Monitor - 30.01.2014, Blaðsíða 20

Monitor - 30.01.2014, Blaðsíða 20
20 Monitor fimmtudagur 30. janúar 2014 Ég vissi ekki af SnorraWest fyrr en réttáður en ég sótti um. Ég fékk tölvupóstá háskólapóstfangið mitt um verkefn-ið og fannst það áhugavert. Í kjölfarið fór ég á netsíðuna þeirra og las mér betur til og varð ennþá spenntari fyrir vikið. Ég hef mjög gaman af ferðalögum og leist vel á að fá tækifæri til að heimsækja Norður-Ameríku, svo ekki sé minnst á Íslendingaslóðir. Ég hafði lært lítillega um ferðir Íslendinga til Vestur- heims í skóla, en vissi að öðru leyti ekki mikið um þá og samfélag þeirra í Norður-Ameríku. Það jók áhuga minn á verkefninu að ég vissi að ég ætti marga ættingja í Kanada og Norður- Dakóta. Langalangafi minn fluttist vestur um haf árið 1909 eins og margir aðrir gerðu á þeim tíma. Ég vissi af mörgum ættingjum vegna þess að þeir höfðu komið til Íslands sumarið 2009. Mér fannst það spennandi tilhugsun að geta hitt ættingja mína ytra og komist betur í kynni við þá og aðstæður þeirra. Nýjar vinkonur Við vorum fjórar stelpur sem fórum saman: ég, Hulda, Svandís og Þorbjörg. Hulda og Svandís voru nítján ára árið sem við fórum, Þorbjörg 23 ára og ég elst 24 ára. Engin af okkur þekktist fyrir en ég, Hulda og Svandís hittumst í nokkur skipti áður en við fórum út. Þorbjörg er frá Akureyri og ég hitti hana ekki fyrr en á flugvellinum í byrjun ferðar. Við erum allar með mismunandi bakgrunn ásamt því að vera frekar ólíkar og það gerði þetta bara skemmtilegra. Okkur kom mjög vel saman og við lærðum mikið hver af annarri. Ég held að það hafi bara verið gaman að engin okkar hafi þekkt hinar því fyrir vikið er maður búinn að eignast þrjár nýjar og frábærar vinkonur. Íslendingar í húð og hár Þetta var mánaðarferðalag og á þeim tíma ferðuðumst við um þrjú fylki í Kanada: Alberta, Saskatchewan og Manitoba, ásamt því að fara til Mountain í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum.Við fórum til borganna Calgary og Edmonton í Albertafylki ásamt því að heimsækja bæinn Markerville þar sem skagfirska skáldið Stephan G. Stephansson bjó lengi vel. Í Alberta fórum við einnig og skoðuðum Klettafjöllin í Banff-þjóðgarðinum. Í Saskatchewan dvöldumst við í bænum Wynyard og þar skoðuðum við meðal annars Íslendingaslóðir Vatnabyggðar. Í Manitobafylki vörðum við bæði tíma íWinnipeg og í Nýja- Íslandi, Gimli. Við vorum mislengi á hverjum stað, allt frá einum degi í Norður-Dakóta til rúmlega ellefu daga í Gimli. Það má því segja að við höfum farið víða á þessum fjórum vikum. Í ferðinni gistum við hjá alls sex fjölskyldum sem áttu það sameiginlegt að einhverjir fjölskyldumeðlimanna voru af íslenskum uppruna. Í sumum fjölskyldunum voru meira að segja 100% Íslendingar en þar vestra er það kallað FBI sem merkir „full blooded Iceland- er“. Þeir einstaklingar sem það gerðu töluðu reyndar ekki íslensku en höfðu mikinn áhuga á landi og þjóð eins og allir hinir sem við dvöldumst hjá. Ég verð samt að viðurkenna það að mér fannst þetta mjög skrítið fyrst. Maður vissi eiginlega ekki alveg hvernig mað- ur ætti að haga sér. En þetta vandist fljótt og við vorum orðnar ansi „sjóaðar“ þegar á leið. Þetta fór í raun bara að vera nokkuð gaman ef ég á að segja eins og er. Það voru allir svo indælir við okkur að þetta var ekkert mál. Prinsessur með lítinn frítíma Dagskráin var í raun mjög þétt sem er þannig séð alveg skiljanlegt því það var auðvitað margt að sjá á stuttum tíma.Við flökkuðum líka svo mikið og að sjálfsögðu vildu heimamenn sýna okkur sem mest. Við fengum þó tvo heila frídaga og svo hluta af nokkrum öðrum dögum. Eftir á að hyggja er ég ánægð með hvernig þetta var, því auðvitað sá ég meira fyrir vikið, en meðan á ferðinni stóð hefði ég viljað aðeins meiri frítíma. Eftir suma dagana vorum við uppgefnar en það gerði ekkert til því það var alltaf svo gaman hjá okkur.Við hefðum kannski viljað fá aðeins meiri tíma til að versla en það bjargaðist alveg fyrir horn eftir aðWest Edmonton Mall var troðið inn í dagskrána. Það sem kom mér einna mest á óvart í ferðinni er tengingin og taugarnar sem Vestur-Íslendingar bera til Íslands og frændrækni þeirra. Vestur-Íslendingar tala fallega um land okkar og þjóð og eru afar stoltir af uppruna sínum. Margir hverjir halda fast í hefðir héðan, til dæmis með því að hafa þorrablót, fagna sumardeginum fyrsta og halda þjóðhátíðardaginn hátíðlegan. Það kom mér líka mjög á óvart hvað hátíðahöldin á Íslendingadeginum í Gimli eru mikil og það sama á við um Mountain.Við höfðum allar mjög gaman af því hvað við upplifðum okkur sem algjörar prinsessur í ferðinni. Allsstaðar var allt skipulagt fyrir okkur út í þaula og okkur afar vel tekið. Vönduð umsókn segir sitt Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til að fara í ferðina. Ég myndi ekki hika við að sækja um aftur ef það væri mögu- leiki. Þetta var frábær reynsla og ég kynntist yndislegu fólki, bæði hér heima og úti, sem ég á eftir að halda sambandi við. Síðan var ég svo heppin að fá tækifæri til að hitta marga ættingja mína í Vesturheimi og sumir þeirra ætla að koma í heimsókn til Íslands í sumar. Skipulagið á ferðinni var til fyrirmyndar og framkvæmdin einnig. Eftir ferðina hef ég fengið mikinn áhuga á Kanada og vona svo sannarlega að ég fari þangað aftur. Ég hvet þá sem sækja um að vanda umsóknina því það eykur að sjálfsögðu líkur á að vera valin. Fyrir framtíðarvesturfara getur verið áhugavert að kynna sér aðeins flutninga Íslendinga til Vesturheims á árum áður til þess að átta sig betur á sögunni, staðháttum og öðru slíku. Það getur einnig verið gagnlegt að lesa sér til um staðina sem heimsóttir verða því það getur komið sér vel í heimsókninni. Ef þátttakendur eiga ættingja í Vesturheimi sem þeir vita af er gaman að setja sig í samband við þá. Til þess að afla upplýsinga um ættingja sem lítil vitneskja er um, getur verið gagnlegt að hafa samband við Vesturfarasetrið á Hofsósi. Ég hvet komandi þátttakendur til að njóta tímans í Vesturheimi því hann líður alltof hratt. Að lokum hvet ég ungt fólk til að sækja um SnorraWest og upplifa þannig ævintýralegt sumar. Eftir að hafa útskrifast með B.Ed.-gráðu í grunnskólakennarafræðum frá Háskóla Íslands vorið 2013 hélt Gerður Gautsdóttir á slóðir Vestur-Íslendinga í Kanada og Bandaríkjunum á vegum Snorra West. ÆvintýraleGt suM Í Banff þjóðgarðinum var stiginn dans fjör á ritstjórnarskrifstofu LögBergs-heimskringLu

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.