Hafnarfjörður - Garðabær - 14.10.2011, Blaðsíða 13

Hafnarfjörður - Garðabær - 14.10.2011, Blaðsíða 13
1314. OKTÓBER 2011 Íslandsmeistarar FH í handbolta unnu frækinn sigur 29-28 á belg-íska liðinu Initia Hasselt í EHF- keppni karla í Belgíu síðastliðinn sunnu dag. Ólafur Gústafsson var atkvæðamestur FH-inga með 6 mörk. Leikurinn var mjög kaflaskiptur og voru FH-ingar tvisvar nánast búnir að gera úti um leikinn en góðir kaflar hjá Hasselt hleyptu þeim síðarnefndu aftur inní leikinn. Það má segja að lokamínútur leiksins hafi ekki verið fyrir hjart- veika þar sem gríðarleg spenna var milli liðanna um það hvaða lið myndi fara með sigur úr bítum. En það voru FH-ingar sem höfðu betur undir lokin. Stórskyttan og markahæsti maður FH í leiknum, Ólafur Gústafsson, fékk að líta rauða spjaldið um miðbik síðara hálfleiks fyrir þrjár brottvísanir. Seinni leik ur liðanna verður í Kaplakrika næst- komandi sunnudag. Mörk FH: Ólafur Gústafsson 6, Bald vin Þorsteinsson 5, Magnús Óli Magnússon 4, Örn Bjarkason, 3, Halldór Guðjónsson 2, Ragnar Jóhannsson 2, Þorkell Magnússon 2, Ari Þorgeirsson 2, Atli Stein þórsson 2, Sigurður Ágústsson 1. -/ÁÞS ótrúlegur sigur Fh í belgíu ­besti maður leiksins var Ólafur Gústafsson Ólafur Gústafsson átti góðan leik í Belgíu þrátt fyrir að hafa verið vísað af velli. smáhýsi rísa við víkingastrÆti Fjörugarðurinn hefur fengið samþykki bæjarráðs fyrir stækkun á lóð sinni við Víkingstræti og er fyrir hugað að byggja þar 14-16 smá- hýsi í víkingastíl. Jóhannes Viðar Bjarna son eigandi Fjörugarðsins segir í samtali við HAFNARFJÖRÐ að bygging húsanna hefist innan skamms og stefnt sé að því að húsin verði tilbúin næsta vor. „Þetta verður ný vídd í þjónustu við ferðamenn, og ég sé fyrir mér að í framtíðinni víki íþróttahúsið og prentsmiðjan við Suðurgötu og hér rísi lágreist byggð “ segir Jóhannes og bætir því við að sumarið hafi verið afar gott þar sem erlendum ferðamönnum fjölgaði töluvert í sumar. -hþ umhverFis- og auðlindasteFna mótuð Stofnaður hefur verið starfshópur vegum Umhverfis- og framkvæmda- ráðs sem ætlað er að móta stefnu í um hverfis- og auðlindamálum fyrir Hafnarfjarðarbæ. Hópnum er ætlað að leggja fram tímasetta áætlun um framkvæmd stefnunnar fyrir 5. nóvember. Í nefndinni sitja Margrét Gauja Magnúsdóttir formaður, Eyjólfur Sæmunds son, Gestur Svavarsson, Helga Ingólfsdóttir og Valdimar Svav ars son. Umhverfisteymi bæjar- ins starfar með nefndinni. -hþ síbrotamaður dÆmdur til Fangelsisvistar 36 ára gamall Hafnfirðingur var á dögunum dæmdur til 6 mán aða fangels isvistar fyrir ítrek uð innbrot í heimahús og fyrir tæki. Afbrotin sem maðurinn framdi voru innbrot á heimili á Dreka völlum og í Vestur- holti, þjófnað á fjórhjóli, inn brot í tvo bíla, fíkniefna akstur og að hafa ekki skilað bíl sem hann fékk til reynsluaksturs á bílasölu. Sum afbrotin framdi hann í félagi við konu sem fædd er árið 1986. Maðurinn sem fæddur er árið 1975 hefur áður verið dæmdur til refsingar fyrir ýmis brot frá árinu 1994. Hann hefur verið vistaður á Litla-Hrauni og tekur þar þátt í meðferðarstarfi og var það metið honum til refsilækkunar. -hþ sakamálum Fjölgar við héraðsdóm Sakamálum við Héraðsdóm Reykjaness fjölgaði um 128 á fyrri helmingi áranna 2010 og 2011 eða um tæp 19 % úr 554 í 682. Fjölgun var einnig í gjaldþrota- skipta málum, úr 410 málum árið 2010 í 434 mál árið 2011. Fækkun varð í einkamálum á sama tímabili; árið 2010 voru málin 1902 en á yfirstandandi ári voru þau 1253. -hþ

x

Hafnarfjörður - Garðabær

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hafnarfjörður - Garðabær
https://timarit.is/publication/1080

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.