Morgunblaðið - 01.04.2014, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2014
BÍLAR 5
Á Performance-stillingu verður mælaborðið rautt og sýnir stóran snún-
ingshraðamælir, enda fer hann þannig ofar á snúning í hverjum gír.
D4 vélin er þýðgeng og hljóðlát enda er skynjari fyrir hvern strokk sem
stjórnar eldneytisflæðinu.
Flottar 18 tommu felgurnar eru meðhöndlaðar þannig að það loði síður
við þær skítur og bremsuryk. Munar um minna þegar um flottan bíl ræðir.
Bæði er R-Design innréttingin flott og sportleg en um leið þægileg enda
sætin fyrsta flokks. Um öryggið þarf ekki að fjölyrða hjá Volvo.
Í ECO stillingunni verður mælaborðið grænleitt og vinstra megin er þá
kominn sparakstursmælir. Sannarlega grænn akstur það!
Venjulega er mælaborðið blátt í svokölluðu Elegance þema og sýnir þá
helstu upplýsingar ásamt hitamæli vinstra megin.
F
ranskar konur sem aðhyllast háhælaða skó
verða að hafa með sér annað skópar og það
sem næst flatbotna ætli þær að bregða sér
hvort heldur sem er spölkorn eða bæjarleið á
bíl sínum. Jú, það eru eiginlega fyrirmæli frá hæsta-
rétti Frakklands að þær hætti að brúka „óheppilegt“
skótau undir stýri.
Rétturinn hefur dæmt, að það sé brot á umferð-
arlögunum að klæðast háhæluðum skóm undir stýri.
Fari það í bága við það ákvæði laganna sem kveður á
um að ökumenn verði að geta óhindrað, hiklaust og
þægilega framkvæmt allar nauðsynlegar aðgerðir
sem aksturinn útheimtir.
Kona nokkur í bænum Bastia á Korsíku hafði höfð-
að mál á hendur tryggingarfélagi ökumannsins sem
hún lenti í árekstri við og krafist 250.000 evra skaða-
bóta vegna áverka sem hún hlaut í bílslysi árið 2002.
Rétturinn hafnaði kröfum hennar vegna skótausins
sem hún hafði valið til akstursins.
Í bifreiðinni voru sjö farþegar, þar af fimm börn, er
konan missti vald á henni á hálum vegi með þeim af-
leiðingum að hún skall á annarri bifreið. Börnin, á
aldrinum 4-15 ára, voru í aftursætunum með óspennt
belti og í bílnum var enginn barnastóll. Í árekstrinum
beið sjö ára stúlka bana, þrír til viðbótar slösuðust al-
varlega og sjö hlutu minniháttar meiðsl.
Að sögn dagblaðsins Le Figaro vann konan málið
fyrir héraðsdómi en áfrýjunarréttur í Bastia sneri
þeirri niðurstöðu við og hana hefur nú hæstiréttur
Frakklands staðfest. Í rökstuðningi sínum vísaði rétt-
urinn til rannsóknarskýrslu lögreglunnar sem hefði
sagt, að það hefði gert illt verra og aukið á alvarleika
árekstursins að skór konunnar festust undir pedul-
unum. Þá sagði rétturinn það ekki hafa verið í þágu
góðrar ökumennsku, að við aksturinn rétt fyrir
óhappið hefði konan allt í senn verið að hlusta á út-
varpið, tala við farþega og reykja sígarettu.
Chantal Perrichon, formaður samtaka sem berjast
fyrir bættri umferðarmenningu, gagnrýndi lögregl-
una og sakaði hana um „kvenfyrirlitningu“ vegna
rannsóknarniðurstöðunnar. „Hvað ætli hún hefði
sagt ef maður hefði verið undir stýri?“ spurði hún í
samtali í blaðinu Le Monde.
Talsmaður tryggingafyrirtækisins segir að með
dómnum sé kveðið á að nota beri viðhlítandi skótau
undir stýri. Með öðrum orðum þýði það að setja megi
ábyrgðina á menn sem aka í töfflum.
agas@mbl.is
Skórnir skipta máli í umferðinni
Háir hælar í bann
Það þykir ekki boðlegt
lengur í Frakklandi að aka á
bíl með slíkan fótabúnað.
Fimmfaldi Dakar-vinningshafinn
Cyril Despres hefur ákveðið að
færa sig frá tveimur hjólum upp
í fjögur fyrir næsta Dakar-rall
sem fram fer í Suður-Ameríku.
Þrátt fyrir að hafa skrifað undir
samning við mótorhjólaframleið-
andann Yamaha um að keppa
einnig á næsta ári er nú orðið
ljóst að hann mun keppa fyrir
Peugeot í næsta ralli. Peugeot
hefur ekki tekið þátt í Dakar-
rallinu í aldarfjórðung en það
aftrar fyrirtækinu ekki frá því að
setja markið hátt. „Peugeot
bauð mér sæti sem ökumaður í
keppnisliði þeirra en þannig til-
boð koma aðeins einu sinni á
ævinni. Þar sem ég var enn með
samning við Yamaha sættumst
við á að ég yrði áfram ráðgjafi
Yamaha-liðsins og Peugeot mun
leyfa mér að taka þátt í tveimur
til þremur keppnum á ári fyrir
Yamaha,“ sagði Despres í við-
tali. Eric de Seynes, stjórnandi
Yamaha í Evrópu, segist skilja
áhuga Peugeot á Despres. „Auð-
vitað höfðum við háleit markmið
með þátttöku Despres sem er
mikill keppnismaður. Vegna
þessa verðum við að laga okkur
að aðstæðum en við erum samt
með sterkt lið og mjög sam-
keppnishæft mótorhjól. Cylir
mun halda áfram sem sendi-
herra Yamaha-mótorhjóla og
vera ráðgefandi fyrir okkur í
keppni okkar í Dakar-rallinu,“
sagði de Seynes ennfremur.
njall@mbl.is
Cyril Despres vendir kvæði sínu í kross
Peugeot aftur í Dakar
með Despres innanborðs
Cyril Despres við Peugeot bíl Ari Vatanen sem vann París-Dakar 1990.