Morgunblaðið - 26.03.2014, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 26.03.2014, Qupperneq 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. MARS 2014 Ínorsku uppvakningagrínhroll-vekjunni Død Snø, eða Dauð-ur snjór, frá árinu 2009, segiraf átta læknanemum sem halda í páskafrí í norskum fjallakofa og komast að því að nasistar ofsóttu íbúa svæðisins rúmum sextíu árum fyrr og rupluðu þar og rændu allt þar til íbúar gerðu uppreisn undir lok seinni heimsstyrjaldar. Flúði þá foringi nasistahópsins, Herzog, til fjalla ásamt herflokki sínum með hluta af ránsfengnum og frusu þeir í hel. Þennan nasistafjársjóð finna læknanemarnir og vakna þá nasist- arnir til lífsins og fara að brytja nemana niður. Einn þeirra kemst þó lífs af, Martin, eftir að hafa þurft að saga af sér hægri framhandlegg og drepa kærustuna sína með öxi. Víkur þá sögunni að framhalds- myndinni, Dauðum snjó 2, sem tekin var upp að mestu á Íslandi, m.a. á Eyrarbakka, í fyrra. Í byrjun mynd- ar tekst Martin að flýja keyrandi undan nasista-uppvakningunum með foringjann Herzog hangandi ut- an á bílnum. Sá missir handlegginn í átökunum og verður hann eftir í bílnum. Martin missir rænuna, veltir bílnum og þegar hann kemst til með- vitundar liggur hann handjárnaður við sjúkrarúm á spítala og búið að græða á hann handlegg nasistans, hægri handlegg djöfulsins. Hand- leggurinn tekur völdin af Martin með kostulegum og afar blóðugum afleiðingum. Martin tekst að flýja af sjúkrahúsinu og hafa samband við hóp bandarískra uppvakningaveiði- manna sem halda til Noregs til að aðstoða hann við að útrýma upp- vakningunum. Í ljós kemur að nas- istarnir ætla að ljúka verkefni sem Hitler fól þeim, að útrýma öllum íbú- um smábæjar í Norður-Noregi og er Eyrarbakki í hlutverki bæjarins í myndinni. Tíminn er naumur og til þess að útrýma nasistunum þarf Martin að vekja til lífsins rússneska hermenn sem Herzog og hans menn slátruðu. Dauður snjór 2 er skemmtileg grínhrollvekja og eflaust skemmti- legri fyrir Íslendinga en aðrar þjóðir þar sem fjöldi íslenskra leikara og statista kemur við sögu, þó stutt sé, flestir brytjaðir niður nokkrum sek- úndum eftir að þeir birtast. Má þar m.a. nefna hinn ágæta Guðmund Ólafsson sem drepinn er af nasista þar sem hann situr á klósettinu og er að lesa dagblað. Blóðsúthellingarnar eru allsvakalegar og greinilegt að leikstjórinn hefur mikið hugmynda- flug þegar kemur að skrautlegum slátrunum. Þá eru garnir fórnar- lamba nýttar til ýmissa hagnýtra verka sem ekki verður farið nánar út í hér. Dauður snjór 2 gefur sambæri- legum Hollywood- myndum ekkert eftir í gæðum, kostulegir búningar og gervi og brellur fínar. Þá standa leikarar sig ágætlega og fer þar fremstur í flokki Vegar Hoel í býsna erfiðu hlutverki Martins. Atriðin þar sem nasistahandleggurinn tekur af honum völdin eru t.a.m. spreng- hlægileg. Ef ekki væri fyrir fanta- gott grín væri Dauður snjór 2 upp- vakningamynd í meðallagi. Blek- svart og blóðugt spaug gerir mynd- ina að ágætisskemmtun en hún er ekki fyrir klígjugjarna, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Hægri handleggur djöfulsins Hroðalegir Nasistauppvakningar á íslenskri heiði. Foringinn Herzog í forgrunni. Dauður snjór 2 er sótsvört grínhrollvekja. Háskólabíó, Smárabíó og Borgarbíó Dauður snjór 2/Død Snø 2 bbbnn Leikstjóri: Tommy Virkola. Aðalhlutvek: Vegar Hoel, Martin Starr, Derek Mears, Amrita Acharia, Ingrid Haas, Stig Frode Henriksen, Örjan Garnst og Jocelyn DeBoer. Noregur, Ísland, 2014. 100 mín. HELGI SNÆR SIGURÐSSON KVIKMYNDIR Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð stendur nú yfir í Bíó Paradís og hefur aðsóknin verið mun meiri í ár en að hátíðinni í fyrra. Fullt var út úr dyrum á frumsýningum tveggja mynda hátíðarinnar, Antboy og Andri og Edda verða bestu vinir. Hátíðin stendur til 30. mars og eru ýmsir sérviðburðir á dagskrá henn- ar, m.a. hryllingsmyndakvöld 29. mars ætlað 15 ára og eldri en á því verða sýndar stuttmyndin Memoria eftir Elísabetu Ýr Atladóttur og japanska teiknimyndin Vampire Hunter D: Bloodlust. Einnig verða sýndar klassískar gamanmyndir frá þögla tímabilinu, The Kid eftir Charles Chaplin og Safety Last! eft- ir Harold Lloyd. Af öðrum áhuga- verðum myndum má nefna teikni- myndna Le jour des corneilles, eða Dag krákanna, eftir Jean-Christ- ophe Dessaint en einn af forsprökk- um frönsku nýbylgjunnar, Claude Chabrol, leiklas inn á myndina skömmu áður en hann lést. Aukin aðsókn að barnakvikmyndahátíð Krakkinn Úr sígildri kvikmynd Charles Chaplin, The Kid, frá árinu 1921. Menningarhúsið Mengi tekur þátt í Hönnunarmars og sýnir innsetn- ingu á nýrri húsgagnalínu hönn- unarteymisins Volka sem ber heitið Viti by Volki. Í línunni eru inni- og útihúsgögn unnin út frá formi og hlutverki vitans, eins og segir í til- kynningu. Volki er hugarfóstur El- ísabetar Jónsdóttur og Olgu Hrafnsdóttur og verður línan af- hjúpuð kl. 17. Á föstudaginn treður teiknarinn og grínistinn Hugleikur Dagsson upp og fer með gamanmál og segir í til- kynningu að von sé á sjóðheitum upphiturum. Rapparinn Cell7 skemmtir gest- um Mengis svo á laugardaginn, flytur efni af fyrstu skífu sinni, Cellf, sem gefin var út í fyrra, auk annarra laga. Hönnun, gamanmál og rapp í Mengi Ragna Kjartans- dóttir er Cell7 F A X : 5 6 5 -2 3 6 7 N ET FA N G :V EI SL UL IS T@ VE IS LU LIS T.I S ST O FN AÐ 19 75 Skútan H Ó L S H R A U N 3 220 HAFNARJÖRÐUR SÍMAR: 555-1810 / 565-1810 WWW.VEISLULIST. IS PANTANIR FYRIR VEISLUR ÞURFA AÐ BERAST TÍMALEGA. GÓÐ FERMINGARVEISLA GLEYMIST SEINT... Fermingar- veisla Bjóðum nokkrar gerðir af fermingarborðum. Fjölbreyttir réttir smáréttaborðanna okkar henta bæði í hádegis- og kvöldveislur. Tertu og Tapasborð frá 3.640.- Fermingar kaffihlaðborð frá 2.148.- Súpa brauð og smáréttir frá 2.821.- 1 2 3 PÁSKABLAÐIÐ: –– Meira fyrir lesendur PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA: fyrir kl. 16 mánudaginn 7. apríl. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is SÉRBLAÐMorgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað tileinkað páskahátíðinni föstudaginn 11. apríl Í blaðinu verða girnilegar uppskriftir að veislumat og öðrum gómsætum réttum ásamt páskaskreytingum, páskeggjum, ferðalögum og fleira

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.