Barnablaðið

Saqqummersitaq pingaarneq:

Barnablaðið - 22.03.2014, Qupperneq 4

Barnablaðið - 22.03.2014, Qupperneq 4
Vissir þú ...að ... ... jörðin er eina plánetan sem er ekki nefnd í höfuðið á fornum guðum? ... leðurblökur eru einu spendýrin sem geta flogið? ... bara á jarðarberjum vaxa fræ ávaxtar utan á honum? ... hjartakóngurinn er eini konungurinn án yfirvaraskeggs, í spilastokkum? ... málbeinið, í hálsinum á okkur, er eina beinið í mannslíkamanum sem er ekki tengt neinu öðru beini? ... Afríku-fíllinn hefur aðeins fjórar tennur? ... kettir eru einu dýrin sem mala? ... flest börn fæðast í ágúst? ... stafrófið á Havaí er aðeins 12 stafir? ... þrjú mest töluðu tungumálin í heiminum eru enska, spænska og mandarín (kínverska)? ... vindasamasta borgin á jörðinni er Perth í Ástralíu? BARNABLAÐIÐ4 1 4 2 2 1 Gott er að nota blýant til að leysa þessa þraut ef þú þarft að stroka út vit- leysur. Stóri fern- ingurinn er búinn til úr fjórum minni ferningum. Í hverjum litlum ferningi eiga tölurnar frá 1-4 að koma fyrir. Eins eiga tölurn- ar 1-4 að koma fyrir í hverri línu, bæði lárétt og lóðrétt. Krakka–Sudoku 1 Lausn aftast Pennavinir Hæ, ég heiti Guðrún Heiða. Ég er að leita að pennavini á aldrinum 9-11 ára ég er sjálf 10. Ég á tvo hunda, tvo gullfiska og átti hamstur. Ég æfi dans og píanó. Ég hef því áhuga á hundum, píanói, fótbolta og dansi. Ef þið ætlið að senda bréf þá má senda þau á: Guðrún Heiða Aronsdóttir Brekkuási 11 221 Hafnarfirði Ég vona að póstkassinn fyllist. Kv. Guðrún Heiða Hvernig kom það til að þið takið þátt í þessari leiksýningu? Helga: Ég hafði heyrt um prufurnar og mamma hafði skráð mig á leiklistarnámskeið hérna. Þar heyrði ég meira, ákvað að prófa og fékk hlutverk. Þetta er mjög gaman. Alexandra: Helga og Jónína sögðu mér frá prufunum. Ég ákvað að prófa líka og fékk hlutverk. Hrafnhildur: Ég fór á leiklistarnámskeið. Þar var kennarinn, Haffi (Hafsteinn Þór Auðunsson), alltaf að tala um leikritið. Ég ákvað bara að fara í prufu og fékk hlutverk. Jónína: Ég fór líka á þetta námskeið – þar spurði Helga hvort ég ætlaði í prufurnar og ég bara ákvað að fara. Erla: Ég fór reyndar ekki á þetta námskeið en ég heyrði svo marga tala um þetta í skólanum. Þá fór ég að hugsa að „það væri nú gaman að leika í leikriti“ og ákvað að prófa – og komst áfram. Hvað leikið þið í sýningunni? Helga: Ég leik héramömmuna. Alexandra: Ég leik hérapabba. Hrafnhildur: Ég leik dverg, sem heitir Kútur. Jónína: Ég leik hérasnáða. Erla: Ég leik íkornamömmuna. Hvernig hefur samstarfið við fullorðna fólkið gengið? Allar: Bara vel! Jónína: Stundum eru svolítil læti áður en sýningar byrja, en ekki mikið. Helga: Þá þarf aðeins að pikka í okkur og segja okkur að hætta [Þær brosa allar.] Og hvernig gekk æfingatímabilið – stóð það lengi? Allar: Bara vel. Jónína: Já, það stóð í a.m.k. sex vikur. Helga: Já, í átta vikur. Sýningin er mjög litrík og falleg – búningarnir skrautlegir og slíkt. Þurfið þið langan tíma til að undirbúa ykkur fyrir hverja sýningu? Erla: Við mætum 2,5 klukkutíma fyrir sýningu, því það þarf að mála mann og svona. Hrafnhildur: Já, það tekur mestan tíman mála mig alveg alla. Helga: Já, það tekur eiginlega mestan tí mála héra og dverga líka, þarf að setja s svona á þá. Líka sót, eins og þeir séu sk hafa unnið í námunum. Hafið þið tekið þátt í einhverju álíka áð Hrafnhildur: Já, ég tók þátt í Línu langso var líka sett upp hérna. Síðan var ég sm Kattholti. Svo hef ég leikið í skólanum. Erla: Ég hef bara leikið í skólanum - þett sinn sem ég leik í leikhúsi. Jónína: Ég hef farið í eina prufu í Þjóðlei Helga: Ég hef farið í rosalega margar pru leikið í þessu núna og í hryllingsmynd. S söng- og leiklist – ég held að ég sé að fa eða 9. leikritið í Borgarleikhúsinu núna. Alexandra: Bara í skólanum. Eruð þið ekkert feimnar við að stíga á s Allar: Nei... Hrafnhildur: Á generalprufunni var ég sm en ekkert núna. Helga: Einu sinni var ég með mikinn svið en síðan byrjaði ég að hugsa; „Bíddu af með þennan sviðsskrekk? – fólk kemur sjá hvað ég er flott. Ég á ekkert að vera sýna þeim það!“ Ég byrjaði bara að hugs Erla: Í einni sýningunni gleymdi ég reynd setningunni minni. Eg þurfti að bíða svo eftir að muna hana. [Þær skríkja allar í k Hvað gerir maður í svoleiðis aðstæðum Erla: Ég lét líta út fyrir að ég hefði bara e neitt – hefði bara verið að átta mig aðei Eigið þið ykkur einhverja uppáhalds pe sögunni um Mjallhvít og dvergana sjö ( vera persónan ykkar): Erla: Það eru eiginlega allir dvergarnir. [ allar undir] Jónina: Eiginlega Naggur hjá mér – mér rosalega fyndinn. Hann er alltaf rosalega reiður. Ungar í áh Á dögunum frumsýndi Leikfélag Hveragerðis Mjallhvíti o dvergana sjö í leikhúsinu þar í bæ. Í sýningunni leika all manns, á aldrinum 8 til 55 ára, en ungir áhugaleikarar e í langflestum hlutverkum. Við brugðum okkur austur fy fjall þar sem við hittum fyrir fimm skemmtilegar stelpur sem sögðu okkur aðeins frá sýningunni og sjálfum sér. eru þær Hrafnhildur Birna Hallgrímsdóttir (í 4. bekk) og Alexandra Björg Jóhannesdóttir, Erla Rut Pétursdóttir, H Xochitl Ingólfsdóttir og Jónína Njarðardóttir (allar í 5. be grunnskólanum í bænum. Stafasúpa Hér má heldur betur sjá stafasúpu í lagi. Nokkrir stafir mynda súpuna. Ef jafn mörg stykki ættu að vera af þeim öllum, hvað vantar má marga af hverri tegund? Lausn aftast.

x

Barnablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.