Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.04.2014, Síða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.04.2014, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. APRÍL 2014 Í Kökugerð HP á Selfossi hefst vinnudag- urinn á miðnætti. Þjóðin þarf daglegt brauð og starfsfólksins er að sjá fyrir því að glæ- nýjar afurðir séu komnar í hillur verslana sem eru opnaðar um miðjan morgun. Uppi- staðan í framleiðslu fyrirtækisins er flatkök- ur, rúgbrauð, kanilsnúðar og kleinur en í það heila eru vörunúmerin um fimmtíu. „Við byrjum á flatkökunum og svo er farið í rúg- brauðið. Svona rúllar framleiðslan yfir nótt- ina og héðan fara tveir bílar fullfermdir af vörum til Reykjavíkur klukkan sex á morgn- ana,“ segir Grímur Arnarson fram- kvæmdastjóri. Við fengum hillupláss „Mér er nær að halda að við seljum vörur í flestar matvöruverslanir á höfuðborg- arsvæðinu. Þá seljum við mikið til stóreld- húsa, til dæmis veitingastaða, skóla og fyr- irtækja með mötuneyti. Sendum sömuleiðis mikið til viðskiptavina úti á landi, vörur sem eru settar á flutningatrukkana sem fara frá Reykjavík síðdegis,“ segir Grímur sem er með alls fimmtán manns í vinnu. Starfsemi Kökugerðar HP hófst árið 1991 en Grímur kom inn í reksturinn árið eftir. „Matvörumarkaðurinn í núverandi mynd var að mótast á þeim tíma þegar við vorum að byrja. Þannig var ákveðið svigrúm til staðar og við náðum inn í verslanirnar og fengum hillupláss. Í dag hugsa ég að þyngra væri fyrir fæti. Meginmálið er samt þetta að fólki líkaði framleiðslan og þannig komumst við á flug,“ segir Grímur. „Þessi misserin bý ég í Reykjavík og í næturferðum yfir heiðina mæti ég oft flutn- ingabílum sem eru á leiðinni til Reykjavíkur með matvörur; þetta eru bílar með fisk, kjöt, grænmeti og undir morguninn koma bílarnir frá Mjólkursamsölunni. Allt segir þetta okk- ur að Suðurland er matarkista Íslands,“ seg- ir Grímur. Viðhorfin vinna með litlum fyrirtækjum Fyrirtækinu telur Grímur vera vel fyrir komið á Selfossi. Hann sé jafnframt heppinn með starfsfólk og margir sem vinna hjá fyr- irtækinu hafi staðið þar vaktina í áraraðir. Viðskiptavinirnir séu margir líka fyrirtæk- inu ákaflega trúir. Þannig hefur faðir Gríms, Örn Vigfússon, síðastliðin 24 ár verið með sölubás í Kolportinu og stendur þar vaktina allar helgar og selur bakkelsi. „Í gegnum Kolaportið og fólkið sem þang- að kemur finnum við hvernig viðskiptavin- um líkar varan. Prófum þar einnig ýmsar nýjungar. Þá tókum við þátt í markaði Búrs- ins sem haldinn var í Hörpu nú í mars, þar sem bændur og ýmsir smáframleiðendur kynntu framleiðslu sína. Aðsóknin var mikil og það var gaman að kynnast viðhorfum fólksins sem kaupir af okkur – sem helst í hendur við vaxandi áhuga á því að þekkja uppruna matvara og vita hver framleiðand- inn sé. Það viðhorf tel ég vinna mjög með litlu fyrirtæki eins og þessu,“ segir Grímur. sbs@mbl.is Innlit í atvinnulífið HP kökugerð á Selfossi Kleinur, rúgbrauð og fullt af flatkökum Ljósmynd/Christine Gísladóttir Samvinna Systkinin Guðrún Bergljót og Grímur Arnarson. HP kökugerð er fjölskyldufyrirtæki þar sem margar hendur vinna létt verk. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Flatkökufjall Linda Ozola við pökkun. Hún er einn fimmtán starfsmanna fyrirtækisins, sem hefur haldist vel á fólki. Pítstur Flatbökugerð er list. Deig Hann lætur ekki deigan síga. Markaður Örn Vigfússon, faðir eigandans, hefur í meira en tuttugu ár verið á vaktinni í Kolaportinu og selt bakkelsi. Afurðir Fjölbreytt framleiðsla. Vörur HP eru í flestum matvöruverslunum. Kleinur Framleiðslan er mikil og kleinuskammtur dagsins er stór.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.