Morgunblaðið - 28.03.2014, Side 12

Morgunblaðið - 28.03.2014, Side 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MARS 2014 AÐAL- FUNDUR VM 4 . a p r í l 2 0 1 4a ð G r a n d H ó t e lí R e y k j a v í k DAGSKRÁ: ■ Kl. 17.00. Setning aðalfundar og kosning fundarstjóra ■ Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins ■ Reikningar félagsins og sjóða ■ Umræður um skýrslu og reikninga ■ Kjör endurskoðenda ■ Reglugerða- og lagabreytingar ■ Ákvörðun stjórnarlauna ■ Lýst kjöri stjórnar og varastjórnar VM í stjórnarkjöri 2014 ■ Kjör í nefndir og stjórnir sjóða ■ Kjör í fulltrúaráð ■ Önnur mál Boðið verður upp á léttar veitingar að fundi loknum Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is flottir í flísum Spurð hvort sýningarnar níu á Ragnheiði skili Íslensku óperunni hagnaði bendir Steinunn á að afar kostnaðarsamt sé að setja upp svo metnaðarfulla sýningu. „Það er engin ópera sem greiðir alveg niður eigin stofnkostnað, vegna þess hversu kostnaðarsamt það er að setja upp óperu, það eru til að mynda á annað hundrað manns sem koma að uppsetning- unni á Ragnheiði og æfingatíma- bilið er 7-8 vikur. Svo til allar sýn- ingar í Eldborg standa undir kvöldkostnaði, sem í Gamla Bíói var aldrei möguleiki, vegna sæta- fjöldans. En í Eldborg, sem er með þrefalt fleiri sætum en Gamla bíó var, þegar sýningar eru seldar upp í rjáfur, eins og hefur verið tilfellið með Ragnheiði, þá verður til smá- vegis framlegð sem fer upp í að greiða niður stofnkostnaðinn.“ Til gamans setti blaðamaður upp Eldborgarsalinn í reiknitöflu, miðað við miðaframboð og verð á óperusýninguna Ragnheiði. Greiði allir gestir, alls 1.405, fullt verð eru hámarkstekjur af hverri sýningu 10,6 milljónir, alls 95,6 milljónir af níu sýningum. Steinunn bendir á að eldri borg- arar og ungt fólk fái afslátt, auk þess sem stærri hópar fái afslátt. Smáhagnaður er af sýningum HÁMARKSTEKJUR VÆRU 96 MILLJÓNIR VIÐTAL Baldur Arnarson baldura@mbl.is Íslenska óperan Ragnheiður er orð- in sjöunda vinsælasta ópera í þrjátíu ára sögu Íslensku óperunnar, sé miðað við miðasölu í einni sýningar- lotu. Þrátt fyrir mikla aðsókn er ekki unnt að fjölga sýningum í bili. Ragn- heiður er þegar orðin vinsælasta ís- lenska óperan en hún er 79. verkefni Íslensku óperunnar. Alls höfðu tæplega tólf þúsund miðar selst á Ragnheiði í gær, fimmtudag, en til samanburðar seld- ust um 12.300 miðar á Töfraflautu Mozarts haustið 2011, fyrstu óperu- sýninguna í Hörpu. Er Ragnheiður þar með orðin önnur vinsælasta óperusýningin í Hörpu og verður hún líklega orðin sú sjötta vinsæl- asta í sögu Íslensku óperunnar þeg- ar dagurinn í dag er á enda. Sígaunabaróninn vinsælastur Flestir miðar á eina óperusýningu seldust á Sígaunabaróninn, óperu Johann Strauss, eða 22.952, en það var fyrsta verk Íslensku óperunnar sem sýnt var í Gamla Bíói þegar það var vígt sem óperuhús í janúar 1982. Eru vinsælustu sýningar Íslensku óperunnar tilgreindar hér til hliðar. Höfundar Ragnheiðar eru þeir Gunnar Þórðarson og Friðrik Erl- ingsson. Steinunn Þórhallsdóttir, kynningarstjóri Íslensku óperunnar, segir ekki gerlegt að fjölga sýn- ingum á Ragnheiði. Upphaflega hafi þrjár sýningar verið skipulagðar en þær eru nú orðnar níu. „Það er ekki svo hægt um vik að setja á sýningar í Eldborg vegna að- stæðna í húsinu. Það eru að koma páskar og svo er Eldborg bókuð dag eftir dag. Þess utan koma yfir hundrað listamenn að sýningunni frá mörgum löndum og þeir eru bók- aðir langt fram í tímann. Við skipu- lögðum upphaflega þrjár til fjórar sýningar á Ragnheiði. Með velvilja fjölmargra aðila í íslensku tónlistar- lífi náðum við að búa svo um hnútana að hægt var að bæta við öllum þess- um aukasýningum. Það hafa allir verið boðnir og bún- ir að hliðra til tímasetningum á öðr- um tónleikum og slíku. Hljómsveit- arstjórinn Petri Sakari flýgur frá Finnlandi til að geta stjórnað hjá okkur þessa aukadaga. Guðrún Jó- hanna Ólafsdóttir starfar á Spáni og hún þurfti að semja við hljóm- sveitarstjóra í verkefni þar til að geta verið með í viðbótarsýning- unum. Það lítur því út fyrir að 6. apr- íl verði síðasta sýningin á Ragn- heiði.“ Rúmlega 1.400 sæti á sýningu Hámarkssætafjöldi á óperusýn- ingu í Eldborgarsal Hörpu er 1.404, en til samanburðar voru 473 sæti í Gamla bíói. Miðasalan á Ragnheiði samsvarar því ef selst hefði upp á 25 sýningar í Gamla bíói. Harpan var opnuð 4. maí 2011 og hófust óperu- sýningar þá um haustið, sem áður segir. Til samanburðar tekur Eldborgarsalurinn um 1.800 manns í sæti að hámarki Dómar um óperuna Ragnheiði hafa verið einkar lofsamlegir og kæmi ekki á óvart ef hún sneri aftur á fjalirnar. Ljósmynd/Gísli Egill Hrafnsson/Birt með leyfi Íslensku óperunnar Örlagasaga lifnar við Elmar Gilbertsson og Þóra Einarsdóttir fara með aðalhlutverkin í sýningunni. Sú sjöunda vinsælasta frá upphafi  Góð aðsókn á óperuna Ragnheiði Vinsælustu óperurnar í sögu Íslensku óperunnar ÁrSæti Áhorfendur Í Gamla bíói Fjöldi sýninga* Í EldborgÓpera *Gamla bíó tók 473 áhorfendur í sæti á óperusýningar. Hámarkssætafjöldi á óperusýningu í Eldborg er 1.404 sæti Hér er áhorfendafjöldinn umreiknaður í sætafjöldann á hvorum stað. Sýningarnar 2011 og 2014 fóru fram í Hörpu. ** Klukkan 14 í gær. 1982 1982 1991 1987 1984 2011 2014 1986 49 41 35 32 32 27 27 30 16,3 13,7 11,7 10,7 10,7 9 9 10 1 2 3 4 5 6 7 8 22.952 17.582 14.660 14.038 13.257 12.304 11.970** 11.358 Heimild: Kynningardeild Íslensku óperunnar Sígaunabaróninn Töfraflautan Töfraflautan Aida Carmen Töfraflautan Ragnheiður Il Trovatore

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.