Morgunblaðið - 26.03.2014, Page 20

Morgunblaðið - 26.03.2014, Page 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2014 Kristján Jónsson kjon@mbl.is Barack Obama Bandaríkjaforseti hyggst leggja fram tillögur um breytingar á lögum sem eiga að þrengja verulega rétt Þjóðarörygg- isstofnunar landsins, NSA, til að safna skipulega upplýsingum um símanotkun borgaranna, að sögn New York Times. Gögnin munu þá verða varðveitt hjá símafyrirtækjun- um en NSA mun þurfa nýja gerð dómaraúrskurðar til að fá afhent af- mörkuð gögn frá þeim. Efasemdamenn segja að það fari mjög eftir orðalagi nýju laganna hvort um raun- verulega breyt- ingu verði að ræða eða bara fegraða mynd af þeim gömlu. Ef til vill ætli Obama sér aðeins að friða gagnrýn- endur innan- lands. „Lykil- spurningarnar eru hvort algerlega verður bundinn endi á allsherjarsöfnunina og eftirlit dómskerfisins verður nægilega öfl- ugt,“ segir Zeke Johnson hjá Banda- ríkjadeild mannréttindasamtakanna Amnesty International. Í væntanlegum tillögum forsetans er sagt að gamla tilhögunin verði enn við lýði í 90 daga. Yfirmenn njósna- stofnana hafa sagt að þessi mikla gagnasöfnun, sem miðar að því að greina fjarskipti meintra hryðju- verkamanna, sé nauðsynleg til að tryggja öryggi borgaranna og ríkis- ins. Ekki sé í reynd verið að hlera boðskipti venjulegra borgara. En mörgum talsmönnum persónu- verndar og mannréttinda hefur of- boðið hve víðtækar heimildir NSA hefur til að safna gögnum og jafn- framt hve dómarar hafa verið fúsir til að veita hlerunarheimildir. Vill skerða völd NSA  Obama ætlar að leggja fram tillögur um takmarkanir á gagnasöfnun  Efasemdir um að í reynd verði um mikið meira en fegrunaraðgerð að ræða Hugsanleg málamiðlun » Uppljóstranir Edwards Snowdens, fyrrverandi verk- taka hjá NSA, hafa sýnt að umfang gagnasöfnunar var mun víðtækara en almennt var talið. » Washington Post hefur eftir áhrifamiklum þingmanni repú- blikana, Mike Rogers, að unnið sé að gerð tillögu um mála- miðlun sem menn geti sæst á. Barack Obama Enn er yfir 170 manns saknað eftir aurskrið- una miklu skammt frá Seattle í Wash- ington-ríki. Vit- að er að minnst 14 fórust. Björg- unarmenn fundu í gær fjögurra ára dreng, Jacob Spiller, á lífi inn- an um brak í skriðunni. Föður hans og bróður er enn saknað. Keðjusagir eru m.a. notaðar við að komast í gegnum brak húsa á svæðinu og ættingjar nota sumir hverjir í örvæntingu hendurnar til að grafa í von um að finna ástvini sína á lífi. Skriðan féll á bæinn Oso, um 90 kílómetrum norður af Seattle, á laugardagsmorgun þegar flestir íbúanna voru enn heima. Hún rann yfir um 30 hús og sundraði flestum þeirra algjörlega, mörg hús að auki skemmdust. kjon@mbl.is WASHINGTON-RÍKI Barn fannst á lífi í aurskriðunni Leðju mokað í Washington. Vopnaðir menn gerðu í gær árás á skrifstofur yfirkjörstjórnar í Kabúl, höfuðborg Afganistans, einn þeirra sprengdi sig. Hinir komust inn í húsið en óljóst var um mannfall þegar síðast fréttist. Forsetakosningar fara fram í landinu 5. apríl nk. en þá munu Afganar velja arftaka Hamids Karzais, núverandi forseta. Þetta er ekki fyrsta árásin sem á sér stað nú rétt fyrir kosningarnar. BBC segir að talibanar ætli að sniðganga kosningarnar og trufla þær. Þeir álíta lýðræði stangast á við boðskap íslams. kjon@mbl.is AFGANISTAN Árás á kjörstjórn Utanríkisráð- herra Rússlands, Sergei Lavrov og bráðabirgða- stjórnarinnar í Úkraínu, Andríi Desístsía, hittust í gær á bráða- fundi í tengslum við alþjóðafund um kjarnorkumál í Haag. Var þetta í fyrsta sinn sem Rússar samþykkja að hitta háttsettan fulltrúa Úkra- ínu. Úkraínumenn óttast enn rúss- neska innrás í austurhéruðin. kjon@mbl.is ÚKRAÍNA-RÚSSLAND Fyrsti fundur ráðherranna Andríi Desístsía Rússneskir sjóliðar á þilfari Alexandrovets, kor- vettu sem notuð er gegn kafbátum, skipið er á leið til Sevastopol á Krímskaga. Þar er ein af stærstu flotahöfnum Rússa. Búið er að innlima Krím í Rússland, rúblan er orðin að gjaldmiðli héraðsins og fljótlega verður fleira samræmt. Rússar hafa auk þess rænt herskipum Úkraínumanna og á mánudag ákvað stjórnin í Kíev að kalla heim alla hermenn á skaganum. Úkraínska þingið samþykkti í gærmorgun lausnarbeiðni Ígors Tenjúks, aðmíráls og varn- armálaráðherra. Hann hefur sætt gagnrýni fyrir að hafa ekki beitt sér nægilega mikið til að verja úkraínska hermenn á Krímskaga. Háttsettir liðs- foringjar reyndu árangurslaust að fá fyrirmæli frá Kíev um viðbrögð þegar ráðist var á bæki- stöðvar þeirra. Margir úkraínskir hermenn í Krím hafa síðustu daga annaðhvort gengið í lið með rússneskum stjórnvöldum eða yfirgefið svæðið. Míkhaílo Kovaljov undirhershöfðingi er nýr varnarmálaráðherra. Tenjúk er úr flokki ákafra þjóðernissinna, Svoboda (Frelsi), en leiðtogi ann- arra þjóðernissamtaka, Sashko Bílí, öðru nafni Oleksander Músítsko, var skotinn í gær í vest- urhluta landsins þegar hann reyndi að verjast handtöku vegna þátttöku í skipulögðum glæpum. AFP Úkraínskir hermenn kallaðir heim frá Krím Hátúni 6a • 105 Rvk • Sími 552 4420 • fonix.is ELDHÚSTÆKI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.