Morgunblaðið - 29.05.2014, Side 20

Morgunblaðið - 29.05.2014, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2014FRÉTTIR F Y R IR Þ ÍN A R Þ A R F IR Við varðveitum eftir ýtrustu kröfum um öryggis- og aðgangsstýringu: Bókhaldsgögn Skjöl Muni Listaverk o.m.fl. Einnig bjóðum við: ■ Skönnunar- og skráningarþjónusta ■ Sölu á sérhæfðum umbúðum til varðveislu gagna ■ Flokkun, pökkun, skrásetningu á gögnum og munum ■ Flutningur á fyrirtækjum ■ Prentunar-, ljósritunar- og innbindingarþjónusta fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Hafðu samband og fáðu tilboð ☎ 553 1000 azazo.is azazo@azazo.is þjónusta okkar er þín framtíðarlausn Við varðveitum nánast allt Hleypur þú 6 maraþon á ári? ...nei líklegast ekki - en þú gætir brennt jafnmörgum hitaeiningum með því að nýta þér hæðarstillanlegu skrifborðin frá InnX innréttingum.* Hugsaðu um heilsuna - það borgar sig Hæðarstillanlegt skrifborð Verð frá kr. 124.302 Möppuskápur Verð frá kr. 120.533 • • • • *Rannsóknir hafa sýnt að með því að standa í um 15 mínutur per klst. yfir vinnudaginn þá brennir meðalmanneskja um 20.160 hitaeiningum á ári! Nú bjóða InnX innréttingar athyglisverða nýjung sem kallast „LINAK heilsurofinn“. Þessi einfaldi fylgihlutur skráir hversu margar mínútur skrifborðið er í hárri stöðu og umreiknar það síðan yfir í hitaeiningabrennslu. Þá er líka hægt að stilla rofann til að minna mann á hvenær tímabært er að hækka eða lækka skrifborðið og skipta um vinnustellingu. Að setja fyrirtæki á laggirnar getur verið allt annað en einfalt. Frum- kvöðlar þurfa að lesa sig í gegnum ófáa laga- og reglubálka, fylla út um- sóknir og skýrslur og vitaskuld má ekkert klikka í bókhaldi og skatta- skilum. Freyr Björnsson vill létta þessum byrðum af herðum íslenskra frum- kvöðla og hefur, í félagi við Guð- mund Ágústsson, stofnað ráðgjaf- arþjónustuna Startup. „Við sjáum þá um stofnun fyr- irtækisins og alla skráningarvinnu, færum bókhald fyrirtækisins og önnumst launavinnslu fyrstu þrjá mánuði starfseminnar. Frum- kvöðullinn getur þá einbeitt sér al- farið að sjálfri viðskiptahugmynd- inni og gerir ekki fyrir misgáning dýr mistök einhvers staðar á leið- inni,“ segir Freyr. Fyrir reka Freyr og Guðmundur Sigma Bókhald & Ráðgjöf. Freyr er lögfræðingur frá HÍ og Guðmundur lærður bókari. Frumskógur af reglum Að sögn Freys getur verið lýjandi og ruglandi fyrir athafnamenn að setja sig inn í öll formsatriðin og reglurnar sem fylgja því að standa í rekstri. „Sjálf stofnunin er nokkuð einföld en öllu flóknara er að halda utan um bókhaldið með réttum hætti og það er þar sem megnið af vinnu Startup liggur. Samhliða öllu þessu veitum við ráðgjöf eins og þarf um t.d. hvaða félagaform er hentugast fyrir starfsemina og veitum frum- kvöðlinum leiðsögn og aðhald ef eftir því er leitað. Einnig setjum við upp reikningakerfi fyrir fyrirtækið eða sjáum um útgáfu reikninga.“ Þykir Frey það vera leitt, og áfellisdómur yfir kerfinu, að ekki sé auðveldara fyrir fólk með góðar hug- myndir að hefja rekstur. Startup.is eigi þó að vera hagkvæm leið til að „losna við allt vesenið“ eins og hann orðar það. „Ekki síst viljum við með þessu hjálpa sem flestum að gera að veruleika góða hugmynd að rekstri, enda eru frumkvöðlarnir aðalaflvak- inn í samfélaginu.“ „Verðskrá okkar er stillt í hóf og boðið upp á ákveðna pakka í sam- ræmi við mismunandi félagaform, hvort sem til stendur að hefja einstaklingsrekstur, félagsskap eða stofna einkahlutafélag. Allt er uppi á borðum og ekki um það að ræða að óvænt gjöld bætist við eða að við- skiptavinurinn festist inni hjá okkur. Eftir fyrstu þrjá mánuði er samning- urinn úti og frumkvöðullinn getur, ef hann vill, leitað annað með fram- haldið, tekið að sér bókhaldið sjálfur, eða samið við okkur upp á nýtt.“ Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Ráðgjafarþjónustan Start- up tekur að sér að sinna öllum formsatriðunum í kringum stofnun fyrirtækis og heldur utan um bók- haldið fyrstu þrjá mánuðina svo frumkvöðullinn geti einbeitt sér að viðskipta- hugmyndinni. Losa frumkvöðlana við „allt vesenið“ Freyr Björnsson (t.h.) og Guðmundur Ágústsson hjá Startup vilja gera það auðveldara fyrir fólk með góðar viðskiptahugmyndir að stofna fyrirtæki. SPROTAR Á hverju hausti eyða flest fyrirtæki miklum tíma í gerð áætlunar fyrirnæsta rekstrarár. Slíkar áætlanir úreldast fljótt, enda breytist um-hverfi fyrirtækja hratt. Samt halda stjórn og stjórnendur yfirleitt áfram að nota áætlunina sem viðmið árangursmælinga og gjarnan er umbun stjórnenda tengd frammistöðu gagnvart áætlun. Slíkt dregur enn úr gagnsemi áætlunarinnar – oft inniheldur hún fremur niðurstöður úr samningaviðræðum stjórnenda og starfsmanna en að hún endurspegli tækifæri í rekstrinum. Gerð hlaupandi áætlana hefur rutt sér mjög til rúms á undanförnum árum, gjarna í tengslum við nýja aðferðafræði, svo sem „Beyond Budgeting“ og „Better Budgeting“. Þá er enn gerð ársáætlun, en í stað þess að hún liggi óbreytt er hún endurskoðuð, oftast ársfjórðungslega eða mánaðarlega. Markmið endurskoðunarinnar er ekki að breyta meginmarkmiðum um veltu eða hagnað heldur að endurmeta áherslur í ljósi rekstrarþróunarinnar: Minnkandi framlegð í deild eða vöruflokki kallar þá á aðgerðir til að bæta upp tapið annars staðar. Í hlaupandi áætlanagerð felur endurskoðunin í sér að því tímabili sem liðið er af rekstrarárinu er bætt aftan á áætlunina og þannig alltaf unnið með jafn langt tímabil. Ætla má að áætlun fyrir viðbótartímabilið verði raunhæfari þegar grunnur hennar er unninn strax og viðmiðunarmánuðunum er lokið. Markviss notkun hlaupandi áætlana bætir vinnulag við áætlanagerð. Í stað þess að vera árlegt sértækt verkefni, verður áætlunin betur samþætt almennri stjórnun og stefnumótun og gæði hennar aukast. Þannig verður hún raunveru- legt stjórntæki sem eykur árangur í rekstri. PISTILL FRÁ STJÓRNVÍSI Eftir Þorstein Siglaugsson Hlaupandi áætlanir – hvers vegna?  Höfundur er framkvæmdastjóri Sjónarrandar ehf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.