Morgunblaðið - 20.03.2014, Síða 8
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARS 2014
8 VIÐSKIPTI
„Gamla módelið sem fyrirtæki hafa notað til
að ná til og hafa áhrif á fólk byggðist annars
vegar á auglýsingum og hins vegar á al-
mannatengslum, og fór yfirleitt fram í gegn-
um auglýsingakaup eða með því að koma að
efni í umfjöllun fjölmiðlanna. Það sem hefur
gerst undanfarin ár er að þarna á milli hefur
myndast nýtt svið, sem oftast er kennt við
samfélagsmiðla, með sínum eigin reglum og
lögmálum.“
Þannig kynnir Valgeir Valdimarsson
starfssvið sitt. Kalla má Valgeir samfélags-
miðlaráðgjafa en hann starfar undir merkj-
um Takk Takk (www.takktakk.is).
Hann segir bæði auglýsingastofur og al-
mannatengslafyrirtæki hikandi við að fara
inn á þetta nýja svið, og ekki að ástæðulausu.
„Þetta er heimur þar sem enn ríkir töluverð
óvissa. Samfélagsmiðlarnir eru óþekkt stærð,
ólíkt auglýsingagerð og almannatengslum.“
Verða að nýta þenan miðil
Að fyrirtæki nái valdi á samfélagsmiðlunum
er hins vegar ekki bara æskilegt, heldur
nauðsynlegt: „Ég held það sé óumflyjanlegt
fyrir fyrirtæki og stofnanir að nýta sér sam-
félagsmiðlana í markaðs- og kynningarstarfi
sínu. Það er þar sem athygli fólks er í dag og
augu almennings ekki lengur bundin við
hefðbundnu fjölmiðlana eingöngu.“
Meðal viðskiptavina Valgeirs má nefna
Landsvirkjun, Íslandsbanka og Frú Laugu
en viðfangsefni hans spanna allt frá því að
skipuleggja stórar herferðir á samfélags-
miðlum yfir í að veita ráðgjöf um rétta og
reglulega notkun samfélagsmiðla. „Innan
vinnustaðarins þarf ákveðin þekking og
skilningur að vera til staðar, og vinnubrögðin
að vera í samræmi við bestu venjur.“
Hann segir samfélagsmiðla þannig kalla á
annars konar samskipti. „Meðal annars snýst
góð notkun samfélagsmiðla um að greina per-
sónuleika fyrirtækisins og finna honum far-
veg í þessu nýja umhverfi. Finna þarf réttu
röddina og stílinn og stöðugt með það í huga
að leikreglurnar eru ekki alltaf þær sömu og
markaðs- og almannatengslafólkið er vant.
Til dæmis er það oft raunin að samfélags-
miðlar verðlauna það sem kalla má skort á
formlegheitum.“
Þannig segir Valgeir að samfélagsmiðl-
arnir kalli á vissa hreinskilni og hreinskiptni.
„Það segir mikið um þennan miðil að oft er
það kaupmaðurinn á horninu sem kemur bet-
ur út á samfélagsmiðlum heldur en stóru fyr-
irtækin, því kaupmaðurinn er miklu vanari
því að tala beint við viðskiptavininn.“
ai@mbl.is
Svipmynd Valgeir Valdimarsson
Samfélagsmiðlarnir
eru óþekkt stærð
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Forskot „Það segir mikið um þennan miðil að oft er það kaupmaðurinn á horninu sem kemur
betur út á samfélagsmiðlum heldur en stóru fyrirtækin,“ segir Valgeir um starfssviðið.
„Markmiðið með umbótum í rík-
isrekstri er að gera þjónustu hins
opinbera við almenning og atvinnu-
líf eins góða og kostur er með þeim
fjármunum sem til ráðstöfunar eru
hverju sinni“.
Þjónustustefna ÁTVR byggist á
því að setja viðskiptavininn í önd-
vegi og taka mið af væntingum
hans. Hún einkennist af lipurð,
gagnsæi og hlutleysi þar sem lögð
er áhersla á fræðslu. Hvað vöruúr-
val snertir þá á það að vera áhuga-
vert og fjölbreytt og byggjast á
gæðum og ábyrgð.
Til að uppfylla þessar skuldbind-
ingar leggur allt starfsfólk ÁTVR
metnað sinn í að veita við-
skiptavinum sínum framúrskarandi
þjónustu með lipurð og jákvæðni.
Jafnframt hefur það skuldbundið
sig til að bæta þekkingu sína, við-
horf og hæfni og miðla því til ann-
arra.
Á síðasta ári fengu vínbúðirnar
6.000 ábendingar frá viðskiptavin-
um úr þessum könnunum. Allar
þessar athugasemdir hafa verið
teknar til skoðunar og síðan settar í
framkvæmd þær úrbætur sem lík-
legar eru til að bæta reksturinn
fyrirtækisins.
Árið 2010 var tekið upp skorkort
vínbúðanna til viðbótar við þau
skorkort sem fyrir voru. Skorkortið
sem er einstakt mælitæki, hjálpar
okkur að fylgja málum betur eftir.
Þau sýna jafnframt mánaðarlega
frammistöðu vínbúðanna. Í lok
hvers árs eru verðlaun veitt þeim
vínbúðum sem skara fram úr af
þeim 48 vínbúðum sem ÁTVR rek-
ur um allt land.
Reglulegar mælingar og kann-
anir sýna að mikill árangur getur
náðst með hjálp skorkorta þar sem
meðal annars ábendingar við-
skiptavina og birgja endurspeglast í
árangrinum.
Það var því engin tilviljun að vín-
búðirnar eftir góðan árangur und-
anfarin ár náðu því markmiði að fá
hæstu einkunn allra fyrirtækja í
niðurstöðu Íslensku ánægjuvog-
arinnar eða einkunnina 74,1.
Höfundar eru verkefnisstjóri
árangursstjórnunar ÁTVR og
gæðastjóri ÁTVR.
Pistill frá Stjórnvísi
www.stjornvisi.is
Kristján F.
Guðjónsson
Sigurpáll
Ingibergsson
Framúrskarandi þjónusta Kristinn D. Grét-
arsson hefur ver-
ið ráðinn for-
stjóri ORF
Líftækni og dótt-
urfélagsins Sif
Cosmetics.
Í fréttatilkynn-
ingu frá ORF Líf-
tækni kemur
fram að Kristinn
var áður forstjóri
líftæknifyrirtækisins Mentis Cura
ehf. „Hann hefur víðtæka stjórn-
unarreynslu í alþjóðaviðskiptum á
heilbrigðissviði. Hann var fram-
kvæmdastjóri fjármögnunar hjá
Straumi-Burðarási frá 2006-2011
þegar hann tók við stöðu forstjóra
Mentis Cura. Hann gegndi stöðu
framkvæmdastjóra Novartis
Pharmaceuticals á Íslandi 2003-
2006 og stýrði markaðsstarfi
Taugagreiningar ehf. frá árinu
2000 til 2003. Kristinn situr í stjórn
heilbrigðistæknifyrirtækisins Mint
Solutions.
Kristinn er með mastersgráðu í
viðskiptafræði og alþjóða-
viðskiptum frá háskólanum í Ala-
bama og dvaldi um 10 ár í Banda-
ríkjunum við nám og störf, fyrst hjá
verslunarráði Alabama og síðan hjá
Coldwater Seafood Corporation,“
segir í tilkynningu.
Ráðinn forstjóri
ORF Líftækni
Kristinn D.
Grétarsson
Kristján Hjálm-
arsson hefur ver-
ið ráðinn við-
skipta- og
almannatengsla-
stjóri hjá H:N
Markaðssam-
skiptum. „Krist-
ján hefur víð-
tæka reynslu af
fjölmiðlum en
hann starfaði um
þrettán ára skeið hjá 365 miðlum,
þar af sjö ár sem fréttastjóri á
Fréttablaðinu og eitt ár sem frétta-
stjóri Vísis. Áður var hann yfirmað-
ur innblaðs- og helgarblaðs Frétta-
blaðsins,“ segir m.a. í fréttatilkynn-
ingu frá H:N Markaðssamskiptum.
Þar kemur fram að Kristján er
með BA-próf í stjórnmála- og fjöl-
miðlafræði frá Háskóla Íslands.
Viðskiptastjóri
hjá H:N
Kristján
Hjálmarsson
Sjálfkjörið verður í stjórn HB
Granda á aðalfundi félagsins sem
haldinn verður á morgun.
Fimm gefa kost á sér í stjórn HB
Granda. Kristján Loftsson, formað-
ur stjórnar, gefur áfram kost á sér
sem formaður. Þau Halldór Teits-
son, Hanna Ásgeirsdóttir og Rann-
veig Rist gefa sömuleiðis áfram kost
á sér.
Nýr í framboði til stjórnar er
Þórður Sverrisson, fyrrverandi for-
stjóri Nýherja, sem kemur inn í stað
Jóhanns Hjartarsonar.
Aðalfundur HB Granda verður
haldinn á morgun.
Sjálfkjörið í stjórn
HB Granda
HB Grandi Frystigeymsla HB
Granda Örfirisey.
Morgunblaðið/Eggert
AWorld of Service
Við erum í hádegismat
Við bjóðumupp á hollan og
góðan hádegisverð alla virka
daga fyrir fjölbreyttan hóp
viðskiptavina.
Fjóra daga vikunnar bjóðum
við upp á tvo rétti, til að
mæta þörfum semflestra.
Skoðaðumatarmálin hjá
þér og vertu í samband við
veitingasvið ISS.
www.iss.is - sími 5 800 600.„Við leggjum metnað
í góðan og hollan
hádegisverð”