Morgunblaðið - 24.01.2014, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 24.01.2014, Qupperneq 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2014 ✝ Sigurður Hall-dór Geirmundsson (Halldór) fæddist á Látrum í Aðalvík 29. janúar 1930. Hann lést á Hjúkrunarheimil- inu Skógarbæ 16. janúar 2014. Foreldrar hans voru hjónin Geir- mundur Júlíusson, f. 4.3. 1908 á Atlastöðum í Fljóta- vík, d. 17.10. 1996, og Guðmunda Regína Sigurðardóttir, f. 5.5. 1904 á Látrum í Aðalvík, d. 23.6. 1994. Systkini Halldórs eru: Gunnar, f. 15.4. 1931, maki Gunnhildur Magnúsdóttir, f. 13.9.1933, Geir Sigurlíni, f. 25.5. 1932, maki Sigríður Sigfúsdótt- ir, f. 13.12. 1931, Helgi, f. 17.11. 1934, d. 14.6. 2005, maki Erna Magnúsdóttir, f. 7.6. 1938, Ást- hildur, f. 19.6. 1936, maki Krist- ófer Edilonsson, f. 5.5. 1937, barnabörn, Sigríður Ólína, f. 8.9. 1964, gift Lech Pajdak og eiga þau þrjú börn, Hafþór, f. 23.8. 1965, kvæntur Sigurbjörgu Guð- mundsdóttur og eiga þau fimm börn og tvö barnabörn, Krist- jana, f. 25.5. 1970, sambýlis- maður Hörður V. Arnarson. Halldór ólst upp á Látrum í Aðalvík fram til 18 ára aldurs. Hann var alinn upp hjá afa sín- um og ömmu, þeim Sigurði Þor- kelssyni , f. 11.6. 1873, d. 25.2. 1964, og Ólínu Halldóru Sigurð- ardóttur, f. 5.7. 1877, d. 25.7. 1959. Halldór flutti frá Látrum í Aðalvík árið 1948 til Hnífsdals. Um haustið réð hann sig til vinnu á Keflavíkurflugvelli og vann hann þar fram til ársins 1957. Þá flutti hann aftur til Hnífsdals og þaðan til Ísafjarðar þar sem hann bjó lengst af með fjölskyldu sinni. Hann vann við ýmis störf á Ísafirði, var sjómaður, verktaki með sorphirðu hjá Ísafjarðarbæ, rak hænsnabú til margra ára, var kaupmaður og leigubílstjóri. Halldór og Guðný fluttu til Reykjavíkur árið 1991 og bjuggu þar síðan. Útför Halldórs fer fram frá Seljakirkju í dag, 24. janúar 2014, og hefst athöfnin kl. 13. Baldur, f. 15.10. 1937, maki Karitas Pálsdóttir, f. 21.1. 1941, Karl, f. 13.3. 1939, maki Rann- veig Hjaltadóttir, f. 23.9. 1942, d. 21.10. 2013. Árið 1959 kvænt- ist Halldór Guðnýju Eygló Hermanns- dóttur frá Látrum í Aðalvík. Foreldrar hennar voru hjónin Hermann Árnason, f. 21.11. 1905, d. 10.7. 1989, og Sigurlaug Friðriks- dóttir, f. 14.8. 1909, d. 20.8. 1989. Börn Halldórs og Guðnýjar eru: Lilja Hrönn, f. 23.7. 1957, Ólafur Magnús, f. 13.11. 1959, kvæntur Hörpu Böðvarsdóttur og eiga þau fjögur börn og eitt barna- barn, Sigurlaug Regína, f. 19.2. 1962, sambýlismaður Gísli Kjart- ansson, barnsfaðir Sigurlaugar er Halldór Sveinn Hauksson og eiga þau fjögur börn og fjögur Elsku pabbi, nú hefur þú kvatt þennan heim en minningin um þig mun lifa áfram hjá okkur. Fjölskyldan og vinnan var þér allt í þessu lífi og kenndir þú okk- ur margt um þau gildi. Þú rækt- aðir fjölskylduna, bæði þína og fjölskylduna hennar mömmu alla tíð, og þér þótti ávallt gaman að fara á mannamót. Þú naust þín vel í margmenni og hafðir gaman af því að segja frá og halda ræður þegar eitthvað var um að vera. Það var alltaf stutt í brosið og já- kvæðnina og það var alltaf gott veður hjá þér, sama hvernig viðr- aði. Vinnan átti stóran þátt í lífi þínu og þú hafðir ætíð nóg að gera. Stundum höfðum við systk- inin það á tilfinningunni að þér þætti gott að skreppa í vinnuna til að slaka aðeins á og hlaða batt- eríin frá öllum látunum heima en það var alltaf margt um manninn hjá ykkur mömmu. Þú gast ekki hugsað þér að hætta að vinna þegar þú varðst sjötugur og vannst eins lengi og heilsan leyfði. Síðustu árin tóku á og voru þér og okkur erfið, en þrátt fyrir veikindin varstu alltaf jákvæður og ljúfur. Við söknum góðu stundanna og munum minnast þeirra um ókomna tíð. Okkur finnst við hæfi að kveðja með þessu kvæði þar sem við vitum að Aðalvíkin var þér alltaf svo kær. Sól að hafi hnígur, hamra gyllir tind, með söngvum svanur flýgur, sunnan móti þýðum vind. Króna hægt á blómum bærist, brosa þau svo unaðsrík. Kvölds þá yfir friður færist, fegurst er í Aðalvík. (Jón Pétursson) Þín börn, Lilja, Ólafur, Sigurlaug, Sig- ríður, Hafþór og Kristjana. Ég kynntist Dóra og Guðnýju 19. ágúst 1983, þegar þau komu til Keflavíkur, alla leið frá Ísa- firði, til að taka á móti nýbökuð- um tengdasyni, sem var að koma frá framandi landi. Forvitnin var mikil fyrir þennan fund og það á báða vegu. Sigga mætti að sjálf- sögðu einnig til taka á móti eig- inmanninum eftir rúmlega tveggja mánaða aðskilnað. Við stoppuðum stutt í Reykjavík og eftir tvo daga var lagt af stað vestur til Ísafjarðar. Þetta fyrsta bílferðalag með tengdaforeldrum mínum, á malarvegum Íslands á fallegum sumardegi, er mér enn í fersku minni. Dóri var að sjálf- sögðu bílstjórinn í þessari ferð og keyrði af miklu öryggi, en mér leist samt ekki vel á blikuna strax í Hvalfirði, á mjóum malarvegum í bröttum fjallshlíðum. Fyrir mig var þetta ógnandi umhverfi og þegar ég lýsti yfir áhyggjum mín- um á hangandi steinum yfir veg- inum var mér sagt að ég þyrfti ekkert að óttast hér í Hvalfirði, því framundan væri níu tíma ferðarlag á miklu verri vegum. Þetta lagaðist talsvert á malbiks- köflum í Borgarfirði, en þegar komið var í Bröttubrekku var mér nánast nóg boðið og á þess- ari stundu var ég alvarlega að íhuga að snúa aftur heim til Pól- lands. Ferðin var samt í heild mjög skemmtileg og það þarf varla að minnast á það að Dóri, Guðný og Sigga sungu hástöfum hálfa leiðina vestur svo ég nánast lærði „Ó, Jósep, Jósep“ utanbók- ar á mínum þriðja degi á Íslandi. Þetta var ein ógleymanlegasta ferð sem ég hef farið í og í þessari ferð upplifði ég mig strax sem einn af þessari fjölskyldu. Ég hugsa að Dóri hafi í fyrstu ekki verið mjög hrifinn af þessum nýja tengdasyni. Hann vildi nefnilega að ung dóttir hans myndi koma til baka frá ferðalagi sínu til Svíþjóðar með ríkan Svía frekar en fátækan Pólverja. En þessar efasemdir hans hurfu fljótt og við vorum góðir vinir alla tíð síðan. Við Dóri ræddum oft saman vel og lengi um alls konar málefni og stundum vorum við ósammála, sérstaklega í pólitík- inni og í afstöðu til trúarbragða, en að öðru leyti vorum við líkir, báðir frekar íhaldssamir og reglusamir og með trú á gömlum gildum og hefðum. Síðustu æviárin voru Dóra og hans nánustu erfið, þar sem hann smátt og smátt lokaðist inni í sín- um eigin heimi og ferðaðist í huga aftur til æskuslóðanna í Aðalvík, sem hann þurfti að yfirgefa ung- ur að aldri. Frá þessari fyrstu ferð okkar Dóra til Ísafjarðar eru liðin rúm- lega 30 ár og nú er hann aftur far- inn í ferðalag og mig grunar að hann sé aftur á leiðinni vestur og áfangastaður hans í þetta skiptið er draumalandið hans, sem heitir Aðalvík. Hjá Dóra var nefnilega Ísland besta land í heimi, en Að- alvík var hans paradís á jörðu og vonandi er hún núna hans himna- ríki. Elsku Dóri, þú varst mér góð- ur tengdapabbi og skemmtilegur félagi og við öll sem þekktum þig munum sakna þín mikið. Hvíldu í friði í þinni draumavík. Lech Pajdak. Nú eru báðir afar mínir fallnir frá. Sá yngri lést 1996. Heima var hann alltaf kallaður afi í Póllandi. Sá eldri var aftur á móti einfald- lega kallaður afi. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi sökum aldurs og búsetu að kynnast afa vel áður en minnið hans gaf sig. Duglegri manni hef ég aldrei kynnst. Sjálf- sagt má þakka uppeldi hans og umhverfinu sem hann ólst upp í, Sléttuhreppi á fyrri hluta 20. ald- ar, fyrir vinnusemina. Í Sléttu- hreppi, líkt og víða á Íslandi á þessum tíma, komst fólk ekki upp með annað en að vinna og vinna mikið. Öðruvísi var ekki hægt að lifa af. En í kringum 1950 ákváðu Sléttuhreppingar að nóg væri komið af því að lifa af – nú skyldi reynt að lifa. Tilraun þeirra olli því að kynslóð afa var sú síðasta sem fæddist og ólst upp í hreppn- um. Of snemmt er að segja til um hvort tilraunin tókst. Um alla mannkosti gildir að einnig má líta á þá sem lesti. En ég vil meina að afi hafi verið dug- legur, staðfastur, heiðarlegur og húmoristi – ekki vinnufíkill, kred- dufastur, einfaldur eða kjaftfor. Ekki vegna þess að þegar menn eru látnir er hefð fyrir að halda einungis því jákvæða á lofti, held- ur vegna þess að afi var góður maður. Það var ekkert illt í hon- um. Þessi litli karl, sem var vanur að segja söguna af því þegar bíll- inn hans fór í sjóinn sama dag og mamma fæddist í hverri afmæl- isveislu mömmu (ætíð örlítið breytta), var sannarlega til eft- irbreytni. Ég vona að það sé rétt hjá mér að ég hafi lært mikið af honum. Megir þú hafa það gott þar sem þú ert, nafni. Tómas Halldór. Elsku afi okkar, okkur þykir svo vænt um þig og eigum alltaf eftir að sakna þín. Við erum svo heppnar að eiga margar yndis- legar minningar um þig og við munum halda í þær alla ævi. Við munum alltaf muna eftir þér sem glöðum og hressum afa sem elsk- aði að syngja og dansa, þú varst hrókur alls fagnaðar og öllum fannst gaman að vera í kringum þig. Þú varst alltaf svo stoltur afi og við fengum að heyra það í hvert skipti sem við komum í heimsókn og okkur þótti svo vænt um það, hvort sem það var vegna þess að við fengum góðar einkunnir, vorum duglegar að hjálpa til eða bara vegna þess að þér fannst við góðar þá sagðir þú okkur alltaf hvað þú varst stoltur. Þú kenndir okkur alltaf að vera duglegar og hvattir okkur til að mennta okkur vel. Síðan klikkaði það ekki að þegar maður var að segja Bæ við þig varstu alltaf að halda ræðu fyrir mann að maður ætti ekki að segja bæ, heldur bless til að halda sem fastast í gömlu góðu íslenskuna, þó svo þú værir alltaf svo góður í öðrum tungumálum og ættir það oft til að tala við okkur og segja okkur góða brandara á ensku. Við mun- um alla okkar ævi hugsa um þig þegar við heyrum lagið „Love me tender“ með Elvis Presley enda varst þú bestur að syngja það og söngst oft einsöng fyrir alla fjöl- skylduna sem elskaði að hlusta á þig. Við áttum svo margar gleði- stundir í kringum þig, elsku afi, og við erum svo þakklátar að hafa verið í fjölskyldu þar sem öllum fannst gaman að syngja og dansa saman langt fram eftir kvöldi. Við erum líka svo þakklátar fyrir ömmu sem var þér við hlið í gleði sem og í veikindum þínum, styrk- ur hennar er ótrúlegur. Þú varst og ert yndislegur í alla staði og við munum sakna þín ótrúlega mikið. Við vitum að þú ert kom- inn á betri stað og munt vaka yfir okkur öllum. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Blessuð sé minning þín, elsku afi. Þínar afadætur. Guðný Eygló, Sonja Marý og Sigurlaug Margrét. Elsku afi. Við eigum erfitt með að trúa því að þú sért farinn frá okkur, þrátt fyrir að við gerðum okkur grein fyrir veikindum þínum og vissum í hvað stefndi. Það var erfitt að koma á Skógarbæ hinn 15. jan. og vita að nú væri komið að kveðjustund. Ef við hugsum til baka erum við þakklát fyrir samverstundir og gottsamband við þig. Þú varst ávallt hress og kátur og alltaf til í að syngja með okkur á góðum stundum enda hafðir þú góða söngrödd. Hver man ekki eftir þér syngjandi Love Me Tender með Elvis Presley sem var í miklu uppáhaldi hjá þér? Skemmtileg minning kom upp í huga Kristjáns, elsta barna- barns þíns, um ferðalag sem við fórum í frá Ísafirði að Úlfljóts- vatni. Það var tekinn tjaldvagn sem amma vildi alltaf vera að draga út um allar trissur, það var brunað Djúpið fyrir vestan á góðri ferð þar sem afi var alltaf að flýta sér. Það var rykmökkur sem stóð aftan úr bílnum þannig að tjaldvagninn sást nánast aldr- ei. Það vildi svo vel til þegar við vorum að verða búinn með alla firðina að Kristján leit út um aft- urrúðuna og sagði „Afi hvar er tjaldvagninn? Hann er ekki þarna aftan í“. En þá sagði afi, „Hvaða vitleysa er þetta í þér drengur?“ Þá fóru aðrir í bílnum að skoða aftur fyrir okkur og sögðu „Nei, Dóri, það er enginn vagn aftan í bílnum“ og afi sagði „Hvaða vitleysa, við höfum engan tíma í þetta rugl.“ Afi stoppaði svo nokkru síðar og viti menn, það var enginn tjaldvagn aftan í bílnum. Þá var farið að keyra til baka til að leita hans. Einum og hálfum firði til baka þá fannst tjaldvagninn á hvolfi úti í skurði en sem betur fer var hann nokk- uð heill. Síðan var ferðinni haldið áfram og skemmtu allir sér vel og sögunni ríkari. Þetta er svo góð lýsing á þér því oftast lá þér svo- lítið á þar sem þú varst vanur að fara með farþega á milli staða. Alltaf var gaman og hlýlegt að koma til ykkar þar sem maður fékk ekki að fara út nema að vera búinn að fá að minnsta kosti einn kaffibolla og eitthvað með því. Þín verður sárt saknað af okk- ur öllum en við vitum að þú ert kominn á góðan stað og hefur fengið hvíld, þar sem veikindi þín voru farin að ganga mjög nærri þér. Hvíl í friði og takk fyrir allar góðu minningarnar. Kveðja. Kristján Ragnar, Gautur Ívar, Halldór Geir, Sonja Marý. Nú hefur hann Dóri Geir- munds, mágur minn, kvatt okkur. Hann vantaði 13 daga í það að verða 84 ára. Dóra er ég búinn að umgangast alla mína tíð sem ég man eftir. Í Hnífsdal var eitt hús á milli okkar í Ystahúsinu og Dóra. Næst okkur var Tóta Guð- jóns, Bensi og þeirra fjölskylda og þar næst voru Ólína gamla, Siggi Þorkels, Magga Sigurðar og uppáhaldið þeirra, hann Dóri Geirmunds. Á þessum tíma var Dóri ungur maður og farinn að skemmta sér og orðinn ansi forframaður. Bú- inn að vera í vinnu suður í Kefla- vík hjá Kananum og fl. sem ég veit ekki um, en við mörgu systk- inin í Ystahúsinu vorum bara púkar. Hann var 13 árum eldri en ég, en samt áttum við alltaf samleið í gegnum árin. Stundum vorum við ekki sammála og þvörguðum um það, en það var alltaf gott áður en við skildum í hvert sinn. Þegar ég var um fermingu fór ég til Kefla- víkur í einn vetur og þegar ég kom úr þeirri för var Dóri orðinn mágur minn. Hann hafði náð í Guðnýju syst- ur mína sem er tveim árum eldri en ég og hefur því verið mikið samband á milli okkar undanfar- in 57 ár. Þau eiga sex börn, fullt af barnabörnum og barnabarna- börnum sem eru yndislegt fólk, elskulegt og gott. Guðný og Dóri bjuggu mikið lengur en við hin systkinin fyrir vestan þannig að hjá þeim var mikill gestagangur öll sumur þegar fólk var að koma sér í Að- alvíkina, eða bara á Ísafjörð og nágrenni. Þegar börnin stækkuðu og fóru vestur í vinnu dvöldu nokkur hjá Guðnýju og Dóra. Bjarkar, sonur minn, vann í ruslinu hjá Dóra og Ágústa, dóttir mín, var í húsnæði hjá þeim um tíma og kunna þau þeim bestu þakkir fyr- ir það. Dóri var félagslyndur og skemmtilegur maður, léttur og kátur. Hann tók oft þátt í að skemmta á þorrablótum og öðr- um uppákomum á Ísafirði. Hann sagði brandara þegar sá gállinn var á honum og átti auðvelt með að láta fólk hlæja, en gat líka reitt rólegasta fólk til reiði með tuðinu í sér. Seinustu ár hafa verið Dóra erfið. Hann var með heilabilunar- sjúkdóm, mjög illvígan, sem dró smám saman úr honum máttinn. Þó í okkar feðrafold falli allt sem lifir enginn getur mokað mold minningarnar yfir. (Bjarni Jónsson frá Gröf) Elsku Guðný, Lilja Hrönn, Óli Magnús, Lauga, Sigga, Hafþór, Kiddý og fjölskyldur. Hugur okk- ar er hjá ykkur núna. Samúðar- kveðjur. Óli Th, börn, tengdabörn og barnabörn. Halldór mágur minn frá Skriðu að Látrum í Aðalvík er látinn! Við áttum langa samleið. Ég kom til Látra á vordögum 1938. Þar urðu fyrstu kynnin og hafa þau enst alla daga síðan. Við Halldór fluttum frá Látr- um 16. júní 1948 og varð sama- staður í Hnífsdal næstu árin. Einhverjum dögum eftir komuna til Hnífsdal fórum við til Ingólfs- fjarðar. Þar var rekin síldarverk- smiðja. Þarna unnum við nokkrar vikur. Þarna kom síldarskip og á það vantaði tvo háseta. Við réð- um okkur til starfans og vorum á skipinu til vertíðarloka. Á þessu sumri urðum við Dóri góðir vinir. Við vorum í Hnífsdal veturinn 1949. Þessi vetur var snjóþungur og veðrasamur á þessum lands- hluta. Um jólahátíðina ætluðum við þrír félagar að fara til Ísa- fjarðar og skemmta okkur. Hætt var við ferðina, vegna veðurs. Farið var til heimilis Dóra. Um kvöldið og nóttina las hann upp- hátt bókina Vesalingarnir. Hann las skýrt og vel, þannig höfðum við mikla ánægju af lestrinum. Dóri var að mestu alinn upp hjá móðurforeldrum og á þessum tíma dvaldi hann á þeirra heimili. Tíminn leið og við fórum hvor í sína áttina, þannig að við hitt- umst sjaldnar. Við vissum þó hvor af öðrum. Sennilega árið 1958 gerðust hlutir þannig, að systir mín, Guðný, og Dóri fóru að vera saman og urðu hjón. Í upphafi búskapar bjuggu þau í Hnífsdal og á Ísafirði. Síðar var flutt á höfuðborgarsvæðið. Þeim búnaðist vel, bæði harðdugleg og reglufólk. Ég kom oft á heimili þessara vina minna. Mér var þannig tekið að mér fannst sem ég væri kominn heim. Ég var sem heimilismaður hjá Dóra og Guðnýju í tvö sumur, 1979 og 1980. Þá bjuggu þau að Hjallavegi 19. Fyrir þessa dvöl og margar aðrar færi ég þeim mínar hjartans þakkir. Dóri var ljúfur maður og vildi fólki vel. Ég minnist þess hvað hann var góður og ljúfur foreldr- um mínum, þegar þau þurftu þess með. Dóri varð veikur síðustu árin sem hann lifði. Hann þurfti oft að berjast hart gegn sjúkdómi sín- um. Á því sviði var hann dugleg- ur, eins og hann var við allan starfa sem hann tók sér fyrir hendur á lífsleiðinni. Hafðu þökk fyrir alla okkar samveru, gangi þér vel á nýjum brautum. Friðrik Hermannsson. Sigurður Halldór Geirmundsson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeig- andi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær út- förin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um for- eldra, systkini, maka og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín undir greinunum. Minningargreinar HINSTA KVEÐJA Elsku Dóri afi Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Við munum alltaf sakna þín, elsku afi Guðmundur Magnús, Hermann Freyr, Rúnar Freyr, Sigurlaug Mar- grét og Þórður Gunnar Hafþórsbörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.