Morgunblaðið - 24.01.2014, Page 34

Morgunblaðið - 24.01.2014, Page 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 2014 Ljósmyndarinn Bragi Þór Jósefsson fagnar 53 ára afmæli sínuí dag. Hann á ekki von á því að halda sérstaklega upp á dag-inn en hyggst þó fá sér kaffi með nánustu fjölskyldu eftir að vinnudegi lýkur. Bragi hefur starfað við ljósmyndun í 25 ár og hefur að mestu myndað fyrir tímarit Birtings og áður Fróða. Njóta má ljósmynda Braga á vefsíðunni bragi.is. „Ég fékk ljósmyndadellu á menntaskólaárunum og hef ekki losnað við hana síðan,“ segir Bragi sem hefur nóg fyrir stafni í hinum ýmsu verkefnum. Meðal annars myndar hann erlend brúðhjón sem koma til landsins í þeim tilgangi að gifta sig. „Margar af mínum bestu myndum hafa verið í slæmu veðri,“ segir Bragi sem lærði ljósmyndun í Rochester Institude of Technology í New York-ríki. Bragi er Reykvíkingur að upplagi en býr nú í Kópavogi. Í æsku dvaldi hann gjarnan í sveit í Dölunum. Hann er kvæntur Regínu Berndsen. Börn þeirra eru: stjúpdóttir Braga, Vigdís Björk Zegatta, sem er 27 ára, Elísabet Ósk sem er 16 ára og Ingvi Freyr sem er 13 ára. Helstu áhugamál Braga eru listir og nefnir hann tónlist sér- staklega. „Ætli ég kallist ekki rokkari,“ segir Bragi sem er aðdá- andi Led Zeppelin, Nick Cave, U2 og Radiohead svo einhverjar hljómsveitir séu nefndar. Bragi segir að hann sé nú ekki mikið fyrir að halda upp á afmæli og kveðst una sér betur í afmælum annarra en síns eigin. vidar@mbl.is Bragi Þór Jósefsson er 53 ára í dag 53 ára Ljósmyndarinn Bragi Þór Jósefsson er 53 ára gamall í dag. Hann hyggst fá sér kaffi með nánustu fjölskyldumeðlimum í kvöld. Góðar myndir í slæmum veðrum Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Reykjavík Jón Sverrir fæddist 7. maí kl. 16.55. Hann vó 3.418 g og var 49 cm langur. Foreldrar hans eru Þórdís Anna Aradóttir og Ísleifur Unnar Jónsson. Nýir borgarar Reykjavík Eyrún Sif fæddist 1. apríl kl. 20.29. Hún vó 2.860 g og var 49 cm löng. Foreldrar hennar eru Krist- rún Jenný Alfonsdóttir og Sverrir Már Sverrisson. I nger Anna fæddist í Reykja- vík 24.1. 1964 og ólst þar upp. Hún gekk í Laugarnes- og Laugalækjarskóla og lauk stúdentsprófum frá Verzlunarskóla Íslands 1983. Inger las sálfræði við HÍ 1991-94, en: „Ég er einn þeirra fjölmörgu Ís- lendinga sem er „eiginlega búinn með allt nema ritgerðina“.“ Inger sótti um starf sem dag- skrárgerðarmaður á Rás 2, skömmu eftir að rásin hafði verið stofnuð og vann þar við dagskrárgerð 1984-87. Hún var síðan útvarpsmaður á Stjörnunni 1987-89, á Aðalstöðinni 1989-93 og vann einnig í afleysingum á Bylgjunni. Þá var hún blaðamaður við Morgunblaðið um árabil frá 1985, fyrst í sumarafleysingum en vann síðan við ýmis sérblöð blaðsins. Árið 2000 stofnuðu Inger og vin- kona hennar, Margrét Blöndal, hug- Inger Anna Aikman hugmyndasmiður – 50 ára Rás 2 1984 Frá vinstri: Ragnheiður Davíðsdóttir, Jónatan Garðarsson, Inger, Ásgeir Tómasson, Jón Axel Ólafsson, Jón Ólafsson, Leópold Sveinsson, Þorgeir Ástvaldsson, Páll Þorsteinsson, Valdís Gunnarsdóttir og Júlíus Einarsson. Full skúffa verðmæta og kistill með bréfum Brúðkaup Inger og Andri Þór, ásamt Þórdísi Þuríði og Kristínu Andreu. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Handverksbakarí fyrir sælkera LLSBAKARÍ Daglega er bakað bakkelsi sem fá bragðlaukana til að kætast. Hjá okkur er hægt að fá þetta gamla og góða og einnig eitthvað nýtt og spennandi. Háholti 13-15 Mosfellsbæ | Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík s. 566 6145 | mosfellsbakari.is MOSFE

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.