Morgunblaðið - 24.01.2014, Síða 17

Morgunblaðið - 24.01.2014, Síða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2014 SANGRÍU OG SALSAKVÖLD Á FIMMTUDÖGUM Tapashúsið | Ægisgarður 2, 101 Reykjavík | info@tapashusið.is | tapashusid.is TAPASHÚSID BORÐPANTANIR Í SÍMA 512-8181 2 FYRIR 1 Á MÁNUDÖGUM OG RIÐJUDÖGUM AF TÍVOLÍ MATSEÐLI GLÆSILEGUR NÝR MATSEÐILL LIFANDI TÓNLIST UM HELGAR Guðni Einarsson gudni@mbl.is Fab Lab Reykjavík (Fabrication La- boratory), sem er stafræn smiðja, verður opnuð við hátíðlega athöfn í Eddufelli í Breiðholti klukkan 15.00 í dag. Að Fab Lab Reykjavík standa Nýsköpunarmiðstöð Íslands (NMÍ) og Fjölbrautaskólinn í Breiðholti sem munu annast reksturinn. Verkefnið er unnið í samvinnu við Reykjavíkur- borg sem leggur til stofnkostnað vegna tækjakaupa. Auk þess hefur menntamálaráðuneytið styrkt verk- efnið. Fab Lab Reykjavík er vel búin tölv- um, þrívíddar prenturum, tölvustýrð- um fræsivélum, laserskerum og öðr- um búnaði sem gerir kleift að beisla sköpunargáfuna til að hanna eða smíða eitthvað nýtt. Smiðjan er bein- tengd 290 Fab Lab smiðjum vítt um heim með fjarfundabúnaði. Hann er alltaf opinn og notaður til að miðla hugmyndum, leita ráða, sitja nám- skeið og fylgjast með því sem aðrir eru að sýsla í Fab Lab. Í gær var unnið hörðum höndum í Eddufellinu. Frosti Gíslason, verk- efnastjóri hjá NMÍ, sem stýrt hefur Fab Lab í Vestmannaeyjum, var þar ásamt mörgum öðrum að leggja loka- hönd á Fab Lab Reykjavík. Bas Wit- hagen frá Fab Lab Amsterdam mun stýra Fab Lab Reykjavík. Með hon- um starfar Soffía Margrét Magnús- dóttir við daglegan rekstur. Fab Lab-hugmyndin er upprunnin í MIT-háskólanum í Bandaríkjunum. Markmiðið er að auka læsi og færni almennings á nýjustu tækni, hvetja til tæknimenntunar um leið og skap- aður er vettvangur þar sem fólk get- ur hannað, forritað og smíðað. Fyrsta Fab Lab-smiðjan á Íslandi var opnuð í Vestmannaeyjum árið 2008. Auk þess eru Fab Lab á Sauð- árkróki, Ísafirði og Akranesi. Fab Lab-hreyfingin fer ört vax- andi. Þegar smiðjan var opnuð í Vest- mannaeyjum var hún sú 38. í heim- inum. Nú eru Fab Lab 290 talsins og fjölgar ört. Rússar hyggjast t.d. setja upp 100 Fab Lab á næstu tveimur ár- um. Nýlega voru menn frá Sádi- Arabíu í Vestmannaeyjum að kynna sér Fab Lab því þeir eru að setja upp Fab Lab smiðjur í heimalandi sínu. „Hér á að búa til hluti sem bæta líf- ið og auka sjálfbærni,“ sagði Frosti. „Við erum að þróa næstu kynslóð tækninnar. Fab Lab-menningin er þegar byrjuð að hafa áhrif á fram- leiðsluaðferðir um allan heim.“ Því virðast lítil takmörk sett hvað hægt er að smíða í Fab Lab Reykja- vík. Þar hefur verið skapaður vett- vangur til að gera hugmyndirnar áþreifanlegar. Frosti tók sem dæmi að þar væri búnaður til að hanna og smíða margs konar rafrásir. Þar er hægt að smíða hugbúnað og forrita t.d. tölvuleiki, gera þrívíðar teikn- ingar að hlutum og ýmist fræsa þá út eða prenta í þrívíddarprentara. Fab Lab Reykjavík verður opin kl. 12-18 virka daga fyrir almenning frá næsta mánudegi. Utan þess tíma verður smiðjan notuð til kennslu og námskeiðahalds. Leiðbeinendur verða á staðnum og liðsinna þeim sem vilja skapa eitthvað nýtt. Gera hug- myndirnar áþreifanlegar  Stafræna smiðjan Fab Lab Reykja- vík verður opnuð formlega í dag Morgunblaðið/RAX Alþjóðlegt Bas Withagen og Frosti Gíslason (t.h.) fylgjast með smíði rafgítara í Fab Lab smiðju í Bandaríkjunum. Fab Lab Reykjavík Stafræna smiðjan er ætluð frumkvöðlum, nemendum, almenningi, fyrirtækjum og stofnunum. Hún er mjög vel tækjum búin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.