Morgunblaðið - 20.03.2014, Page 11

Morgunblaðið - 20.03.2014, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARS 2014 11 Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is E ftir að Controlant hreppti Gulleggið árið 2009 fóru hlutirnir að gerast hratt. Frá þeim tíma hefur þriggja manna sproti orðið að fjór- tán manna fyrirtæki með umboðs- menn og viðskiptavini í fjölda landa. Það heyrst á Erlingi Brynj- úlfssyni, þróunarstjóra og einum af stofnendum Controlant, að hann er bjartsýnn á framtíðina: „Fyrirtækið var stofnað árið 2007 og spratt út úr samstarfs- verkefni nememda og kennara við verkfræðideild HÍ. Við töldum mik- il tækifæri felast í að nota þráð- lausa tækni til að framkvæma ým- iskonar mælingar og eftir að hafa unnið að fjölda hugmynda varð á endanum til sú vara sem við seljum í dag.“ Vörurnar vaktaðar alla leið Controlant býr til lítil mælitæki, á stærð við spilastokk, sem mæla stöðugt þætti á borð við hita, raka- stig og skrásetja staðsetningu. Stokkinn er hægt að nota til að vakta t.d. hitastig í vörugeymslum, gæta þess að vara sé flutt við kjör- aðstæður eða að lyf uppi í hillu apóteks séu aldrei geymd við þær aðstæður að geti stytt líftíma lyfjanna. Mælitækin senda mæl- ingar þráðlaust sín á milli, sem eru svo sendar yfir gsm-kerfið í mið- lægan gagnagrunn Controlant. Þar eru gögnin geymd og unnið úr þeim, og þau svo gerð aðgengileg í gegnum notendavænt viðmót. „Á allri lífsleið vörunnar er þannig hægt að ganga úr skugga um að aðstæður séu réttar. Þetta dregur úr hættunni á skemmdum, eykur gæði vörunnar sem kemur í hendur neytenda, og ef eitthvað hefur komið upp á t.d. í flutningum er hægt að sjá mjög auðveldlega hvað gerðist – stóð brettið kannski of lengi úti í sólinni í verksmiðjunni, eða stóð flutningafyrirtækið ekki við gefin fyrirheit um meðferð sending- arinnar?“ Tæknin segir Erlingur að sé þegar í notkun hjá 150 fyr- irtækjum í tíu lönd- um. Fréttist á milli fyrirtækja En hvernig hefur út- rásin gengið? Er hægur vandi að koma svona vörum á framfæri erlendis? Erlingur segir að þar hafi heimamarkaðurinn gagnast vel, bæði til að sníða alla vankanta af kerfinu og eins til að ná til nýrra viðskiptavina erlendis. „Controlant-mælirinn er t.d. mikið notaður í lyfjageiranum, sem er heimur þar sem allir virðast þekkj- ast. Viðskiptavinir okkar hafa góða reynslu af vörunni og því kemur ekki á óvart að við höfum séð hvernig notkun á einum stað leiðir til þess að tækið er notað á öðrum stað og berst kannski frá framleið- anda til flytjanda og áfram til smá- salans. Tengslanetið nær út fyrir landsteinana og okkar fyrstu er- lendu viðskipti urðu til í gegnum íslenskar tengingar.“ Erlingur segir útrásina eiga sér stað eftir þremur leiðum. „Fyrst má nefna endursöluaðila, sem við eigum þegar í Danmörku, Finnlandi, Belgíu, Hollandi og Bretlandi. Við sáum að endursölu- aðilar myndu verða nauðsynlegur hlekkur í keðjunni, bæði til þess að ná til stærri hóps, en einnig svo notandinn geti stólað á nálægan þjónustuaðila fyrir lausnina. Í öðru lagi eru stór alþjóðleg fyrirtæki sem við sækjum í með beinum hætti. Loks er þriðji hópurinn, en það eru samstarfsaðilar sem eru með ákveðna vöru eða þjónustu þar sem Controlant getur orðið að góðri viðbót. Sem dæmi eigum við í samvinnu við Promens um gerð lausnar fyrir fiskiker sem nota mælibúnaðinn okkar, svo útgerðir geta með nákvæmum hætti séð bæði hvar kerin eru og hvort fisk- urinn er geymdur við rétt hita- stig.“ Ekki gleyma vottununum Ein hindrun sem Erlingur segir að tæknifyrirtæki þurfi að gæta sín á er að ólíkir markaðir geta gert ólíkar kröfur um vottanir. „Þegar um er að ræða rafbúnað, og hvað þá tæki sem notar þráðlausar teng- ingar, þarf að ganga í gegnum flók- ið vottunarferli. Er þar m.a. gengið úr skugga um að tækið trufli ekki annan búnað. Þetta er ekki langt ferli en það þarf samt sinn tíma og peninga og nokkuð sem gott er að gera sér grein fyrir ef ætlunin er að selja vöru á heimsvísu.“ Út í heim á góðu umtali  Byrjuðu á að sníða af vankantana á heimamarkaði og héldu svo út í heim  Fyrstu erlendu viðskiptin urðu til í gegnum íslenskar tengingar  Samkeppnin virðist hafa sofnað á verðinum  Mælir sem vaktar umhverfisaðstæður vöru frá framleiðslu og yfir í hillu úti í verslun Morgunblaðið/Þórður Tengslanet „Viðskiptavinir okkar hafa góða reynslu af vörunni og því kemur ekki á óvart að við höfum séð hvernig notkun á einum stað leiðir til þess að tækið er notað á öðrum stað,“ segir Erlingur Brynjúlfsson um hvernig Control- ant hefur farið hálfgert höfrungahlaup milli ánægðra viðskiptavina innanlands og áfram út í heim. Vakandi Það fer ekki mikið fyrir stokkinum Controlant er ekki einatæknifyrirtækið semframleiðir mæla til að vakta umhverfisskilyrði en Erlingur segir að lausn Controlant skeri sig úr sam- keppninni með því að vera þráðlaus, einföld í notkun og uppsetningu, með miðlæga vörslu gagna. „Þetta er tækni sem hafði ekki breyst mikið í einn eða tvo áratugi og þau stóru fyrirtæki sem fyrir eru á þessu sviði virð- ast hafa sofnað örlítið á verðinum, því tækifærin sem þessi nýja nálgun okkar skapar eru mörg. Er algengt að aðrar vörur sem eiga að þjóna sama hlutverki séu t.d. bundnar við snúrur og kapla, kalli á mun flóknari uppsetningu og leyfi ekki sama hreyfanleikann og sjálfvirkni.“ Eignleikar Controlant- mælisins segir Erlingur að smellpassi við þarfir fram- leiðenda og dreifenda í dag. „Með Controlant geta stór- fyrirtæki vaktað óteljandi fjölda sendinga til allra heimshorna og vitað hvar hver sending er, og við ná- kvæmlega hvaða aðstæður vörurnar eru fluttar eða geymdar. Öll eru gögnin að- gengileg á einum stað og safnast þar saman sjálfkrafa, í stað þess að þurfi t.d. að lesa handvirkt af mælum eins og er raunin með eldri lausnir.“ Tæknin hafði staðnað Gagnaílát fyrir örugga eyðingu gagna www.gagnaeyding.is Bæjarflöt 4 / 112 Reykjavík / Sími: 568 9095 PDC / 32 lítra Tekur allt að 10 kg af pappír S-76 / 76 lítra Tekur allt að 30 kg af pappír Mál: 70 (h) x 28 (b) x 51 (d) E-120 / 120 lítra Tekur allt að 55 kg af pappír Mál: 93 (h) x 48 (b) x 56 (d) E-240 / 240 lítra Tekur allt að 120 kg af pappír Mál: 107 (h) x 58 (b) x 74 (d)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.