Morgunblaðið - 01.04.2014, Page 6
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. APRÍL 2014
6 BÍLAR
F
yrsti fjöldaframleiddi fólks-
bíllinn í þáverandi Tékkó-
slóvakíu er hálfrar aldar
gamall um þessar mundir.
Raðsmíði hans hófst vorið 1964 og
af rúmlega 443.000 framleiddum
eintökum var rúmur helmingur
fluttur út – meðal annars til Ís-
lands.
Hér er um að ræða hinn goð-
sagnakennda Skoda 1000 MB en
nýstárlegum aðferðum var beitt
við smíði hans, meðal annars
hvernig vélarblokkin var steypt úr
áli. Nú er bíllinn vinsæll forngripur,
ekki síst tvennra dyra MBX-
útgáfan.
Fyrsta raðsmíðiseintakið af
Skoda 1000 MB kom á götuna 21.
mars 1964 og var bíllinn arftaki þá-
verandi Skoda Octavia. Hann var
fyrsti bíllinn með drif á afturhjólum
frá tékkneska bílsmiðnum og eig-
inlega bautasteinn í 119 ára sögu
fyrirtækisins. Hann var og óvenju-
legur sakir þess að vélin var aftur í
bílnum.
Þegar frægðarsól hans skein
sem skærast var fernra dyra útgáf-
an einhver besta bifreiðin í sínum
vélarstærðarflokki hvað varðaði
þægindi, afkastagetu og tækni.
Markaði Skoda 1000 MB eins-
konar byltingu í bílsmíði Skoda
vorið 1964. Bíllinn var framleiddur
á tímabilinu frá apríl 1964 til ágúst
1969.
Sú dirfska Skoda, eins elsta bíla-
framleiðanda heims, að skipta
rækilega um kúrs með nýja bílnum
átti eftir að gefa vel af sér. Skoda
1000 MB rauk út eins og heitar
lummur í Tékkóslóvakíu og erlend-
is. Var hann seldur víða um heim,
meðal annars til Ástralíu og Nýja-
Sjálands. Styrktist Skoda mjög í
sessi sem evrópskur bílaframleið-
andi.
Í nafni bílsins stendur MB fyrir
Mlada Boleslav, bæinn þar sem var
að finna höfuðstöðvar Skoda. Og
talan 1000 stendur fyrir rúmtak
vélarinnar. 1000 MB var fáanlegur í
mörgum útgáfum, meðal annars
með auknu vélarafli og í glæsi-
útgáfunni 1000 MBX sem safnarar
sækjast mjög eftir nú til dags.
Til framleiðslu bílsins reisti
Skoda alveg nýja bílsmiðju í Mlada
Boleslav og var hún búin allri nýj-
ustu tækni til bílsmíði. Þar varð
Skoda fyrstur evrópskra bílsmiða
til að steypa vélarblokkir úr áli.
Fjögurra þrepa gírkassinn var
einnig steyptur með sama hætti.
Hin vatnskælda fjögurra strokka
vél skilaði 37 hestöflum til aft-
urhjólanna, en 43 eftir að hún var
uppfærð að afli 1968. Hún var
óvenjulega sparneytin fyrir sinn
tíma, brúkaði 7-8 lítra á hundraðið.
Topphraði bílsins var 120 km/klst.
Áður en raðsmíði Skoda MB
1000 hófst fór fram ítarlegur
þróunarakstur til að undirbyggja
góða endingu. Alls voru 50 eintök
smíðuð í því skyni og lögðu þau
alls 1,6 milljónir kílómetra að baki
við reynsluaksturinn árið 1962.
Meðal annars var bíllinn prófaður í
hörkufrosti í Rússlandi og gríð-
arlegum lofthita annars staðar. Þá
var færni hans á malarvegum
könnuð og þróuð á fjallvegum í
Kákasusfjöllum.
agas@mbl.is
Goðsagna-
kenndur Skoda
fimmtugur
Skoda 1000 MB naut
vinsælda um jarðir allar.
R
íkisstjórnin á Ítalíu hefur
undanfarin misseri leitað
í öllum krókum og kim-
um hinnar opinberu
stjórnsýslu að leiðum til að spara í
ríkisrekstrinum. Vegna kreppu
hefur ekki veitt af og nýjasta til-
raunin til að létta á byrðum rík-
iskassans er af óvenjulegra tagi.
Í vikunni sem leið ákvað stjórn
hins nýja og unga forsætisráð-
herra, Matteo Renzi, sem er jafn-
aldri íslensks starfsbróður síns,
Sigmundar Gunnlaugssonar, að
segja bruðlinu hjá hinu opinbera
stríð á hendur og losa það við
óheyrilega glæsilega bíla úr flota
ráðuneytanna og stofnana rík-
isins. Þar á meðal er að finna rán-
dýra sportbíla, fjölda Jagúara og
enn fleiri Maserati.
Alls ætlar stjórn Renzi að selja
151 bifreið og til að fá sem best
verð fyrir þær geta áhugasamir
boðið í bílana á uppboðsvefnum
eBay. Í þessu bílasafni eru meðal
annars 40 BMW-lúxusbílar af
ýmsum stærðum, aðallega þó af
5-línunni. Þótt gott verð fáist fyrir
bílana munu tekjurnar vart til mik-
ils duga sakir stærðar fjárhags-
vanda ríkisins.
Alls eru um 60.000 bílar í eigu
ítalska ríkisins og mun það kosta
ríkissjóð rúman milljarð evra að
reka hann á ári. Því eru lúxusbíl-
arnir sem fá að fjúka úr flotanum
ekki nema agnarlítil ögn af hon-
um. En með ákvörðuninni að selja
Óvenjuleg tiltekt í ríkisfjármálunum
Ítalska ríkið
selur sport- og
lúxusbíla sína
AFP
Lúxusbílar á borð við Maserati
Alfieri munu ekki líðast lengur
með ítalskra embættismanna.
S
érfræðingar um málefni bílafram-
leiðslu spá mikilli uppstokkun í
greininni á næstu 20 árum. Þar á
meðal að bílsmiðum muni stór-
fækka, jafnvel ofan í það að einungis sex fyr-
irtæki framleiði alla bíla upp úr 2030.
Adam Jonas, sérfræðingur á sviði bílsmíði
hjá bankanum Morgan Stanley, segir í sam-
tali í The Detroit News, að bílamarkaðurinn
beri einfaldlega ekki til frambúðar þann
fjölda bílaframleiðenda sem nú er þar að
finna.
„Við erum á því að verulegar breytingar á
bílakaupum og bílalandslaginu kalli á breytta
hugsun hjá bílaframleiðendum ætli þeir sér
að halda velli að 15 til 20 árum liðnum. Það
eru alltof margir bílaframleiðendur í heim-
inum. Þar er að finna tæpa 30 alþjóðlega bíl-
smiði. Að okkar mati mun efnahagslegur,
samkeppnislegur og tæknilegur þrýstingur
stuðla að því að þeir renni saman eða hverfi
þannig að eftir standi fimm til sex,“ segir Jo-
nas.
Hann er ekki eini sérfræðingurinn til að spá
miklum samruna bílafyrirtækja. Sergio Marc-
hionne, stjórnarformaður Fiat-samsteyp-
unnar, hefur um nokkurra ára skeið haldið
því fram – við litlar undirtektir þó – að í fram-
tíðinni verði bílsmíði að mestu ef ekki öllu
leyti í höndum fimm eða sex risafyrirtækja.
Hann sagði að til þess að lifa af þyrfti bíla-
framleiðandi að smíða á sjöttu milljón bíla á
ári. Sem með öðrum orðum þýddi að fyr-
irtæki á borð við BMW, sem framleiðir tvær
milljónir bíla á ári og er staðfast í að standa á
eigin fótum, yrðu berskjölduð til lengri tíma.
Frá því Marchionne hélt þessu fyrst fram
hefur hann stýrt yfirtöku Fiat á bandaríska
bílafyrirtækinu Chrysler Group.
Jonas nefnir rafbílasmiðinn Tesla sem gott
dæmi um hvernig bílsmiður framtíðarinnar
gæti orðið. Þótt fyrirtækið smíði sem stend-
ur aðeins eitt módel hafi Tesla tekist að sýna
hinum hefðbundnu bílafyrirtækjum, að með
því að nýta sér nýtækni í þaula geti nýir bíl-
smiðir þrifist fljótar og fyrr en ella.
„Tesla gæti átt annaðhvort eftir að reynast
helsti óvinur hefðbundnu bandarísku bílr-
isanna eða bjargvættur þeirra. Að okkar mati
á sú röskun sem Tesla hefur valdið sér stað
nógu snemma til að gefa bílrisunum tíma og
svigrúm til að bregðast við og aðlagast
breyttum aðstæðum,“ segir Adam Jonas.
agas@mbl.is
Sérfræðingar segja að jafnvel bílsmiður á borð við BMW sé e.t.v. ekki nógu stór til að lifa af
einn og sér. Stórfelldar sameiningar eru að margra mati á teikniborðinu hjá framleiðendum.
Bílsmiðum
mun stórfækka