Morgunblaðið - 20.03.2014, Side 2
Arðgreiðslur
í milljónum króna Arður Hlutfall af hagnaði
A
rð
gr
ei
ðs
lu
r
H
lu
tf
al
la
fh
ag
na
ði
3.000
2.500
2.000
1.500
1.000
500
0
300%
250%
200%
150%
100%
50%
0%
Icelandair N1 ÖssurVÍS TM Eimskip
2.150
31%
85%
259%
70%
20% 30%
1.831
1.650
1.454
959
505
BAKSVIÐ
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Fyrirtæki sem skráð eru í Kaup-
höll munu greiða 8,6 milljarða
króna í arð á næstunni. Sex fyr-
irtæki af tíu sem birt hafa uppgjör
munu greiða út arð. Sú fjárhæð
gæti aukist því Hagar eiga eftir að
birta ársuppgjör og upplýsa um
hvernig ráðstafa skuli hagnaðinum
sem nam 2,8 milljörðum á fyrstu
níu mánuðum ársins. Í fyrra
greiddu Hagar tæplega 600 millj-
ónir í arð.
Arðgreiðslur voru ekki áber-
andi hjá skráðum félögum í upp-
sveiflunni enda var fjármagnið oft
nýtt til vaxtar t.d. með yfirtökum.
Ari Freyr Hermannsson, sérfræð-
ingur hjá IFS ráðgjöf, segir að
markaðurinn hafi kallað eftir arð-
greiðslum frá fyrirtækjum sem
sjái ekki fram á að geta vaxið.
Hann bendir á að TM hyggist
kaupa eigin bréf fyrir allt að 600
milljónir króna samhliða arð-
greiðslu og nefnir að því svipi til
arðgreiðslu, og að hluthafar hafi
fjárfest fyrir arðinn aftur í félag-
inu.
Stefán Broddi Guðjónsson,
sérfræðingur á greiningardeild
Arion banka, segir að miðað við
þetta séu skráðu félögin að greiða
út sem samsvari um þriðjungi af
hagnaði í arð til hluthafa. „Þá
samsvara þessar arðgreiðslur um
2% af samanlögðu markaðsvirði
félaganna. Slíkt arðgreiðsluhlutfall
er í ágætu samræmi við það sem
er t.d. í Bandaríkjunum,“ segir
hann.
Hvert fara peningarnir?
Þessar arðgreiðslur, sem hljóða
upp á 8,6 milljarða, vekja upp
spurningarnar: Hvert munu fjár-
munirnir leita? Aftur á mark-
aðinn? Ekki er hægt að fjárfesta
erlendis og fjárfestingarkostir á
Íslandi eru af skornum skammti.
„Alveg eins og gerist með af-
borganir og vexti þá munu fjár-
festar þurfa að leita fjárfesting-
arkosta fyrir það fjármagn sem
félögin greiða þeim til baka í
formi arðs. Sjálfsagt mun eitthvað
af því leita inn á hlutabréfamark-
að á ný svo sem í gegnum þátt-
töku í þeim útboðum sem fram-
undan eru,“ segir Stefán Broddi.
Það styttist í útboð HB Granda og
Sjóvár.
Kristján Markús Bragason,
aðalgreinir hjá Greiningu Íslands-
banka, segir að við greiningu sem
þessa þurfi að skoða hluthafahópa
fyrirtækja á markaði.
Samkvæmt gögnum frá Ís-
landsbanka eru lífeyrissjóðir um-
svifamiklir á hlutabréfamarkaði og
eiga t.d. 18-44% í félögum á mark-
aði ef litið er fram hjá hlutafjár-
eign Framtakssjóðs Íslands sem á
21% hlut í N1.
Kristján Markús segist halda
að núverandi samsetning eigna líf-
eyrissjóðanna myndi ekki riðlast
það mikið við þessa arðgreiðslu að
leiðrétta þyrfti fyrir slíku og því
megi draga þá ályktun að þeir
endurfjárfesti arðgreiðsluna í
sömu hlutföllum og nemur eign
þeirra í félögunum. Það væri hin
klassíska fjármálalega nálgun, að
gera ráð fyrir fullri endurfjárfest-
ingu þannig að hlutfallið riðlist
ekki, því verð hlutafélaganna ætti
að lækka krónu fyrir krónu sem
næmi arðgreiðslunni. „Reyndar er
allur gangur á því hvort það ger-
ist,“ segir hann.
Lífeyrissjóðirnir vaxa
Kristján Markús bendir á að
vegna jákvæðs fjárstreymis til líf-
eyrissjóðanna til skemmri og með-
allangs tíma sem stafi af því að ið-
gjöld séu umfram bætur auk
afborgana og vaxta af skulda-
bréfaeign er fjárfestingarþörf
þeirra mikil. Þá séu sjóðirnir í
raun undir sínum hærri mörkum
þegar kemur að hlutabréfaeign í
hlutfalli af heildareignum.
„Mitt mat væri að þessi arð-
greiðsla sem til lífeyrissjóðanna
fer, myndi enda á markaðnum,
bæði hefur markaðurinn örlítið
verið að gefa eftir núna – K-90
vísitala greiningardeildar Íslands-
banka hefur lækkað um rúmlega
5% frá áramótum – og því ekki
ólíklegt að það ýti enn frekar á
endurkaup í félögunum en alveg
öruggt er að lífeyrissjóðskerfið í
heild sinni mun hafa mikinn áhuga
á að fjárfesta í HB Granda sem
bráðlega verður skráður á mark-
að.
Hvað aðrir hluthafar en líf-
eyrissjóðirnir gera við sína arð-
greiðslu er mjög erfitt að spá fyrir
mig. Sumir greiða niður lán og
aðrir munu endurfjárfesta,“ segir
Kristján Markús.
Greiða 8,6 milljarða í arð
Morgunarblaðið/Ómar
Kauphöll Eflaust verður fjárfest fyrir hluta af arðinum aftur á markaðnum.
Sex fyrirtæki sem skráð eru í Kauphöll munu greiða út samtals 8,6 milljarða króna í arð á næstunni
Lífeyrissjóðir eru stórir hluthafar í fyrirtækjunum og munu því fá stærsta hlut arðgreiðslunnar í sína vasa
Breyttir tímar
»Arðgreiðslur voru ekki
áberandi hjá félögum í Kaup-
höll í uppsveiflunni enda var
fjármagnið oft nýtt til vaxtar,
t.d. með yfirtökum.
» Sex fyrirtæki af tíu sem
birt hafa uppgjör munu greiða
út arð. Hagar eiga eftir að upp-
lýsa hvað þeir hyggjast gera.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARS 2014
2 VIÐSKIPTI
Sony kynnti nýja þrívíddarlausn og
þrívíddarbúnað fyrir PlayStation 4-
leikjavélar sínar GDC á ráðstefn-
unni í San Francisco í fyrrinótt.
Mikil leynd hefur hvílt yfir lausn-
inni sem hlotið hefur nafnið Morp-
heus og mun að sögn talsmanna
Sony breyta framtíð tölvu-
leikjageirans og hvernig tölvuleikir
eru spilaðir.
Við sama tækifæri tilkynnti fyrir-
tækið að nýr leikur CCP, EVE:
Valkyrie, sem byggist á nýrri þrí-
víddartækni, muni koma út fyrir
PlayStation 4-leikjavélarnar og
verða spilanlegur með Morpheus.
CCP hefur áður tilkynnt að
EVE: Valkyrie komi út fyrir
PC-leikjavélar með þrívídarrútbún-
aði Oculus Rift.
Í tilkynningu segir Eldar Ást-
þórsson, upplýsingafulltrúi CCP, að
um nýja tækni sé að ræða í
þrívíddarleikjum. „Við erum mjög
ánægð með samstarf okkar við
Sony síðustu ár og stolt af því að
nýi leikurinn okkar, EVE: Valkyrie,
verði fáanlegur á PlayStation 4,“ er
meðal annars haft eftir Eldari í
fréttatilkynningu frá CCP.
Nánar á mbl.is
Mynd/CCP
CCP Fyrirtækið er í samstarfi við
Sony um þrívíddarlausn.
Valkyrie
fyrir Play-
Station 4
CCP í samstarfi við
Sony um þrívíddarlausn
Hörður Ægisson
hordur@mbl.is
Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem á að að
kanna mögulegar endurbætur á peningakerfinu. For-
maður hópsins er Frosti Sigurjónsson, þingmaður
Framsóknarflokksins og formaður efnahags- og við-
skiptanefndar. Að auki er hópurinn skipaður þeim Þor-
birni Atla Sveinssyni, sérfræðingi í markaðsviðskiptum
hjá Straumi fjárfestingabanka, og Kristrúnu Frostadótt-
ur, hagfræðingi og blaðamanni Viðskiptablaðsins.
Frosti staðfestir þetta í samtali við Morgunblaðið.
Mun hópurinn meðal annars rannsaka hvernig pen-
ingamyndun og útlánastarfsemi bankakerfisins hefur
verið háttað á Íslandi í gegnum tíðina – og hvernig til
hefur tekist í þeim efnum. Í framhaldinu mun hópurinn
setja fram tillögur um hvernig megi draga úr sveiflum í
peningamagni í umferð í hagkerfinu.
Bankar fái ekki að búa til peninga með útlánum
Frosti hefur á síðustu misserum verið einn helsti tals-
maður þess að gerðar verði róttækar endurbætur á pen-
ingakerfinu í því skyni að tryggja aðskilnað pen-
ingamyndunar og útlánastarfsemi bankakaerfisins.
Hugmyndir samtakanna Betra peningakerfi, sem
Frosti hefur veitt forystu, gera ráð fyrir því að krafist
verði 100% bindiskyldu á lausar innstæður og að bönk-
um, öðrum en Seðlabanka Íslands, verði gert óheimilt að
búa til peninga með útlánum – svonefndar rafkrónur.
Þess í stað verði því valdi komið í skjól til Seðlabankans
sem verði eini aðilinn sem hafi heimild til að auka pen-
ingamagn í umferð með verðstöðugleika og þjóðhagsleg
markmið að leiðarljósi. Er því haldið fram að slíkur að-
skilnaður gefi Seðlabankanum betri stjórn á peninga-
magni í umferð – en það margfaldaðist í aðdraganda
bankahrunsins 2008 – og komi í veg fyrir að bankar geti
framkallað eignabólur með ógætilegri útlánastarfsemi.
Seðlabanki Íslands hefur hins vegar ekki tekið vel í
slíkar tillögur að breyttu peningakerfi. Hefur bankinn
sagt að erfitt sé að sjá hvernig þær geti verið fram-
kvæmdar nema það sé gert í alþjóðlegu samstarfi. Að
öðrum kosti yrði niðurstaðan „enn frekari efnahagsleg
einangrun þjóðarinnar“. Telur Seðlabankinn vænlegra
að takast á við þá undirliggjandi áhættu sem fylgir lána-
starfsemi fjármálastofnana með öðrum hætti og í sam-
ræmi við það sem aðrar nágrannarþjóðir eru að gera
hverju sinni.
Starfshópur um endur-
bætur á peningakerfinu
Kannar hvernig megi draga úr óhóflegum sveiflum í peningamagni í umferð
Frosti
Sigurjónsson
Þorbjörn Atli
Sveinsson
Kristrún Mjöll
Frostadóttir
LOST IN TRANSLATION ?
我们提供中文翻译服务
Мы переводим на русский язык เรารับแปลเป็นภาษาไทย
Chúng tôi dịch ra tiếng việt
Türkçe'ye çeviri yapıyoruz
Nous traduisons vers le français
Verčiame į lietuvių kalbą
Tłumaczymy na polski
Tradução para o português
Traducimos al castellano
Oversættergruppen
H.C Andersens Boulevard 47, 1
DK-1553 København V
www.oversaettergruppen.dk
info@oversaettergruppen.dk
Tlf.: 0045 38 41 61 00
Fax.: 0045 43 71 61 08