Morgunblaðið - 01.04.2014, Page 1

Morgunblaðið - 01.04.2014, Page 1
Á síðustu árum eða áratug- um hefur ferðum fólks um hálendið og á jökla fjölgað gríðarlega, ekki síst á breyttum jeppum og vél- sleðum. Á sama tíma hafa jöklar hins vegar verið að breytast mikið samfara hlýnun loftslags, að sögn Jónasar Guðmundssonar en hann er ferðamálafræðingur og starfar sem verkefnastjóri hjá Slysavarna- félaginu Landsbjörg. „Jöklarnir hafa rýrnað og hörfað ört síðan um miðjan 10. áratug 20. aldar. Þetta hefur leitt til mikilla breytinga á yf- irborði, ekki síst í grennd við jafn- vægislínu. Safnsvæði jöklanna hafa minnkað að flatarmáli eftir því sem jafnvægislína hefur hækkað, það bráðna burtu hjarnbrýr sem áður brúuðu gamlar sprungur. Af- leiðingin er sú að sífellt víðfeðmari svæði á jöklum eru sprungin. Auk þess er þykkt fyrninga á safnsvæði að jafnaði minni og snjó- og hjarn- brýr yfir nýmyndaðar eða virkar sprungur því þynnri en ella. Hætta vegna sprungna í jöklaferðum hef- ur aukist af þessum ástæðum,“ út- skýrir Jónas. Banaslys á Langjökli Nokkur slys, sum alvarleg, hafa orðið á jöklum landsins á síðustu áratugum. Eitt slíkt, banaslys, varð á Langjökli fyrir um fjórum árum þegar mæðgin féllu í sprungu. Lést móðirin en tókst að bjarga ungum syni hennar. „Ferðafélögum kon- unnar datt í hug að til að minnka líkur á slysum sem þessum þyrfti að kortleggja sprungusvæði á jökl- um,“ segir Jónas um aðdragand- ann. „Fáum hefði líklega þótt það gerlegt enda verkefnið gríðarlega stórt og metnaðarfullt. En ferða- félagarnir hófu fjársöfnum hjá hin- um ýmsu útivistarfélögum og stofnunum, fengu Slysavarna- félagið Landsbjörg til samstarfs og á örfáum árum hefur þetta tekist.“ Finna má kortin á vefsíðunni sa- fetravel.is. Þar má skoða þau í vef- bók, á pdf-formi og hlaða þeim nið- ur til notkunar í GPS-tæki. Einnig hefur hópurinn sem stendur að verkefninu útbúið leiðarpunkta yfir nokkra jökla sem saman mynda „þekktar, hættuminni leiðir“. Jónas bendir á að mikilvægt sé að hér komi fram að tilgangurinn með kortlagningu sprungusvæða og útgáfu leiða er ekki að skil- greina hvar má ferðast og hvar ekki, né að banna fólki á nokkurn hátt að fara inn á sprungusvæði. „Ekki er heldur ætlunin að vekja falskt öryggi. Ferðalög á jöklum eru og verða á ábyrgð þeirra sem taka sér þau fyrir hendur. Sprungukort- in ætti því einungis að nota til við- miðs en ekki taka bókstaflega.“ Víða leitað fanga við gerðina Snævarr Guðmundsson, land- fræðingur og jöklavísindamaður, vann kortin með stuðningi fjölda aðila og stofnana. „Eins og fyrr sagði var gríðarlega mikil vinna lögð í að hafa kortin sem réttust. Fengin voru gögn frá Veðurstofu og Jarðvísindastofnun svo ein- hverjir séu nefndir. Nýtt var lands- upplýsingakerfið ArcGIS, loft- myndir, gervitunglamyndir, LidDAR-gögn svo eitthvað sé nefnt auk þess sem flogið var yfir jökl- ana, ljósmyndir teknar til sam- anburðar,“ segir Jónas. „Ljóst er að aldrei hefði tekist að vinna þetta verkefni á jafnskömmum tíma ef ekki hefði komið til sam- starf margra sem að verkefninu komu.“ jonagnar@mbl.is Með fjölgun ferðamanna á jöklum eykst hætta á slysum Sprungusvæði jökla á Íslandi kortlögð Litirnir á sprungukortunum segja til um hættusvæði þar sem búast má við sprungum, eins og sést á meðfylgjandi korti af Vatnajökli. Morgunblaðið/RAX Kortin yfir sprungu- svæði jökla hér á landi voru kynnt í síðustu viku í Garmin-búðinni við Ögurhvarf. Jónas Guðmundsson hjá Slysa- varnafélaginu Landsbjörg. ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2014 BÍLAR Reynsluakstur Volvo S60 D4 er sportlegur og neyslugrannur fjölskyldubíll með hugvitsam- lega hönnuðu farangursrými, hljóðlátri vél og mengar varla á við smábíl. »4 Síðumúla 19 • Sími 581 1118 • nesradio.is NÝ TT Tryllitæki

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.