Monitor - 30.01.2014, Blaðsíða 17

Monitor - 30.01.2014, Blaðsíða 17
Hverjir keppa? Liðin sem keppa um titilinn að þessu sinni eru Denver Broncos og Seattle Seahawks. Helsta hetja Denver er liðsstjórinn Peyton Manning. Denver þykir sigurstranglegra en vörn Seattle hefur reynst þeirra besta sókn og þar fer varnarmaðurinn Richard Sherman fremstur í flokki. Það þykir ljóst að Seattle muni ekki gefa sig fyrr en í fulla hnefana og búist er við góðum leik. Hvað er málið með auglýsingarnar? Ofurskálin nær gríðarlegu áhorfi og er einn vinsælasti sjónvarpsviðburður Bandaríkjanna ef ekki sá vinsælasti. Auglýsingarnar eru því mjög dýrar og vandaðar og margir horfa á Ofurskálina til þess eins að sjá auglýsingarnar. Hver kemur fram í hálfleik? Bruno Mars og Red Hot Chili Peppers en eins má gera ráð fyrir fleiri góðum gestum. Afhverju er leikurinn kallaður Marijú- ana-skálin? Washington og Colorado eru einu ríki Bandaríkjana sem hafa lögleitt sölu á marijúna til hins almenna borgara en þaðan koma einmitt liðin tvö. Hvað er leikurinn langur? Fjórum sinnum korter en við það bætast auglýsingahléin, hálfleikur- inn og ýmislegt annað sem kemur upp á meðan á leik stendur. Hvenær hefst leikurinn og hvernig horfi ég á hann? Leikurinn hefst kl. 23:30 á íslenskum tíma. Oft er hægt að finna leikinn á netinu en hann verður jafn- framt sýndur á Spot, Hressó og Bjarna Fel og eflaust víðar. Ofurskálin (e. Super Bowl) fer fram næstkomandi sunnudagsnótt. Monitor tók saman nokkur grunna- triði um þennan magnaða sjónvarpsviðburð. Það sem þú þarft að vita um Ofurskálina fimmtudagur 30. janúar 2014 Monitor 17

x

Monitor

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Monitor
https://timarit.is/publication/791

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.