Morgunblaðið - 29.05.2014, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2014SJÁVARÚTVEGUR
Hjá okkur fáið þið allar rekstravörur fyrir kjötvinnsluna á einum stað
Suðurhrauni 4210 Garðabæ | Furuvellir 3 600 Akureyri | Sími 575 800 | samhentir.is
Heildarlausnir
fyrir kjötvinnslur
IÐNAÐARVÉLAR ◆ KRYDD
UMBÚÐIR ◆ FATNAÐUR
PÖKKUNARVÉLAR ◆ HNÍFAR
HANDVERKFÆRI
Hafið samband
575 8000
við tökum vel á móti ykkur
Þegar kemur að sölu fiskafurða á
innanlandsmarkaði virðist sem
framleiðendur hafi gleymt að gera
ráð fyrir risastórum hópi fólks,
erlendum ferðamönnum.
Kristinn Jón Ólafsson stýrir verk-
efni hjá Íslenska sjávarklasanum
þar sem markmiðið er að efla sölu á
íslenskum sjávarafurðum til er-
lendra gesta og um leið nota sem
stökkpall fyrir áhugaverðar íslensk-
ar vörur út á erlenda markaði.
Áætlunin byggist í grófum drátt-
um á því að fræða neytendur með
betri umbúðahönnun og sameina
krafta smárra og meðalstórra fram-
leiðenda við dreifingu og sölu.
Undarleg vara í
óskiljanlegum umbúðum
„Prufum að setja okkur í spor er-
lends ferðamanns sem kemur í ís-
lenska matvöruverslun eða á bens-
ínstöð og sér þar pakka af harðfiski.
Innihaldið er forvitnilegt, en umbúð-
irnar óspennandi og í flestum til-
fellum getur hann engan veginn átt-
að sig á hvað er í pakkningunni þar
sem allur texti er skrifaður á ís-
lensku,“ segir Kristinn.
Fyrsta skrefið er því að hanna
umbúðirnar þannig að útlendingar
viti hvaða lostæti leynist uppi í búð-
arhillunni. „Er ekki nóg að þýða
bara vöruheitið heldur þurfa oft að
vera leiðbeiningar um hvernig á að
neyta vörunnar. Sá sem aldrei hefur
borðað harðfisk veit kannski ekki
hvort þarf að elda fiskinn, eða
hvernig er best að bera hann fram.
Að hafa „ready to eat“ skrifað á
áberandi stað gæti gert gæfumun-
inn.“
Að kynna ný matvæli kallar líka
oft á að segja neytandanum söguna á
bakvið vöruna. „Getur þurft að segja
frá hvernig er varan búin til, hvaða
hlutverki hefur hún gegnt í sögu
landsins eða hvernig hún tengist ís-
lensku samfélagi. “
Sér Kristinn fyrir sér að safna
megi undir einn hatt hágæða vörum
frá mörgum framleiðendum og búa
þannig til, með samræmdri umbúða-
hönnun og markaðsefni, heildarlínu
af fiskafurðum og heilsteypt vöru-
merki. „Þetta safn fiskmetis væri
bæði eitthvað til að gæða sér á þegar
ferðast er um landið en líka eins
konar minjagripur fyrir ferðamann-
inn að taka með sér heim, njóta þar
og deila með ættingjum og vinum og
kynna þeim kosti íslenskra matvæla.
Þetta myndu vera vörur með gott
geymsluþol, s.s. þorsklifur í dós, lýsi,
kavíar, hugsanlega lax og vitaskuld
harðfiskurinn.“
Tækifæri fyrir tilraunir
Stefnt er að því að þetta nýja
vörumerki verði einnig vettvangur
fyrir áhugaverðar tilraunir með hrá-
efnið. „Um daginn heimsótti ég t.d.
framleiðanda úti á Snæfellsnesi sem
býr til svokallað fish-jerky, sem lýsa
má sem íslenskri útgáfu af snarlinu
beef jerkey sem er mjög vinsælt
vestanhafs.“
Er Kristni mikið í mun að koma á
tengslum á milli framleiðenda og að
þeir verði sterkari ef þeir sameina
krafta sína við vöruþróun og mark-
aðssetningu. „Að gera nýjar umbúð-
ir með útlendinga í huga dugar ekki
nema að ákveðnu marki. Það þarf að
tryggja framleiðslugetu, aðgengi að
vörunni með góðu dreifikerfi og
samböndum við áhugasama selj-
endur innanlands sem og erlendis.“
Vita ferðamenn
hvað harðfiskur er?
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Vill sameina framleiðendur
fiskafurða og gera sam-
ræmda vörulínu með það
fyrir augum að ná betur til
erlendra ferðamanna og í
framhaldinu betri fótfestu á
erlendum mörkuðum.
Morgunblaðið/Eggert
Kristinn Jón Ólafsson segir að með samstarfi og samstilltu markaðsstarfi
sé hægt að gera enn betur með sölu og þróun á sumum fiskafurðum.
Það er Erlu Ósk Pétursdóttur mik-
ið hjartans mál að fullnýta fiskinn í
sjónum. Hún er framkvæmdastjóri
nýsköpunarsprotans Codland og
stefnir að því að reisa hér á landi
verksmiðju sem framleiða mun
kollagen úr fiskroði.
Hún lýsir Codland sem full-
vinnslufyrirtæki. „Við viljum há-
marka nýtingu aflans og auka
framleiðslu verðmæta úr auka-
afurðum í sjávarútvegi,“ segir hún
en áður hefur Codland náð áhuga-
verðum árangri með fyrirtækinu
Haustaki við nýtingu slógs til fram-
leiðslu á fiskiolíu og mjöli.
Erla er nýkomin frá Spáni þar
sem hún heimsótti kollagenfram-
leiðanda sem mun leggja verkefn-
inu til þekkingu og ráðgjöf. „Kolla-
genframleiðsla er í sjálfu sér þekkt
vinnsluferli og í raun erum við ekki
að gera neitt nýtt við roðið. Það
sem breytist með tilkomu nýju
verksmiðjunnar er einfaldlega að
varan verður ekki lengur flutt út
óunnin og meiri verðmæti verða til
innanlands.“
Vilja ekki svínakollagen
Kollagen er einkum notað í
snyrtivörur en einnig við mat-
vælagerð og í fæðubótarefni.
„Möguleikar kollagens úr fiskroði
felast meðal annars í því að í dag er
kollagen að mjög stórum hluta
framleitt úr svínshúðum, og í
minna mæli úr nautshúðum. Hluti
neytenda á heimsmarkaði getur
ekki, af trúarlegum ástæðum,
keypt vörur sem hafa kollagen úr
svínshúð, en mannúðarsjónarmið fá
annan hóp neytenda til að vilja síð-
ur vörur með kollageni úr spendýr-
um sem óvíst er hvort alin hafa ver-
ið á mannúðlegan og heilnæman
hátt. Með kollageni úr villtum fiski
mætum við þörfum beggja hópa,
enda erum við með náttúrulega af-
urð sem er rekjanleg alveg út á
miðin.“
Til stendur að reisa um 500 fer-
metra verksmiðju sem notast mun
við háþróaðar og sjálfvirkar
vinnsluaðferðir. Erla segir marga
hafa sýnt áhuga á að fjárfesta í
verkefninu, nægt framboð virðist
vera á hráefni til framleiðslunnar
og nú er verið að skoða möguleika
vörunnar á markaði. Framleiðsla á
íslenska kollageninu hófst hjá sam-
starfsaðilunum á Spáni fyrr á þessu
ári og hefur nú þegar verið unnið
úr tveimur gámum af roði. Þar mun
framleiðslan vera þar til verk-
smiðjan á Íslandi verður tilbúin.
Gæti verksmiðjan framleitt
kollagen fyrir mörg hundruð millj-
ónir króna, jafnvel milljarða, á árs-
grundvelli. „Þetta er vaxandi mark-
aður og kaupendur eru tilbúnir að
borga vel fyrir góða vöru. Við
stefnum á að verksmiðjan okkar
muni afkasta yfir 500 tonnum á
ársgrundvelli.“
Kollagen-
verksmiðja á
teikniborðinu
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Codland hyggst gera kolla-
gen úr fiskroði og selja á al-
þjóðamarkaði til snyrtivöru-
og matvælaframleiðenda.
Morgunblaðið/Golli
„Þetta er vaxandi markaður og kaupendur eru tilbúnir að borga vel fyrir
góða vöru,“ segir Erla um möguleikana fyrir kollagen úr fiskroði.
HAGSÆLD
Aukin verðmætasköpun í fiskeldi
hafði hvað mest að segja um að verg
þjóðarframleiðsla jókst um 5% á
milli ára í Færeyjum. Jafnframt var
vöxtur í öðrum greinum en sjávar-
útvegur dróst saman á milli ára, að
því er segir í frétt sjávarútvegssíð-
unnar Kvótinn.is.
Eftir samdrátt á árunum 2008 og
2009 hefur þjóðarframleiðsla farið
vaxandi í Fær-
eyjum. Árið 2010
jókst hún um 7%,
2,4% 2011, 3%
2012 og 5% 2013.
Aukin umsvif í
fiskeldi skýra virðisaukninguna und-
anfarin ár, fyrst vegna meiri fram-
leiðslu en síðasta ár nær eingöngu
vegna mikilla verðhækkana á eld-
islaxi. Í fyrra skilaði fiskeldið 16
milljörðum króna.
Fiskeldi dafnar og eykur
hagsæld í Færeyjum
Færeyski fáninn