Morgunblaðið - 26.03.2014, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.03.2014, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2014 Samkvæmt upplýsingum frá Lyfja- stofnun er nikótín, þar með taldar nikótínfyllingar í rafsígarettur, skilgreint sem lyf. Um innflutning og sölu á lyfjum gilda ákveðnar reglur en öll lyf sem fara í sölu hér- lendis þurfa að hafa markaðsleyfi frá Lyfjastofnun. Hérlendis er heimilt að selja rafsígaretturnar sjálfar ásamt bragðvökva án nikó- tíns en til að mega flytja inn og selja rafsígarettur með nikótínvökva eða fyllingar með nikótíni þarf mark- aðsleyfi frá Lyfjastofnun. Rafsígarettur sem innihalda nikó- tín þurfa því að uppfylla sömu kröf- ur um gæði, öryggi og verkun og önnur lyf sem innihalda nikótín og eru þegar á markaði hérlendis en hægt er að fá nikótín í lyfjatyggi- gúmmíi, munnúða, nefúða, munn- sogstöflum, tungurótartöflum, inn- öndunargufu og forðaplástrum. Lyfjastofnun fær töluvert af fyr- irspurnum um innflutning og sölu á rafsígarettum að sögn Sigríðar Ólafsdóttur, sviðsstjóra eftirlits- sviðs hjá Lyfjastofnun. „Annar stað- ar á Norðurlöndunum er staðan sú sama og hérlendis og sala á nikótín- fyllingum án markaðsleyfis er ekki heimil þar. Í Bretlandi hefur sala á rafsígarettum sem innihalda nikó- tín verið leyfð í verslunum í nokkur ár. Á síðasta ári tóku Bretar ákvörðun um að herða reglurnar og frá árinu 2016 skulu allar rafsíga- rettur sem innihalda nikótín lúta sömu reglum og lyf,“ segir Sigríður. „Vegna þess að rafsígarettur innihalda ekki tjöru eins og venju- legar sígarettur telja margir að þær séu skaðlausar. Í rafsígarettum hafa fundist eiturefni sem geta valdið notendum skaða og rann- sóknir hafa ekki sýnt fram á skað- leysi eftir langtímanotkun rafsíga- retta sem innihalda nikótín,“ segir Sigríður. Hún segir einnig að ef nikótínfyllingar í rafsígarettur verði leyfðar hér á landi þurfi að huga að reglum um notkun þeirra innanhúss. „Nikótín berst með út- öndunarlofti frá þeim sem neyta nikótíns í gegnum rafsígarettur til þeirra sem nærri eru. Það kemur ekki reykingalykt og því er almenn- ingur varnarlaus gagnvart nikótín- inu og veruleg hætta á óbeinni neyslu niktótíns.“ Ekki taldar skaðlausarSVIÐSLJÓS Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Rafsígarettur hafa verið að ryðja sér til rúms á Íslandi og sá hópur sem kýs að reyna þær til að hætta að reykja fer stækkandi. Að reykja raf- sígarettu er kallað að gufa enda ekki um reyk að ræða sem kemur úr þeim heldur gufu, þær eru því stundum kallaðar gufustautar. „Við byrjuðum með vefverslunina 2009 og þá fannst öllum þetta skrítið en síðustu tvö ár er búin að vera góð sala,“ segir Gestur Hermannsson sem er með vefverslunina Gaxa sem selur rafsígarettur og búnað til að brúka þær. Gestur segir allar gerðir af fólki kaupa rafsígarettur sem eigi það sameiginlegt að vera að sækjast eftir því að hætta að reykja. „Þetta er engin töfraformúla og hentar ekki öllum en það heppnast hjá mörgum að hætta. Ég veit ekki um neinn sem fær sér rafsígarettu til að byrja að reykja.“ Slökkt í rettunni Erling Klingenberg myndlistar- maður var kominn í að reykja allt að tvo sígarettupakka á dag þegar hann ákvað að prófa rafsígarettuna fyrir um einu og hálfu ári, en önnur nikó- tínlyf, eins og tyggjó og plástrar, höfðu fram að því ekki dugað til að slökkva í sígarettunni. „Ég var búinn að vera að fylgjast með breskum vini mínum, sem var enn meiri reykingamaður en ég, nota rafsígarettur með góðum árangri. Ég varð forvitinn og ákvað að prófa og var enga stund að hætta að reykja sígarettur,“ segir Erling. Það eru skiptar skoðanir um raf- sígarettuna en Erling segir að hann þurfi ekki annað en að líta í eigin barm eða á vini sína sem eru líka komnir yfir í rafsígarettur til að sjá þann góða árangur sem þær skila í baráttunni við að hætta að reykja. „Ég finn mikinn mun á mér eftir þetta eina og hálfa ár, það er eins og ég sé hættur að reykja og maður get- ur ekki haft betri dómara en sjálfan sig.“ Gagnsemi rafsígarettunnar við að hætta að reykja byggist þó að mestu leyti á nikótínvökva sem er notaður í hana og reykingamaðurinn andar að sér. Rafsígarettur má selja hvar sem er hér á landi og vökva með bragði til fyllingar á þær en ekki með nikótíni. Nikótín fellur undir lyf og því mætti aðeins selja nikótínvökvann í lausa- sölu í apótekum, líkt og nikótín- tyggjó og nikótínplástra. Enn hefur enginn sótt um slíkt leyfi til Lyfja- stofnunar. Gestur hjá Gaxa segir mikið spurt um nikótínvökva í raf- retturnar og telur að ef hann kæmi í sölu hér á landi yrði margföldun í notkun rafsígarettna á kostnað hefð- bundinna reykinga. Heimilt er þó að flytja nikótínvökva til landsins til einkanota samkvæmt skilyrðum reglugerðar um innflutning einstak- linga á lyfjum til eigin nota. „Til að byrja með þarftu sterkan nikótínvökva, sérstaklega stórreyk- ingamenn eins og ég var. En svo lækkar þú nikótínmagnið smátt og smátt, trappar þig niður og endar í að „gufa“ bragðefni, hættir í nikótín- vökvanum. Það er til umræðu í Evr- ópusambandinu að takmarka nikó- tínmagnið í vökvanum en það er ekki gott að byrja í mjög lágum styrk því þá er virknin svo lítil og minni líkur á að manneskjan hætti að reykja síg- arettur,“ segir Erling. Tap tóbaksframleiðenda „Nýjustu fréttir frá Bretlandi eru þær að þeir telja að um 1,3 milljónir manna séu búnar að skipta frá sígar- ettum yfir í rafsígarettur. Það þýðir mikið tap hjá tóbaksframleiðendum en gríðarlegan sparnað í heilbrigð- iskerfinu þegar fram líða stundir. Sígarettuframleiðendur í Bandaríkj- unum eru með lobbíista um allt til að reyna að banna rafsígarettur, það eru miklir peningar á bak við þetta og því er þetta stríð. Það er líka ákveðinn hroki að leyfa sölu á sígar- ettum úti í búð en á sama tíma segja nikótínvökva lyf sem aðeins megi selja í apótekum. Ég hef mikla trú á að rafsígarettur séu góð leið til að út- rýma sígarettum og öllum þeirra fylgikvillum,“ segir Erling. Skiptar skoðanir um rafrettur  Sístækkandi hópur notar rafsígarettur hér á landi  Þykir árangursrík leið til að hætta að reykja hefðbundnar sígarettur  Nikótínvökvi ekki leyfður í almennri sölu enda nikótín skilgreint sem lyf Rafsígaretta Um er að ræða hylki sem inniheldur vökvalausn sem gufar upp þegar hún hitnar fyrir tilstuðlan batterís. Gufan inniheldur ekki tjöru. AFP Af þeim sem hætta að reykja er hlutfall þeirra sem nota rafsíga- rettur til þess ekki hærra en þeirra sem nota aðrar aðferðir, þetta kemur fram í bandarískri rannsókn sem kynnt var í vikunni. AFP grein- ir frá. Rannsóknin byggðist á svör- um 940 reykingamanna, 88 þeirra voru rafsígarettunotendur. Innan árs höfðu 13% þeirra sem tóku þátt í rannsókninni hætt að reykja. Þeir sem notuðu rafsígarettur voru ekki líklegri en hinir til að vera hættir innan árs. Þá varð raf- sígarettan oft viðbót við tóbaks- reykingar í staðinn fyrir að draga úr þeim. Í grein sem birtist í Independent 13. september 2013 segir að raf- sígarettur séu árangursríkari en nikótínplástrar til að hjálpa fólki að draga úr reykingum samkvæmt rannsókn sem var gerð í Nýja- Sjálandi. Í henni kemur fram að yf- ir helmingur þeirra, sem fengu raf- sígarettur, dró úr sígarettureyk- ingum um a.m.k. 50% yfir sex mánaða tímabil miðað við tvo fimmtu í þeim hóp sem fékk nikó- tínplástra. En jafn hluti af hóp- unum hætti alveg að reykja, eða einn af hverjum tuttugu. Í dagblaðinu New York Times á sunnudaginn birtist grein þar sem segir að það vanti reglugerðir og aðhald utan um sölu á nikótín- vökva í Bandaríkjunum. Slys á börnum sem hafi óvart innbyrt vökvann hafi aukist mikið. Þá hafi engar langtímarannsóknir komið fram um hvort rafsígarettur eru betri í að hjálpa fólki við að hætta að reykja en t.d nikótíntyggjó eða plástrar og engar rannsóknir sýni langtímaáhrifin af því að anda að sér nikótíngufu. Eru til gagns eða ógagns? ÝMISKONAR RANNSÓKNIR HAFA VERIÐ GERÐAR Brynjólfur Þorkelsson Framkvæmdastjóri binni@remax.is Sylvía GWalthersdóttir Löggiltur fasteignasali sylvia@remax.is „...veittu mér framúrskarandi þjónustu í alla staði“ „Katrín heiti ég. Þau hjónin Binni og Sylvía sáu um að selja húsið mitt sumarið 2013 og veittu mér framúrskarandi þjónustu í alla staði. Haldið var opið hús þar sem þau sáu um að bjóða fólkið velkomið og fylgdu opna húsinu svo eftir en það leiddi til sölu sem allir voru sáttir við. Ég mæli hiklaust með þessum sætu hjónum“ 820 8080 Hringdu núna og pantaðu frítt söluverðmat Hafið samband við Anders Ingemann Jensen í síma +45 4020 3238 og spjallið um óskir ykkar og væntingar. Það mun vera möguleiki á að fá einkafund með EBK um byggingaráætlun, annað hvort 1., 2. eða 3. apríl. Fundurinn verður haldinn á TOP CityLine Hotel Reykjavik Centrum. Nauðsynlegt er að panta fundartíma, annað hvort gegnum netfangið aj@ebk.dk eða í síma +45 4020 3238. Anders talar dönsku og ensku. EBK HUSE A/S hefur meira en 35 ára reynslu í uppsetningu á sumarhúsum, þar sem dönsk hönnun og gæði eru í fyrrirúmi. EBK hús eru meðal hinna leiðandi á markaðinum með 4 deildum í Danmörku og 3 í Þýskalandi. Við höfum líka margra ára reynslu í að byggja á Íslandi, í Þýskalandi, Færeyjum, Svíþjóð og Noregi. Við bjóðum danska hönnun til byggingar og innréttingar - við höfum nú þegar byggt 50 hús á Íslandi. EBK HUSE A/S, Skovsøvej 15, DK-4200 Slagelse Anders Ingemann Jensen, Sími +45 4020 3238, Netfang: aj@ebk.dk 14 13 7 Hefur þú hug á að byggja nýtt sumarhús? WWW.EBK.DK DÖNSK HÖNNUN OG ARKITEKTÚR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.