Monitor - 30.01.2014, Blaðsíða 3

Monitor - 30.01.2014, Blaðsíða 3
Fyrir Framapotara Framadagar háskólanna verða haldnir á miðvikudaginn, í Háskólanum í Reykjavík frá klukkan 11 til 16. Þar gefst háskóla- stúd- entum tækifæri til að ræða atvinnu- mögu- leika sína við öll helstu fyrirtæki og stofnanir landsins. Frír strætó mun ganga á milli HÍ og HR meðan á þessu stendur og er því kjörið fyrir alla stúdenta að skella sér á Framadaga. Fyrir nátthraFna Á aðfaranótt mánudags verður hið alræmda Super Bowl þar sem Seattle Seahawks mæta Denver Broncos í úrslitaleik NFL. Einnig skemmir ekki fyrir að í hálfleik verða skemmti- atriði frá Bruno Mars og Red Hot Chilli Peppers. Fyrir skipulagða Nú er hægt að kaupa miða á Iceland Airwaves á miði.is en hátíðin mun eiga sér stað 5.-9. nóvember n.k. Um að gera að vera skipu- lagður svona einu sinni og kaupa miða með góðum fyrirvara. Meðal köttur er með 24 veiðihár. fyrst&fremst 3fimmtudagur 30. janúar 2014 Monitor b la ð ið í t ö lu M sýningar hyggstRagnar Braga setja upp í Borgarleikhúsinu. 3 aðilar sýna klæðaburðinn í götutískunni. Þú hefur lykilinn í hendi þér. Ekki lykilinnað hamingjunni en kannski lykilinn gegn óhamingjunni, eins dramatískt og það kann að hljóma. Oddurinn á útidyralyklinum þínum stingst nefnilega út á milli hnúanna á þér meðan þú geng- ur heim, tilbúinn að rífa úr hugsanlegum árásarmanni augun. No joke. Það eru nefnilega tilmenn sem eru að leita að konum eins og þér, þ.e.a.s. konum sem eru einar á ferð. Þú hefur oft hitt þá. Þeir hafa hrópað á eftir þér, rennt upp að þér á bílunum sínum, skrúfað niður gluggann og boðið þér far. Þeir hafa verið íslenskir, útlenskir, gamlir, ungir og sumir voru jafnvel myndarlegir en þú treystir þeim ekki og svarar þeim ekki. Þú rennir úlpunni upp í háls, vefur kápunni þéttar um þig, hylur barminn með handleggjunum, strunsar ákveðið áfram og reynir að láta ekki á því bera ef þú ert ölvuð. Þér hafa verið gefin ýmis ráð um hvernigþú átt að bregðast við ef einhver reynir að nauðga þér. Þér hefur líka verið sagt hvernig þú átt að forðast að lenda í aðstæðum þar sem þér gæti verið nauðgað. Seinni ráðleggingarnar eru allar fáránlegar. Punktur. Einhvern daginnmunt þú kannski búa í samfélagi þar sem þú þarft ekki að hafa augun á drykknum þínum allt kvöldið. Kannski munt þú einhvern daginn ekki lengur þurfa að óttast hettuklædda manninn sem gengur fimm skrefum á eftir þér yfir Klambratún. Þangað til kreistirðu lykilinn fastar inn í lófann, tilbúin. Ástarkveðjur Anna Marsý monitor@monitor.is ritstjóri: Anna Marsibil Clausen (annamarsy@monitor.is), Framleiðslustjóri: Hilmar Gunnarsson (hilmar@monitor.is) Blaðamenn: Rósa María Árnadóttir, Auður Albertsdóttir, Lísa Hafliðadóttir (í fæðingarorlofi) Forsíða: Þórður Arnar Þórðarson (thordur@mbl.is) umbrot: Monitorstaðir auglýsingar: Auglýsingadeild Árvakurs (augl@mbl.is) myndvinnsla: Ingólfur Guðmundsson Útgefandi: Árvakur prentun: Landsprent sími: 569 1136 ga Monitor Efst í huga Monitor Efst í huga Monitor Efs Lyklavöldin mælir með... www.facebook.com/monitorbladid Vikan á facebook 12 Tobba Marinósdóttir bauð ókunn- ugum manni í Baðstofuna - með loforð um mat og kósýheit! - vitlaus chatt gluggi! “Úps þú ert ekki mamma mín” 28. janúar kl. 14:31 Á laugardaginn kemur hefur þátturinn Ævar vísindamaður göngu sína á Rúv.Vísindamaður- inn er hugarfóstur leikarans Ævars Þórs Bene- diktssonar sem segir karakterinn upprunalega hafa orðið til í útvarpsþættinum Leynifélaginu á Rás 1. „Ég var að hoppa inn í þáttinn í nokkra mánuði og fannst upplagt að leika vísinda- mann í útvarpi því þá þyrfti maður aldrei að sýna hvað maður væri að gera - það var bara nóg að spila eitthvert hljóð og segja: ,,Voilá!“,“ segir Ævar sem var fljótlega boðið að færa tilraunastarfsemi vísindamannsins í Stundina okkar og þá tóku alvöru vísindin við. Eftir tæp fimm ár í Stundinni fann Ævar svo, að hann var kominn að ákveðnum tímamótum meðÆvar vísindamann. „Mig langaði að þróa hann lengra og athuga hvað við gætum gert með hann. Það var annaðhvort að pakka saman og fara heim eða gera eitthvað enn stærra,“ staðhæfir Ævar. Ævar framkvæmir ýmsar magnaðar tilraunir í þáttunum en meðal annars bræðir hann bíl. Aðspurður segir hann að til bílbræðslu þurfi járnoxíð, ál og þrjú stjörnuljós auk Sprengju- gengis Háskóla Íslands. „Ég held að skemmti- legasta tilraunin hafi verið þegar við sprengd- um upp hluta af Boltalandi IKEA með fljótandi köfnunarefni,“ segir Ævar. „Við vorum í portinu á bak við RÚV og hvellurinn varð svo mikill að fólk sem var að bíða eftir strætó í nágrenninu hringdi á lögguna.“ Borðaði flugnalirfur Sumar tilraunirnar virðast nokkuð ógeðfelldar en Ævar fékk sérstakt leyfi frá Matvælastofnun til að háma í sig sérræktaðar flugnalirfur. „Sameinuðu þjóðirn- ar telja að innan 50 ára verðum við að líta til þess að borða skordýr til að hafa nóg að borða. Ég ákvað því að athuga hvernig þessi hugsanlegi matur framtíðarinnar smakk- aðist,“ segir Ævar um ástæður átsins. „Það var búið að sannfæra mig um það að lirfuát ætti að vera algjörlega hættulaust og í dag, um þremur mánuðum seinna, er ég enn í lagi,“ segir Ævar en bætir því við að það versta við lirfurnar hafi ekki verið bragðið heldur áferðin. „Sumar þeirra voru farnar að púpa og voru þess vegna harðari undir tönn en maður hefði viljað,“ segir hann og hvetur fólk til að frysta pítsurnar sínar þar sem framtíðin sé ekki björt matarlega séð. Ævar segist stefna að því að sofa út á næstunni enda hafi hann þurft að halda mörgum boltum á lofti undanfarið. „Ég er samt ekki að kvarta, mér finnst leiðinlegt að sofa.“ Ævar Þór benediktsson framkvæmdi ýmsar stórskemmtilegar tilraunir fyrir nýjan vísindaþátt á RÚV sprengdi upp boltaland iKEa M yn d/ Ár ni Sæ be rg lið eru komin í úrslit Gettu Betur. Gaukur Úlfarsson við Framsóknarmenn ætlum að vera bara heima í kvöld, hlusta á Geirmund Valtýs og drekka blóð. 24. janúar kl. 11:25 8 pssst... Hægt er að fylgjast með Ævari vísindamanni á www.ruv/aevar. ævar Þór Fyrstu sex: 091284 lag á heilanum: Goodbye Yellow Brick Road með Elton John. æskuátrúnaðargoð: Jim Carrey, Fox Mulder og Gunni og Felix. Svona þegar ég pæli í því er Ævar vísindamaður eiginlega fullkomin blanda af þessum fjórum heiðursmönnum. ef ég væri risaeðla væri ég: Gallimimus-eðlan. Ég er ekki nógu hávaxinn til að vera Þórseðlu- bróðir eða nógu svangur til að vera Grameðla. Svo kann ég ekki að opna dyr þannig að snareðla kemur ekki til greina. Gallimimus- eðlan er í fyrstu Jurassic Park, í meðalhæð, hleypur eins og vindurinn - sérstaklega þegar það er verið að reyna að éta hana. Saga Garðarsdóttir Krakkar, lífshamingjan er í soft tannburstum og fæst í næstu verlsun. 25.janúar kl. 13:09 Jóhanna María Sigmundsdóttir K Ekki seinna vænna, en ég kláraði og skilaði sauðfjárbókhald- inu í dag eftir mjög stormasamt og erfitt samband við Fjárvís. Við ákváðum að taka okkur pásu í sambandi okkar og taka ekki saman aftur fyrr en í vor. 27.janúar kl. 20:57 staðreyndir um Ofurskálina má finna á bls. 17.6

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.