Morgunblaðið - 26.03.2014, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 26.03.2014, Qupperneq 11
engin önnur. Allt í einu fóru fjar- skyldar frænkur að panta fyrir fermingardrengi og gamlir vinir vildu mynd af sér. Ég varð alveg himinlifandi yfir viðbrögðunum og táraðist af gleði við hvern þús- undkallinn sem safnaðist.“Alma var síðan hvött af vinum sínum til að hækka verðið á myndunum sem hún gerði. Þá gat hún líka keypt betri penna og blöð til þess að teikna myndirnar. „Svo kom að því að fólk sem ég hafði aldrei hitt fór að panta myndir. Einnig sendi Nýtt Líf mér póst og vildi endilega fá mynd og grein í blaðið.“ Stuttu síðar hafði Elma Dögg Steingrímsdóttir, eig- andi Gallerí Dusted, samband við Ölmu og spurði hana hvort hún hefði áhuga á að halda sýningu þar. Alma segir að það hafi komið sér mikið á óvart og hélt að þetta væri einhvers- konar grín, „Það að litla sæta óör- ugga krotið mitt sé að fá einkasýn- ingu og opnun á Hönnunarmars er eitthvað sem ég bjóst alls ekki við.“ Ásamt því að teikna eftir pöntunum hefur Alma einnig verið að teikna myndir af ýmsu þekktu fólki eins og Tolstoy, Halldóri Laxness, Fridu Kahlo og Sigmund Freud og verða þær í aðalhlutverki á sýningunni. „Þemað á sýningunni er fólk sem ég lít upp sem ég lít á sem ímyndaða vini mína. Myndirnar mínar af þeim eru ólíkar myndum sem aðrir hafa teiknað af þeim því mér finnst ég vera teikna vini mína.“ Þegar Alma er beðin um að lýsa myndunum seg- irhún að þær séu litlar, krotaðar og persónulegar. Nú þar sem pantanirnar streyma inn er Kroterí orðin ágætis vinna fyrir Ölmu. „Ég er í tveimur vinnum núna, og þarf bara aðeins að skipuleggja mig. Þetta er samt svo gaman að mér finnst orðið vinna varla eiga við.“ segir Alma að lokum.  Sýningin „Kroterí“ verður opnuð annað kvöld klukkan 20 í Gall- erí Dusted, Pósthússtræti 13. „Allt í einu fóru fjar- skyldar frænkur að panta fyrir fermingar- drengi og gamlir vinir vildu mynd af sér“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2014 jónsdóttir auk Kristians Guttesen sem er umsjónarmaður þess. Þetta eru allt reynslumiklir höfundar og ættu nemendur ekki að verða sviknir af kennslunni. Námskeiðið er að mestu haldið í Fellaskóla en stefnt er að því að hluti þess fari fram á Skriðuklaustri í Fljótsdal. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Félag ljóðaunnenda á Austurlandi eða Gunnarsstofnun standa fyrir námskeiðahaldi á sviði ljóðagerðar og ritlistar. Samkvæmt tilkynningu er einn megintilgangur námskeiða á borð við þetta að efla veg ljóð- listar og smásagnagerðar á Austur- landi. Byggist það á þeirri hug- mynd, þrátt fyrir trú margra um að listsköpun verði ekki kennd, að hægt sé að efla fólk í ritlist með leiðsögn og samskiptum við jafn- ingja. Námskeiðin hófust um seinustu helgi en fara einnig fram núna um helgina og helgina þar á eftir, 5. og 6. apríl. Alltaf er kennt í Fellaskóla nema núna á laugardaginn þar sem kennsla fer fram að Skriðuklaustri. Kennt er frá kl. 9.30 til 15.30. Námskeiðsgjald er 10.000 krónur og er hægt að skrá sig með því að senda tölvupóst á arnarsig@me.is. Í seinni hluta mars og byrjun apríl halda Félag ljóðaunnenda á Austur- landi og Gunnarsstofnun námskeið í ritlist með aðkomu Mennta- skólans á Egilsstöðum og Rithöf- undasambands Íslands. Þetta er þriggja helga námskeið þar sem farið verður í ljóðagerð, örsögur og smásögur. Nemendur fá að spreyta sig á þessum formum undir leið- sögn og verður hverjum og einum mætt þar sem hann er staddur. Námskeiðið er því ætlað öllum sem á annað borð hafa áhuga á að prófa sig áfram í ritlist, óháð aldri og getustigi. Eitt af markmiðum námskeiðsins er einmitt að stefna saman yngra og eldra áhugafólki um ritlist með það fyrir augum að þátttakendur miðli hver til annars og styrkist þannig í eigin sköpun. Veitt verður innsýn í margs konar handbragð ritlistar með það að leiðarljósi að þátttakandinn finni sína eigin rödd. Einnig stendur til að fjalla um bókaútgáfu og leiðbeina þátttak- endum um hvernig koma megi verkum sínum á framfæri. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru þau Ingunn Snædal, Skúli Björn Gunnarsson og Sigríður Lára Sigur- Ritlistarnámskeið heldur áfram um helgina Morgunblaðið/Ómar Ritlist Hluti námskeiðsins fer fram í Skriðuklaustri í Fljótsdal um helgina. Nemendur spreyta sig á ljóða- gerð, örsögum og smásögum Sauðkindin, leiklistarfélag Mennta- skólans í Kópavogi, frumsýnir söngleikinn Börrlesk á morgun. Sýningin er í anda myndarinnar Burlesque og segir frá sveitastelp- unni Ali sem flytur í stórborgina til að láta drauma sína rætast.Hún rekst á hinn fræga stað Burlesque þar sem stemningin er í 50’s stíl og dansararnir eggjandi. Þar byrjar hún að vinna sem þjónn þrátt fyrir að draumurinn sé að vera dansari. Þar kynnist hún barþjóninum Jack og komast þau að því að þau eiga margt sameiginlegt. Leikstjórar sýningarnar eru þau Júlíana Sara Gunnarsdóttir og Ásgrímur Geir Logason. Áætlaðar eru sex sýningar eftir frumsýninguna á morgun og kostar 2000 krónur fyrir MK-inga og börn yngri en 12 ára en 2500 kr fyrir aðra. Sauðkindin setur upp Börrlesk 50’s stíll og eggjandi dansar í MK Frumsýning Sauðkindin, listafélag MK, frumsýnir Börrlesk á morgun. NýlegirMitsubishi Pajero á rekstrarleigu til fyrirtækja Laugavegi 174 | Sími 590 5040 - Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-16 HEKLA býður nú fyrirtækjum nýlegar Mitsubishi Pajero bifreiðar í rekstrarleigu. Í rekstrarleigu fá fyrirtæki nýlegar bifreiðar til umráða í 1 ár gegn föstumánaðar- gjaldi. Leigutaki losnar við alla fjárbindingu og endursöluáhættu. Greitt er fast mánaðarlegt leigugjald og bifreiðinni einfaldlega skilað í lok leigutímans. Dæmi: Pajero 3.2 Instyle Árgerð 2012, dísil Ekinn 38.000 km, sjálfskiptur Mitsubishi Pajero er knúinn 3,2 l dísilvél sem skilar 200 hestöflum. Meðal búnaðar bifreiðanna eru leðurinnrétting, rafdrifin framsæti, aukasæti (7 manna), bakkmyndavél, xenon ljós, ný heilsársdekk o.fl. (miðað við Instyle útfærslu). Mánaðarlegt leigugjald: 136.041 kr.m/vsk

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.