til að lágmarkstími verðtryggðra lána verði hækkaður úr fimm árum í tíu. Þannig verði komið í veg fyrir að neyslulán til annarra nota en íbúðakaupa verði verðtryggð. Lagt er til að þessar til- lögur taki gildi 1. janúar 2015. Hvetji til óverðtryggðra lána Í máli nefndarmannanna kom fram að sambland af jafngreiðslum og löngum lánstíma væri versta birt- ingarmynd verðtryggingar á Íslandi. Talaði Valdimar Ármann, hagfræð- ingur og fjármálaverkfræðingur, um „eitraðan kokteil“ í þessu samhengi. Til viðbótar við að banna lengri verðtryggð lán vill nefndin beita hvötum til að auka vægi óverð- tryggðra lána á kostnað verð- tryggðra. Þannig verði vaxtabætur aðeins greiddar vegna vaxta- greiðslna en ekki vegna verðbóta- þátta, fjármálafyrirtækjum gert skylt að hafa jafnvægi á milli verð- tryggðra eigna og skulda þannig að viðvarandi ósamræmi verði óheimilt og eftirlit verði hert með veðsetningarhlutföllum. Mótvægisaðgerðir Til þess að vega upp á móti áhrif- um tillagnanna, eins og hærri greiðslubyrði í upphafi óverð- tryggðra lána, leggur nefndin til að tekjulágir og þeir sem kaupa sér fyrstu íbúð sína fái aðstoð, til dæmis með endurskipulagningu vaxtabóta- kerfisins og skattaafslætti. Fast- eignakaupendur almennt fái aðstoð eins og með því að fá að ráðstafa nýj- um séreignarlífeyrissparnaði til lækkunar á greiðslubyrðinni. Auk þess eru ýmsar aðrar mót- vægisaðgerðir lagðar til eins og end- urskoðun á húsnæðiskerfinu, ríkið auki vægi verðtryggðrar skulda- bréfaútgáfu til að gefa lífeyris- sjóðum annan verðtryggðan fjár- festingarkost en húsnæðislán og ýmislegt fleira. Endurskoðað 2016 Meirihluti nefndarinnar vildi ekki ganga svo langt að leggja til afnám verðtryggðra lána með öllu að svo stöddu. Fram kom að 81% af skuld- um heimilanna væri verðtryggt og að heildarfjárhæð þeirra næmi 1.500 milljörðum króna. Greining nefndarinnar leiddi í ljós að algert afnám verðtryggingar í einu vetfangi hefði umtalsverð nei- kvæð áhrif fyrir neytendur, fast- eignamarkaðinn, lánveitendur og hagkerfið í heild. Hærri greiðslubyrði lána gerði að- gengi að lánsfé erfiðara fyrir tekju- lága sem gætu þá ekki eignast hús- næði nema frekari aðgerðir kæmu til. Fasteignaverð gæti lækkað um allt að fimmtung en fasteignamark- aðurinn er undirstaða fjármála- markaðarins. Afnám verðtryggingar myndi ennfremur gjörbreyta fjárfestingar- umhverfinu og óvíst væri hvort líf- eyrissjóðir héldu áfram að fjár- magna fasteignalán heimila. Uppgreiðsluvandi Íbúðalánasjóðs (ÍLS) myndi enn dýpka þar sem hann gæti ekki gefið út ný verð- tryggð lán til að standa undir verð- tryggðum skuldbindingum sínum. Að öllu ofansögðu telur nefndin að afnámið gæti ógnað fjármálastöðug- leika landsins. Því leggur hún til að staðan verði metin að nýju árið 2016 og í fram- haldinu verði mótuð áætlun um fullt afnám verðtryggingarinnar. Áður en hægt verði að afnema hana að fullu þurfi að leggja grunn að nýju hús- næðiskerfi, leysa vanda ÍLS, endur- skoða lagaumhverfi lífeyrissjóða m.t.t. verðtryggingar auk þess sem efnahagslegur stöðugleiki, til dæmis framtíð fjármagnshafta spili inn í. Verðtrygging afnumin að hluta  Nefnd forsætisráðherra telur ekki stætt á því að afnema verðtryggingu með öllu strax vegna hættu við fjármálastöðugleika  Tiltekin lánaform bönnuð  Hvatar til að taka óverðtryggð lán Séfræðingar » Nefndin var skipuð í ágúst sjö sérfræðingum. » Þau eru: Ingibjörg Ingva- dóttir, hdl. og formaður nefndarinnar, Helga Hlín Hákonardóttir lögfræðingur, Iða Brá Benediktsdóttir viðskiptafræðingur, Sigrún Ólafsdóttir, alþjóðaviðskipta- fræðingur í forsætisráðu- neytinu, Tómas Brynjólfsson, hagfræðingur í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Valdi- mar Ármann, hagfræðingur og fjármálaverkfræðingur, og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. Morgunblaðið/Árni Sæberg Afnám Ingibjörg Ingadóttir, formaður nefndarinnar, kynnti tillögurnar ásamt Helgu Hlín Hákonardóttur, Valdimar Ármann og Vilhjálmi Birgissyni. Samanburður á greiðslubyrði Íslandsláns og óverðtryggðs láns Verðtryggð jafngreiðslulán Óverðtryggð jafngreiðslulán Þróun mánaðarlegrar greiðslubyrði til 25 og 40 ára miðað við 10 m. kr. höfuðstól og 4% raunvexti Heimild: Sýrsla sérfræðingahóps um afnám verðtryggingar 300 250 200 150 100 50 0 Þús. kr. 0 10 20 30 40 ár 0 10 20 30 40 ár 300 250 200 150 100 50 0 Þús. kr. 5% verðbólga 1% verðbólga Lán til 25 ára Lán til 40 ára 9% vextir 5% vextir Lán til 25 ára Lán til 40 ára Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, skil- aði séráliti í nefndinni. Hann vildi ganga mun lengra og af- nema verðtryggingu með öllu strax 1. júlí á þessu ári. Sagði hann að hlutverk sérfræðinga- hópsins hafa verið að finna út hvernig ætti að afnema verð- trygginguna en ekki hvort það væri hægt. Tillaga meirihlut- ans fæli það hins vegar ekki í sér. Til mótvægis vildi hann meðal annars veita skattaíviln- anir til niðurgreiðslu á höfuð- stól og vöxtum á fyrstu árum lánstíma, tryggja fjölbreyttari lánaform eins og afborgunar- laus lán. Fólki yrði gert kleift að nýta séreignarsparnað til að greiða niður höfuðstól lána og vaxtabætur yrðu greiddar mánaðarlega inn á lán til að létta greiðslubyrði lántakenda. Þá vildi Vilhjálmur grípa til aðgerða vegna eldri verð- tryggðra lána til þess að milda skaðleg áhrif Íslandslánanna. Nefndi hann að sett yrði þak á vexti þeirra og að verðtrygging yrði miðuð við verðbólgu- markmið Seðlabankans. Algert afnám strax í sumar SÉRÁLIT VILHJÁLMS Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Það er ástæða til þess að hafa áhyggjur af því að ekki skyldu fleiri aðilar að kjarasamningunum stað- festa þá í atkvæðagreiðslum undan- farna daga. Við skulum halda því til haga hér að þarna voru aðilar að semja sín á milli á vinnumarkaði, á almenna markaðnum. Ríkið var ekki aðili að þessum kjarasamningum,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í umræðum um kjaramál á Alþingi í gær. Málshefjandi var Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar, sem sagði að ríkisstjórnin „hefði spillt fyrir gerð kjarasamninga“. „Við hljótum þess vegna að krefja fjármálaráðherra svara um það hvort ríkisstjórn- in sé ekki tilbúin að afturkalla gjaldahækkanir og endurskoða af- stöðu sína til per- sónuafsláttar til að tryggja frið á vinnumarkaði, sátt um kjara- samninga og stöðugleika í efnahags- málum landsins,“ sagði Helgi. Margvíslegar aðgerðir ríkisins Bjarni vísaði þessu á bug og sagði ríkið hafa komið fram með „marg- víslegar aðgerðir sem áttu að greiða brautina fyrir gerð kjarasamninga“. „Ég nefni það að undið var ofan af skerðingum fyrri ríkisstjórnar í bótakerfinu. Ég nefni einnig að und- ið var ofan af skattahækkunum fyrri ríkisstjórnar fyrir alla þá sem höfðu 250 þús. kr. eða meira með því að við hækkuðum annars vegar tekjuvið- miðið í lægsta þrepinu og lækkuðum hins vegar tekjuskattinn í miðþrep- inu. Ég nefni það líka að ríkisstjórn- in hélt fjölda opinberra gjalda óbreyttum,“ sagði Bjarni og vék einnig að fjárlagafrumvarpinu. „Ríkisstjórnin gekk miklum mun lengra, tel ég, en flestir höfðu gert ráð fyrir með því að koma strax á sínu fyrsta ári með frumvarp sem var beinlínis til þess fallið að auka kaupmátt ráðstöfunartekna heimil- anna,“ sagði Bjarni. Tekist á um kjaramálin  Þingmaður Samfylkingar gagnrýnir gjaldskrárhækkanir  Fjármálaráðherra segir stjórnvöld leggja sitt af mörkum Bjarni Benediktsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.