Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.05.2014, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MAÍ 2014 3
Blaðberar
Upplýsingar gefur Guðbjörg
í síma 860 9199
Blaðbera vantar í
Keflavík
•
Framkvæmdastjóri Samtaka
sveitarfélaga á Vesturlandi
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) auglýsa eftir
framkvæmdastjóra. SSV eru samtök sveitarfélaga á
Vesturlandi og sjá um nokkra sameiginlega málaflokka og
hagsmunamál sveitarfélaga á starfssvæðinu sem nær frá
Hvalfjarðarbotni til Gilsfjarðarbotns. Verkefni SSV eru
fjölbreytt, snúa að hagsmunum svæðisins og bættum
búsetuskilyrðum. Leitað er að einstaklingi sem unnið getur
sjálfstætt og hefur frumkvæði í störfum. Æskilegt að um-
sækjandi hafi þekkingu á sveitarstjórnarmálum og
rekstri og sé með háskólamenntun.
Áhugasamir einstaklingar skulu senda inn umsókn
fyrir 31. maí til:
Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi
Bjarnarbraut 8
310 Borgarnesi
Merkt: Framkvæmdastjóri
Nánari upplýsingar um starfið veitir Gunnar Sigurðsson
formaður SSV í síma 893 5563.
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
20
14
Baadermaður
HB Grandi óskar eftir að ráða mann til að hafa
yfirumsjón með viðhaldi á Baadervélum í
fiskiðjuveri félagsins í Reykjavík.
Viðkomandi þarf að hafa reynslu af viðhaldi
Baadervéla. Menntun í vélvirkjun er æskileg.
Nánari upplýsingar gefur Sigurður Gunnarsson
í síma 858 1054. Umsóknir skal senda á
póstfangið sigurður@hbgrandi.is
Sveitarfélagið Grunnskólinn
Ölfus í Þorlákshöfn
Grunnskólakennari
Grunnskólinn í Þorlákshöfn óskar eftir að
ráða tónmenntakennara fyrir næsta skólaár.
Um er að ræða kennslu í 50% stöðu.
Launakjör samkvæmt samningi KÍ
Allar nánari upplýsingar veita Halldór
Sigurðsson skólastjóri, halldor@olfus.is, og
Jón H. Sigurmundsson aðstoðarskólastjóri,
jon@olfus.is. Síminn er 480 3850.
Upplýsingar um skólastarfið eru einnig á
heimasíðu skólans: http://skolinn.olfus.is
Skólastjóri.
Rafkaup er þjónustufyrirtæki sem
sérhæfir sig í sölu og þjónustu á
lömpum, lampabúnaði, ljósaperum
og innlagnaefni.
Rafkaup er umboðsaðili þekktra
vörumerkja eins og SYLVANIA,
DELTA LIGHT og IGUZZINI.
Rafkaup var stofnað árið 1982.
Sölumaður - Tæknimaður
Rafkaup óskar að ráða tæknimann til þjónustu og sölustarfa
Starfslýsing:
Öll almenn þjónustustörf, ráðgjöf, sala, pantanir o.fl.
Hæfniskröfur:
Skilyrði er reynsla og góð þekking á ljósabúnaði, stýrikerfum og almennu
raflagnaefni.
Sjálfstæð vinnubrögð, góð þjónustulund, stundvísi og reglusemi.
Einungis reyklausir einstaklingar eldri en 25 ára koma til greina.
Umsóknir ásamt ferilskrá skal senda á atvinna@rafkaup.is fyrir 30. maí
Rafkaup hf - Ármúla 24 - 108 Reykjavík - www.rafkaup.is
Bifvélavirkjar
Kraftur hf., umboðsaðili fyrir m.a. MAN-
vörubifreiðar, óskar eftir að ráða bifvélavirkja
eða menn vana vörubílaviðgerðum til starfa
á verkstæði sínu.
Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi
þokkalegan skilning á ensku og einnig er
tölvukunnátta æskileg.
Við leitum að röskum einstaklingum, sem
geta tekið sjálfstæðar ákvarðanir og unnið
sjálfstætt.
Umsóknir skilist til Krafts hf., Vagnhöfða 1–3,
110 Reykjavík, eða á e-mail: tommi@kraftur.is
fyrir 30. maí n.k.
Fasteignafélag
leitar eftir laghentum einstaklingi til
að sinna viðhaldi fasteigna
Starfssvið:
Viðkomandi starfsmaður mun sinna öllu
almennu viðhaldi. Verður að hafa eigin bíl og
verkfæri til afnota, en getur haft aðstöðu hjá
okkur. Umfang vinnu er að jafnaði 5–10 klst.
á viku.
Hæfniskröfur:
Iðnmennt skilyrði.
Reynsla sem nýtist í starfi skilyrði.
Vönduð vinnubrögð, snyrtimennska og
góður frágangur við vinnu skilyrði.
Hreint sakavottorð.
Umsókn óskast send á netfangið:
fanney@ip.is merkt viðhald fasteigna.
Umsóknarfrestur er til og með 1.6.2014.
Vélbúnaður fyrir varadís-
ilrafstöð Landsnets í Bol-
ungarvík er væntanlegur til
landsins um hvítasunnuhelg-
ina og er ætlunin að þá hefj-
ist strax vinna við uppsetn-
ingu vélanna. Til að það
megi verða er nú keppst við
að ljúka þeim verkhlutum
sem þurfa að vera búnir svo
uppsetningin geti hafist en
stefnt er að því að stöðin
verði gangsett í haust
Varaaflsstöðin er staðsett
sunnan þéttbýlisins í Bol-
ungarvík og á hún að
tryggja orkuafhendingu á
norðanverðum Vestfjörðum.
Þar er jafnframt verið að
reisa nýtt tengivirki, í sam-
starfi við Orkubú Vest-
fjarða, sem leysir af hólmi
eldra virki sem er á snjó-
flóðahættusvæði. Undirbún-
ingur verksins hófst haustið
2012, framkvæmdum við
jarðvegsvinnu og grunn
hússins lauk sl. haust og
bygging stöðvarhússins er
nú langt komin.
Kostnaðurinn
1,5 milljarðar króna
Samið var við sænska fyr-
irtækið Attacus Power AB
um kaup á vélbúnaði, verk-
smiðjuprófunum lauk um
mánaðamótin, að því er fram
kemur í frétt frá Landsneti.
Hver vél getur framleitt 1,8
MW eða samtals tæp 11
MW. Þær eru frá Mitsub-
ishi, rafalarnir eru ítalskir,
frá MeccAlte, og sömuleiðis
spennarnir sem eru frá SEA
Áætlaður heildarkostnaður
við verkefnið er 1,5 millj-
arður króna, segir í frétt frá
Landsneti.
sbs@mbl.is
Bolungarvík Framkvæmdir við spennivirkið eru í fullum
gangi, en það á að taka í notun á haustdögum.
Vélar í varastöð-
ina til landsins
Dísil í Bolungarvík Mikil
fjárfesting Öryggið meira
„Fréttirnar eru þar sem fólk-
ið er. Og eftir því sem bæir
verða stærri og fjölmennari
gerist fleira sem vert er að
fjölmiðlar greini frá,“ segir
Þröstur Ernir Viðarsson á
Akureyri. Hann er nýráðinn
ritstjóri Vikudags, annars
tveggja bæjarblaða sem gefin
eru út nyrðra. Þröstur hefur
frá árinu 2008 verið blaða-
maður á Vikudegi. Síðastliðin
tvö ár hafa þeir unnið saman,
Þröstur og Karl Eskil Páls-
son ritstjóri, sem nú snýr til
fyrri starfa sem fréttamaður
á Ríkisútvarpinu.
Alltaf að leita frétta
Að upplagi er Þröstur Bol-
víkingur en flutti norður árið
2007 til að nema fjölmiðlun og
félagsvísindi við Háskólann á
Akureyri. „Ég hef fyrir löngu
fest rætur hér í bænum og
þekki bæði fólkið og ganginn í
samfélaginu sem skiptir öllu í
svona starfi. Og ómeðvitað er
maður alltaf að leita frétta,
slíkt býr einfaldlega í eðli
starfsins,“ segir Þröstur.
Bætir við að á Vikudegi séu
sannarlega sagðar harðar
fréttir en hins vegar hafi ver-
ið tekin sú ákvörðun að auka
vægi mannlífsefnis og viðtala
enn frekar.
„Viðtalið við Akureyringinn
Baldur Zóphaníasson, leik-
stjóra stórmyndarinnar Von-
arstrætis, sem við birtum í
síðustu viku, mæltist vel fyrir
og sömuleiðis var viðtal okkar
í þessari viku við Grétar Þór
Eyþórsson stjórnmálafræð-
ing, sem útskýrði niðurstöður
skoðanakannana nú í aðdrag-
anda kosninga, áhugavert,“
segir ritstjórinn.
Líflegt fyrir kosningar
Þröstur bætir við að líflegt
hafi verið á ritstjórn Viku-
dags nú fyrir bæjarstjórn-
arkosningar, enda frambjóð-
endur áfram um að koma
sínum sjónarmiðum á fram-
færi með viðtölum, greina-
skrifum og auglýsingum. Því
sé blaðið í stærra lagi þessar
vikurnar, alls 20 síður, en er
annars sextán síður og er
dreift í áskrift til kaupenda,
sem flestir eru norðanlands.
sbs@mbl.is
Öllu skiptir að þekkja
ganginn í samfélaginu
Ritstjóri á Akureyri Vest-
firðingur kominn á Vikudag
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Ritstjóri „Og ómeðvitað er maður alltaf að leita frétta, slíkt
býr einfaldlega í eðli starfsins,“ segir Þröstur Ernir Viðarsson.