Morgunblaðið - 26.03.2014, Side 9

Morgunblaðið - 26.03.2014, Side 9
Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2014 Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Allar íbúðir í tveimur fjölbýlis- húsum við Vindakór 2-4 og 6-8 í Vatnsendahverfi í Kópavogi hafa verið auglýstar til sölu. Ekki er um nýbyggingu að ræða, en bygging- arár húsanna er skráð 2007 sam- kvæmt Fasteignamati ríksins. Þó hefur aldrei verið búið í íbúðunum því framkvæmdir við þær stöðv- uðust um hríð, en hófust síðan aftur fyrir nokkru. Um er að ræða alls 54 íbúðir, þær eru á bilinu þriggja til 5 herbergja og stærð þeirra er frá um 120 m² upp í um 195 m². Fasteignasalan Miklaborg er ein þeirra fasteigna- sala sem eru með íbúðirnar til sölu- meðferðar. „Húsin voru reist árið 2007. En síðan kom hrunið og framkvæmdir stöðvuðust,“ segir Atli S. Sigvarðs- son, sölufulltrúi hjá Mikluborg. „Þau stóðu uppsteypt um tíma, fyr- ir nokkru var gerð úttekt á hús- unum og í framhaldi af henni ákveðið að fara af stað aftur.“ Að sögn Atla verða íbúðir í öðru húsinu tilbúnar til afhendingar nú í apríl, en nokkru síðar í hinu húsinu. Hann hefur starfað við fasteigna- sölu í um áratug og spurður að því hvort algengt sé að heilu blokk- irnar séu til sölu, segir hann að það gerist af og til. Þá sé þó að öllu jöfnu um nýbyggingar að ræða. Enn nokkuð af lóðum í hverfinu Vatnsendahverfið hefur stundum verið tekið sem dæmi um þenslu í nýbyggingum á árunum fyrir hrun, en nokkuð var um það eftir banka- hrunið haustið 2008 að lóðarhafar skiluðu lóðum sínum og víða um hverfið má sjá hálfkláruð hús. Enn er talsvert af lausum lóðum í Vatnsendahverfi. Samkvæmt vef- síðu Kópavogsbæjar eru þar lausar 68 einbýlishúsalóðir og tvær lóðir fyrir parhús. Morgunblaðið/Þórður Vindakór Önnur þeirra íbúðablokka sem eru til sölu í Kópavogi. Tvær blokkir til sölu í Kópavogi  54 íbúðir sem voru byggðar 2007 Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is Vertu vinur okkar á Facebook BUXNADAGAR -20% af öllum buxum Þar sem bíltúrinn borgar sig... Duffy 5.990 kr VERTU VAKANDI! blattafram.is 54% þolenda kynferðislegs ofbeldis verða fyrir misnotkun oftar en einu sinni. Sameinar það besta í rafsuðu Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288 Laugavegi 63 • S: 551 4422 Þú minnkar um eitt númer Skoðið sýnishornin á laxdal.is Perfect fit Vertu vinur á Margir litir Alþjóðasamtök flugvalla (Airports Council International (ACI)) hafa valið Keflavíkurflugvöll á heiðurs- lista yfir bestu flugvelli í heimi – ACI Director General’s Roll of Excel- lence. Útnefningin nær til flugvalla sem óslitið hafa sýnt frábæran ár- angur í þjónustukönnunum samtak- anna meðal flugfarþega frá árinu 2008, segir í tilkynningu frá Isavia. Alls hefur 21 flugvöllur hlotið þennan heiður frá árinu 2011 og í ár bætast eftirtaldir sex alþjóðaflug- vellir í hópinn: Keflavíkurflugvöllur, Dubai-flugvöllur í Sameinuðu arab- ísku furstadæmunum, Kaíróflugvöll- ur í Egyptalandi, Hyderabad Rajiv Gandhi-flugvöllur á Indlandi, Taoyu- an-flugvöllur á Taívan og Sangster- flugvöllur á Jamaíku. Þá kemur fram í tilkynningunni að framkvæmdastjóri ACI segi áherslu á að uppfylla síauknar væntingar farþega skipta sköpum í samkeppn- ishæfni alþjóðaflugvalla. Þessir sex flugvellir hafi ítrekað sýnt að þar ríkir mikill skilningur á áherslu far- þega á góða þjónustu. „Þessi frábæri árangur er fyrst og fremst að þakka starfsfólki og samstarfsaðilum okkar á Keflavíkurflugvelli og áherslu á sí- fellt aukna þjónustu,“ er haft eftir Birni Óla Haukssyni, forstjóra Isavia, í tilkynningu. Keflavíkurflugvöllur á meðal þeirra bestu Hundurinn var ekki Sámur Ranghermt var í myndatexta á bak- síðu blaðsins í gær að Sámur, hund- ur forsetahjónanna á Bessastöðum, væri með Dorrit og björgunarsveit- armanni á myndinni. Þar var á ferð annar hundur sem tók þátt í leit- aræfingu á Hólmavík. Beðist er vel- virðingar á þessum leiðu mistökum, um leið og birt er mynd af Sámi. LEIÐRÉTT Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.