Morgunblaðið - 01.04.2014, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 01.04.2014, Qupperneq 4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2014 4 BÍLAR Þ ó að Volvo S60 hafi fengið örlitla andlitslyftingu að framanverðu þykja það engar stórar fréttir. Hitt er þó eftirtektarverðara þegar nýj- ar og spennandi vélar koma á markað eins og við sjáum nú í þessum bíl. Sú vél þykir menga mjög lítið miðað við afl sem þýðir að bíllinn er á nokkuð góðu verði. Brimborg hefur fengið nokkra S60-bíla til landsins og við feng- um einn slíkan til reynslu í síðustu viku í svokallaðri R-Design útgáfu. Sportleg en þægileg sæti Það sem maður tekur fyrst eftir þegar sest er inn í bílinn eru sport- stólarnir í framsætum. Nú skyldi maður ætla að slíkir stólar séu eins og venjulega frekar stífir og henti ekki öllum en því er ekki að heilsa í þessum. Þeir eru sérlega þægilegir um leið og þeir gefa góðan hliðarstuðning og ekki skemmir fyrir að þeir eru með raf- stillingum svo að allir geta fundið þægilega stellingu. Stýrið er þykkt og leðurklætt svo að tilfinning fyr- ir sportlegum akstri liggur í loft- inu. Til að keyra hann í sportstill- ingu er farin óvenjuleg leið því ekki er takki í mælaborði eins og geng- ur og gerist. Þess í stað eru með einföldum hætti valin þrjú þemu fyrir bílinn gegnum stefnu- ljósastöngina. Þegar maður vill sportlegan akstur verður mæla- borðið rautt og stór snúnings- hraðamælir í miðjunni, en ef velja á sparnaðarakstur verður mæla- borðið grængrátt með áherslu á atriði sem hvetja til sparaksturs, eins og eyðslumæli. Annars er mælaborðið hefðbundið Volvo- mælaborð, með símaborðinu í hillulaga miðjustokk. Hanskahólf- ið er af stærri gerðinni og rúmar góða A4-möppu. Þótt farang- ursrými sé aðeins 380 lítrar er það þannig formað að það tekur við stórum ferðatöskum eða sam- anbrjótanlegum barnavögnum. Kraftur en lágt kolefnisgildi Það að 181 hestafls dísilvél með beinskiptingu mengi aðeins 99 g/ km þykir í raun og veru fáheyrt og er það minni mengun en hjá sam- bærilegum bílum frá BMW, Audi eða Mercedes-Benz. Nær hún meira að segja að jafna mengun tvinnbíla eins og Lexus IS300h sem er eftirtektarvert. Vélin nýtir það sem er kallað I-ART-tækni en á hverri innsprautun er skynjari sem fylgist með þrýstingi og pass- ar upp á að hver strokkur fái ná- kvæmlega rétt eldsneytismagn. Þeir sem þekkja fimm strokka dís- ilvélarnar frá Volvo kannast við að þær eru í grófari kantinum en það er þessi nýja fjögurra strokka vél alls ekki. Hún er silkimjúk þegar maður vill keyra rólega og öflug strax og henni er gefið inn þannig að maður fær góða tilfinningu fyr- ir henni gegnum olíugjöfina. Hljóð frá vélinni er nánast ekkert en veg- hljóð er hins vegar meira en búast mátti við í bíl í þessum gæða- flokki, þrátt fyrir að við reyndum bílinn á sumardekkjum. Við próf- uðum bílinn með átta þrepa sjálf- skiptingu sem fer þessari vél ein- staklega vel og skiptir honum létt og örugglega og án hiks. Eyðslan var reyndar nokkuð langt frá upp- gefinni eyðslu upp á rúma fjóra lítra og náðum við best rúmum ell- efu lítrum. Volvo S60 liggur vel og virkar mjög stöðugur enda er R- Design útgáfan bæði lægri og á stífari fjöðrun. Þessi bíll er engin léttavara og virkar þyngri að fram- an svo að þegar tekið er á honum í beygjum þar sem vegurinn er ekki upp á sitt besta virkar hann jafnvel aðeins of stífur. Góður í verðsamanburði Þegar S60 er borinn saman við samkeppnisbílana frá Evrópu kemur hann vel út úr þeim sam- anburði. Í venjulegri Momentum- útfærslu kostar hann 5.990.000 kr. beinskiptur og sjálfskipting bætir hálfri milljón við verðið. Grunnverð BMW 320d er 6.490.000 kr., Audi A4 2,0 TDI er örlítið ódýrari á 5.760.000 kr. og Mercedes-Benz C 200 CDI loks dýrastur á 6.750.000 kr. Enginn þeirra nær þó sömu tölum í afli og CO2 innihaldi eins og Volvo S60 D4 gerir. Ennfremur er R-Design útfærslan ekki dýr viðbót því að hún bætir aðeins 420.000 kr. við verðið. njall@mbl.is Njáll Gunnlaugsson reynsluekur Volvo S60 R-Design Ljósmyndir/Tryggvi Þormóðsson Sportlegur fjölskyldubíll sem mengar á við smábíl Kostir: Sæti, innrétting, vél Gallar: Veghljóð, hastur að framan Volvo S60 D4 Árgerð 2014 • 18 tommuálfelgur • Eiginþyngdkg: 1.635bsk • Farangursrými: 380 lítrar • 0-100km/sek.: 7,4bsk •Hámark.: 230km/klst. • Framhjóladrif •Verð frá5.990.000kr. • 4,1 L/100km íbl.akstri • Umboð:Brimborg •Mengunargildi: 107 gCO2/km •2,0 lítradísilvél • 181hestafl/400Nm •8þrepasjálfskipting Volvo S60 með nýju D4-vélinni er í senn kraftmikill og góður aksturs- bíll sem mengar á pari við tvinnbíl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.