Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.05.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.05.2014, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MAÍ 2014 Óska eftir hjúkrunarfræðingum, bæði til sumarafleysinga og til framtíðar Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Um er að ræða 50-100% störf þar sem unnið er á morgun-, kvöld- og helgarvöktum, mislangar vaktir annars vegar og næturvöktum hins vegar. Viðkomandi þarf að vera í stakk búinn til að axla ábyrgð á hjúkrun á fleiri deildum en sinni eigin og er því farið fram á nokkra starfsreynslu. Á Öldrunarheimilum Akureyrar fer fram fjölbreytt og áhugaverð starfsemi sem er í stöðugri þróun. Unnið er eftir Eden hugmyndafræðinni með áherslu á sjálfstæði, góðan heimilsbrag og lífsgæði íbúanna. Skipulögð fræðsla er fyrir nýtt starfsfólk. Nánari upplýsingar um störfin er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar www.akureyri.is þar sem sótt er um rafrænt. Umsóknarfrestur er til og með 6. júní 2014 Öldrunarheimili Akureyrar Óska eftir starfi 18 ára strákur óskar eftir sumarstarfi Hefur reynslu af þjónustustörfum.Talar íslensku, ensku, dönsku og þýsku. Getur byrjað strax. Uppl. í síma: 773 7388. Verzlunarskóli Íslands óskar eftir að ráða kennara til þess að kenna líffræði og efnafræði næsta skólaár. Tvö stöðugildi. Hæfniskröfur:  Háskólapróf í viðkomandi grein.  Reynsla af kennslu á framhaldsskólastigi æskileg.  Hæfni í mannlegum samskiptum. Við bjóðum:  Góða vinnuaðstöðu.  Góðan starfsanda á framsæknum vinnu- stað. Nánari upplýsingar gefur Þorkell Diego yfir- kennari, thorkell@verslo.is eða í síma 5 900 600. Umsóknarfrestur er til 26. maí og skal senda umsóknir ásamt ferilskrá til Verzlunar- skóla Íslands, Ofanleiti 1, 103 Reykjavík, eða á netfangið thorkell@verslo.is. Verzlunarskóli Íslands er framhaldsskóli með um 1250 nem- endur. Skólinn er bekkjarskóli en nemendur ljúka prófum í við- komandi námsáfanga um jól og vor. Nemendur geta valið á milli fjögurra mismunandi brauta og útskrifast með stúdentspróf af öllum brautum. Einnig býður Verzlunarskólinn upp á fjarnám. Verzlunarskólinn er mjög tæknivæddur og er aðstaða til náms og kennslu öll hin besta. Störf í þýðingamiðstöð á Seyðisfirði Þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins óskar að ráða þrjá þýðendur til starfa við starfsstöð sem fyrirhugað er að opna 1. ágúst nk. á Seyðisfirði. Þýðingamiðstöðin annast þýðingar EES-gerða, sem eru á ýmsum sviðum, svo sem tækni, raungreina, fjármála, laga o.s.frv. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og Félags háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins. Kröfur til umsækjenda:  Háskólapróf  Staðgóð þekking á íslensku og ensku  Reynsla af þýðingum  Samskiptalipurð og góð framkoma  Gott tölvulæsi Kunnátta í öðru erlendu tungumáli er æskileg sem og menntun í hagfræði, náttúrufræði, verkfræði eða lögfræði. Kostur er ef umsækjendur hafa reynslu af íðorðavinnu. Umsóknarfrestur er til og með 7. júní 2014. Umsóknir skulu berast á netfangið umsokn@mfa.is, merktar „Þýðendur 2014“. Litið verður svo á að umsóknir gildi í sex mánuði frá því að umsóknarfresti lýkur. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningar hefur verið tekin. Nánari upplýsingar um störfin veita Bergþór Magnússon, framkvæmdastjóri þýðingamið- stöðvar (bergthor.magnusson@utn.stjr.is), og Helga Hauksdóttir, mannauðsstjóri utanríkis- ráðuneytisins (helga.hauksdottir@utn.stjr.is), í síma 545 9900. Snyrtivöruverslunin Glæsibæ óskar að ráða starfskraft til afgreiðslustarfa. Hlutastarf kemur til greina, reynsla nauðsynleg. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á netfang snyrtivorur@simnet.is fyrir 30. maí Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Lausar stöður hjá Grundarfjarðarbæ Í Grundarfirði er mikill metnaður fyrir skólastarfi og var skólastefna Grundarfjarðar samþykkt nú í vor. Gott samstarf er milli skóla í sveitarfélaginu. Í Grundarfirði er Fjölbrautaskóli Snæfellinga og áhugi er á frekara samstarfi milli grunnskólans og fjölbrautaskólans. Umsóknum um störfin skal fylgja greinargott yfirlit yfir menntun, fyrri störf, ábendingar um meðmælendur og annað það sem umsækjandi telur máli skipta. Nánari upplýsingar veitir Björn Steinar Pálmason, bæjarstjóri, í síma 430 8500 eða með því að senda fyrirspurnir á bjorn@grundarfjordur.is Umsóknarfrestur er til 10. júní nk. SkÓlastjÓRi GRUNNSKÓLA GRUNDARFJARÐAR Skólastjóri ber fag- og rekstrarlega ábyrgð á starfi skólans, stjórnar honum og hefur forgöngu um mótun faglegrar stefnu í samstarfi við skólanefnd og bæjarstjórn. Leitað er að eins- taklingi sem hefur skýra sýn í skólamálum og er reiðubúinn að leita nýrra leiða í skólastarfi. MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR:                                                  !      Í Grunnskóla Grundarfjarðar stunda tæplega 100 nemendur nám. Talsvert er um samkennslu árganga sem hefur skapað áhugaverð tækifæri. Skólinn er vel búinn tækjum og hann er í fararbroddi grunnskóla á landinu í spjaldtölvuvæðingu. LeikskÓlastjÓRi LEIKSKÓLANS SÓLVALLA Leikskólastjóri ber fag- og rekstrarlega ábyrgð á starfi skólans, stjórnar honum og hefur forgöngu um mótun faglegrar stefnu í samstarfi við skólanefnd og bæjarstjórn. Leitað er að einstaklingi sem hefur skýra sýn í skólamálum og er reiðubúinn að leita nýrra leiða í skólastarfi. MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR:  "                                               !      Leikskólinn Sólvellir er tveggja deilda leikskóli með 60 nemendur frá eins árs til sex ára aldurs. Skólinn starfar eftir viðurkenndum hugmyndum og kenningum í uppeldisfræði. Unnið er með lífsleikniefni og ferlimöppur eru fyrir hvern nemanda. Sumarstarf í Eyjum Braggabílar vantar meiraprófsbílstjóra til sumarstarfa . Upplýsingar í síma 897-1535 Braggabílar Krana- og Vörubílaþjónusta Vinsamlega sendið umsókn með tölvupósti til: julia.justdeco@gmail.com merkt „job iceland“ í subject. ENGLISH SPEAKING FAMILY INGARÐABÆR ICELAND SEAKS NANNYAND HOUSE HELP.  Full time job is offerd and possible start from 15th of June 2014.  Working day 8 to 9 hours.  Experience with small children is required.  Clean criminal record.  Driving-lisence and experience of driving.  To have ability to live in the house for few days in a month.  C.V. and recomendation required. Please send application to julia.justdeco@gmail.com marked „Job Iceland“ in subject ENSKUMÆLANDI FJÖLSKYLDA Í GARÐABÆ LEITAR EFTIR BARNFÓSTRUOG HÚSHJÁLP  100% vinna  Þarf að geta hafið störf fyrir 15. júní.  Gilt ökuskirteini og reynsla af akstri nauðsynleg.  Hrein sakaskrá.  Reynsla af umönnun ungbarna.  Góð laun fyrir réttu manneskjuna.  Óskað er eftir starfsferilskrá og meðmælum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.