Monitor - 16.01.2014, Síða 13
H
aukur Harðarson er tíður
gestur á skjám landsmanna.
Haukur hefur starfað sem
íþróttafréttamaður á RÚV
síðan árið 2010 þar sem hann
hefur sinnt hefðbundnum
fréttaflutningi, lýst ýmsum
keppnisgreinum, stýrt Skóla-
hreysti og faðmað Eið Smára. Monitor bauð Hauki í
ylvolgt kaffi úr vél og rak úr honum garnirnar.
Hvernig kom það til að þú hófst störf hjá RÚV?
Það var aldrei einhver draumur hjá mér að verða
fjölmiðlamaður. Ég kláraði Verzló og fór þessa týpísku
leið ásamt 500 öðrum og rölti bara yfir götuna í HR
sem var þá í Ofanleitinu. Þegar ég úrskrifaðist úr
viðskiptafræði 2010 sótti ég um hinar ýmsu stöður
sem flestar tengdust einhvern veginn menntun minni
en bæði amma mín og mamma bentu mér á auglýs-
inguna eftir nýjum íþróttafréttamanni á RÚV. Þetta er
greinilega svona séð í mér, sem ég var ekkert að pæla
í sjálfur. Mér leist vel á þetta enda hef ég alltaf verið
forfallinn íþróttafíkill og var með smá-reynslu úr fjöl-
miðlum. Ég tók hin ýmsu próf, íslenskukunnáttupróf
og íþróttaþekkingarpróf og almenn þekkingarpróf.
Svo þurfti ég að fara í einskonar leikprufur, bæði tala í
míkrófón fyrir útvarpið og í myndavél fyrir sjónvarpið.
Ég sá einmitt upptökur af sjálfum mér úr þessum
tökum um daginn. Það var mjög furðulegt að horfa á
það, það var eins og það væri spólað áfram á fjórföld-
um hraða ég talaði svo hratt. Ég held að það kannist
flestir við hvað það hljómar skringilega að hlusta á
eigin rödd, það breytist ekkert.
Hyggst þú mennta þig meira í framtíðinni eða ertu
kominn í draumastarfið?
Þetta er algjört draumastarf og ég held að það sé það
fyrir mjög marga. Þetta er ótrúlega skemmtilegt og í
rauninni líður mér aldrei eins og ég sé í vinnu þegar
ég er að vinna.
Hefur þú alltaf haft áhuga á íþróttum?
Já algerlega, hinum ýmsu íþróttagreinum. Ég æfði
fótbolta, körfubolta, tennis og hef spilað smá-golf. Ég
er harður KR-ingur, það er eitthvað sem ég held að
breytist aldrei ef maður er alinn upp sem KR-ingur og
býr í Vesturbænum.
Er ekki erfitt að gæta hlutleysis þegar maður hefur
sterkar taugar til ákveðins liðs?
Ég læt kannski aðra dæma um hvernig tekst til en
mín upplifun er sú að það er ekkert erfitt að vera
hlutlaus. Ég held að upp úr tvítugu minnki hitinn
sem fylgir bæði enska boltanum og þeim íslenska en
auðvitað er það ekkert algilt. Í mínu tilviki þá finnst
mér alls ekki erfitt að fjalla um það þegar KR tapar eða
eitthvað í þeim dúr.
En þegar KR vinnur?
Það er kannski frekar í þá áttina. Ef Bogi er að lesa
fréttirnar t.d. en hann er líka harður KR-ingur. Ég man
einhvern tíma þegar KR var nýorðinn Íslandsmeistari
þá áttum við erfitt með að glotta ekki út í annað. Svo
eru einhverjir sem vita að ég er KR-ingur og Chelsea-
maður og þá lesa þeir kannski meira í það sem ég
segi. Ég geri mitt allra besta til að vera alveg hlutlaus,
sérstaklega þegar ég er að lýsa leikjum, það er mjög
mikilvægt.
Er einhver íþróttagrein sem er meira krefjandi að
fjalla um en önnur?
Ég hef reyndar aldrei fjallað um krikket en ég bara
skil það ekki. Eina áramótaheitið sem ég setti mér
var að allavega skilja íþróttina. Það fer gríðarlega í
taugarnar á mér að skilja ekki einhverja íþrótt til fulls.
Annað sem ég get alveg viðurkennt er að ég myndi
ekki treysta mér til að hætta í þessu viðtali og fara
beint í útsendingu að lýsa hestaíþróttum. Þá er svo
gott fyrir okkur vitleysingana sem þurfum að vera inni
í svo mörgum hlutum að við getum alltaf kallað til
sérfræðinga.
Það hlýtur að vera rosalega erfitt að eiga að vita
„allt“ um allar íþróttir.
Ég lít svolítið á þetta eins og að læra fyrir próf í skóla.
Ef ég er að fara að lýsa íþróttagrein sem ég viðurkenni
fyrir sjálfum mér að ég veit ekki nógu mikið um kynni
ég mér hana frá a til ö. Eins ef það er grein sem ég
hef æft í mörg ár jafnvel, þá kynni ég mér hana alltaf
aðeins aukalega og les yfir allar reglugerðir. Ég hef
tileinkað mér þann hugsunarhátt þegar ég er að fara
að lýsa einhverju að ég þurfi helst að vita meira en
hinn almenni áhorfandi, það er mín skylda. En svo
er auðvitað alltaf einhver úti í bæ sem veit meira en
ég um íþróttina og sá einstaklingur þarf eiginlega
bara að sætta sig við það að horfa á sína grein og
láta einhvern vitleysing lýsa henni (hlær). Auðvitað
gerir maður bara sitt besta. Annars er góð regla að
vera ekki að bulla neitt. Ef þú veist ekki hvað þú ert
að segja þá er þögnin oft bara betri. Það má segja að
það eina sem er ólíkt því að fara í próf. Ef ég vissi ekki
svarið í prófum í menntaskóla reyndi ég bara að bulla
mig eitthvað út úr því en það gengur ekki í beinni
sjónvarpsútsendingu.
Þetta hljómar eins og rosalega mikil vinna utan
vinnutíma.
Já, þú getur bara spurt kærustuna mína. Hún hafði
mjög gaman af íþróttum áður en hún byrjaði með mér
en nú er hún komin með alveg nóg af þessu (hlær).
Nei, ég segi nú bara svona en auðvitað er skrítð að
vinna við eitthvað sem er áhugamálið manns. Hún
skilur ekki hvernig ég get komið heim úr vinnunni
og viljað eyða helginni í að horfa á enska boltann eða
eitthvað. En þá er þetta ekki lengur vinnan mín heldur
afslöppun og áhugamál.
Það er oft talað um að ákveðnum íþróttagreinum
sé hyglt umfram aðrar og eins að karlkyninu sé
gert hærra undir höfði. Þetta var kannski einna
greinilegast í þeim miklu viðbrögðum sem valið á
íþróttamanni ársins kallaði fram. Hvernig takist þið
á íþróttadeild RÚV við svona gagnrýni?
Við hjá RÚV þurfum að sinna öllum íþróttagreinum
en það er ekki okkar hlutverk að búa til vinsældir.
Þvert á móti er það hlutverk sérsambandanna og
hinna ýmsu íþróttagreina að koma til okkar og kynna
sig og þá sérstaklega að láta okkur vita þegar mót eru
í gangi. Við sýnum frá öllum okkar landsliðum og þá
skiptir engu hvort það eru konur eða karlar að keppa.
Við horfum á stærð hvers viðburðar fyrir sig og ég
þekki ekkert dæmi þar sem við höfum mismunað
kynjum í umfjöllun okkar þó auðvitað sé það því mið-
ur enn svo að karlar fái meiri umfjöllun almennt. Þá
sérstaklega í erlendu efni en við erum háð erlendum
fréttaveitum þegar kemur að myndefni í sjónvarp og
þar hallar verulega á konur.
Hvað varðar íþróttamann ársins þá er eðlilegt að
fólk hafi skoðun á því. Þetta eru samt auðvitað kjör
íþróttafréttamanna og mín persónulega skoðun
er sú að afrek Gylfa hafi verið mjög vanmetið og
þá sérstaklega það sem hann gerði fyrir landsliðið
á þessu ári. Aníta er magnaður íþróttamaður en
mér finnst að fólk megi kannski leyfa henni að ná
sæti í úrslitum á fullorðinsmóti áður en það fer að
setja svona mikla pressu á hana. Mér fannst líka
mjög leiðinlegt hennar vegna að fólk væri að stofna
einhverjar Facebook-síður og myndbönd sem létu líta
út fyrir að hún hefði verið valin. Mér finnst það grafa
svolítið undan því augnabliki sem hún verður kjörinn
íþróttamaður ársins, augnabliki sem ég veit að mun
koma í náinni framtíð. Það er gaman að sjá fólk hafa
skoðanir á íþróttum og að kjörið okkar skipti fólk máli
en mér fannst margir tjá sig af vanþekkingu um þetta
allt saman. Fólk verður að passa sig þegar það talar
um svona ungt íþróttafólk, hún er bara 18 ára gömul
og svona pressa er engum holl á þeim aldri.
Talandi um pressu, kannt þú vel við þig í sviðsljós-
inu sem óhjákvæmilega fylgir starfinu?
Ekkert rosalega en ég finn ekkert mikið fyrir því. Ég
hef bara gaman af því ef fólk úti á götu spjallar við
mig um íþróttir sem gerist einstaka sinnum. Annars
fylgir það, sérstaklega þegar maður er í ríkissjónvarpi
og er inni á mörgum heimilum, að það sé meira
þannig að fólk kannist við mig en muni ekki alveg
afhverju. Það heldur jafnvel að við höfum hist á
einhverju ættarmóti eða í einhverjum gleðskap en
þá segi ég bara að ég sé íþróttafréttamaður á Rúv og
þá kveikir fólk á perunni. Svo er manni stundum
heilsað úti í búð.
Hvað er það skemmtilegasta við
starfið?
Það er náttúrlega bara starfið
sjálft. Þetta er alger lúxus. Ég hafði
verið að vinna í banka og í einhverj-
um sumarstörfum hér og þar svo
það tók mann smá-tíma að venjast
því að mega og eiginlega bara eiga
að vera á hinum ýmsu íþróttasíðum
í vinnunni. Svo er maður að fara út
um allt og hitta nýtt fólk. Það besta
við starfið er eiginlega að það er
alveg jafn gott og það hljómar.
Er eitthvað leiðinlegt eða erfitt við starfið sem vegur
upp á móti?
Vinnutímarnir geta verið mjög sérstakir og erfiðir
hreinlega. Svo þekkja flestir sem hafa unnið í fjölmiðl-
um tímapressuna. Fréttunum verður ekkert seinkað
þó þú sért á síðustu stundu. Þrátt fyrir að einhver
leikur eða mót sé nýbúið að klárast þá þarf hann að
komast í loftið og það eru engar afsakanir í boði. Það
getur verið rosaleg pressa og maður kemur oft alveg
úrvinda heim eftir erfiða vakt en maður er fljótur að
jafna sig á því. Annað sem getur verið ókostur er að
það gera allir bara ráð fyrir að ég viti allar appels-
ínugulu spurningarnar í Trivial Pursuit. Ég næ þeim
reyndar oftast (hlær).
Þegar þú ert gúglaður kemur meðal annars upp
gömul grein af Bleikt.is með titilinn Funheitir
fjölmiðlafolar á föstudegi þar sem meðal annars
er segir „Kynþokkinn hreinlega drýpur af mannin-
um“. Finnur þú fyrir mikilli útlitspressu eða áhuga
kvenþjóðarinnar?
Nei, ég geri það nú ekki. Það er enginn að segja neitt
svona við mig svona dags daglega (hlær). Auðvitað
kitlar það hégómagirndina að lesa svona, en ég vona
bara að ég hafi fengið mitt starf á mínum verðleikum
en ekki útlitsins vegna. Mamma hefur alltaf sagt að
ég sé voða sætur strákur svo ég læt það bara nægja.
Útlitið var líka nógu gott til að næla í kærustuna mína
svo þá er bara takmarkinu náð.
Hefur þú lent í því að klúðra einhverju eða segja
eitthvað asnalegt í beinni útsendingu?
Annað sem er fylgst mikið með þegar maður er í
sjónvarpi er að maður fari vel með íslenskuna. Um
daginn ætlaði ég að fara að segja að einhver íþrótta-
kona „gengi með barni“. En þá var mér sagt að það
þýddi einfaldlega að hún væri að ganga með einhverju
barni og það rétta væri að segja að hún „gengi með
barn“.
Nú fer fram Evrópumeistaramótið í handknattleik en
þú sérð um að lýsa þó nokkrum leikjum á mótinu Á
Ísland möguleika á að komast í toppbaráttuna á EM?
Fyrsta markmið Íslands var að komast í milliriðla,
nú er sætið þar í höfn og ég tel að í framhaldinu sé
allt mögulegt. Ég spái samt gestgjöfum Dana sigri
á mótinu, sé ekkert lið stoppa þá á heimavelli með
Mikkel Hansen í broddi fylkingar.
Almenningur virðist sjaldan hafa verið minna
spenntur fyrir stórmóti í handbolta.
Ég held að áhugaleysið verði ekki langlíft. Um leið
og baráttan í milliriðlum hefst verður fólk límt við
skjáinn og það þarf ekki nema einn góðan sigur
hjá strákunum okkar og þá verður íslenska þjóðin
gjörsamlega handboltaóð.
Sérfræðingur sjónvarpsstöðvarinnar TV2 í Noregi
sagði landslið Íslands vera það slakasta á öldinni.
Hann þurfti vissulega að éta hattinn sinn eftir fyrsta
leikinn en engu að síður verður að viðurkennast að
við höfum misst út nokkra afar sterka leikmenn, er
eitthvað til í þessari staðhæfingu hans?
Hann þurfti svo sannarlega að éta hattinn sinn,
og sem betur fer. Það var virkilega sætt að sjá Ísland
vinna Noreg en auðvitað hefur liðið misst marga
lykilmenn, ég held að flestir Íslendingar hafi til dæmis
kviðið því að Ólafur Stefánsson legði skóna á hilluna.
Þá eru margir meiddir en Ísland hefur nú þegar
sýnt það á EM í Danmörku að breiddin í íslenskum
handbolta er afar góð og mikil. Ég spáði því fyrir mótið
að nú myndi Rúnar Kárason springa út fyrir alvöru
og sýna hversu góður hann er í handbolta. Hann
hefur verið flottur hingað til en verður stjarna eftir
milliriðlana.
Þú fylgdir karlalandsliðinu í knattspyrnu til Króatíu.
Þrátt fyrir að leikurinn hafi ekki farið eins og best
væri á kosið var hann ein stærsta stund í íslenskri
knattspyrnusögu. Hvernig var að upplifa þetta allt
saman?
Það var ótrúlega skemmtilegt. Maður fann að við
vorum komin á stóra sviðið. Það gerist varla stærra í
fótboltaheiminum enda var heilmikið í húfi. Ég hef
aldrei komið til Zagreb og það er auð-
vitað einn af kostunum við starfið, að
fá að fara á svona nýja staði og þegar
maður fylgir íþróttaliði fær maður
aðgang að mannvirkjum, leikmönnum
og þjálfurum sem maður hefði annars
aldrei möguleika á.
Það var stórkostleg stund þegar
leikurinn var að byrja og þjóðsöng-
urinn var í gangi. Ég sá um stúdíóið
niðri á hlaupabrautinni, þetta var það
næsta því sem ég hef komist því að
vera í landsliðinu (hlær). Því miður fór
leikurinn ekki sem skyldi og það sem
13fimmtudagur 16. janúar 2014 Monitor
Texti: Anna Marsibil Clausen annamarsy@monitor.is
Myndir: Árni Sæberg saeberg@mbl.is
...það gera allir bara
ráð fyrir að ég viti
allar appelsínugulu spurning-
arnar í Trivial Pursuit.
Haukur Harðar
Á 30 SekúnduM
Fyrstu sex 301086
Versti ótti: Ég er ævintýralega
lofthræddur.
Æskuátrúnaðargoð: Michael
Laudrup
Það sem fékk mig fram úr í
morgun: Vinnan
Draumahæfileiki: Að vera besti
kylfingur í heimi.
Ég hef aldrei: Fengið hár á
bringuna.
Lag á heilanum: Hef verið með
„Clocks” á heilanum í ellefu ár.