Morgunblaðið - 28.03.2014, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. MARS 2014
svikinn sem leggi leið sína í Dala-
búð á morgun. „Þetta verða end-
urnýjuð kynni, söngur, bros og fal-
legar minningar í stutta
dagstund.“
Færri komust að en vildu
Dagskráin í Dalabúð er þó ekki
hið eina sem gert hefur verið til
minningar um Jón, því að á mið-
vikudagskvöldið voru haldnir
glæsilegir tónleikar í Vídalíns-
kirkju í Garðabæ og þóttu þeir vel-
heppnaðir í alla staði. Var þétt set-
ið á hverjum bekk og komust mun
færri að en vildu í kirkjuna til að
hlýða á dagskrána, þar sem sungin
voru mörg af þekktustu lögum
Jóns, þar á meðal nokkur sem
MA-kvartettinn gerði fræg á sín-
um tíma. Flytjendur laga voru þau
Unnur Helga Möller, Una Dóra
Þorbjörnsdóttir, Unnur Birna
Björnsdóttir, Guðmundur Dav-
íðsson, Jóhann Björn Ævarsson og
Sigurður Helgi Oddsson, sem jafn-
framt var kynnir. Auk þeirra
sungu Háskólakvartettinn og
Karlakór Reykjavíkur. Voru flytj-
endurnir hver öðrum betri, og ljóst
að lög Jóns eiga enn fullt erindi
við Íslendinga í dag.
Ljósmynd/Jón Kári Hilmarsson
Syngdu mig heim Húsfyllir var á tónleikum í Vídalínskirkju á miðvikudag-
inn, þar sem sungin voru lög Jóns frá Ljárskógum.
Eftir Jón frá Ljárskógum liggur
stórt safn kvæða og sönglaga.
Mörg þeirra hafa lifað með þjóð-
inni lengi, og eru sungin þar
sem hist er á mannamótum og
við ýmis tækifæri.
Útgefnar ljóðabækur Jóns eru
Syngið strengir, sem kom út árið
1941, Hörpuljóð frá árinu 1942
og Gamlar syndir og nýjar, sem
kom út eftir andlát Jóns árið
1947. Ljóð hans voru tekin sam-
an í einu riti sem kom út árið
1976, auk þess sem nótnaheftið
Kveðja heimanað kom út árið
2003, en þar var að finna 29 af
sönglögum þeim sem Jón samdi.
Auk þessa þýddi Jón margar
bækur, en hann var mikill tungu-
málamaður.
Rithönd Jóns þótti listilega
góð og hefur Morgunblaðið feng-
ið leyfi frá fjölskyldu hans til
þess að birta hér myndir af fag-
urlega skreyttu nótnasafni hans,
en það er nú geymt í hand-
ritasafni Landsbókasafns.
Fjöldinn allur
af ljóðum og
sönglögum
sem lifir enn
ÆVISTARF JÓNS JÓNSSONAR FRÁ LJÁRSKÓGUM
Fallega skreytt Utanáskrift Jóns fyrir kvæðið Söknuð.
Nóturnar Syngdu mig heim er
eitt af þekktari ljóðum Jóns.
Rithöndin góða Hér er hluti af
kvæðinu Kveðja heimanað.