Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.05.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.05.2014, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MAÍ 2014 H é ra ð sp re n t Skólastjóri Grunnskóla Breiðdalshrepps Staða skólastjóra við Grunnskóla Breiðdalshrepps er laus til umsóknar. Leitað er að einstaklingi með mikinn metnað, sem sýnt hefur árangur í störfum sínum og leggur áherslu á vellíðan og árangur nemenda í góðu samstarfi starfsmenn skólans og samfélagið. Starfsemin skal einkennast af fjölbreytni, sveigjanleika og víðsýni, þar sem tekið er tillit til mismunandi þarfa, áhuga og getu nemenda. Starfssvið: · Skólastjóri ber faglega- og rekstrarlega ábyrgð á starfi skólans, stjórnar honum og hefur forgöngu um mótun faglegrar stefnu · Fagleg forysta skólans og stuðla að framþróun í skólastarfi · Leiða samstarf starfsmanna, nemenda, heimila og skólasamfélagsins í heild · Kennsla Menntunar- og hæfniskröfur: · Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla · Kennslureynsla og reynsla af skólastjórnun æskileg · Frumkvæði og samstarfsvilji · Góðir skipulagshæfileikar · Hæfni í mannlegum samskiptum · Að vera reiðubúinn til að leita nýrra leiða í skólastarfi · Sveigjanleiki og víðsýni í starfi og samskiptum Nánari upplýsingar á www.breiddalur.is eða hjá sveitarstjóra Breiðdalshrepps palli@breiddalur.is Kennsla við Grunnskóla Breiðdalshrepps Við skólann vantar einnig kennara í eftirfarandi hlutastörf: · Íþrótta- og sundkennslu · Almenna kennslu, m.a. stærðfræði, dönsku, samfélagsfræði, náttúrufræði og kennslu í list- og verkgreinum. Menntunar- og hæfniskröfur: · Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla · Kennslureynsla æskileg en ekki skilyrði · Frumkvæði og samstarfsvilji · Sveigjanleiki og víðsýni í starfi og samskiptum Grunnskóli Breiðdalshrepps er lítill en vel búinn skóli. Á lóð skólans er íþróttamiðstöð sveitarfélagsins. Í skólabyggingunni eru einnig skrifstofur sveitarfélagsins og bókasafn. Leikskólinn Ástún er starfræktur stutt frá. Skólinn hefur tekið þátt í Comeniusarverkefninu Water Song ásamt 8 öðrum skólum í Evrópu á yfirstandandi skólaári og mun halda því áfram á því næsta. Æskilegt er að þeir sem sækja um kennarastöður við skólann hafi áhuga á því að taka þátt í verkefninu. Breiðdalshreppur er vinalegt og fjölskylduvænt samfélag. Í Breiðdal er þjónusta með ágætum, þ.e. banki, pósthús, matvöruverslun, bensínaf- greiðsla, hótel, kaffihús, bifreiðaverkstæði, ofl. Hér er um að ræða tilvalið tækifæri fyrir menntaða barnafjölskyldu. Umsóknarfrestur er til og með 1. júní 2014. Leyfisbréf og ferilskrá skulu fylgja umsókn. Tækifæri á Austurlandi - Lausar stöður við Grunnskóla Breiðdalshrepps Breiðdalur …brosir við þér Hæfniskröfur: • Háskólamenntun á sviði véltæknifræði eða vélaverkfræði. • Sveinspróf í vélvirkjun eða málmsmíði. • Tveggja til fimm ára starfsreynsla. • Reynsla af CAD teikniforritinu. • Góð enskukunnátta. • Sjálfstæð vinnubrögð. Naust Marine er vaxandi fyrirtæki sem hannar og framleiðir stjórnbúnað fyrir togvindur og hjálparvindur í skip. Hjá fyrirtækinu starfa m.a. rafvirkjar, tækni- fræðingar, verkfræðingar og skipstjórar. Góður starfsandi og góð aðstaða. Vegna aukinna umsvifa og góðrar verkefnastöðu leitum við að nýjum starfsmönnum: Skriflegar umsóknir ásamt ferilskrá sendist til Naust Marine, Miðhellu 4, 221 Hafnarfirði eða á netfangið naust@naust.is fyrir 5. júní 2014. Öllum umsóknum svarað. Hæfniskröfur: • Sveinspróf í rafvirkjun eða rafeindavirkjun. • Tveggja til fimm ára starfsreynsla. • Góð enskukunnátta. • Sjálfstæð vinnubrögð. Hæfniskröfur: • Háskólamenntun á sviði tæknifræði, verk- fræði, iðnfræði eða sambærilegt nám. • Sveinspróf í rafvirkjun eða rafeindavirkjun. • Reynsla af eða þekking á rafstýrðum hraða- breytum. • Reynsla af CAD teikniforritinu. • Góð enskukunnátta. • Sjálfstæð vinnubrögð. Rafvirkjar í framleiðsludeild Sérfræðingur á rafmagnssviði Véltæknifræðingur eða vélaverkfræðingur BSc/MSc Íslandsbanki hefur veitt tveimur fyrirtækjum í ferða- þjónustu hvatningarverðlaun, en þetta er í annað sinn sem bankinn veitir slíka við- urkenningu. Verðlaunin voru afhent samhliða ferða- kaupstefnunni Iceland Travel Workshop, en Íslandsbanki er einn af helstu bakhjörlum hennar. Í frétt frá bankanum segir að mikilvægt sé að styðja við ferðaþjónustuna sem vaxandi grein. Henni hafi af bankans hálfu verið lagt lið með ýmsu móti. Hvatningarverðlaun Ís- landsbanka hlutu að þessu sinni Hybrid Hospitality og Arctic Surfers. Verðlaunin eiga að nýtast fyrirtækjunum í áframhaldandi uppbyggingu og nýsköpun. Fjölmargar fjölbreyttar, áhugaverðar og flottar umsóknir bárust, segir í tilkynningu bankans. Afþreyingu blandað Um verðlaunafyrirtækin segir að Hybrid Hospitality bjóði upp á framsýnar og skapandi lausnir á sviði mark- aðssóknar og gæðamála og aðra tengda þjónustu í bland við áherslu á nýsköpun. Arc- tic Surfers er fyrirtæki þeirra Ingólfs M. Olsen og Erlendar Magnússonar og hið fyrsta á Íslandi sem býður upp á brimbrettaferðir. „Bestu öld- urnar á Íslandi eru leitaðar uppi og er upplifuninni bland- að við aðra afþreyingu á borð við tónlist, menningu, mat og náttúru,“ segir Íslandsbanki. sbs@mbl.is Ferðalög Robyn Phaedra Mitchell frá Hybrid Hospitality og Ingólfur M. Olsen og Hreinn Elíasson frá Arctic Surfers. Bestu öldurnar eru leitaðar uppi  Banki styður ferðaþjónustu Fulltrúar Sam- taka móðurmáls- kennara veittu á dögunum að- standendum þáttarins Orð- bragð á RÚV viðurkenningu fyrir framlag þeirra til efl- ingar íslensks máls og ritlistar. Kennurum þykir sem tekist hafi að skapa skemmtilegan sjónvarpsþátt sem höfðaði til allra aldurs- hópa. Fjallað hafi verið um ís- lenskuna þannig að sýnt hafi verið fram á að enn sé lífs- magn í tungumálinu, eins og komist er að orði. „Efnistök þáttastjórnenda vitna jafnt um ást á málinu sem um færni í meðferð þess í nútímalegu samhengi,“ segir í tilkynningu. Það var Brynja Þorgeirsdóttir, einn umsjón- armanna þáttarins, sem veitti viðurkenningunni viðtöku. Í byrjun maí veittu Samtök móðurmálskennara síðan svo- kallaða Laxnessfjöður sem er viðurkenning fyrir fram- úrskarandi ritlistarverkefni í 9. bekk grunnskóla. Skólar á Suðurnesjum tóku þátt í átaksverkefni þar sem nem- endur voru hvattir til að skapa í rituðu máli og fengu þeir fjöðrina góðu sem við- urkenningu fyrir góðan ár- angur í verkefninu. sbs@mbl.is Enn er lífsmagn í íslenskri tungu Íslenska Brynja Þorgeirsdóttir tók við viðkenningu fyrir Orðbragð úr hendi Úlf- ars Snæs Arnarsonar móðurmálskennara.  Orðbragð og Laxnessfjöður Dr. Sigrún Gunnarsdóttir hefur verið ráðin dósent við viðskiptasvið Háskólans á Bif- röst. Sigrún mun einkum sinna kennslu, rannsóknum og leiðsögn um þjónandi for- ystu. Reynsla hennar af störf- um á þessu sviði mun nýtast vel í hinu nýja meistaranámi MS/MLM í forystu og stjórn- un, segir í frétt frá Bifröst. Sigrún er með doktorspróf frá London School of Hygiene and Tropical Medicine með áherslu á lýðheilsu, starfsum- hverfi og stjórnun, MS í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands og BS í hjúkr- unarfræði frá sama skóla. Sigrún hefur und- anfarin ár starfað sem dósent við Há- skóla Ís- lands og einnig leitt starf Þekking- arseturs um þjónandi forystu. Sigrún starfaði áður sem gæðastjóri Landspítalans og leiddi starf um heilsueflingu á vegum heilbrigðisráðuneytis og Landlæknis sbs@mbl.is Sigrún til þjónandi forystu Sigrún Gunn- arsdóttir

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.