Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 05.04.2014, Blaðsíða 6

Barnablaðið - 05.04.2014, Blaðsíða 6
Nafn: Kristín Sif Sveinsdóttir Aldur: 10 ára Ég á heima: Í Ósló Fjölskyldan mín: Mamma mín heitir Kolla og pabbi heitir Sveinn. Svo á ég lítinn bróður sem er 5 ára, hann heitir Þórarinn Bjarki. Skóli og bekkur: Kringsjå skole, 4 C Uppáhaldsnámsgreinar: Stærðfræði, íþróttir, myndlist og handmennt Áhugamálin mín eru: Fótbolti, gönguskíði, sund og svigskíði Uppáhaldsmaturinn minn hér er: Spaghettíið hans pabba og elgurinn sem við borðum á jólunum. Manstu eftir einhverjum sið sem er öðruvísi í Noregi en á Íslandi? Páskaeggin í Noregi eru ekki úr súkkulaði, heldur kaupir maður pappaegg sem maður fyllir af sælgæti sjálfur. Um páskana fara líka flestir upp á fjall í bústaðinn sinn og fara langar ferðir á gönguskíðum með «kvikk lunsj», súkkulaði og appelsínur, í nesti. Í Noregi eru líka eiginlega allar búðir lokaðar á sunnudögum og þá fara flestir að gera eitthvað skemmtilegt, t.d. úti í skógi. Í sumar...: Síðasta sumar var rosalega gott veður í Ósló þannig við vorum mikið á ströndinni og að synda í vötnunum í skóginum. Ég fór líka oft í Tusenfryd sem er mjög skemmtilegt tívolí rétt hjá Ósló. Við fórum í tjaldútilegu á hestabúgarði þar sem dýrin gengu laus í kringum tjaldið okkar, þar fékk ég líka reiðkennslu. Svo fór ég tvisvar í Bö sommarland sem er einn af stærstu vatnsrenni- brautagörðunum í Evrópu, það var rosalega gaman. Ég fór líka til London að heimsækja frænkur mínar. Uppáhalds í Noregi: Það sem mér finnst skemmtilegast á sumrin er að hjóla út í skóg og synda í ísköldum skógarvötnunum. Á veturna finnst mér skemmtilegast að vera á svigskíðum með mömmu, pabba og litla bróður. Svo er líka alltaf gaman að fara út í skóg og elda mat á báli. Uppáhalds á Íslandi: Mér finnst skemmtilegast að geta farið í sund á hverjum degi. Svo er mjög gaman að hitta íslensku vinkonur mínar, Úlfheiði og Berglindi. Úlfheiður hefur líka heimsótt mig til Noregs, það var mjög gaman. Eitthvað að lokum? Ég hlakka rosalega mikið til að koma til Íslands um páskana, fara í sund og borða íslenskt páskaegg. BARNABLAÐIÐ6 Krakkakynning Pappaegg á páskum í Noregi Með vinkonum á skíðaæfingu í engum snjó Með Þórarni Bjarka bróður Finndu 5 villur Tengdu tölurnar Hvaða skuggi passar? Elsa var með búningaþema í afmælinu sínu á dögunum. Fimm atriði eru öðruvísi á þessum tveimur myndum úr afmælinu. Sérð þú hvaða? Lausn aftast. Lausn aftast. A B C D Krossgáta Lausn 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 1 2 3 4 6 5 8 7 9 10 Lausn aftast

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.