Morgunblaðið - 28.03.2014, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MARS 2014
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
mánudaginn 31. mars, kl. 18
í Gallerí Fold, á Rauðarárstíg
Jóhannes S. Kjarval
Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna svo og
fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna.
Verkin verða sýnd í dag föstudag kl. 10–18, laugardag kl. 11–17,
sunnudag kl. 12–17, mánudag kl. 10–17
Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is
Listmunauppboð
í Gallerí Fold
Í frétt Mbl í gær sagði:
Héraðsdómur Suðurlandsdæmdi í dag konu til skil-
orðsbundinnar fangelsisvistar fyr-
ir tilraun til fjár-
svika og gripdeild.
Þýfið var límbands-
rúlla, að verðmæti
599 kr., sem konan
greip úr hillu á
bensínstöð og
reyndi að blekkja
afgreiðslumanninn
til að skipta fyrir
aðra vöru.
Brotið átti sér stað að kvöldisunnudagsins 6. október
2013, í verslun Shell við Aust-
urmörk í Hveragerði. Í ákæru
kemur fram að konan hafi gripið
límbandsrúlluna úr hillu og rak-
leiðis farið að afgreiðsluborði
verslunarinnar þar sem hún
reyndi að blekkja afgreiðslumann-
inn til að skipta límbandsrúllunni
fyrir aðra vöru í versluninni.
Þegar henni var neitað umskiptin fór konan með um-
rædda límbandsrúllu ógreidda út
úr versluninni. Ákæruvaldið, sem
var sýslumaðurinn á Selfossi,
krafðist þess að konunni yrði refs-
að fyrir athæfið.
Konan hefur einu sinni áður
sætt refsingu, því árið 2009 gerði
hún sátt við lögreglustjórann á
höfuðborgarsvæðinu um greiðslu
sektar vegna brots gegn 244. gr.
almennra hegningarlaga, um
þjófnað á fjármunum eða orku-
forða.
Í ljósi skýlausrar játningar kon-unnar þótti hæfileg refsing
vera 30 daga skilorðsbundið fang-
elsi auk greiðslu alls sakarkostn-
aðar, 110.000 króna.“
Þarna vafðist ekki „óljós“ kröfu-gerð fyrir íslensku réttlæti.
Límbandinginn
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 27.3., kl. 18.00
Reykjavík 1 snjóél
Bolungarvík 3 skýjað
Akureyri 4 alskýjað
Nuuk -11 skafrenningur
Þórshöfn 7 léttskýjað
Ósló 6 heiðskírt
Kaupmannahöfn 5 skýjað
Stokkhólmur 8 heiðskírt
Helsinki 7 heiðskírt
Lúxemborg 12 heiðskírt
Brussel 10 léttskýjað
Dublin 6 skýjað
Glasgow 7 léttskýjað
London 7 léttskýjað
París 11 heiðskírt
Amsterdam 12 léttskýjað
Hamborg 8 léttskýjað
Berlín 12 léttskýjað
Vín 15 skýjað
Moskva 7 heiðskírt
Algarve 12 skýjað
Madríd 12 skýjað
Barcelona 13 léttskýjað
Mallorca 11 skýjað
Róm 11 skúrir
Aþena 17 alskýjað
Winnipeg -12 léttskýjað
Montreal -7 skýjað
New York 1 heiðskírt
Chicago 3 skúrir
Orlando 18 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
28. mars Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 6:59 20:07
ÍSAFJÖRÐUR 7:02 20:15
SIGLUFJÖRÐUR 6:45 19:58
DJÚPIVOGUR 6:29 19:37
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Fimm ára bekkur hefur verið starf-
ræktur við Hvaleyrarskóla í Hafnar-
firði í tvö ár en næsta haust er stefn-
an að fjölga fimm ára nemendum í
skólanum og festa starfið enn betur í
sessi.
„Farið var af stað með þetta verk-
efni fyrir tveimur árum vegna hús-
næðisvandræða í leikskólanum. Þá
kom upp sú hugmynd að taka fimm
ára börn inn í Hvaleyrarskóla því
hér var pláss. Við erum því búin að
vera með litla fimm ára deild, með
ellefu til tólf nemendum, tvö skóla-
ár,“ segir Helgi Arnarson, skóla-
stjóri Hvaleyrarskóla. „Nú er ekki
lengur jafn ríkur húsnæðisvandi í
leikskólanum en fimm ára deildin
hefur gefist vel þannig að við viljum
halda henni áfram,“ bætir Helgi við.
Áherslurnar í skólastarfinu munu þó
aðeins breytast í haust og nemend-
um fjölgað upp í um sextán. „Það má
segja að deildin hafi verið rekin sem
leikskóladeild inni í grunnskólahús-
næðinu en við viljum ganga aðeins
lengra og fylgja grunnskólanum. Við
höfum fylgt skóladagatali leikskól-
ans hingað til en það hafa verið
ákveðnir árekstrar við það svo við
munum í haust fylgja skóladagatali
grunnskólans enda lítum við á þetta
sem yngsta bekkinn í grunnskólan-
um. Farið verður eftir námskrá leik-
skólans í bland við námskrá yngstu
bekkja grunnskólans.“
Helgi segir að þau hafi skoðað
starf fimm ára bekkja í Landakots-
skóla og Ísaksskóla þegar þau fóru
af stað fyrir tveimur árum og að þau
séu nú að fara meira í þá áttina. „Það
er flott fyrir Hafnarfjörð að geta
boðið upp á mismunandi valkosti fyr-
ir foreldra.“
Helgi segir ekki marga almenna
skóla vera með fimm ára deild en þó
hafi verið nokkur gerjun undanfarin
ár með mismunandi skólagerðir.
Fræðsluráð Hafnarfjarðarbæjar
tók málið fyrir á fundi síðasta mánu-
dag og í fundargerð segir að ráðið
samþykki að rekin verði fimm ára
deild við Hvaleyrarskóla verði þátt-
taka nægjanleg og mat verði gert á
árangri.
Fimm ára bekkur reynst vel
Nám fyrir 5 ára börn í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði verður fest í sessi í haust
Nemendum verður fjölgað og farið eftir aðalnámskrá grunn- og leikskóla
Morgunblaðið/Þórður
Hvaleyrarskóli Markmiðið með því að starfrækja 5 ára deild er að bjóða
foreldrum upp á valkost sem er ólíkur öðrum valkostum í sveitarfélaginu.
Héraðsdómur
Suðurlands hef-
ur vísað frá kröf-
um landeigenda
við Markarfljót á
hendur Rang-
árþingi eystra,
Vegagerðinni og
Landgræðslu
ríkisins.
Landeigendurnir kröfðust þess
að dómurinn ógilti framkvæmda-
leyfi, sem sveitarstjórn Rangár-
þings eystra veitti haustið 2010
vegna viðgerða og enduruppbygg-
ingar á flóðvarnargarði við Þór-
ólfsfell. Þá var þess krafist að
Landgræðslan og Vegagerðin yrðu
dæmd til að koma varnargörðunum
í það horf að Markarfljót falli í sinn
forna farveg eins og hann var fyrir
eldgosið í Eyjafjallajökli í apríl
2010. Einnig kröfðust landeigend-
urnir viðurkenningar á bótaskyldu.
Öllum þessum kröfum var vísað frá.
Kröfum vegna Mark-
arfljóts vísað frá