Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 05.04.2014, Blaðsíða 7

Barnablaðið - 05.04.2014, Blaðsíða 7
BARNABLAÐIÐ 7 Drátthagi blýanturinn 1.- 2. Brjótið ferninginn jafnt saman, tvisvar sinnum – í fernt. 3.-5. Opnið annan ytri vasann sem myndast og brjótið niður eins og myndin sýnir. Snúið síðan við. 6. Opnið ferninginn sem er nú hægra megin og fletjið út eins og áðan. 7.-8. Búið til klærnar eins og myndin sýnir. Snúið við. 9. Brettið upp á endann á þríhyrningnum - þá er rassinn kominn. 10.-12. Búið til fæturna með því að bretta efri hornin á þríhyrningnum niður. Snúið við og teiknið augun á. Kötlu og Pétur hérna langar mikið til að ganga til liðs við skólahljómsveit. Hjálpaðu þeim að finna leiðina á æfingu. Allir þekkja málverkið af Mónu Lísu – konunni með dulúðuga brosið. Það sem færri vita er að listamaðurinn, Leonardo da Vinci, þoldi alls ekki augabrúnir. Sleppti hann þeim því á myndinni af Mónu Lísu, líkt og á fleiri verkum sínum. Sárafáir hafa hins vegar velt þessu fyrir sér – þótt myndin sé ein sú frægasta í heimi. Völundarhús Hve margir þræðir? Hversu marga þræði hérna er köngulóin búin að spinna í allt? Lausn aftast. Er Móna Lísa með augab rúnir? Föndraðu Origami-krabba Þetta Origami-föndur er svolítið snúið, en skemmtilegt. Það eina sem þarf er blað, jafnt á allar hliðar (hægt að klippa út úr A4) og penni:

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.